Morgunblaðið - 13.08.2010, Blaðsíða 27

Morgunblaðið - 13.08.2010, Blaðsíða 27
Minningar 27 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 13. ÁGÚST 2010 ✝ Edda SvavaMagnusson (Stef- ánsdóttir) var fædd 2. október 1933 í Reykjavík. Hún lést á Vífilsstöðum 18. júlí sl. Foreldrar: Kristín M. Kristinsdóttir bankafulltrúi, f. 9. maí 1905, d. 18. júlí 1990, og Stefán Ó. Björnsson, stýrimað- ur og tollvörður. f. 12. maí 1904, d. 15. októ- ber 1966. Maki: John S. Magnusson véla- verkfræðingur, f. 1. janúar 1929, d. 21. ágúst 2006. Edda og John gift- ust 24. mars 1956. Börn þeirra eru: 1) John S. jr., vélaverkfræðingur, f. 26. ágúst 1956. John starfar sem flugstjóri hjá Delta-flugfélaginu og er jafnframt ræðismaður Íslands í Minneapolis, Minneasota. Maki: 1959 þar sem hún bjó lengst af. Hún var aðstoðarkennari í barnaskóla í Upper Montclair í New Jersey í Bandaríkjunum mestan hluta af sinni starfsævi. Hún lét af kennslu- störfum 1994. Edda sinnti mikið fé- lagsstörfum, m.a. var hún í stjórn- um ýmissa norrænna samtaka vestanhafs, svo sem í ASS (Americ- an Scandinavian Society) og í stjórn Íslendingafélagsins í New York. Edda var ötul við að greiða götur hljómlistarmanna og annarra lista- manna meðan hún starfaði innan ASS. Stofnaður hefur verið sjóður innan ASS í minningu Eddu og mun verða veitt úr honum til listamanna á komandi árum. Edda hlaut ridd- arakross hinnar íslensku fálkaorðu fyrir félagsstörf í þágu Íslendinga í Vesturheimi 17. júní 1997. Á eft- irlaunaárum þegar Edda og John voru bæði við fulla heilsu ferðuðust þau víða og síðustu árin ferðuðust þau oft til Siglufjarðar til að dvelja þar til lengri og skemmri tíma, en þar áttu þau samastað í sumarhúsi sem þau höfðu fest kaup á fyrir nokkrum árum. Útför Eddu fer fram í dag, 13. ágúst 2010, í Fossvogskapellu og hefst athöfnin kl. 15. Jana Stultz Magn- usson leikbúninga- hönnuður, f. 2. júlí 1955. Börn þeirra: Heidi Kristín, f. 2. mars 1985 og Laura Suzanne, f. 10. sept- ember 1987. 2) Stefán Gunnar jarðeðl- isfræðingur, f. 19. febrúar 1960. Stefán starfar sem yfirmað- ur áhættustjórnunar hjá Rabobank Int- ernational í New York. Maki: Ellen Morris, prófessor við Columbia University, f. 27. september 1960. Börn þeirra: Evon Gunnar, f. 7. október 1998, og Victor Herbert, f. 23. mars 2001. Edda lauk stúdentsprófi frá MR 1954 og cand.phil. 1955 frá HÍ. Var húsmóðir í Reykjavík og síðan í New Jersey, en þangað fluttist hún Ég miða alltaf við að hafa hitt Eddu og John frænda í fyrsta sinn 19. júní 1986 þegar þau sóttu mig, 15 ára unglinginn, út á Kennedy-flug- völl. Það myndaðist strax vinátta okkar á milli, blanda af foreldrum og trúnaðarvinum. Edda vildi allt fyrir alla gera. Hún var svo snögg að greiða mér leið, fyrst í tónlistarsum- arbúðum í Maine og svo síðar þegar ég fór út til náms og vinnu. Það eru ófáir ísarnir að baki hjá Holsteins og ekki var máltíð lokið hjá Eddu fyrr en eftir kaffi og „eitt sætt í munninn“. Eitt sinn fór Edda að skipuleggja þorrablót Íslendingarfélagsins á Manhattan og ég var með. Á einu hótelinu var okkur boðið að þiggja kaffi og köku og við fengum okkur