Morgunblaðið - 13.08.2010, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 13.08.2010, Blaðsíða 6
1 2 3 4 5 6 7 8 9 10 11 12 13 14 15 16 17 18 19 20 21 22 23 24 25 26 27 28 29 30 31 1 2 3 4 5 6 7 8 9 10 11 12 13 14 15 16 17 18 19 20 21 22 23 24 25 26 27 28 29 30 1 2 3 4 5 6 7 8 9 10 11 12 13 14 15 16 17 18 19 20 21 22 23 24 25 26 27 28 29 30 31 Júní 2009Maí 2009 Júlí 2009 5. maí Tölvupóstar og símtöl á milli viðskipta- ráðuneytis og seðlabanka um álitaefnið. 5. maí Björn Þorri Viktorsson fjallar ummálið í Kastljósi. 6. maí Seðlabanki óskar eftir áliti LEX. 12. maí Seðlabanka Íslands berst lögfræðiálit LEX. 18. maí Aðallögfræðingur Seðlabankans lýkur áliti sínu. A tb ur ða rá si n 27. maí Lögfræðingur íviðskiptaráðuneyti fær álit LEX frá Seðlabankanum. Sendir afrit samdægurs á ráðuneytisstjóra. 9. júní Lögfræðingur í viðskiptaráðuneyti sendir ráðuneytisstjóra minnisblað. 12. júníMinnisblað aðallögfræðings Seðlabankans sent lögfræðingi í viðskiptaráðuneyti. Hann sendir afrit samdægurs á ráðuneytisstjóra. 24. júníMinnisblað lögfræðings viðskiptaráðuneytis kynnt ráðherra. 1. júlí Gylfi Magnússon fjallar ummálið í svari á Alþingi. FRÉTTASKÝRING Jónas Margeir Ingólfsson jonasmargeir@mbl.is Gylfi Magnússon, efnahags- og við- skiptaráðherra, hefur verið gagn- rýndur fyrir að halda leynd yfir lögræðiálitum þess efnis að gengis- trygging lána í íslenskri mynt væri ólögmæt. Lögfræðiálitin eru þrjú. Tvö þeirra bera að vísu formlega heitið „minnisblað“ en þau eru engu að síð- ur álit lögfræðinga viðskiptaráðu- neytis annars vegar og Seðlabank- ans hins vegar á málinu. Þriðja álitið var útbúið af lögmannsstofunni LEX að beiðni Seðlabankans. Í kjölfar opinberrar umræðu um málið hófust tölvupóst- og síma- samskipti á milli lögfræðinga Seðla- bankans og viðskiptaráðuneytisins hinn 5. maí árið 2009. Það kvöld kom Björn Þorri Viktorsson lögmaður, sem síðar flutti mál um gengistrygg- ingar fyrir Hæstarétti, fram í Kast- ljósi RÚV og lýsti yfir efasemdum um lögmæti gengistryggingarinnar. Næsta dag óskaði því Seðla- banki Íslands eftir áliti lögmanns- stofunnar LEX á málinu en lög- mannsstofan skilaði Seðlabankanum áliti sínu hinn 12. maí. Álit LEX er afdráttarlaust en þar er talið, á skýr- an hátt, að gengistryggingin sé ólög- mæt. Sigríður Logadóttir, aðallög- fræðingur Seðlabanka Íslands, lauk lögfræðilegu áliti sínu á málinu hinn 18. maí. Áframsendi bæði álitin Á þessum tímapunkti hefur Sig- ríður Rafnar Pétursdóttir, lögfræð- ingur í viðskiptaráðuneytinu, hafið vinnslu minnisblaðs um málið að beiðni þáverandi ráðuneytisstjóra, Jónínu S. Lárusdóttur. Nöfnurnar áttu í góðum og stöðugum samskipt- um um málið en hinn 27. maí sendi Sigríður Logadóttir Sigríði Rafnar lögfræðiálit LEX á málinu. Sigríður Rafnar áframsendi álitið á þáverandi ráðuneytisstjóra samdægurs en í samtali við Morgunblaðið í gær kveður hún það vera í samræmi við verklagsreglur ráðuneytisins. Gylfi Magnússon sagðist í við- tali í Kastljósi ekki hafa vitað af því áliti vegna þess að Sigríður Loga- dóttir hafi gert þann fyrirvara að Sigríður Rafnar mætti ein sjá álitið. Lögfræðingar í viðskiptaráðu- neyti segja þó í samtali við Morg- unblaðið að trúnaðarskylda