Morgunblaðið - 13.08.2010, Qupperneq 24

Morgunblaðið - 13.08.2010, Qupperneq 24
24 Minningar MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 13. ÁGÚST 2010 Fallega amma mín, ég er svo rík að hafa átt þig að. Amma Mar- grét var sko engin venjuleg kona og án efa ein af mynd- arlegri kjarnakonum sem Ísland hef- ur alið. Amma var eiginlega Wonder- woman eins og ég ætlaði að verða þegar ég yrði stór. Hún smitaði alla með bjartsýni, gleði og góðmennsku sinni. Það voru sko forréttindi að fá að alast upp hjá henni. Ung á árum sínum kynntist hún fjallmyndarleg- um manni, honum afa Erlendi, og upplifði þau sannkallað ævintýri. Afi var ungur þegar hann tók við for- stjórastól Sambandsins. Amma var ekki síður forstjórinn, hún stjórnaði bak við tjöldin. Þrátt fyrir lífið sem þau gátu veitt sér var amma alltaf jafn nægjusöm, keypti ekki að óþörfu heldur nýtti hluti til hins ýtr- asta. Hún hugsaði mjög vel um alla hluti, að allt virtist sem nýtt. Það var ekki að ástæðulausu að við barna- börnin vorum þvegin í bak og fyrir áður en við máttum fara fram úr eld- húsinu. Amma kenndi okkur börn- unum allt um hreinlæti, þar voru kló- settferðirnar eða heimsóknir á elliheimilin ekki undanskilin. Ég bjó í Englandi fyrstu árin mín, eftir heimkomu fluttum við í hverfið hjá ömmu og afa, og var ég því mikið hjá þeim upp frá því. Fór alltaf til þeirra eftir skóla til að borða og læra. Það var sko ekkert slor, ef það var ekki þríréttað þá var það fjórréttað. Oftar en ekki hringdi amma í mig kvöldið áður og bað mig að koma bakdyra- Margrét Helgadóttir ✝ Margrét Helga-dóttir fæddist í Seglbúðum í Land- broti 13. ágúst 1922. Hún lést á Hjúkr- unarheimilinu Grund 2. ágúst sl. Margrét var jarð- sungin frá Dómkirkj- unni mánudaginn 9. ágúst 2010. megin því hún var með 200 manns í hádegis- mat. Amma var svo mikil ofurkona að hún átti ekki í vandræðum með að elda fyrir 200 manns. Hún fékk tvær vinkonur til að bera fram en annað gerði hún sjálf. Meðan ég lærði sat amma og stoppaði í sokka eða fægði silfrið. Eftir lærdóminn fór ég oft í skrifstofuleik á skrifstofunni hans afa. Ég gat líka týnt mér tímum saman í að skoða fallegu kjólana hennar sem keyptir voru víðs vegar um heiminn. Og allt skartið mátaði ég og raðaði ofan í skartgripaskúffuna. Eða skó- skápurinn, ég fékk stjörnur í augun. Ég gat mátað skóna hennar enda- laust og „it nearly fit’s“ eins og ég sagði nýflutt heim. Skemmtilegast var þegar hún kom að sækja mig í skólann með Haraldi bílstjóra á flotta svarta Oldsmo-bílnum. Þá var mín sko lukkuleg umkringd skólafélögum sem héldu að sjálfur forsetabílinn væri kominn. Á sumrin var farið með afa og ömmu á Seglbúðir þar sem sumarbú- staðurinn þeirra, Hraunbúðir, var og hefur að geyma mínar bestu minn- ingar. Það var sko engin venjulegur sumarbústaður, sannkallað ævintýri. Þegar farið var í veiði var amma allt- af tilbúin með nesti og góðan morg- unmat fyrir alla. Við heimkomu var amma búin að kveikja á sánunni fyrir okkur, á meðan hafði hún til dýrindis kvöldverð fyrir alla fjölskylduna. Laugardagskvöld í Hraunbúðum þótti alltaf tilefni til þess að gera sig fínan, oftar en ekki drógu afi og amma upp kúrekafötin sín sem afi hafði keypt í Ameríku, svo sæt og fín. Amma og afi elskuðu hvort annað svo fallega og tek ég það mér til fyr- irmyndar. Elsku amma, ég á eftir að sakna þín mikið en ég veit að þú ert komin heim til hans afa Erlendar. Kysstu afa á kinnina frá mér. Margrét Rós