Morgunblaðið - 07.08.2010, Qupperneq 34

Morgunblaðið - 07.08.2010, Qupperneq 34
34 MenningFRÉTTIR MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 7. ÁGÚST 2010 Pauline Sachse lágfiðluleikari, Dani- el Heide píanóleikari og Britte Schwarz altsöngkona halda tónleika í Salnum í Kópavogi í kvöld. Á efnis- skránni eru verk eftir Benjamín Britten, Johannes Brahms, Charles Löffler, Robert Schumann og John Dowland. Tónleikarnir hefjast kl. 20. Þau eru öll prófessorar við Hanns Eisler-tónlistarháskólann í Berlín og eru stödd hér á landi í tilefni af Tón- listarhátíð unga fólksins þar sem þau hafa haldið masterclass fyrir ungt íslenskt tónlistarfólk. Auk þess að kenna við háskólann hafa þau Sachse og Heide getið sér gott orð sem einleikarar. Schwarz hefur sungið með mörgum helstu hljóm- sveitum heims. Tónlistarhátíð unga fólksins hófst 3. ágúst sl. og stendur til 15. ágúst. Haldnir eru tónleikar í Salnum nán- ast á hverjum degi, en hátíðin er op- in fyrir alla tónlistarskólanemendur. Einnig taka nemendur frá Banda- ríkjunum, Japan og Finnlandi þátt í hátíðinni að þessu sinni. Hátíð Pauline Sachse og Daniel Heide. Tónleikar á tónlist- arhátíð Þýskir prófessorar í Salnum í kvöld Gagnrýnandi breska blaðsins The Times hrífst mjög af enskri útgáfu á skáld- sögunni Ösku eftir Yrsu Sig- urðardóttur, en umfjöllun um bókina birtist í blaðinu í vikunni. Í umsögninni segir gagnrýnandinn, Marcel Berl- ins, svo: „Sigurðardóttir skapar al- veg jafn hrollvekjandi andrúmsloft á eyju undir glóandi hrauni og á dimmum íslenskum vetrum eins og hún gerði í tveimur fyrri bókum sínum.“ Þess má geta að Berlins hefur áður borið lof á Yrsu og skip- að henni í fremstu röð norrænna glæpasagnahöfunda. Bók Yrsu fékk einnig lofsamlega umfjöllun í breska fríblaðinu Metro og fleiri dagblöðum; til að mynda gaf gagnrýnandi Daily Mirror bók- inni fjórar stjörnur og sagði söguna frábærlega fléttaðan og hrollvekj- andi trylli. Aska Yrsu lofuð á Bret- landseyjum Yrsa Sigurðardóttir Leiðsögn verður um sýn- inguna Annað auga – Ljós- myndaverk úr safneign Péturs Arasonar og Rögnu Róberts- dóttur á Kjarvalsstöðum á morgun kl. 15:00. Leiðsögnina annast sýningarstjórinn, Birta Guðjónsdóttir. Ljósmyndaverkin, sem sýnd eru á Kjarvalsstöðum, eru um sextíu talsins og spanna tíma- bilið frá síðari hluta sjöunda áratugarins fram til dagsins í dag. Verkin eru m.a. eftir Cindy Sherman, Sigurð Guðmundsson, Roni Horn, Roman Signer, Karin Sander, Kristján Guðmundsson, Hrein Friðfinnsson, Gardar Eide Einarsson, Carsten Höller og Birgi Andrésson. Myndlist Leiðsögn um sýn- inguna Annað auga Birta Guðjónsdóttir Leiðsögn verður um sumarsýn- ingar Gerðarsafns kl. 15:00 á morgun. Á sýningunni Lífs- hlaup Kjarvals og fleiri úrvals- verk í einkasafni Þorvaldar og Ingibjargar eru verk úr einka- safni Þorvaldar Guðmunds- sonar og Ingibjargar Guð- mundsdóttur, sem er í vörslu Gerðarsafns. Á neðri hæð safnsins er sýningin Gerður og Gurdjieff og eru verk Gerðar Helgadóttur á sýningunni valin með það í huga að sýna tengsl Gerðar við kenningakerfi armenska dulspekingsins G.I. Gurdjieffs. Sýningarnar standa til 29. ágúst. Safnið er opið alla daga nema mánudaga kl 11:00-17:00. Myndlist Leiðsögn um sýn- ingar í Gerðarsafni Gerður Helgadóttir Í dag kl. 14 opna Guðrún Pál- ína Guðmundsdóttir myndlist- arkona og Kristín Þóra Kjart- ansdóttir sagnfræðingur sýninguna Húsmæður og heimasætur í gistiheimilinu á Skeiði í Svarfaðardal. Kveikjan að sýningunni var sú að ömmur þeirra beggja bjuggu samtíða á Skeiði fyrir um hundrað árum. Í sýning- unni eru þessum formæðrum gerð skil, en núverandi húsmóðir og heimasæta koma líka fyrir. Kaffi og kökur verða til sölu á opnuninni. Allir eru velkomnir. Sýningin mun standa fram á haust og er þá opið samkvæmt sam- komulagi við Myriam Dalstein á Skeiði. Myndlist Húsmæður og heimasætur Guðrún Pálína Guðmundsdóttir Fyrir stuttu var Kári Þormar ráðinn dómorganisti í Reykjavík, en hann hefur undanfarið starfað sem for- stöðumaður Kirkju- og menningar- miðstöðvarinnar í Fjarðabyggð. Hann gegnir enn báðum þessum störfum, en lætur brátt af starfinu fyrir austan. Þar hefur