fram- lengist til yfirmanna þeirra í svona tilvikum og því hafi verið heimilt að afhenda ráðuneytisstjóra afritið. Hvorki náðist í Jónínu við vinnslu fréttarinnar né Gylfa Magnússon en hann er staddur á Hornströndum í gönguferð samkvæmt heimildum Morgunblaðsins. Hinn 9. júní lýkur Sigríður Rafnar áliti sínu á málinu en þremur dögum síðar fær hún lögfræðiálit að- allögfræðings Seðlabankans sent og sendir ráðuneytisstjóra einnig afrit af því samdægurs. Á þessum tíma- punkti hafði því ráðuneytisstjórinn þrjú álit undir höndum, öll sama efn- is, þ.e. að gengistrygging lána í ís- lenskri mynt væri ólögleg. Efnisleg niðurstaða sú sama Hinn 24. júní er Gylfa Magnús- syni kynnt minnisblað Sigríðar Rafnar. Óvíst er hvort hin álitin hafi borið á góma á þeim fundi en Gylfi kvaðst í Kastljósviðtali ekki hafa vit- að af hinum álitunum þótt efnisleg niðurstaða þeirra væri hin sama. Hinn 1. júlí lagði Ragnheiður Ríkharðsdóttir, þingmaður Sjálf- stæðisflokksins, fyrirspurn fyrir Gylfa Magnússon á Alþingi þess efn- is hvort það væri hafið yfir allan vafa að myntkörfulán, sem væru krónu- lán með erlendu viðmiði, væru lög- mæt. Gylfi svaraði: „Lögfræðingar bæði í viðskiptaráðuneytinu og ann- ars staðar í stjórnsýslunni hafa vita- skuld skoðað það mál. Niðurstaða þeirra er að lánin séu lögmæt.“ Í umdeildu Kastljósviðtali bend- ir Gylfi á að hann hafi átt við erlend lán með erlendu viðmiði. Álitin rötuðu til ráðuneytisstjórans  Gylfi Magnússon sagðist ekki hafa séð lögfræðiálit um lögmæti gengistryggingar þegar hann hélt ræðu á Alþingi 1. júlí 2009  Ráðuneytisstjóri hafði þrjú slík álit undir höndum hinn 12. júní 2009 Morgunblaðið/Kristinn Gylfi Viðskiptaráðherra hefur verið gagnrýndur fyrir að leyna upplýs- ingum. Óvíst er hvort hann hafi séð álitin eða einungis ráðuneytisstjóri. Lögfræðiálitin » Aðallögfræðingur Seðla- bankans sendi lögfræðingi við- skiptaráðuneytisins bæði álit sitt og álit lögmannsstofunnar LEX á lögmæti gengistrygg- ingar lána. » Niðurstaða beggja álita er sú að lán sem veitt eru í íslensk- um krónum með erlendu geng- isviðmiði teljist ólögmæt. » Lögfræðingur viðskipta- ráðuneytis áframsendi bæði álitin á þáverandi ráðuneyt- isstjóra. » Í fjölmiðlum hefur Gylfi Magnússon neitað að hafa séð álitin þegar hann svaraði spurn- ingu Ragnheiðar Rikharðs- dóttur í ræðu sinni á Alþingi. 6 FréttirINNLENT MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 13. ÁGÚST 2010 Jónas Margeir Ingólfsson Kristján Jónsson „Þetta mál er það alvarlegt að mér finnst nauðsynlegt að þinginu séu gerð skil á því hvernig þetta hefur at- vikast,“ segir Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins, um stöðu Gylfa Magnússonar, viðskipta- ráðherra. Bjarni segir að það sé fleira en eitt sem þurfi að skoða en hann vill að Alþingi verði kallað saman hið fyrsta vegna málsins. „Í fyrsta lagi finnast mér skýr- ingar viðskiptaráðherra algerlega ófullnægjandi og mjög ósannfærandi. Þær eru ófullnægjandi vegna þess að ráðherra ber ábyrgð á því sem gerist í ráðuneytinu. Ráðherrar geta ekki skotið sér undan ábyrgð með því að vísa til þess að þeir hafi ekki verið upplýstir af starfsmönnum sínum. Á þessum tíma sem lögfræði- álitið varð til var almenningur í land- inu að horfa til þess hvaða aðgerða stjórnvöld ætluðu að grípa til. Það var tekist á um það á þingi. Þrátt fyrir þetta er þessu haldið til hliðar og það er mjög alvarlegt. Það er líka alvarlegt vegna þess að við sjáum að þegar dómar Hæsta- réttar féllu á sínum tíma var ríkis- stjórnin óundirbúin þrátt fyrir að hafa haft tilefni til að undirbúa sig í u.