Einarsdóttir. Meira: mbl.is/minningar Amma, þú varst fyrirmyndin mín og ert það ennþá fyrir að vera já- kvæð og alltaf glöð og með bros á vör. Líf þitt var algjör paradís og vonandi verður líf mitt líka þannig. Við söknum þín ógurlega mikið við hérna niðri. Vonandi líður þér vel þarna uppi hjá afa. Þegar ég dreymi þá dreymi ég um þig. Þegar ég sef þá sef ég með þér. Þegar ég hugsa þá hugsa ég um þig. Vonandi hugsar þú um mig. Þegar ég er hetja þá ert þú hetja og ávallt verður. Kveðja, Apríl Mist. Margrét Helgadóttir hefur kvatt þennan heim eftir langt og sérlega farsælt líf. Ég kynntist þeim hjón- unum, Margréti og Erlendi Einars- syni, í gegnum ömmu mína, Jósefínu Antoníu Helgadóttur Zoëga og eig- inmann hennar Skúla Guðmundsson alþingismann. Amma mín lét þess oft getið hvað þau hjónin Margrét og Erlendur hefðu verið sér og manni sínum góð. Ég var svo lánsamur seinna meir að fá að kynnast þeim hjónum. Gestrisni þeirra, góðvild og höfðingsskapur var einstakur. Það voru stórar stundir og ógleymanlegar að vera boðin í kvöld- verð til þessara sæmdarhjóna. Mar- grét var sérlega glæsileg og falleg kona, en það fegursta í fari hennar var viðmót hennar allt, fas og útgeisl- un. Að sjá hana birtast í bakherbergi eftir tónleika var einstaklega gefandi og fallegt. Það er mikill sjónarsviptir að slíkri manneskju, en við, sem eftir stöndum lútum höfði með þakklæti í hjarta. Við Guðný sendum fjölskyldu og vinum Margrétar okkar innilegustu- samúðarkveðjur. Gunnar Kvaran. ✝ Aðalheiður ErnaArnbjörnsdóttir fæddist í Keflavík 8. júní 1961. Hún lést á líknardeild Landspít- alans þann 28. júní sl. Foreldrar Að- alheiðar voru Fjóla Einarsdóttir, hús- móðir, fædd 25. júlí 1926 og Arnbjörn Ólafsson, héraðs- læknir í Keflavík, fæddur 13. júlí 1926, dáinn 17. janúar 2001. Bræður Aðalheiðar: 1) Einar Ólafur Arnbjörnsson, barnaskurð- læknir, Lundi, Svíþjóð, f. 27. ág. 1950. Kvæntur Runu Kerstin Arn- björnsson, hjúkrunarfræðingi. Synir þeirra: a) Sven Arnbjörn, f. 1979, b) Einar Mikael, f. 1984. 2) Arnbjörn Hjörleifur Arnbjörnsson, f. 8. jan. 1952, bæklunar- skurðlæknir, Reykjavík. Kvæntur Bergþóru Karlsdóttur, hjúkr- unarfræðingi. Dóttir þeirra er Að- alheiður Arnbjörnsdóttir, f. 29. nóv. 1982. Sambýlismaður hennar er Marteinn S. Mar- teinsson. Stjúpsonur Arnbjörns, sonur Bergþóru, er Bene- dikt Pálmason, f. 22. júlí 1975. Sambýlis- kona hans er Andrea Árnadóttir og eiga þau tvö börn. Að- alheiður lauk stúd- entsprófi frá Fjöl- brautaskólanum í Ármúla 1985. Hún stundaði nám í Hús- stjórnarskólanum í Reykjavík og lauk matartækninámi frá Fjölbraut í Breiðholti. Hún tók m.a. námskeið í tölvum, skrifstofutækni og verð- bréfum. Aðalheiður vann m.a. í eldhúsi Landakotsspítala og á kaffistofu Norræna hússins og einnig við símavörslu á ýmsum stofnunum. Seinustu árin annaðist hún aldraða móður sína. Hún gekk í Kaþólska söfnuðinn árið 1990. Útför Arnheiðar fór fram frá Kristskirkju, Landakoti, 6. júlí 2010. Elsku æskuvinkona mín. Mikið brá mér við andlátsfregn þína þína en svona er þetta líf, við höldum allt- af að við eigum og höfum nægan tíma, þetta kennir mér að fresta því ekki þangað til á morgun sem ég get gert í dag. Þú hringdir í mig í vetur og sagðir mér frá veikindum þínum en gerðir nú ekki mikið úr þessu og taldir að þú mundir ná fullum bata. Við áttum nokkur góð samtöl símleiðis og rifj- uðum upp gamlar stundir úr æsku og ákváðum að hittast í sumar og skoða gamlar myndir. Ég á eftir að