sína hvora risa-súkkulaðikökusneið- ina. Síðar um daginn þegar við erum á fundi á öðru hóteli þá fáum við báð- ar eitthvert stórundarlegt súkku- laðisjokk. Ég hélt að það myndi líða yfir mig og Edda átti í mestu vand- ræðum með að halda uppi samræð- um. Þegar við komum út á götu í glampandi sól og þessum eina sanna steikjandi hita á Manhattan fengum við eitt of okkar ógurlegu hláturköst- um sem endaði alltaf með því að við hlógum svo mikið af hvor annarri að erfitt var að hætta. Edda var mikil félagsmanneskja og átti létt með að halda uppi hróka- samræðum við fólk sem hún þekkti ekki neitt. Þá stóð John hjá og kímdi. Hún var formaður og sat í stjórn t.d. Icelandic American Society, Americ- an Scandinavian Society og Americ- an Scandinavian Foundation. Hún var ósérhlífin í starfi sínu og fór dag eftir dag með rútu niður á Manhattan að skipuleggja komandi atburði. Allt- af tók hún rútuna og strætó innan- borgar því hún vildi sjá hvert hún væri að fara. Stofuborðið á heimili Eddu og John var ætíð þakið pósti og gögnum tengdum félögunum. Þar sátu þau og settu fréttabréf eða tilkynningar í umslög, svo hundruðum skipti í hvert skipti. Edda var með veggfastan síma í eldhúsinu með margra metra langri snúru og gat maður flækst í henni ef maður var fyrir þegar mest gekk á í skipulagningunni. Að koma til Eddu og Johns var eins og koma heim til Íslands. Þar breyttist ekkert, hvorki hefðir né húsbúnaður. John hjálpaði mér með stærðfræðina við eldhúsbekkinn á meðan Edda talaði í símann. Edda tók það hlutverk að sér óbeðin að finna mér verðugt manns- efni í Bandaríkjunum. Hún benti mér á þá sem henni fannst koma til greina og var þá búin að grennslast fyrir um þá innan „samfélagsins“. Þegar ég kynnti Magga minn fyrir henni fékk ég samþykki hennar. Þegar Eddu var mikið niðri fyrir greip hún fast um upphandlegginn á mér, horfði djúpt í augun og þarna hvíslaði hún „my, my, he’s so handsome og ég sé hvað hann er góður maður“. Þó að samband okkar Eddu hafi verið lítið undanfarin ár þá á hún stóran sess í hjarta mínu og allt sem hún sýndi mér og kenndi er stór part- ur af því sem ég er. Við Maggi þökkum þeim heiðurs- hjónum Eddu og Jóni fyrir samfylgd- ina og vottum Johnny, Stefáni og börnum þeirra okkar innilegustu samúð. Einnig vil ég þakka Dóru og Pálu fyrir umönnun Eddu síðustu ár og Bob Chamberlain. Guðný Erla Fanndal. Í dag kveðjum við kæra vinkonu okkar Eddu Stefánsdóttur Magnus- son. Hún hefur nú lagt upp í ferðina löngu sem víst bíður okkar allra. Við minnumst Eddu Stefáns eins og hún var kölluð á skólaárunum fyrst í Miðbæjarskóla og síðan í Menntaskólanum í Reykjavík. Edda kynntist manni sínum John S. Magnusson er hann var í hernum á Keflavíkurflugvelli. John átti ís- lenska foreldra sem settust að í Bandaríkjunum fyrir margt löngu. Þau voru ættuð af Norðurlandi en kynntust í New York. Edda og Jon bjuggu í húsi þar sem foreldrar hans höfðu búið í Upper Mount Clear í New Jersey og bjuggu þar allan sinn búskap. John átti einn bróður. Fyrir rúmlega tuttugu árum keyptu þau lítið hús í Siglufirði þar sem þau dvöldu sér til ánægju tímabundið meðan heilsan