Morgunblaðið - 13.08.2010, Blaðsíða 34

Morgunblaðið - 13.08.2010, Blaðsíða 34
34 Velvakandi MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 13. ÁGÚST 2010 Grettir Smáfólk Hrólfur hræðilegi Gæsamamma og Grímur Úthverfið Kóngulóarmaðurinn Ferdinand ÞVÍ HÉR ERU ENGIR GLÆPIR NEMA ÞAÐ SEM ODDI LITLI GERÐI VIÐ TEPPIÐ Í SÍÐUSTU VIKU ÞAÐ ER ERFITT AÐ BERJAST GEGN GLÆPUM Á ÞESSU SVÆÐI Í DAG ER UPPHAFIÐ Á NÝJU TÍMABILI ÁRANGUR LIÐSINS VELTUR MIKIÐ Á LIÐSANDANUM FINNST YKKUR AÐ VIÐ GETUM VERIÐ BJARTSÝN OG HLAKKAÐ TIL TÍMABILSINS? NEI, VIÐ KVÍÐUM ÞVÍ EIGINLEGA BARA! VÁ! ALLIR Á ÞESSUM BAR ERU AÐ SLÁST HVOR VIÐ ANNAN! EN AF HVERJU ERU ALLIR SVONA GLAÐIR OG HLÆJANDI? ÞAÐ ER AUÐVELD SKÝRING Á ÞVÍ... ÞAÐ ER TILBOÐ Á BARNUM SEM FORMAÐUR HVERFIS- RÁÐSINS VERÐ ÉG ÞVÍ MIÐUR AÐ TILKYNNA YKKUR AÐ ÉG HEF SLÆMAR FRÉTTIR AÐ FÆRA GRASIÐ Í GARÐINUM YKKAR ER HÁLFUM SENTIMETER LENGRA EN LEYFILEGT ER. ÞIÐ VERÐIÐ ÞVÍ AÐ TAKA AFLEIÐINGUNUM ÞÆR ERU NÝJAR ÉG VISSI EKKI AÐ ÞAÐ VÆRU FANGABÚÐIR Í HVERFINU OKKAR MIG LANGAÐI AÐ KÍKJA TIL ÞÍN OG HITTA NÝJA MEÐLEIGJANDANN LALLI, ÞETTA ER MAGGI GAMAN AÐ KYNNAST ÞÉR ÞÚ LÍTUR ÚT FYRIR AÐ VERA FÍNN STRÁKUR. AF HVERJU VILDIR ÞÚ LEIGJA HJÁ MÖMMU AÐ BÚA MEÐ ELDRIBORGARA ER GOTT FYRIR HÁSKÓLANEMA. MAÐUR FÆR ÞÆGILEGT OG STÖÐUGT UMHVERFI, AUK ÞESS AÐ GETA HJÁLPAÐ ÞEIM Á MÓTI ÉG GET EKKI MÓTMÆLT VIÐ RÁÐ- HÚSIÐ... ÉG ÞARF AÐ MÆTA Á SKÁKÆFINGU ÉG GÆTI ÞEGIÐ HÁLP ÞÍNA Á LAUGARDAGINN MAX DILLON HUGSAR UM ÞAÐ HVERNIG HANN VARÐ ELECTRO... MAX! HARRIS ER Í VANDRÆÐUM ÞARNA UPPI! ÞÚ VERÐUR AÐ HJÁLPA HONUM! HVAÐ FÆ ÉG STÓRAN BÓNUS? FÍFLIÐ ÞITT! ÞESSI MAÐUR GÆTI DÁIÐ! ÞÚ TALAÐIR MIG TIL ÉG GERI EKKI NEITT ÓKEYPIS ALLT Í LAGI! ÞÚ FÆRÐ 50.000 kr. Peysa tapaðist Ég týndi svartri Cin- tamani-peysu í hlíðum Esjunnar hinn 27. júlí. Finnandi hringi í síma 586-1263 eða 861-9144. Mávagrátur Ég sá í fréttum sjón- varps 11. ágúst að kona stóð á gangstéttinni fyrir neðan Stjórn- arráðið með spjald í hendi og hún var að mótmæla aumum kjör- um öryrkja. Hún henti nokkrum brauðmolum á stéttina þar sem máv- arnir tíndu þá jafnharðan upp. Þá kom lögreglan og rak konuna á brott. Hún stóð þarna áfram og þá var hún handtekin. Ég fékk sting í hjartað af að horfa á þetta. Er það virkilega svo að fólk úr norrænu vel- ferðarstjórninni sem innan dyra var hafi sent lögreglu á kon- una? Þessi stjórn sem svo miklu lofaði fyrir kosningarnar í fyrra – að standa vörð um ör- yrkja og aðra þá sem minna mega sín? Máv- arnir flugu burt og það var sem ég heyrði mávagrát. Sigrún. Ást er… … að kjósa saman að lifa hinu einfalda lífi. Velvakandi Svarað í síma 5691100 frá 10–12 velvakandi@mbl.is Félagsstarfeldriborgara Aflagrandi 40 | Vinnustofa k. 9-16, bingó kl. 13.30, skráning í ferð í Dali nk. fimmtu- dag. Árskógar 4 | Opin smíðastofa kl. 9-16.30. Bingó kl. 13.30. Bólstaðarhlíð 43 | Vetrardagskráin hefst 1. sept. Bjóðum upp á námskeið í búta- saumi, vefnaði, útskurði, glerlist, mynd- list, bókbandi og kertaskreytingu. Einnig verður leikfimi, línudans, upplestur, helgi- stund og söngur. Uppl. og skráning í síma 535-2760. Félag eldri borgara, Reykjavík | Dans í Ásgarði, Stangarhyl 4, sunnudagskvöld kl. 20, Klassík leikur fyrir dansi. Dagsferð 18. ágúst Fjallabak syðra, Emstrur og Mark- arfljótsgljúfur, laus sæti. Þriggja daga ferð 20.