þ.b. heilt ár. Síðan er það sá flötur á þessu máli sem snýr að endurreisn bankanna. Mér sýnist að það hafi ver- ið samið um að stofna Landsbankann með fjárframlagi frá íslenska ríkinu án allra fyrirvara þrátt fyrir að menn hefðu tilefni til að ætla að eignirnar væru minna virði en út frá var gengið. Við þurfum að átta okkur á því hversu miklu tjóni hefur verið valdið með þessu og hvernig á þessu stend- ur. Ég tel að málið sé af þeirri stærð- argráðu að það kalli á svör, en þeim hefur verið haldið frá þinginu og það gengur ekki lengur,“ segir Bjarni. Formaður þingflokks Samfylk- ingarinnar, Þórunn Sveinbjarnar- dóttir, er ekki sammála. „Mér finnst krafan fráleit, það er engin þörf á að þing sé kallað sérstaklega saman til að ræða þetta mál. Þingnefndir eru að störfum og menn hittast reglulega á næstu vikum, þar er eflaust hægt að svara þeim spurningum sem þing- menn hafa um þetta, hafi einhverjum spurningum ekki verið svarað.“ – En hefur staða Gylfa Magn- ússonar og ríkisstjórnarinnar veikst? „Í mínum huga er aðalatriði málsins að ráðherra hafi svarað sam- kvæmt bestu vitund og vitneskju þegar hann var spurður á Alþingi og það tel ég hann hafa gert. Það að embættismenn ráðuneytis hafi haft undir höndum upplýsingar sem ekki hafi, að því er ég best fæ skilið, verið bornar undir ráð- herra eða sýndar honum er alvarlegur misbrestur í stjórnsýslu. Það eitt og sér er mjög óheppilegt fyrir hvaða ráðherra sem er.“ Vill að þingið fái skýringar  Formaður Sjálfstæðisflokksins segir skýringar viðskiptaráðherra ófullnægjandi  Þingflokksformaður Samfylkingar segir ráðherra hafa svarað eftir bestu vitund Birkir Jón Jónsson og Eygló Harðardóttir, fulltrúar Fram- sóknarflokksins í efnahags- og skattanefnd og viðskiptanefnd, hafa óskað eftir sameiginlegum fundi nefndanna vegna vinnu- bragða stjórnvalda varðandi gengistryggð lán. Þau vilja að Jónína S. Lárusdóttir, ráðuneyt- isstjóri í efnahags- og við- skiptaráðuneytinu, og Sigríður Rafnar Pétursdóttir lögfræð- ingur komi fyrir nefndina. „Fram hefur komið að í kjöl- far fyrirspurna okkar þá kom lögfræðiálit lögmannsstofunnar Lex loks fram í dagsljósið. Þessi vinnubrögð og leyndarhyggja stjórnvalda er með öllu óásætt- anleg og verður að ræða ýtar- lega á vettvangi Alþingis. Þessar upplýsingar sem hluti stjórnsýslunnar og ríkisstjórn- arinnar bjuggu yfir hefðu getað haft mikil áhrif á umræðu um skuldir heimila og jafnframt um stofnun hinna nýju banka. Það er með öllu ólíðandi að ráðherra hafi ekki skýr svör um, á hverju ákvarð- anir byggjast sem varða þegna landsins háum fjárhæðum.“ Vilja fund í þingnefndum FRAMSÓKNARMENN Birkir Jón Jónsson Þórunn Svein- bjarnardóttir Bjarni Benediktsson Morgunblaðið/Heiddi Alþingi Krafa er komin fram um að Alþingi verði kallað saman.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.