Morgunblaðið

Dagsetning
  • fyrri mánuðurágúst 2010næsti mánuður
    SuÞrMiFiLa
    1234567
    891011121314
    15161718192021
    22232425262728
    2930311234
    567891011

Morgunblaðið - 13.08.2010, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 13.08.2010, Blaðsíða 14
14 FréttirINNLENT MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 13. ÁGÚST 2010 Fyrsti áfangi af þremur í yfirlits- sýningunni Íslenski hesturinn og á vídeó- og ljósmyndasýningunni Hesturinn í náttúru Íslands, verður opnaður á morgun, laugardaginn 14. ágúst, kl. 16 í nýuppgerðu hús- næði Söguseturs íslenska hestsins á Hólum í Hjaltadal. Katrín Jakobsdóttir mennta- málaráðherra opnar sýningarnar og Jón Aðalsteinn Baldvinsson vígslubiskup blessar húsið. Sýningarnar verða opnar til og með 31. ágúst alla daga kl. 10-18 og frá og með 1. september kl. 13-16 þriðjudaga til föstudaga og eftir samkomulagi um helgar. Sýning- arnar verða opnar laugardags- kvöldið 14. ágúst til kl. 22. Morgunblaðið/Skapti Hólar Sýningar opnaðar um helgina. Hestar í öndvegi Ekkert lát hefur verið á úrfellinu vegna monsúnrigninga í Pakistan, og er nú um 70% af öllu landinu undir vatni. Talið er að um 14 millj- ónir manna hafi orðið fyrir áföllum vegna flóðanna og að um 6 milljónir þurfi tafarlausa aðstoð. Alþjóða Rauði krossinn kallar eftir enn meira fjármagni í neyðarbeiðni sína sem hljóðar upp á tvo milljarða króna. Rauði kross Íslands hefur þegar sent 3,5 milljónir króna úr neyðarsjóðum sínum til hjálp- arstarfsins og hefur einnig opnað fyrir söfnunarsíma sinn 904 1500. Þegar hringt er í númerið bætast 1.500 kr. við næsta símreikning. Einnig er hægt að greiða inn á reikning hjálparsjóðs í banka 0342, hb. 26, reikn. 12, kt. 530269-2649. Safna fé vegna flóðanna í Pakistan Femínistafélag Íslands hvetur til þess að Þjóðkirkjan taki skýra af- stöðu gegn kynferðisofbeldi og virkan þátt í baráttu gegn því. Í ályktun félagsins segir: „Prestar og aðrir trúarleiðtogar eru í valdastöðu gagnvart þeim sem til trúfélaga leita eða starfa innan þeirra. Misnotkun á slíkri stöðu er gríðarlega alvarleg. Femínistafélagið fagnar þeim skrefum sem Þjóðkirkjan hefur þegar tekið til að bregðast við kynferðisofbeldi en brýnir hana og önnur trúfélög til frekari að- gerða.“ Þjóðkirkjan taki skýra afstöðu STUTT Lögreglan hafði afskipti af mótmæl- anda við stjórnarráðshúsið í fyrra- dag vegna þess að starfsmenn for- sætisráðuneytisins kvörtuðu undan honum og töldu mótmælin trufla rík- isstjórnarfund sem þá stóð yfir. Mótmælandinn var handtekinn og færður á lögreglustöð vegna þess að hann gaf ekki upp nafn sitt. Lögreglan er með mann á vakt í forsætisráðuneytinu. Hörður Jó- hannesson aðstoðarlögreglustjóri segir að starfsmenn hafi leitað til hans vegna konu sem var að mót- mæla við stjórnarráðshúsið. Hún hafi verið upp við húsið með flautu og hróp. Þar sem lögreglumaðurinn hafi talið ómögulegt að tjónka við konuna hafi hann kallað eftir aðstoð félaga sinna. Þeir hafi beðið hana um að færa sig frá húsinu en hún hafi neitað að hlýða. Þá hafi hún ekki vilj- að gera grein fyrir sér þegar lög- reglan leitaði eftir því og hafi verið handtekin og færð á lögreglustöð af þeim sökum. Þar hafi málið skýrst og konuninni verið sleppt. Hvert tilvik metið Mótmælandinn var kominn á sama stað eftir fáeinar mínútur og aftur var kvartað til lögreglu. Sömu menn