leyfði. Er við fluttum til New York fyrir 25 árum endurnýjuðust gömul kynni. Edda var eins og hún hafði alltaf ver- ið glaðlynd, hvetjandi, starfsöm og með áhuga á svo ótal mörgu. Hún var lengi í stjórn norræna félagsins í N.Y., American Scandinavian So- ciety. Þar var hún góður fulltrúi okk- ar Íslendinga og hélt uppi miklu starfsfjöri í félaginu. Lengi var hún formaður í svo nefndri Program Committe American Scandinavian Societiy og vann þar mikið og gott starf. Seinna varð hún formaður Ís- lendingafélagsins í New York og eins og alls staðar þar sem hún kom við sögu var mikið líf í félaginu. Fyrir okkur var það ómetanlegt að eiga Eddu að. Hún útskýrði fyrir okkur aðkomufólkinu hvernig landið lægi og hvað bæri að varast í þessum íslenska og norræna hópi. Þannig nutum við þess að komast fljótt inn í hlutina. Ógleymanleg er sú hlýja sem allaf streymdi frá Eddu og hvað hún var óspör á tíma sinn og þannig viljum við minnast hennar. Sonum hennar þeim Johnny og Stefáni og fjölskyldum þeirra send- um við einlægar samúðarkveðjur. Sigríður Pétursdóttir og Úlfur Sigurmundsson Vinkona mín Edda Magnússon var ein af þeim fyrirmyndarmann- eskjum sem auðga heiminn með nærveru sinni og góðum verkum öðrum til heilla. Við Styrkár vorum svo heppin að njóta vinskapar og góðvildar hennar um margra ára skeið í New York, fyrst sem náms- menn og meðlimir í Íslendingafélag- inu og síðar gegnum sameiginleg verkefni fyrir American Scandinavi- an Society. Edda var óþrjótandi orkubrunnur og hugmyndasmiður þegar kom að hennar hjartans mál- um sem í stuttu máli snerust um að vinna Íslandi og Íslendingum sem mestan sess í samfélagi þjóðanna í New York og nærliggjandi ríkjum. Hún var ávallt tilbúin að gefa af sér tíma og vinnu til þess að tryggja veg hvers verkefnis sem best, hvort sem um var að ræða menningarviðburði, guðsþjónustur, árshátíðir, 17. júní hátíðarhöld eða hvað svo sem leitað var til hennar með. Þá var einatt hægt að hringja í Eddu til að biðja um góð ráð í tengslum við hvert það vandamál sem þurfti að leysa. Fyrir okkur námsmenn og fjölskyldufólk var hún ómetanleg stoð og stytta. Ófáar voru spjallstundirnar við Eddu bæði í síma og í stofunni henn- ar í New Jersey þar sem blúndu- dúkar og postulínsbollar glöddu gestina og minntu á Ísland, dillandi hláturinn hennar og jákvæðni eru eftirminnileg en líka næmi fyrir mannlegum þáttum í samskiptum fólks af mismunandi þjóðerni. Edda var sjálfvalin til forystu og var studd dyggilega af eiginmanni sín- um John sem lést fyrir nokkrum ár- um. Við Styrkár minnumst Eddu og Johns með söknuði og þakklæti og eigum erfitt með að átta okkur á að kafla úr New York-dvölinni sé lokið. Nína Margrét og Styrkár. Edda Svava Magnusson ✝ Gunnar SigmarEðvaldsson var fæddur á Siglufirði 16. ágúst 1937. Hann lést á Sjúkrahúsinu á Akureyri þann 1. ágúst 2010. Foreldrar hans voru hjónin Lára Gunnarsdóttir, f. 14.9. 1909, d. 2.1. 1996, og Eðvald Ei- ríksson, f. 7.2. 1908, d. 26.4. 1977. Systkini Gunnars eru: Helga, f. 5.2. 1931, Rósa, f. 26.5. 1934, Kári, f. 19.9. 1939, Ari f. 3.2. 1943, Kristbjörg, f. 4.3. 1948, og Sverrir, f. 8.5. 