sakna símtalanna frá þér en alltaf mundir þú eftir afmæl- inu mínu. Svo viðkvæmt er lífið sem vordagsins blóm er verður að hlíta þeim lögum að beygja sig undir þann allsherjardóm sem ævina telur í dögum. Við áttum hér saman svo indæla stund sem aldrei mér hverfur úr minni. Og nú ertu genginn á guðanna fund það geislar af minningu þinni. (Friðrik Steingrímsson) Mér þótti svo mikið vænt um þig, elsku Heiða mín. Við hittumst síðar í ljóssins heimi en þangað til hvíl í Guðs friði. Þín æskuvinkona, Helena Kristmannsdóttir. Aðalheiður Erna Arnbjörnsdóttir Elsku amma mín, nú ert þú farin frá okkur á mjög skömmum tíma. Það eru óteljandi minningar sem hrannast upp þegar ég hugsa til þín, elsku amma mín. Ég var mjög oft í pössun hjá ykkur Halla afa. Halli afi kom að sækja mig í Ísaksskóla og svo tóku enda- laus ævintýri við heima hjá ykkur á Spítalastíg 8. Dvölin hjá ykkur var yndisleg, ég fékk að leika mér í búð- arleik á bak við afgreiðsluborðið. Þar var ég með gamlan búðarkassa og fékk að leika mér með allar smá- vörurnar, pakka þeim inn í bréfpoka eða búðarpappír. Garðurinn á bak við var yndisleg- ur, með rólum og fullt af kössum ut- an af hjólunum, sem við frænd- Sigurbjörg Bjarnadóttir ✝ SigurbjörgBjarnadóttir fæddist 20. október 1924 í Miklaholtsseli, Miklaholtshreppi. Hún lést á krabba- meinsdeild Landspít- alans við Hringbraut föstudaginn 30. júlí 2010. Útför Sigurbjargar fór fram frá Dóm- kirkjunni föstudaginn 6. ágúst 2010. systkinin máttum búa til hús úr. Oft vorum við fleiri en eitt í pöss- un hjá ykkur í einu og fórst þú létt með að sinna okkur, afgreiða í búðinni og taka á móti gestum. Bernhöft- sbakarí var þá í kjall- ara við næsta götu- horn og var ég ósjaldan send þangað til að bæta við kökum og kræsingum þegar gestir komu. Það var mjög mikið líf í kring- um ykkur afa og manni leiddist aldrei. Eftir að afi féll frá og ég flutti heim frá Svíþjóð kom ég mánuði á undan fjölskyldunni og bjó hjá þér. Þá gekk ég til prests í Dómkirkj- unni og þú fórst með mér í kirkjuna og hjálpaðir mér með allt sem ég þurfti að læra. Seinna komst þú oft heim til okkar systkinanna og hugs- aðir um okkur og heimilið á meðan mamma og pabbi fóru til útlanda. Ég man eftir því hvað þú varst allt- af jákvæð og blíð, sama hvort þú varst að eiga við unglingauppreisn- ina hjá mér eða barnalætin og slagsmálin hjá bræðrum mínum. Þú varst alltaf svo hugulsöm, traust og góð, þú lést mig meira að segja fá lykil að húsinu þínu þegar þú fórst til útlanda, svo að við vinkonurnar gætum haft afdrep í miðbænum ef þess þyrfti. Á mínum fullorðinsárum varst þú ekki minni partur í lífi mínu. Það var alltaf svo gott að tala við þig og fá ráðleggingar hjá þér. Þú varst alltaf glöð og kát, leist alltaf svo vel út og lífsgleðin geislaði af þér. Þeg- ar við vorum í veislum eða innan um annað fólk hafði það iðulega orð á því hvað þú litir vel út og hvað þú værir hress. Ég var alltaf svo stolt af því að eiga þig sem ömmu. Ég þakka Guði fyrir að hafa verið stödd á landinu síðastliðnar vikur, þannig að við gátum átt góðar stundir sam- an áður en þú fórst. Elsku amma mín, takk fyrir að hafa alltaf verið svona yndisleg, hlý og góð. Ég kveð þig með miklum söknuði en gleðst jafnframt yfir því að þú fáir loksins að vera með Halla afa aftur. Hún var einstök perla. Afar fágæt perla, skreytt fegurstu gimsteinum sem glitraði á og gerðu líf samferðamanna hennar innihaldsríkara og fegurra. Fáar perlur eru svo ríkulega