Morgunblaðið - 13.08.2010, Qupperneq 43

Morgunblaðið - 13.08.2010, Qupperneq 43
Menning 43FRÉTTIR MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 13. ÁGÚST 2010 Ný bresk rannsókn sýnir að bæði karlar og konur telja karlmenn yf- irhöfuð betri yfirmenn en konur. Ástæðurnar voru margþættar en meðal niðurstaðna könnunarinnar sem tók til yfir þrjú þúsund ein- staklinga mátti lesa að margir sögðu að kvenkyns yfirmenn væru „tíkar- legar, fullar af hormónum og ómögu- legar í að skilja heimilislífið eftir heima hjá sér“. Þá sagði þriðjungur svarenda að konur í stjórnunarstöðum væru „lausar fallbyssur“ tilbúnar til þess að stinga samstarfsmenn í bakið hvenær sem er og stöðugt ógnað af öðru fólki í stjórnunarstöðum. Rann- sakendum þótti einnig merkilegt að báðum kynjunum í rannsókninni virðist þykja karlkyns yfirmenn ólíklegri til þess að blanda sér í vinnustaðapólitík og auðveldara væri að rökræða við þá og þeir létu skapið sjaldan trufla sig. David Brown hjá bresku atvinnu- þjónustunni UKJobs sem stóð fyrir rannsókninni lét hafa eftir sér: „Þótt ótrúlegt megi virðast eru bæði karl- ar og konur algjörlega sammála um að karlmenn séu betri yfirmenn eða 63% kvenna og 75% karla. Þetta má þó ekki misskilja þannig að úr þessu megi lesa að konur séu ekki nægi- lega færar til að vera í stöðum yf- irmanna heldur þvert á móti að auð- veldara þurfi að vera að nálgast þær og þær þurfi að vera minna sam- keppnisfúsar.“ Kvenyfirmaður Meryl Streep í The Devil Wears Prada. Kvenmenn óstýrilátir yfirmenn Belle & Sebastian hafa opinberað titilinn á nýrri plötu sinni sem mun bera nafnið Belle & Sebastian Write About Love. Verður þetta í áttunda sinn sem hljómsveitin fer í stúdíóið saman og forvitnilegt verður að fylgjast með afrakstrinum. Fyrr á þessu ári tók bandið upp þessa plötu sem fylgir The Life Pursuit frá 2006 eftir en ekki er búið að ákveða loka- útgáfudag. Þá er ljóst að hljómsveitin mun túra um N- Ameríku í september og Bretland í desember en þangað til mun hún halda sína eigin hátíð 10. – 12. desember í Mine- head í Bretlandi með tónlist- armönnum á borð við Teenage Fanc- lub og Isobel Campbell og Mark Lanegan. Ný plata Belle & Sebastian gefa út nýja plötu á næstunni og bíða margir vafalítið spenntir. Belle & Sebastian með nýja plötu –– Meira fyrir lesendur PANTAÐU AUGLÝSINGAPLÁSS Katrín Theódórsdóttir Sími: 569 1105 kata@mbl.is Þann 20.ágúst kemur út glæsilegt sérblað um skóla og námskeið sem mun fylgjaMorgunblaðinu þann dag. Í blaðinu verður fjallað um þá fjöl- breyttu flóru sem í boði er fyrir þá sem stefna á frekara nám í haust. MEÐAL EFNIS: Endurmenntun Símenntun Tómstundarnámskeið Tölvunám Háskólanám Framhaldsskólanám Tónlistarnám Skólavörur Skólatölvur Ásamt fullt af spennandi efni Skó lar o g ná msk eið NÁNARI UPPLÝSINGAR GEFUR: Skólar og námskeið PÖNTUNARTÍMI AUGLÝSINGA: Fyrir kl. 16, mánudaginn 16. ágúst. NBA-stjarnan Earl Watson sem spilar fyrir Seattle SuperSonics segir að eiginkona sín, leikkonan Jenni- fer Freeman sem lék t.a.m. í þáttunum My Wife and Kids, hafi slegið sig í andlitið en þau stóðu í skilnaði fyrir skemmstu en hafa nú hætt við. „Hún sló mig tvisvar af miklum krafti í andlitið með opinni hægri hendi áður en hún réðst á mig með járni. Sem betur fer tókst mér að slá járnið í burtu,“ segir körfubolta- kappinn sem á greinilega um sárt að binda eftir árás leikkonunnar. Þættirnir sem eiginkona hans lék í hófu göngu sína 2001 og lauk þeim 2005 en í þáttunum lék hún „sassy“ og skapstóra svarta konu. Rifrildi Earl Watson var næstum skilinn. Slær NBA-stjörnu

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.