-22. ágúst, Langisjór, Eldgjá, Lakagíg- ar, laus sæti, uppl. s. 588-2111. Félagsheimilið Gjábakki | Handa- vinnustofan opin, hádegisverður kl. 11.40 og félagsvist kl. 20.30. Félagsheimilið Gullsmára 13 | Handa- vinnustofan opin. Hádegisverður kl. 11.40. Félagsstarf eldri borgara, Garðabæ | Opið í Jónshúsi kl. 9.30-16 alla virka daga. Félagsstarf Gerðubergi | Mánud. 16. ágúst kl. 9 verður opnað eftir sumarleyfi starfsfólks, boðið verður upp á fjölbreytta handavinnu, tréútskurð og verður spila- salur opinn. Háteigskirkja – starf eldri borgara | Bridsaðstoð kl. 13 og kaffi. Hraunbær 105 | Bingó í dag kl. 13.30. Hraunsel | Opið kl. 9-16. Morgunrabb kl. 9, brids kl. 12. Haustdagskráin kemur út í september. Sími 555-0142. Langahlíð 3, félagsmiðstöð | Blaða- klúbbur kl. 10, leikfimi kl. 10.30. Vist/ bridge kl. 13, kaffiveitingar kl. 14.30. Vesturgata 7 | Hárgreiðsla og fótaað- gerðir kl. 9-16, hádegismatur kl. 11.45- 12.45, sungið við flygilinn kl. 13.30-14.30, kaffi kl. 14.30-14.45, dansað í aðalsal kl. 14.30-16. Dagsferð fimmtudaginn 19. ágúst. Eiríks- staðir og hluti af Dalasýslu skoðaður und- ir leiðsögn Guðjóns R. Jónassonar. Há- degismatur innifalinn. Lagt af stað frá Vesturgötu 7 kl. 8.50. Uppl. og skráning í síma 535-2740. Vitatorg, félagsmiðstöð | Handa- vinnustofan opin, matur og kaffi, bingó kl. 13.30. ÍVísnahorninu í gær var sagt fráeinvígi Húnvetninga og Þing- eyinga á Bragaþingi, landsmóti hagyrðinga, og birtar vísur eftir Þingeyinginn Árna Jónsson og Húnvetninginn Einar Kolbeinsson. Nema hvað þeir runnu saman í einn og var Árna Kolbeinssyni kenndur kveðskapur Einars Kolbeinssonar. Einar sendi þættinum kveðju af því tilefni: „Sæll Pétur minn góður! Engan teldi ég búhnykk fyrir mannkynið að koma sér upp blöndu af okkur Árna. Bölvanlega klæminn, klúr, og hvergi ætti vini, maðurinn sem yrði úr, Árna Kolbeinssyni!“ Ingólfur Ómar Ármannsson skýt- ur inn tveim stökum varðandi Bragaþingið sem haldið verður 28. ágúst. Nú skal örva andans glóð yrkja bögur slyngar; látum klyngja kíminn óð kátu hagyrðingar. Geðið léttir, glæðir fjör, glatt er á bragaþingum þegar verður andinn ör í okkur Skagfirðingum. „Þetta var óheppileg fyrirsögn; það verður að segjast eins og er,“ sagði Karl Kristensen og hló, en í Fréttablaðinu í gær stóð: „Smokkar enn á borði ráðherra eftir sex ár.“ Honum varð að orði: Glöð Álfheiður glansaði af hreysti þó glitti í silfurlokkana, en tæplega sínum aldri treysti til öryggis geymdi smokkana. Vísnahorn pebl@mbl.is Af landsmóti og einvígi

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.