búnar, gæddar svo mörgum af dýrmætustu gjöfum Guðs. Hún hafði ásjónu engils sem frá stafaði ilmur umhyggju og vináttu, ástar og kærleika. Hún var farvegur kærleika Guðs, kærleika sem ekki krafðist endurgjalds. Hún var vitnisburður um bestu gjafir Guðs, trúna, vonina, kærleikann og lífið. Blessuð sé minning einstakrar perlu. (Sigurbjörn Þorkelsson.) Ég elska þig, amma mín. Sunna Björg Sigurjónsdóttir. Við kveðjum kæran föðurbróður okkar Þór. Fyrstu árin ólst hann upp hjá foreldr- um sínum og systk- inum en hann var fimmti í röðinni af níu systkinum. Einnig voru tvö fóstursystkini og var heimilið fjölmennt og mikið um að vera. Barn að aldri fór Þór til móðursystur sinnar Guðnýjar og dvaldi hjá henni þar til hann fór að vinna fyrir sér ungur að ár- um. Guðný var barnlaus og var Þór henni sem sonur alla tíð og var hún honum og fjölskyldunni mjög kær. Á unglingsaldri kynntist hann konu sinni Þórhildi sem alltaf var kölluð Tótla. Þór og Tótla voru einstaklega samhent og glæsileg hjón. Þau eignuðust þrjár dætur sem bera foreldrum sínum gott vitni. Þegar stelpurnar þeirra voru stálpaðar fóru þau að ferðast erlendis og nutu þess mjög. Gam- an var að heyra þau segja frá því sem fyrir augu bar og greinilegt að þau áttu þar sameiginlegt áhugamál. Tótla lést á fimmtug- asta og áttunda aldursári og var það mikið áfall fyrir Þór og fjöl- skylduna. Þór og Tótla voru miklir vinir foreldra okkar og mikill samgang- ur á milli heimilanna. Öll tilefni notuð til að vera saman og gleðj- Þór Jakobsson ✝ Þór Jakobssonfæddist í Reykja- vík 2. júní 1930. Hann andaðist á Landspít- alanum við Hring- braut 28. júlí 2010. Útför Þórs var gerð frá Fossvogskirkju 5. ágúst 2010. ast hvort heldur var í sveitinni eða í bænum. Það var til- hlökkun á sumrin þegar von var á þeim og stelpunum þeirra í sveitina. Í minningunni var auðvitað alltaf gott veður og mikið starfað þann tíma sem dvöl þeirra stóð. Þór gekk í öll verk með föður okkar og þeir nutu þess að vera saman og ræða um lífið og tilveruna. Þór var einstakt snyrtimenni sem kom fram í störfum hans og umgengni allri. Þau hjónin voru okkur systkinunum börnum Óð- ins sérstaklega góð og hugulsöm. Þau höfðu einstakt lag á því að gleðja með ýmsu móti eins og taka okkur með í ferðir og ógleymanlegar eru sendingarnar í sveitina. Þegar aldurinn færðist yfir og Óðinn faðir okkar var orðinn veikur brást það ekki að Þór kom til hans í hverri viku. Gam- an var að fylgjast með þeim bræðrum þegar þeir ræddu sam- an. Þeir voru eins og tveir smá- strákar, en báðir hægir og róleg- ir en mjög stutt í galsann og jafnvel smástríðni. Að leiðarlokum viljum við systkinin og fjölskyldur okkar þakka Þór fyrir allar ánægjulegu stundirnar, kærleikann og um- hyggjuna sem við nutum alla tíð og biðjum góðan Guð um að styrkja fjölskyldu hans. Minning hans lifir. Guðrún, Jakob Heimir og Þóra Hrönn. Morgunblaðið birtir minningargreinar endurgjaldslaust alla útgáfudaga. Skil | Greinarnar skal senda í gegnum vefsíðu Morgunblaðsins. Smellt á reitinn Senda inn efni á forsíðu mbl.is og viðeigandi efnisliður valinn. Skilafrestur | Ef óskað er eftir birtingu á útfarardegi verður greinin að hafa borist eigi síðar en á hádegi tveimur virkum dögum fyrr (á föstudegi ef útför er á mánudegi eða þriðjudegi). Þar sem pláss er takmarkað getur birting dregist, enda þótt grein berist áður en skilafrestur rennur út. Minningargreinar

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.