Morgunblaðið - 13.08.2010, Blaðsíða 44

Morgunblaðið - 13.08.2010, Blaðsíða 44
FÖSTUDAGUR 13. ÁGÚST 225. DAGUR ÁRSINS 2010 VEÐUR » 8 www.mbl.is 5 6 9 1 1 0 0 Ritstjórn: ritstjorn@mbl.is Auglýsingar: augl@mbl.is Áskrift: askrift@mbl.is | sími 5691100 mbl.is: netfrett@mbl.is Í LAUSASÖLU 350 ÁSKRIFT 3890 HELGARÁSKRIFT 2400 PDF Á MBL.IS 2200 1. Missti hárið í hringekjunni 2. Lengsta nafn í Evrópu 3. Sjáandi vísaði á lík 4. Draga sig í hlé frá flugeldasýningu »MEST LESIÐ Á mbl.is FÓLK Í FRÉTTUM  Einni viku eftir hátíðina Fuji Rock í Japan er nú haldin Summersonic- hátíðin og koma fram Jay-Z og Stevie Wonder en enginn annar en Jónsi úr SigurRós byrjaði með því sem lýst var sem „töfrandi íslensku rokki.“ Jónsi steig á svið á Summersonic í Japan  Bandaríska út- varpið NPR hefur ákveðið að hafa Björk í umfjöllun um 50 bestu raddirnar en þar segir meðal ann- ars að hún þyki hafa ótrúlega rödd sem fái jafn- vel suma til að velta því fyrir sér hvort söngkonan geti verið mennsk. Þá taka þeir viðtal við söngkonuna og fjalla um líf hennar. Björk með einhvers konar geimrödd Sér eftir að hafa vingast við Vorhees  Í dag er föstudagurinn þrettándi og því eðlilegt að viðfangsefni viðtals vikunnar í aðlinum sé sjálfur Freddy Krueger sem í aldarfjórðung hefur stundað það að hræða líftóruna úr fólki í draumum og margt ískyggi- legra. Við reynum að kynnast þessu martraðatrýni en hann var ekki sáttur við Jason Vorhees. »38 Á laugardag Sunnan 5-10 m/s og súld eða dálítil rigning vestantil, en heldur hægari og úrkomulítið á austanverðu landinu. Hiti 12 til 20 stig, hlýjast á N- og A-landi. Á sunnudag Sunnanátt og rigning, þó einkum S- og V-lands. Hiti breytist lítið. Á mánudag Suðvestanátt og víða skúrir. Hiti 12 til 20 stig, hlýjast A-lands. SPÁ KL. 12.00 Í DAG Víða rigning eða súld en dregur úr úrkomu síðdegis. Hiti yfirleitt 12 til 20 stig, hlýjast A-lands. VEÐUR Víkingur komst í toppsæti 1. deildar karla í knattspyrnu í gærkvöldi þegar liðinu tókst að knýja fram 2:1 sig- ur í Njarðvík. 18 ára gamall leikmaður, Sigurður Egill Lárusson, kom inn á sem varamaður og tryggði Vík- ingi sigurinn. Annar leikur fór fram í gærkvöldi en þar vann Fjölnir lið Gróttu 1:0 þar sem Hrafn Davíðsson markvörður Gróttu varði vítaspyrnu. Víkingur á toppi 1. deildar karla Deildakeppni Golfsambandsins hefst í dag en um er að ræða sveitakeppnir. Leikið er í fimm deildum hjá körl- unum og tveimur hjá konunum. GKG er Íslandsmeistari í karlaflokki og Keilir í kvenna- flokki. 