hann gert mikið af því að koma fram með kór- um sem píanóleikari, en segir org- elleikinn nánast hafa legið í dvala síðustu þrjú ár. Í dag og á morgun heldur Kári tónleika í Hallgrímskirkju þar sem hann hyggst leika verk eftir Dubois, Mozart, Boyce, Karg-Elert, Þorkel Sigurbjörnsson, Bach og Widor. Tónleikarnir, sem eru næstsíðustu helgartónleikar Alþjóðlegs orgel- sumars, hefjast kl. 12:00 á laugardag og kl. 17:00 á sunnudag. Kári segir að það sé alltaf snúið að velja saman dagskrá fyrir tónleika, því þar verði að fara saman það sem orgelleikarann langar að spila og það sem fólk hefur gaman af að heyra. „Það verður að vera pró- gramm sem byggt er þannig upp að öllum líki og þungamiðja tón- leikanna, orgelsinfónía Widors, er einmitt dæmi um þetta; virtúósa- verk og glæsileg músík sem er líka mjög þakklát áheyrnar. Það skilar sér í tónlistinni ef það er skemmti- legt að spila hana og þá er líka gam- an fyrir áheyrendur.“ Á efnisskránni er verk eftir Þor- kel Sigurbjörnsson og Kári segist hafa það fyrir sið að spila að minnsta kosti eitt íslenskt orgelverk á hverj- um tónleikum. „Þetta verk hefur ekki heyrst að ráði lengi, en ég spil- aði það sem lokaverkefni frá Tón- skóla Þjóðkirkjunnar 1993 og það er gaman að rifja það upp.“ Prógramm sem öllum líkar  Næstsíðustu helgartónleikar Alþjóðlegs orgelsumars Orgelsumar Kári Þormar heldur tónleika í Hallgrímskirkju. Árni Matthíasson arnim@mbl.is Á morgun opnar Hulda Stefáns- dóttir sýningu í Hallgrímskirkju og nefnir hana Upplausn. Á sýningunni beinir hún sjónum að græna litnum og auk verka í fordyri kirkjunnar lýsir grænu út um efsta hluta kirkju- turnsins þegar rökkvar, en eins og Hulda lýsir því þá verður það sem þar smjúgi út grænn bjarmi upp- lausnar fordyrisins. Hulda segir að hugmyndin að sýn- ingarröðinni, sem hefur yfirskriftina Kristin minni, sé komin frá Guðrúnu Kristjánsdóttur, sem er sýningar- stjóri. „Hún hefur bent á það hve tónlist og kirkjan séu nátengd í dag en aftur á móti hefur myndlistin fjarlægst kirkjuna. Þetta er því við- leitni til að endurvekja eða koma á sambandi milli myndlistar og kirkj- unnar. Umgjörðin er Hallgríms- kirkja en samhengið er kirkjan sem menningarstofnun. Ég kem að þessu verkefni sem myndlistarmaður í Reykjavík í dag og nálgast Hallgrímskirkju út frá mínum forsendum,“ segir Hulda. „Ég ákvað að skoða blæbrigði græna litarins og hugsa þá ekki síð- ur um hvernig hann tengist menn- ingu okkar og samfélagi. Mig langar að mæta mikilfeng- legri lóðréttu kirkjubyggingarinnar með lágréttunni og grámynd hennar með afgerandi litasamspili. Mér var sérstaklega hugsað til altaristaflna fyrri tíma þar sem gjarnan var mál- að í grátónum á framhliðina en þeg- ar þeim var lokið upp flæddu litirnir fram. Hvernig grámyndin stendur fyrir framhlið, meðvitund og ein- hvern veruleika, en litirnir eru í þessum beina og milliliðalausa kjarna skynjunar okkar og þar með undirvitundarinnar. Þessu tvennu leitast ég við að spila saman í fordyri kirkjunnar. Annars vegar í mál- verkum þar sem ég legg áherslu á gjörning þess að færa liti á flöt en hins vegar hef ég sett upp grá afrit ljósmynda sem ég tók inni í kirkju- skipinu sem eru eins og andstæða þess, ímyndir sem eflaust allflestir gestir kirkjunnar hafa fest sér í minni, ef ekki á stafrænt myndavéla- minni til endurlits. Ytra byrðið er hægt að fjölfalda í ótal myndum. En upplifunin, lífið og gróskan kemur frá fólkinu og er alltaf einstök.“ Grænt í láréttum formum  Upplausn Huldu í Hallgrímskirkju Morgunblaðið/Árni Sæberg Upplausn Hulda Stefánsdóttir opnar sýningu í Hallgrímskirkju á morgun. Hulda Stefánsdóttir » Hulda Stefánsdóttir stund- aði nám við Myndlista- og handíðaskóla Íslands og lauk meistaranámi frá School of Visual Arts í New York. » Hún hefur haldið fjölda einkasýninga hér á landi og er- lendis. » Hulda hefur verið prófessor við myndlistardeild Listahá- skóla Íslands frá hausti 2008. »Sýning Huldu stendur til loka nóvember. Hvað upplifunina varðar er þetta svo- lítið eins og að bjóða erlend- um ferðamanni í Reykjavík upp á eldbakaða flatböku 38 »

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.