Morgunblaðið - 13.08.2010, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 13.08.2010, Blaðsíða 1
F Ö S T U D A G U R 1 3. Á G Ú S T 2 0 1 0  Stofnað 1913  187. tölublað  98. árgangur  LEIGJA ÚT LÚXUSÍBÚÐIR Í GRÍMSBORGUM LAUSI NAGLINN ER EITRAÐ PEÐ HJÁTRÚ OG HROLL- VEKJUR ALLIR VINNA 12 SÍÐUR FÖSTUDAGURINN 13. 36SÖÐLUÐU UM 16 Morgunblaðið/Ernir  Slökkviliðsmenn- og sjúkraflutn- ingamenn sátu á fundi með launa- nefnd sveitarfélaganna frá hádegi og fram á kvöld. Engin niðurstaða lá fyrir þegar blaðið fór í prentun, en Sverrir Björn Björnsson, for- maður Landssambands slökkviliðs- og sjúkraflutningamanna, sagði að menn væru að vinna og það væri já- kvætt. Komi til verkfalls, sem á að standa í 16 tíma, tekur einnig gildi ótímabundið yfirvinnubann. Bannið þýðir að sjúklingar verða ekki flutt- ir á milli sjúkrahúsa. Neyðarflutn- ingum verður áfram sinnt líkt og verið hefur. Slökkviliðsmenn eru afar ósáttir við að flug til Akureyr- ar verði flutt til Húsavíkur. Þeir segja þetta skýrt verkfallsbrot. »2 Yfirvinnubann hefst í dag takist ekki samningar Góður árangur » Um 45% fækkun dauðs- falla vegna brjósta- krabbameins varð á Íslandi síðustu 20 árin, samkvæmt grein í British Medical Jo- urnal í gær. Kristján Jónsson kjon@mbl.is Nýjum tilfellum af leghálskrabba- meini hefur fækkað um yfir 70% hér á landi eftir að skipuleg leit hófst ár- ið 1964 og dauðsföllum fækkað um 90%. Þetta kemur fram í grein um leit að leghálskrabbameini eftir Kristján Sigurðsson, yfirlækni Leit- arstöðvar Krabbameinsfélagsins, í tímaritinu Cytopathology. Ritið seg- ir að leitarstarfið á Íslandi sé ein- stakt og aðrar þjóðir geti tekið okkur sér til fyrirmyndar. Kristján segir í samtali við Morg- unblaðið að dauðsföll af völdum sjúk- dómsins hérlendis séu nú að jafnaði tvö á ári. „Við tókum þátt í fjölþjóð- legri rannsókn á bóluefninu, þetta er ein stærsta og dýrasta bóluefnis- rannsókn sem gerð hefur verið í heiminum,“ segir Kristján. „Niður- staðan var að byrjað var að nota bóluefni sem getur veitt ónæmi gegn hættulegustu veiruafbrigðunum, HPV-16 og HPV-18, svo fremi konan hafi ekki verið smituð fyrir.“ Ekki er enn byrjað að bólusetja hérlendis og segir Kristján aðspurð- ur að ástæðan sé fjárskortur. Stórfækkun dauðsfalla  Dauðsföllum vegna leghálskrabbameins hér á landi fækkaði um 90% frá 1964  Leitarstarf Krabbameinsfélags Íslands undanfarin ár talið einstakt á heimsvísu Morgunblaðið/Sverrir Lán Óheimilt að veita óverðtryggð lán nema til lagabreytingar komi. Þess er enn nokkuð langt að bíða, að Íbúðalánasjóður bjóði óverðtryggð lán til fasteignakaupa. Á kynningarfundi ríkisstjórnarinnar í mars síðastliðnum var mikið lagt upp úr því að „draga úr vægi verðtryggingar“. Eitt megin- markmiðanna í því samhengi var að auka framboð á óverðtryggðum íbúða- lánum, og gera óverðtryggð langtíma- lán almennt raunhæfari kost, samfara lækkandi verðbólgu og auknum stöð- ugleika. Í kjölfarið var frumvarp um breytingu á lögum