fóru á staðinn. Eftir nokkur orðaskipti varð hún við tilmælum þeirra um að færa sig og segir Hörð- ur að með því hafi málið verið leyst. Hörður tekur það fram að lög- reglan hafi ekki haft afskipti af kon- uninni vegna þess að hún hafi verið að mótmæla eða gefa fuglum við stjórnarráðshúsið, heldur vegna þess að starfsmenn ráðuneytisins hafi talið hana trufla starfsemi í hús- inu með hávaða. Þarna séu oft mót- mæli og uppákomur af ýmsu tagi en fólkið hafi þá yfirleitt látið duga að fara upp í tröppurnar. Hann segir að hvert tilvik sé metið þegar húsráð- endur kvarti undan fólki á lóðum sínum, hvort sem það sé við stjórn- arráðshúsið eða aðrar byggingar. Kvartað yfir mót- mælanda Morgunblaðið/Kristinn Stjórnarráðið Alltaf fylgst með. Talinn trufla fund ríkisstjórnarinnar Enn berast fréttir af tröllvöxnum löxum Fyrr í vikunni var greint frá því að sést hefði til gríð- arlegrar skepnu í Laxá í Aðaldal sem sjónarvottar kváðu vera 30 pund. Veiðimaður náði þó ekki að landa skepn- unni þó svo hann hefði náð laxinum að fótum sér. Enn berast fréttir af stórlöxum en 108 cm lax veiddist í Skip- hyl í Miðfjarðará í vikunni. Mikið hefur verið um stórlaxa þar í sumar. Að sögn Rafns Vals Alfreðssonar, leigutaka árinnar, hefur þetta goðsagnakennda tröll blasað við veiðimönnum í hylnum síðustu vikur og fjórum sinnum verið sett í laxinn en hann alltaf náð að losa sig. Það var svo á þriðjudaginn sem veiðimaðurinn Björn Svein- björnsson hafði hendur á honum, mældi og sleppti hon- um svo aftur út í ána. Laxinn er að líkindum sá stærsti sem veiðst hefur í sumar en hann var á að giska 24 til 26 pund að þyngd. „Sáum laxana streyma upp á nánast engu vatni“  Metveiði var um síðustu helgi í Glerá í Dölum en þar veiddust 28 laxar  108 cm lax veiddist í Miðfjarðará Ljósmynd/Geir Sigurðsson Mokveiði Terry Douglas hafði ástæðu til að fagna góðri veiði þeirra feðga í Glerá í Dölum, skammt frá Laxá. Þverá/Kjarrá eru efst á lista yfir aflamestu laxveiðiárnar í sumar. Á mið- vikudaginn höfðu veiðst 2.878 laxar þar í sumar. Á sama tíma í fyrra voru þeir 2.371. Því næst kemur Blanda með 2.738 veidda laxa sem er aukning miðað við 2.413 á sama tíma í fyrra. Ytri-Rangá skipar þriðja sætið með 2.636 veidda laxa á sama tímabili en það er mun minna en á sama tíma í fyrra en þá fóru laxarnir vel yfir 10.000. Veiðitölur má sjá á angling.is. Þverá/Kjarrá efstar VEIÐIN ÞAÐ SEM AF ER SUMRI Egill Ólafsson egol@mbl.is Fulltrúar minnihlutans í borgarráði gagnrýna hvernig meirihlutinn stendur að vinnu við gerð fjárhags- áætlunar borgarinnar. Ekki hafi ver- ið staðið við tímaáætlun sem sam- þykkt var í borgarráði í júní. Hanna Birna Kristjánsdóttir, oddviti sjálf- stæðismanna, segir lítið að gerast hjá meirihlutanum í þessum málum. „Við teljum mjög alvarlegt að mik- ilvægustu mál borgarinnar og borg- arbúa séu látin bíða með þessum hætti. Samkvæmt tímaáætlun sem samþykkt var sl. vor í borgarráði átti þessi vinna að hefjast í byrjun júní. Okkur vitandi liggur ekkert fyrir varðandi þessa vinnu. Stefnumótun sem átti að hefjast í byrjun sumars inni í fagráðum hefur ekki farið fram, auk þess sem aðgerðarhópur borgarstjórnar hefur ekkert fundað vegna fjárhagsáætlunar. Okkur finnst grafalvarlegt við þessar að- stæður sem uppi eru í íslensku sam- félagi, þar sem við höfum þurft að vakta fjárhagsáætlun frá viku til viku, að þessi vinna sé ekki hafin ennþá.