1952. Lára, f. 31.12. 1967, maki Ingólfur Valur Ívarsson og eiga þau 2 börn, Gunnar Inga, f. 11. nóvember 1997, og Petru Sif, f. 1. ágúst 1999, auk þess sem Ingólfur Valur átti tvo syni fyrir hjónaband. 3) Axel, f. 4.4. 1971, maki Sigríður Gróa Þórarins- dóttir og eiga þau 2 börn, Önnu Björk, f. 26. desember 1998, og Thelmu Rún, 16. febrúar 2005. 4) Birgir, f. 27.9. 1975, maki Guðrún Huld Gunnarsdóttir og eiga þau 2 börn, Kristófer Gunnar, f. 10. sept- ember 2005, og Kötlu Huld, f. 4. október 2007. Gunnar fór ungur til sjós en starfaði lengst af sem yfirumsjón- armaður með fasteignum Akureyr- arbæjar eða allt til starfsloka árið 2002. Auk þess starfaði hann með varaliði Slökkviliðs Akureyrar til fjölda ára. Útför Gunnars fer fram frá Ak- ureyrarkirkju í dag, 13. ágúst 2010, og hefst athöfnin kl. 13.30. Þann 7. júní 1959 kvæntist Gunnar eft- irlifandi eiginkonu sinni, Ingigerði Guð- mundsdóttur, f. á Húsavík 29. janúar 1938. Foreldrar henn- ar voru Unnur Sig- urðardóttir, f. 29.9. 1912, d. 13.7. 1999, og Guðmundur Ágúst Aðalsteinsson, f. 31.5. 1910, d. 8.1. 1988. Gunnar og Ingigerð- ur eignuðust 4 börn. Þau eru: 1) Sigurður, f. 22.3. 1960, maki El- ín Anna Guðmunds- dóttir og eiga þau 2 börn, Unni, f. 13. júlí 1986, og Bjarka, f. 6. júní 1992. 2) Vinur minn Gunnar Eðvaldsson, fyrrverandi umsjónarmaður fast- eigna hjá Akureyrarbæ, er fallinn frá. Mér er bæði ljúft og skylt að minnast hans. Við hófum störf hjá Akureyrarbæ um svipað leyti; ég um 1970 og hann litlu síðar. Kynni okkar voru ekki mikil til að byrja með en því meiri er tímar liðu. Störf hans fólust meðal annars í því að sjá um viðhald og nýsmíði í Ráðhúsi bæjarins. Urðum við vitni, sem í Ráðhúsinu unnum, að dugnaði hans og snyrtimennsku svo af bar. Ekki var alltaf hægt að loka skrif- stofunum þótt unnið væri að fram- kvæmdum. Gunnar og starfsmenn hans unnu því oft að nýsmíði og við- haldi fasteignar um kvöld og helgar. Þegar skrifstofustarfsfólkið kom aftur til vinnu eftir breytingar var allt í röð og reglu af þeirra hálfu, ekkert rask og ekki að sjá að þar hefði verið staðið að framkvæmdum. Kom þá í ljós hve afburðasnjall verkmaður og stjórnandi Gunnar var. Við létum báðir af störfum hjá Ak- ureyrarbæ um svipað leyti og eftir það hittumst við annað slagið og ræddum málin yfir kaffibolla og bar þá oftast málefni bæjarins á góma, enda báðir búnir að vinna hjá Ak- ureyrarbæ yfir 30 ár. Þau voru ófá verkin sem hann vann fyrir mig á þessum árum. Ég minnist og þakka góð kynni og vináttu Gunnars í minn garð á liðnum árum. Ingigerði og fjölskyldunni sendi ég einlægar samúðarkveðjur. Blessuð sé minn- ing hans. Guð geymi þig. Far þú í friði. Karl Jörundsson. Mér tregt er um orð til að þakka þér, hvað þú hefur alla tíð verið mér. Í munann fram myndir streyma. Hver einasta minning er björt og blíð, og bros þitt mun fylgja mér alla tíð, unz hittumst við aftur heima. Ó, elsku pabbi, ég enn þá er aðeins barn, sem vill fylgja þér. Þú heldur í höndina mína. Til starfanna gekkstu með glaðri lund, þú gleymdir ei skyldunum eina stund, að annast um ástvini þína. Þú farinn ert þangað á undan inn. Á eftir komum