Morgunblaðið - 13.08.2010, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 13.08.2010, Blaðsíða 16
16 FréttirINNLENT MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 13. ÁGÚST 2010 götu og var með lóðir til sölu og þótt íbúarnir séu ekki margir njóta þeir þjónustu, eins og aðrir íbúar sveitar- félagsins. „Ég sá mikla möguleika á þessum stað og svo þarf ég alltaf að hafa eitthvað fyrir stafni,“ segir Ólafur. Hann fékk fleiri lóðir og byrjaði að byggja hús. Þau hjónin unnu mik- ið að þessu sjálf. Þannig sá Ólafur um alla aðdrætti efnis fyrir iðn- aðarmennina. Þau höfðu það í huga í upphafi að selja húsin. „Þau hafa aldrei verið sett á sölu en þegar við vorum að byrja að byggja gátum við selt hús á dag en mér fannst ekki vænlegt að selja húsin fyrr en þeim væri að fullu lokið. Annars væri hætta á að einhver stæðu þannig áfram,“ segir Ólafur. Aðstæður breyttust snarlega á árinu 2008 þegar bankakerfið hrundi og brestir komu í efna- hagslíf þjóð- arinnar. Ólafur og Krist- ín voru með fullt af ófullgerðum byggingum. „Þá var ekki skynsamlegt að selja, maður hefði ekki fengið nema brot af þeim verðmætum sem búið var að leggja í verkefnið,“ segir Ólafur. Hann viðurkennir að lagt hafi verið að þeim að hætta framkvæmdum en hann seiglaðist áfram. Þau ákváðu að koma þarna upp rekstri og náðu að opna gistinguna í febrúar í ár og veitinga- húsið í júní. „Óli stoppar aldrei,“ segir Kristín og Ólafur lætur þess getið að sem betur fer hafi þau hald- ið áfram, annars hefði farið illa. Annast sjálf gestaþjónustuna Ólafur og Kristín eru nú komin á kaf í vinnu við gestaþjónustu. Mæta klukkan sjö á morgnana til að sjá um morgunmatinn og eru að langt fram eftir kvöldi, alla daga vikunnar. Þau annast sjálf afgreiðsluna, afhenda gestum lykla og sýna þeim húsin. Kristín eldar matinn á veit- ingastaðnum og Ólafur ber hann fram. „Þetta er eins persónuleg þjónusta og hægt er að hugsa sér og fólk kann að meta hana. Það er sama Söðlað um og flutt í sveitina  Ólafur Laufdal og Kristín Ketilsdóttir leigja út lúxusíbúðir í Grímsborgum  Aftur komin út í veitingarekstur eftir fárra ára hlé  Oft langur vinnudagur hjá einyrkjum í gestaþjónustu Eldhús Morgunmaturinn er tekinn til í eldhúsi á veitingastaðnum en full- komið veislueldhús er í sambyggðu húsi. Svefnherbergi Vel ætti að fara um gestina í lúxusíbúðunum í Grímsborgum enda stærri íbúðirnar rúmgóðar og búnar góðum húsgögnum. Morgunblaðið/Eggert Veitingar Kristín Ketilsdóttir og Ólafur Laufdal vinna sjálf á veitingastaðnum, Kristín eldar matinn og Ólafur þjónar til borðs. Góð aðstaða í Grímsborgum » Tólf íbúðir eru í Gríms- borgum með rúm fyrir 64 gesti. » Veitingasalurinn tekur sex- tíu gesti í sæti og hægt að stækka út á verönd. » Stærri íbúðirnar eru um 200 fermetrar að stærð, með 3 her- bergjum. » Minni íbúðirnar eru tveggja herbergja, 56 fermetrar að stærð. VIÐTAL Helgi Bjarnason helgi@mbl.is Ólafur Laufdal veitingamaður hefur sjaldan haft meira að gera en eftir að hann flutti í sveitina til að setjast í helgan stein. Þau hjónin byggðu sjö hús í nágrenni við íbúðarhús sitt og bjóða þar nú gistingu í lúxusíbúðum og reka veitingastað. Það kemur meira á óvart að finna þar tvær tískuverslanir. Fyrirtæki Ólafs og Kristínar Ket- ilsdóttur heitir Grímsborgir og er í sjö húsum við Sogið í Grímsnesi. Húsin eru fullfrágengin í fallegu um- hverfi. Þetta eru ekki hefðbundin sumarhús enda kynnt sem lúx- usíbúðir. Húsin er rúmgóð, tvær íbúðir í hverju, og þau eru búin fal- legum húsgögnum. Umhverfis þau eru 200 fermetra pallar og eins og vera ber fylgir heitur pottur og gas- grill hverri íbúð. Þarf að hafa eitthvað fyrir stafni Ólafur og Kristín áttu stórt íbúð- arhús í Garðabæ og sumarhús við Álftavatn. Þau voru að undirbúa stækkun bústaðarins þegar Ólafur sá að Grímsnes- og Grafnings- hreppur auglýsti stórar lóðir fyrir heilsárshús í landi Ásgarðs. „Við keyptum lóð hér og byggðum húsið. Þegar við vorum búin að búa hér í hálft ár vorum við svo ánægð að við seldum húsið í bænum. Það var okk- ar gæfa,“ segir Ólafur. Þau fluttu í sveitina í byrjun árs 2006. Hann segir að eftir að þau fluttu í nýja húsið hafi ferðunum til Reykja- víkur fækkað smám saman enda gott að búa í Grímsnesinu þar sem einstök veðursæld ríki. Því hafi ekki verið ástæða til að vera með annað hús á höfuðborgarsvæðinu. Ekki voru þau búin að búa lengi í Grímsnesinu þegar Ólafur fór að huga að frekari uppbyggingu. Hreppsnefndin hafði skipulagt hverfi fyrir heilsárshús, malbikað „Þetta er ekki mikil breyting. Þeg- ar við höfum hvort annað og stól- ana okkar getum við verið hvar sem er,“ segir Kristín Ketilsdóttir þegar hún er spurð að því hvort ekki hafi margt breyst við að flytja út í sveit. Hún er fædd og alin upp í Reykjavík en Ólafur segist vera Eyjamaður þar sem hann er fæddur og alinn upp í Vestmannaeyjum þótt hann hafi búið á höfuðborg- arsvæðinu mestalla sína ævi. Þau vekja athygli á því að aðeins taki 45 mínútur að aka til Reykja- víkur og tíu mínútur á Selfoss. „Það er ekki mikið mál að skreppa í bæ- inn, ef maður hefur tíma. Þegar við vorum að byggja húsin fór ég allt upp í þrisvar á dag til Reykjavíkur til að útvega efni,“ segir Ólafur. Kristín segir að það hafi verið meira mál að fara í sumarbústaðinn þegar þau áttu heima í Garðabæ og þeim stundum fundist langt að fara. Nú upplifi þau þessa sömu vega- lengd allt öðruvísi. „Þetta fer eftir hugarfari fólks,“ segir hún. Höfum hvort annað og stólana

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.