um húsnæðismál lagt fram á Alþingi sem meðal annars felur það í sér að Íbúðalánasjóður fái heimild til þess að veita óverðtryggð lán. Verðbólgan hér á landi fór hæst í tæp 19% í byrjun síðasta árs, sem leiddi til mikillar hækkunar höfuðstóls verðtryggðra lána. Með ört lækkandi verðbólgu, en tólf mánaða verðbólga stendur nú í 4,8%, hefur dregið úr kröfu um óverðtryggða fjármögnunar- kosti. Formlegur undirbúningur veit- ingar óverðtryggðra lána er ekki haf- inn hjá Íbúðalánasjóði, enda sjóðurinn bundinn af lögum sem um hann gilda. Áðurnefnt frumvarp bíður enn af- greiðslu. einarorn@mbl.is »18 Ekki óverðtryggt um sinn  Íbúðalánasjóði enn óheimilt að veita óverðtryggð lán Sveinn Sveinbjörnsson fiskifræðingur og Krist- ján Finnsson, skipstjóri á hafrannsóknaskipinu Árna Friðrikssyni, kveðjast síðdegis í gær við komuna til Reykjavíkur. Þar með lauk 24 daga makrílleiðangri í fiskveiðilögsögunni og benda fyrstu niðurstöður leiðangursins til þess að tvö- falt til þrefalt meira sé af makríl í íslenskri lög- sögu heldur en var á síðasta ári. Einkum er aukningin mikil fyrir sunnanverðu landinu. »12 Miklu meira af makríl en á síðasta ári Morgunblaðið/Eggert  Þyrla Land- helgisgæslunnar, TF-LÍF, fór í langt sjúkraflug í gærkvöldi eftir veikum sjómanni um borð í spænskum tog- ara. Togarinn var staddur 280 sjómílur suð- vestur af Reykja- nesi og fylgdi vél frá flugfélaginu Mýflugi þyrlunni eftir. Hjálparbeiðni barst frá togar- anum um níuleytið vegna hjart- veiks skipverja. TF-LÍF getur ekki lagt upp í svo langt flug án fylgdar og var vél Mýflugs til taks í sam- flugi. Þyrlan var komin að skipinu um miðnættið og átti þá eftir um tveggja stunda flug til baka. Vél frá Mýflugi með þyrlu Gæslunnar Gæslan fór í langt sjúkraflug. Hinn 9. júní 2009, þremur dögum áður en lögfræðiálit aðallögfræðings Seðla- bankans var sent til Sigríðar Rafnar Pétursdóttur, lögfræðings í við- skiptaráðuneytinu, lauk hún vinnslu minnisblaðs þar sem komist var að sömu niðurstöðu og í áliti Seðlabank- ans, þ.e. að gengistrygging lána í ís- lenskri mynt væri ólögleg. Áður hafði Sigríður fengið lögfræðiálit frá lögmannsstofunni LEX þar sem slíkt hið sama var ályktað. Afrit af öllum skjölunum voru send ráðuneytisstjóra viðskiptaráðuneytisins og hafði hann því 12. júní 2009 þrjú álit undir hönd- um þar sem talið var að gengistrygg- ing lána í íslenskri mynt væri ólög- mæt. 24. júní sama ár var Gylfa kynnt minnisblað Sigríðar Rafnar og viku síðar, 1. júlí, lagði Ragnheiður Rík- harðsdóttir, þingmaður Sjálfstæð- isflokksins, fyrirspurn fyrir Gylfa á Al- þingi um það hvort myntkörfulán, krónulán með erlendu viðmiði, væru lögmæt. Gylfi sagði lögfræðinga ráðu- neytisins og annars staðar í stjórnsýsl- unni hafa skoðað lögmæti lána í er- lendri mynt. „Niðurstaða þeirra er að lánin séu lögmæt,“ svaraði Gylfi. »6 Ráðuneytisstjóri hafði þrjú álit undir höndum MEinstakur árangur »4

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.