Morgunblaðið - 13.08.2010, Blaðsíða 39

Morgunblaðið - 13.08.2010, Blaðsíða 39
AF LISTUM Halldór Armand Ásgeirsson haa@mbl.is Í dag er þrettándi dagur ágúst-mánaðar og það er föstudag-ur. Það er mál að vígbúast enda viðtekið að veröldin snýst gegn mönnum á þessum degi, snýr vörn í sókn ef svo má segja, enda vinnur mannfólk markvisst að sjálf- stortímingu sinni og veraldarinnar í heild á hverjum degi með hatri sínu og hindurvitnum. Sjálfur teldi ég ekkert eðlilegra, væri ég trúað- ur, en að hið æðsta vald myndi oftar reyna að leggja stein í götu mann- fólks en þennan eina dag. Eflaust væri auðvelt að komast að því hver uppruni goðsagn- arinnar um föstudaginn þrettánda er. En ég læt það ógert.    Fólk hneigist til að búa til út-skýringar á hvers kyns óljós- um fyrirbærum og atburðum enda er fátt erfiðara en að horfast í augu við óvissuna kalda. Og jafnframt getur það reynst mörgum nöturleg staðreynd að kyngja að atburðir gerast sem engin sérstök skýring er á, eða þá að skýringin felst í tvisvar eru hins vegar umtalsvert meiri. Jafnframt finnst okkur alltaf magnað að hitta einhvern sem deil- ir afmælisdegi með okkur. Eru lík- urnar ekki 1 á móti 365? Jú, ef þú hittir einhvern úti á götu en hins vegar þurfa ekki meira en 23 að vera komnir saman í herbergi til að helmingslíkur séu á að einhverjir tveir deili sama afmælisdegi. Hversu margir deila afmælisdegi á vellinum á úrslitaleik Meist- aradeildarinnar? Mjög mjög marg- ir. Taktu upp lukkugripinn þinn, lesandi, og leggðu að honum eld. Hættu að spila alltaf íþróttir í sömu sokkunum. Og taktu sénsa í dag, föstudaginn þrettánda – kastaðu peningnum þegar aðrir þora það ekki. Hver veit nema þú vinnir í lottóinu, þó það væri ekki nema einu sinni. Kveiktu í lukkugripnum þínum óteljandi mörgum sjálfstæðum þáttum sem fléttast saman í eina handahófskennda niðurstöðu. Hvað getur til dæmis maður hugsað, sem fylgt hefur lífsleiðbeiningum Lýð- heilsustöðvar allt sitt líf, en greinist með lungnakrabbamein um fer- tugt? Eða hvað hugsaði bandarísk kona þegar hún vann stóra vinning- inn í New Jersey-lottóinu í annað sinn á fjórum árum? Fór hún beint og keypti þriðja miðann? Það er auðvelt að ljá slíkum at- burðum óþarfa dýpt til að friða sjálfan sig og eyða óvissunni. Við mannfólk virðumst ekki vera hann- að til að átta okkur vel á tölfræði tilverunnar. Við fléttum ítrekað töl- fræðilega möguleika saman við okkar eigin væntingar. Þetta tvennt fer alls ekki saman. Þess vegna trúir maðurinn sem dælir fimm þúsundköllum í spilakassann í sjoppunni Landsgrill að hann „hljóti að vinna næst“ því hann hef- ur tapað svo oft á undan. Ef við myndum neyða óteljandi marga apa til að hamra við- stöðulaust á óteljandi margar höggþolnar ritvélar myndi einn þeirra enda á að skrifa Ódysseifs- kviðu. Myndi maðurinn við spila- kassann í sjoppunni veðja á að sami apinn myndi skrifa Ilíónskviðu næst? Hæpið.    Okkur er því oft brugðið þegartölfræðin bregður fæti fyr- ir væntingar okkar. Lík- urnar á því að lesandi pist- ilsins vinni í lottóinu tvisvar eru afskaplega litlar. Líkurnar á því að einhver vinni »Hvað getur tildæmis fertugur maður hugsað, sem fylgt hefur lífsleiðbein- ingum Lýðheilsustöðvar allt sitt líf? Hjátrú Margir hræðast svarta ketti og telja þá bera með sér ólán. Sá ugg- ur eykst verulega á degi þessum, föstudaginn 13. SÝND Í SMÁRABÍÓI, HÁSKÓLABÍÓI OG BORGARBÍÓI Jackie Chan kennir ungum lærling sitthvað um Kung fu í vinsælustu fjölskyldumynd ársins! Missið ekki af myndinni sem sló í gegn í Bandaríkjunum og fór beint á toppinn. Salt kl. 6:50 - 9 - 11:10 B.i. 14 ára Predators kl. 10 B.i. 16 ára Karate Kid kl. 6 - 9 LEYFÐ Ljóti andarunginn og ég kl. 6 (650 kr) LEYFÐ Babies kl. 6 - 8 LEYFÐ Grown Ups kl. 8 - 10:20 LEYFÐ Sýnd kl. 4 Íslenska 3D Þú færð 5 % endurgreitt í Smárabíó, Háskólabíó og Borgarbíó SÝND Í SMÁRA- OG BORGARBÍÓI SÝND Í HÁSKÓLABÍÓI Sýnd kl. 8 og 10:15 Sýnd kl. kl. 5 HEFND ATVINNUMANNSINS ÞRÆLMÖGNUÐ SPENNUMYND Sýnd kl. 4, 6, 8 og 10 Sýnd kl. 8 og 10 (POWERSÝNING) SÝND Í HÁSKÓLABÍÓI POWE RSÝN ING Á STÆ RSTA DIGIT AL TJALD I LAN DSINS KL. 10 -H.G., MBL HHH „Jolie stendur sig vel sem kvenkyns útgáfan af Jason Bourne og myndin er hugsanlega ein sú hraðskreiðasta sem ég hef séð í allt sumar.” T.V. - Kvikmyndir.is HHH „Salt er þrælgóð... Unnendur hasarmynda fá hér eftirlætisverk“ -Ó.H.T., Rás 2 Þú færð 5 % endurgreitt í Laugarásbíó ef þú greiðir með kreditkorti tengdu Aukakrónumwww.laugarasbio.is 50 kr. afsláttur ef þú kaupir bíómiðann á Kreditkorti tengdu Aukakrónum! -bara lúxus Sími 553 2075 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 13. ÁGÚST 2010

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.