1. deild karla fer fram á Hvaleyrinni hjá Keili en 1. deild kvenna fer fram í Leirdalnum hjá GKG. »4 Sveitakeppnirnar í golf- inu byrja í dag Geir Þorsteinsson formaður KSÍ seg- ist í samtali við Morgunblaðið vilja sjá landsliðsmanninn Eið Smára Guð- johnsen brosmildari á knattspyrnu- vellinum. ,,Ég vil sjá Eið Smára brosa inni á vellinum sem og utan hans og að hann hafi gaman af því sem hann er að gera,“ sagði Geir. »1 Formaður KSÍ vill sjá bros á vörum Eiðs ÍÞRÓTTIR Hjalti Geir Erlendsson hjaltigeir@mbl.is Feðgarnir Geir Sigurðsson og Terry Douglas voru við veiðar í Glerá í Döl- um um síðustu helgi. Óhætt er að segja að þeir hafi haft heppnina með sér þar sem þeir lönduðu metafla ár- innar það sem af er sumri. „Ég sagði við pabba að við fengjum kannski einn lax yfir helgina ef við yrðum heppnir en svo fór að laxarnir urðu 28,“ segir Terry. Það verði að teljast mokveiði í Glerá þar sem að- eins höfðu veiðst fjórir laxar þar í allt sumar fyrir helgina. Terry hefur áður veitt í Glerá en segir hana aldrei hafa gefið jafn mikið og nú. Veiðiferðin nú hafi verið sannkallað ævintýri fyrir þá feðga. Stærsti lax það sem af er sumri veiddist í Miðfjarðará á þriðju- daginn. Laxinn veiddist í Skiphyl í Miðfjarðará en mikið hefur verið um stórlaxa þar í sumar. Tröllvaxinn lax í Miðfjarðará Að sögn Rafns Vals Alfreðssonar, leigutaka árinnar, hefur þetta goð- sagnakennda tröll blasað við veiði- mönnum í hylnum síðustu vikur og fjórum sinnum verið sett í laxinn en hann alltaf náð að losa sig. Það var svo á þriðjudaginn sem veiðimaður- inn Björn Sveinbjörnsson hafði hendur á honum, mældi og sleppti honum svo aftur út í ána. »14 Óvænt metveiði í Glerá  Feðgar veiddu 28 laxa um síðustu helgi í Glerá  Í Miðfjarðará veiddist stærsti lax sumarsins síðasta þriðjudag en hann var 108 cm og í kringum 25 pund Ljósmynd/Geir Sigurðsson Metveiði Terry og laxarnir. Laxinn lætur sjá sig » Aðeins 4 laxar höfðu veiðst í Glerá í Dölum í sumar fyrir síð- ustu helgi. Þá veiddust óvænt 28 laxar á tveimur dögum. » Stærsti laxinn það sem af er sumri kom á stöng í Skiphyl í Miðfjarðará. Hann mældist 108 cm langur. » Mest hefur veiðst í Þverá/ Kjarrá það sem af er sumri eða um 2878 laxar. „Ég hafði ekki einu sinni efni á því að fara á þetta Evrópu- meistaramót. Ég fæ bara reikn- inginn í hausinn einhvern tíma í haust,“ segir Jakob Jóhann Sveinsson, sund- maður úr Ægi, sem tekur þátt í Evrópumeistara- mótinu í sundi sem fram fer í Ung- verjalandi. Jakob er á meðal bestu sundmanna Evrópu í 100 og 200 metra bringusundi. Hann ætlar að taka ákvörðun um framhaldið hjá sér í haust – en Jakob hefur skuld- sett sig til þess að reyna að koma sér í fremstu röð. Jakob fær 80 þúsund krónur í B-styrk frá Afreksmanna- sjóði ÍSÍ. » Íþróttir Skuldsetti sig til að keppa Jakob Jóhann Sveinsson Vissara er fyrir ferðamenn að vera með bakpoka í för og klæða sig í regngallann þessa dagana. Ef marka má veðurspána næstu daga er útlit fyrir að votviðrasamt verði víða um land um helgina, fyrst vestan til í dag. Þessar ágætu konur á Austurvelli gátu vel sungið lag Helga Björns og Grafíkur, hafi þær kunnað textann. Morgunblaðið/Ómar Mér finnst rigningin góð …

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.