við, pabbi minn. Það huggar á harmastundum. Þótt hjörtun titri af trega og þrá, við trúum, að þig við hittum þá í alsælu á grónum grundum. Þú þreyttur varst orðinn og þrekið smátt, um þrautir og baráttu ræddir fátt og kveiðst ekki komandi degi. (Hugrún.) Minning þín er ljós í lífi okkar. Sigurður, Lára, Axel og Birgir. Gunnar Eðvaldsson Elsku afi, nú ertu kominn til ömmu Maggí. Mikið er gott til þess að vita að hún tekur á móti þér nú þegar þú hefur kvatt okkur og þið verðið sameinuð á ný. Þið voruð sem órjúfanleg heild með- an hún lifði og missirinn var mikill hjá þér og okkur öllum þegar amma fór. Við skynjuðum það sterkt hversu mikið þú saknaðir hennar og því vitum við að á vissan hátt þá er þér létt að vera kominn til hennar á ný. Þú varst heill í öllu því sem þú tókst þér fyrir hendur. Vinnufús, duglegur með eindæmum og áttir afar viðburðaríka ævi. Sérstaklega fannst okkur gaman þegar þú sagð- ir okkur gamlar sögur frá því þegar þú varst strákur en fáir vita að þú hefur unnið titil í fótbolta með yngri flokkum Vals og sólaðir Gvend Jaka upp úr skónum oftar en einu sinni og lékst þér með mönnum eins og Alberti Guðmundssyni þegar þú átt- ir heima á Hverfisgötunni. Aðeins sextán ára varstu byrj- aður á sjó og þá var ekki aftur snúið og hófst vinnusöm ævi, m.a. til sjós, hjá Lýsi, við byggingu Kísilverk- smiðjunnar á Mývatni og byggingu Stigahlíðar og Vatnagarða sem þú byggðir upp nánast einn þíns liðs. Það sást greinilega hvað þú misstir mikið þegar þú veiktist og hættir að geta unnið síðasta haust. Það var Gústaf Gústafsson ✝ Gústaf Gústafssonfæddist í Reykja- vík 16. ágúst 1926. Hann lést á hjúkr- unarheimilinu Skóg- arbæ 24. júlí sl. Útför Gústafs fór fram frá Háteigs- kirkju 5. ágúst 2010. einfaldlega ekki þinn stíll að liggja upp í rúmi aðgerðarlaus. Þér var annt um fjöl- skyldu þína og rækt- aðir fólkið þitt afar vel á þinn hátt. Þú þurftir alltaf að vita hvað hver og einn var að gera þá og þá stund- ina og ef eitthvað bjátaði á varstu alltaf tilbúinn að styðja við bakið á fjölskyldunni. Þú varst stoltur af fjölskyldunni og hversu stór hún var orðin og hafðir gaman af því að sjá nýjasta langafabarnið þitt í lok júní þegar þú og Leifur komu við í Drápuhlíðinni. Stríðinn varstu og með góðan húmor. Alltaf var gaman að heyra söguna þína þegar þú áttir erfitt með að vekja Garðar bróður þinn þegar þið bjugguð á Hverfisgötunni sem strákar. Þá tókstu upp á því að setja gamla vekjaraklukku í stóran stálbala og settir á náttborðið hjá honum og fórst síðan í vinnuna. Þegar þú komst heim spurði ná- granni ykkar hvað hefði eiginlega gengið á um morguninn í íbúðinni þar sem glumdi í öllu húsinu. Það verður skrýtið að fara upp í Stigahlíð og sjá þig ekki þar og ræða við þig í símabekknum við gluggann. Þeirra stunda munum við sakna. Nú er erfiðu veikindatímabili þínu lokið og við vitum að það er vel tekið á móti þér. Það er okkar huggun. Þakka þér fyrir árin öll. Þú varst góður afi. Hvíldu í friði elsku besti afi, við munum ávallt sakna þín. Halldór Ólafur Halldórsson og Jónas Elvar Halldórsson.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.