“ Hanna Birna sagðist vonast eftir að með þessari bókun vöknuðu menn og færu að einbeita sér að fjármálum borgarinnar og forgangsröðun verk- efna fyrir næsta ár. Bíða eftir tekjuáætlun Dagur B. Eggertsson, formaður borgarráðs, segir þessa bókun koma sér á óvart. Það hafi verið sagt frá því fyrir nokkrum vikum að menn myndu setjast yfir þetta þegar tekjuáætlanir fyrir næsta ár færu að skýrast betur. Með nýrri þjóðhags- áætlun, sem kynnt verður í næstu viku, fengju menn betri upplýsingar um hvers mætti vænta á tekjuhlið. Gagnrýna vinnubrögðin  Tímaáætlun við gerð fjárhagsáætlunar borgarinnar hefur ekki verið fylgt  Borgarfulltrúi Besta flokksins segir sumarfrí og kosningar hafa tafið vinnuna Sameiginleg bókun » Fulltrúar Sjálfstæðisflokks og VG í borgarráði sendu frá sér sameiginlega bókun í gær þar sem vinnubrögð Samfylk- ingar og Besta flokksins eru gagnrýnd. » Þeir benda á að enginn fundur hafi verið haldinn í að- gerðahópi borgarráðs vegna fjármála síðustu tvo mánuði. STANGVEIÐI Hjalti Geir Erlendsson hjaltigeir@mbl.is Laxveiði þarf ekki endilega að kosta hönd og fót. Flestir kannast við frægustu laxveiðiár landsins þar sem stöngin kostar tugi þúsunda á dag. En víða um land leynast minni veiðistaðir sem eru jafnvel engu síðri en þeir stóru í það minnsta hvað skemmtanagildi varðar. Ein slík er Glerá í Dölum sem er einnar stangar á skammt frá Laxá í Dölum. Feðgarnir Geir Sigurðsson og Terry Douglas voru þar við veiðar um síðustu helgi. Óhætt er að segja að þeir hafi haft heppnina með sér þar sem þeir lönduðu metafla það sem af er sumri í Glerá. Sáu laxana streyma upp ánna „Ég sagði við pabba að við fengjum kannski einn lax yfir helgina ef við yrðum heppnir en svo fór að laxarnir urðu 28,“ segir Terry. Það verði að teljast mokveiði í Glerá þar sem aðeins höfðu veiðst fjórir laxar þar í allt sumar fyrir helgina. Terry hefur áður veitt í Glerá en segir hana aldrei hafa gefið jafn mikið og nú. Veiðiferðin nú hafi verið sannkallað ævintýri fyrir þá feðga. „Þetta var ótrúlegt sjónarspil því Glerá er mjög grunn á köflum og við sáum laxana hreinlega streyma upp ána á nánast engu vatni. Maður sá augun á þeim þar sem þeir þröngvuðu sér upp með straumnum, sumir á hlið.“ Flestir laxarnir hafi komið á maðk en nokkrir hafi bitið á flugu þó svo Glerá hafi ekki verið þekkt sem mikil flugu- veiðiá. Terry segir fiskinn hafa verið smálax, nýkominn af hafi og grálúsugan. Flestir hafi verið í kringum 5 pund en þeir hafi fengið nokkra 8 punda. „Ég sleppti fjórum hrygnum því maður var eiginlega kominn með móral og allt að því aðgerðarótta yfir allri þessari óvæntu veiði,“ segir Terry og hlær. Bændurnir á staðnum sjá aðallega um Glerá og menn kaupa veiðileyfin beint af þeim. Stöngin kostar um 12 þúsund krónur á dag. Fín veiði hefur verið í Þverá/Kjarrá. Ákveðið hefur verið að koma á aukaferð Herjólfs vegna leiks Breiðabliks og ÍBV á mánudaginn. Þannig munu stuðningsmenn ÍBV geta komist strax til Vestmanna- eyja frá Landeyjahöfn eftir leik lið- anna. Leikurinn fer fram á Kópa- vogsvelli og hefst kl. 19:15. Bætt við aukaferð vegna fótboltaleiks Morgunblaðið/RAX

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað: 187. tölublað (13.08.2010)
https://timarit.is/issue/338935

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.

187. tölublað (13.08.2010)

Aðgerðir: