Morgunblaðið - 13.08.2010, Blaðsíða 26

Morgunblaðið - 13.08.2010, Blaðsíða 26
26 Minningar MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 13. ÁGÚST 2010                          ✝ Einar Sigurðssonfæddist í Nes- kaupstað 18. janúar 1927. Hann lést á Landspítalanum í Fossvogi 3. ágúst 2010. Foreldrar hans voru hjónin Sigurður Hannesson, húsa- smíðameistari í Nes- kaupstað og síðar á Akureyri, f. 1894, d. 1986, og Svanbjörg Baldvinsdóttir f. 1903, d. 1986. Systur Einars eru Hanna Sigríður f. 1935 og Jóna Kristín f. 1940. Árið 1951 kvæntist Einar Ragn- heiði Árnadóttur, f. 25.apríl 1930. Foreldrar hennar voru Árni Árna- son, kaupmaður í Reykjavík, f. 1898, d. 1969, og kona hans Guð- rún Olga Benediktsdóttir, f. 1899, d. 1982. Börn Einars og Ragnheið- ar eru: 1) Guðrún Olga f. 1955, hf í Reykjavík 1954-55 og hjá Vatnsveitu Reykjavíkur 1956-60. Hann var verkfræðingur hjá Åstorps bruk AB í Svíþjóð 1960-66 og eftir heimkomu til Íslands hjá Efrafalli sf og Fosskraft sf 1966- 70. Einar var einn af stofnendum Ístaks hf. 1969 og starfaði hjá því fyrirtæki 1969-76. Frá 1976 vann Einar hjá E.Pihl & Søn AS sem yf- irverkfræðingur, verkefnastjóri og við gerð tilboða og verkáætlana á Grænlandi, og í ýmsum löndum Afríku og Asíu. Einar var einn af stofnendum Dansk Sprængteknisk Forening 1989 og sat í stjórn fé- lagsins 1991-95. Síðustu árin bjuggu Einar og Ragnheiður á Sléttuvegi í Reykja- vík. Lengi áttu þau heimili í Lyngby, Danmörku, og í Åstorp, Svíþjóð. Þau hafa dvalist um lengri eða skemmri tíma í ýmsum löndum, m.a. á Grænlandi og í Tansaníu. Einar verður jarðsunginn frá Dómkirkjunni í Reykjavík í dag, 13. ágúst 2010, og hefst athöfnin kl. 15. Meira: minningar@mbl.is maki Steingrímur Jónsson. Börn: Ragn- heiður f. 1978 og Árni f. 1981. Börn Ragnheiðar S. og Jo- nasar Brunner: Hannes Ísar f. 2006 og Einar Nils f. 2009. 2) Sigurður Ein- arsson f. 1957, maki Valgerður Margrét Magnúsdóttir. Börn: Einar Benedikt f. 1982 og Magnús Benedikt f. 1989. 3) Ragnheiður Svan- björg f. 1961, maki Gunnar Jóns- son. Barn Ragnheiðar: Andreas Jan f. 1991. Einar lauk stúdentsprófi frá Menntaskólanum á Akureyri 1947 og fyrrihlutaprófi í verkfræði frá Háskóla Íslands 1952. Prófi í byggingarverkfræði frá NTH í Þrándheimi, Noregi, lauk hann 1954. Hann starfaði hjá Mannvirki Í dag kveð ég föður minn elsku- legan í hinsta sinn. Hann var einstakur maður, fróð- ur, minnugur og fullur af lífsvilja til hins síðasta. Af áhuga fylgdist hann með gangi heimsmála og þjóðmála og því sem var að gerast í fjölskyldunni. Hann las mikið, horfði á íslenskar og erlendar sjónvarpsstöðvar og notaði verald- arvefinn til að viða að sér fróðleik og fylgjast sem best með og víkka sjóndeildarhringinn. Á þennan hátt gat pabbi „setið kyrr á sama stað og samt verið að ferðast.“ Pabbi var sá sem ég leitaði til ef mig vantaði svör við einhverju og fram á síðasta dag gat ég sótt fróðleik til hans. Viðkvæðið hefur alltaf verið: „Ég spyr bara pabba, pabbi veit þetta“ Hann pabbi var mikilvæg persóna í mínu lífi og ekki síður í lífi Andreasar, sonar míns, sem var mikill afastrákur og hafa þeir átt margar góðar og ógleymanlegar stundir saman. Pabbi var víðförull og víðsýnn. Hann ferðaðist vítt og breitt um heiminn á vegum vinnu sinnar og oftar en ekki var mamma með honum í för. Þau dvöldu langtím- um saman erlendis en alltaf bar pabbi landið sitt í hjarta sér og þegar kom að því að taka ákvörð- un um hvar dvelja ætti síðustu æviárin var sjálfgefið að enda ferðalagið þar sem það byrjaði – heima á Íslandi. Þegar ég horfi á eftir pabba er mér efst í huga þakklæti. Ég ætla að fagna lífshlaupi hans og gleðjast yfir samfylgdinni. Hvíl í friði, elsku pabbi minn. Takk fyrir allt. Þó þú langförull legðir sérhvert land undir fót, bera hugur og hjarta samt þíns heimalands mót, frænka eldfjalls og íshafs! sifji árfoss og hvers! dóttir langholts og lyngmós! sonur landvers og skers! Yfir heim eða himin hvort sem hugar þín önd, skreyta fossar og fjallshlíð öll þín framtíðar lönd! Fjarst í eilífðar útsæ vakir eylendan þín: Nóttlaus voraldar veröld þar sem víðsýnið skín. Það er óskaland íslenskt, sem að yfir þú býr – aðeins blómgróin björgin, sérhver baldjökull hlýr, frænka eldfjalls og íshafs! sifji árfoss og hvers! dóttir langholts og lyngmós! sonur landvers og skers! (Stephan G. Stephansson.) Þín dóttir, Ragnheiður (Nikký.) Margar góðar minningar um hann elsku afa minn koma upp í hugann sem og þakklæti fyrir að hafa fengið að kynnast honum svona vel – bæði sem barn og full- orðin. Þegar ég var að vaxa úr grasi í Suður-Svíþjóð var gott að eiga afa Einar og ömmu Rönku í Dan- mörku hinum megin við Eyrar- sund. Ég var alltaf velkomin til þeirra og þangað var líka alltaf gott að koma. Oft var farið í göngutúra – kvöldgöngu eða morgungöngu – út í skóg og niður að ánni. Á leiðinni var stoppað á ymsum stöðum – við „afastein“, þar sem afi settist til að hvíla sig, og við „apatréð“, sem barnabörnin klifruðu í. Þegar ég var komin í háskóla var líka jafn gott að fara til afa og ömmu. Stundum tók ég með mér verkefni og ritgerðir, og stoppaði lengi. Ekki varð þó alltaf mikið úr verki, því um margt að spjalla og gott að umgangast í huggulegheit- um. Ég er líka þakklát því að synir mínir skulu hafa kynnst langafa sínum. Hannes, fjögurra ára, hitti langafa sinn á Íslandi fyrst fimm mánaða gamall og átti þá og síðar góðar stundir með honum. Jafnvel þó Atlantshafið hafi verið á milli, töluðu þeir saman og sungu, bæði í síma og á skype. Núna í sumar hittu Hannes og Einar, tíu mán- aða, langafa sinn oft þegar við vorum á Íslandi í sex vikur. Þá var mikið spjallað og bullað saman. Afi fylgdist alltaf vel með því sem var að gerast í kringum hann. Ekki bara stórviðburðum á heimsmælikvarða, heldur var það hann sem benti okkur á margra klukkutíma seinkun á fluginu okkar og hvar við gætum fundið dyngju álftanna á Seltjarnarnesi. Hann benti okkur á ýmsa skemmtilega staði, sem við fjöl- skyldan skoðuðum í fríinu okkar. Núna þegar hann Hannes minn fær að gista hjá ömmu sinni og afa, og hringir í mig nývaknaður og spyr hvort hann megi gista aðra nótt, gleðst ég yfir því að hann hafi það svona gott hjá þeim. Ég óska þess að hann eigi eftir að hafa það jafn gott hjá ömmu sinni og afa, og ég hafði það alltaf hjá afa Einari og ömmu Rönku. Ragnheiður Steingrímsdóttir. Kynni okkar Einars hófust í Háskólanum þegar báðir settust í verkfræðideild. Þó að við værum hvor í sinni grein kynntumst við vel og sú vinátta sem þarna myndaðist entist alla ævi þó að oft væri langt á milli funda. Einar við störf erlendis út um allann heim, en ég heima á Íslandi. En svo skárust leiðir þegar Búrfells- virkjun var í byggingu. Þar unn- um við saman og vorum með fjöl- skyldurnar á vinnusvæðinu á sumrin allavega í tvö eða þrjú ár, sem öll voru hvert öðru áhuga- verðara. Síðar lágu leiðir aftur saman þegar verið var að byggja Mjólkárvirkjun þar sem Einar var við störf á byggingartíma en mitt fyrirtæki hafði séð um út- boðsgögn. Síðan hefur vinátta og sam- gangur verið nokkur þó leiðir skildi að nýju vegna starfa Ein- ars erlendis. Einar var góður fag- maður og eftirsóttur. Hann leyfði sér að skoða verkefni og vanda- mál frá fleiri en einni hlið, því var alltaf gaman að hittast og bera saman bækur, heyra um ný verk- efni og hvernig tekist var á við þau. Einar var líka hvers manns hugljúfi þar sem fólk kom saman, skemmtilegur og kom fólki oft á óvart. Það var einnig gaman hvernig hann ræddi við krakkana á þeirra máli og út frá þeirra hugarheimi og átti athygli þeirra óskoraða, mikill hlátur og kátína voru ávallt fylgifiskar þessa og atburða minnst lengi eins og kál- fapúðursins. Við hjónin munum alltaf minn- ast Einars vegna hans fagþekk- ingar og léttu lundar og hæfileik- ans til að lifa í núinu, ekki að vera að bíða eftir einhverju, held- ur njóta þess sem var. Í langvinnum og erfiðum veik- indum sýndi Einar festu og jafn- aðargeð, þar sem aðstæður og uppákomur hjá öðrum voru settar framar hans erfiðleikum. Á skilnaðarstundu þökkum við hjónin góðar og bjartar minning- ar um góðan dreng og vottum Rönku og börnunum innilega samúð vegna fráfalls Einars. Ólöf Elín Davíðsdóttir Egill Skúli Ingibergsson. Kynni mín af Einari Sigurðs- syni hófust, er við störfuðum báð- ir að byggingu Búrfellsvirkjunar árin 1966 til 1970. Þetta verkefni varð eftirminnilegt af mörgum sökum. Þarna var gert í óbyggð- um langstærsta vatnsorkuver, sem risið hafði þá á Íslandi. Fjöldi starfsmanna var hátt í 1.000, þegar mest var og voru þeir af margvíslegu þjóðerni. Einar bjó að góðri reynslu og hafði áður starfað hjá ýmsum að- ilum, bæði á Íslandi og í Svíþjóð. Eftir að Búrfellsvirkjun var lokið unnum við Einar um langt skeið hjá Ístaki, verktakafyrir- tæki, við mörg og fjölbreytt verk- efni. Einar var einstaklega hæfur og hugmyndaríkur verkfræðingur og sjaldan var komið að tómum kof- unum, þegar til hans var leitað. Einar naut sín vel, þegar þurfti að skipuleggja og gera tilboð í stærri verkframkvæmdir. Almennt má segja að tilboð í verk felist í því að „búa til líkan af“ verkinu fyrirfram og eftir því sem þetta líkan er vandaðra, þeim mun meiri líkur eru á því að framkvæmd heppnist vel. Þau voru ekki fá tilboðin, sem Einar reiknaði. Fyrr á árum, þegar tölvutækni var skemmra á veg komin, þurfti stundum að leggja nótt við dag til þess að skila til- boðum á réttum tíma. Þegar þannig stóð á, dró Einar hvergi af sér. Fór það orð af Einari að hann gerði aldrei villu í útreikn- ingum sínum. Í góðra vina hópi var Einar jafnan hrókur alls fagnaðar. Hann átti það til að vera svolítill grallaraspói, þegar gott tækifæri gafst. Ég man ekki eftir Einari öðru vísi en kátum og glöðum og breyttist það ekki, jafnvel þó lík- amlegri heilsu hrakaði hin allra síðustu ár. Ég er þakklátur fyrir að hafa átt Einar Sigurðsson að sam- ferðamanni. Ragnheiði og fjölskyldunni sendi ég samúðarkveðjur. Jónas Frímannsson. Hjá mér dregur það langan slóða minninga og eftirsjár að vita Einar Sigurðsson genginn fyrir ætternisstapa því að fáir voru jafnlifandi og hann meðan hann lifði og starfaði og heilsan leyfði. Leiðir okkar Einars lágu fyrst saman, svo að úr yrði leik- bræðralag og vinátta, þegar við settumst í 1. bekk Nesskóla í Norðfirði ásamt hópi jafnaldra beggja kynja af þeirri gerð að skólanum var sómi að hverjum þeirra. Stúlkurnar voru hver annarri fallegri og slík höfuð- prýði kvenna og húsfreyjuefna þegar þar að kom, að þær voru eftirsóttar af biðlum vítt og breitt um landið. Drengstaular þessa bekkjar gáfu stúlkunum ekkert eftir um góðar framtíð- arvonir. Sex vetur fluttist meg- inhópurinn bekk úr bekk þar til skólavist lauk með svonefndu fullnaðarprófi og fermingu í of- análag. Ég gleymi því ekki hvað þetta var samstæður, heilbrigður og glaðvær hópur. Auðvitað tíndist eitthvað úr hópnum á þessari löngu leið, þar á meðal Einar Sigurðsson. Eftir að hafa verið með okkur þrjá barnaskólavetur á Norðfirði fluttist hann með foreldrum sín- um til Akureyrar og átti ekki aft- urkvæmt austur. Hans var mjög saknað því að um margt setti hann sérstakan svip á bekkinn fyrir skemmtilegheit, félagslyndi og ágætan námsárangur. Svo kom að því að ég lagði leið mína norður á Akureyri og þar urðum við Einar skólabræður um fimm ára skeið og lukum stúd- entsprófi sama ár 1947. Í menntaskóla var hann hvers manns hugljúfi. Hann lærði síðan verkfræði og vann alla starfsævi sína á því sviði innanlands og ut- an. Ekki fer hjá því að ég á marg- ar góðar minningar um Einar Sigurðsson. Eina slíka væri mér kært að rifja upp á útfarardegi hans. Við bjuggum á stúdenta- görðunum veturinn 1947-48. Kvöld nokkurt biður Einar mig að ganga með sér vestur í bæ, stuttan spöl, hann eigi þangað er- indi. Ég var til í það. Óþarft er að orðlengja að Einar stefndi að ákveðnu húsi í Vesturbænum, stansaði þar stundarkorn, skim- aði um gluggana eins og and- aktugur og beindi að mér þeim orðum að í þessu húsi byggi fal- legasta stúlkan í Reykjavík og ætti að verða konan sín. Það gekk auðvitað eftir. Samstúdentar Einars, „MA 47“, sakna vinar í stað og flytja eftirlifandi eiginkonu hans, Ragnheiði Árnadóttur, börnum þeirra og öðrum ástvinum hug- heila samúðarkveðju. Ingvar Gíslason. Einar Sigurðsson Það var snemma á áttunda áratugnum að ég hitti Jakob Smára – einu sinni sem oftar – á götuhorni í Aix- en-Provence, lítilli borg í S-Frakklandi þar sem við báðir vorum við nám. Það vantaði aðra spöngina á gler- augun; ég man ekki alveg hvort skórnir voru hvor af sínu taginu – en hitt man ég alveg fyrir víst að hann hafði rimpað saman hjólið sitt með snærisspotta. Hárið var kol- svart – og hann hló. Hann hló nátt- úrlega að mér og hann hló að sjálf- um sér – og tilverunni allri. Hann hló. Af hverju vantaði aðra spöngina á gleraugun hans? Af hverju hafði hann rimpað hjólið sitt saman? Vegna þess að hann hafði ekki tíma. Hann Jakob Smári hafði í rauninni aldrei tíma til að sinna þessa heims vandamálum. Í þeim skilningi var hann dæmigerður pró- fessor, viðutan og lifði í rauninni í tveim heimum: Annars vegar lifði hann þessa heims lífi – svona með Jakob Smári ✝ Jakob Smárifæddist 11. janúar 1950. Hann lést 19. júlí 2010. Útför Jakobs fór fram frá Neskirkju í Reykjavík 28. júlí 2010. hálfum huga – en hins vegar lifði hann og hrærðist í heimi bók- anna, enda var hann alæta á bækur. Þess vegna var það líka svo að maðurinn brann bókstaflega í báða enda – hann lifði á tvöföldum hraða sam- anborið við venjuleg- ar manneskjur. Jakob Smári var yfirburðamaður – og auðvitað vissi hann af því sjálfur. Hann var hins vegar alveg laus við allan hroka; auðmjúkari mann var ekki auðvelt að finna. Og ekki var hægt að finna fordómalausari mann. Og einmitt vegna þess hvað hann var fordómalaus, þess vegna hafði hann oft aðra sýn á lífið og tilveruna en við hin sem ánetjuð vorum vana- hugsuninni. Og hann átti það til að ögra manni – og hafði gaman af – með því að tefla fram viðhorfum sem hann vissi að ýta mundi við fordómunum í manni. Það er ekki svo ýkja langt síðan að ég hitti Jakob Smára á götu- horni hér í bæ. Við ræddum um daginn og veginn – eins og gengur. Það var alltaf gaman að hitta Jakob Smára. Hárið var skjannahvítt – og hann hló. Mér þótti vænt um þenn- an mann. Þór Rögnvaldsson.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.