Morgunblaðið - 13.08.2010, Blaðsíða 35

Morgunblaðið - 13.08.2010, Blaðsíða 35
Menning 35 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 13. ÁGÚST 2010 Á morgun opnar Þrándur Þór- arinsson málverkasýningu á Laugavegi 26. Sýningin er fjórða einkasýning Þrándar og ber heitið Duttlungar. Hún samanstendur af olíu- málverkum sem flest eru óður til Reykjavíkur og sýna borg- ina eins og Þrándur vill hafa hana. Í verkunum varpar Þrándur meðal annars ljósi á Ingólfsstræti, Lækjargötu, Hljómskálagarðinn, Hverfisgötu og Póst- hússtræti. Sýningin verður á Laugavegi 26 þar sem áður var verslun Skífunnar og verður opnuð kl. 16. Hún stendur til 29. ágúst. Myndlist Hin rétta Reykja- vík Þrándar Sjálfsmynd Þrándar Forlagið hefur gefið út spennu- söguna Barnið í ferðatöskunni eftir Lene Kaaberbøl og Ag- nete Friis. Bókin segir frá konu, Nínu, sem vinnur fyrir flóttamannaaðstoð Rauða krossins í Danmörku sem rekst á ungan dreng í ferðatösku í starfi sínu. Hún einsetur sér að grafast fyrir um það hver hann sé, hvaðan hann komi og hvort hann eigi mömmu. Það reynist lífshættuleg ákvörðun. Barnið í ferðatöskunni fékk Harald Mogensen- verðlaunin sem besta danska spennusagan og var tilnefnd til Glerlykilsins, norrænu glæpasagna- verðlaunanna. Bækur Barnið í ferðatösk- unni kemur út Kápa Barnsins í töskunni Forlagið hefur gefið út á bók handrit sem Þórbergur Þórð- arson lét eftir sig, en að lík- indum er það uppkast að þriðja bindi skáldævisögu hans. Verkið er skrifað seint á fjórða áratugnum, í kjölfar Íslensks aðals og Ofvitans, en þar tekur Þórbergur upp þráðinn þar sem Ofvitanum sleppir og segir frá sjálfum sér allt fram til árs- ins 1925. Hann skrifar um nám sitt við Háskóla Íslands, lýsir ritstörfum, kveð- skap og tilurð Bréfs til Láru, segir frá kvenna- málum og guðspekiáhuga svo dæmi séu tekin. Bókin ber heitið Meistarar og lærisveinar. Arn- grímur Vídalín bjó handritið til prentunar. Bókmenntir Ný bók eftir Þór- berg Þórðarson Kápa Meistara og lærisveina Gunnhildur Daðadóttir fiðluleikari og Helen Aun píanóleikari leika á tónleikum í Listasafni Sigurjóns Ólafssonar næsta þriðjudagskvöld kl. 20:30. Á dagskrá eru ýmsar perlur fiðlubókmenntanna; verk eftir Edward Elgar Ludwig van Beethoven og Edvard Grieg. Fimm ára gömul hóf Gunnhildur Daðadóttir fiðlunám við Suzuki- skólann hjá Sigríði Helgu Þor- steinsdóttur og Lilju Hjaltadóttur. Hún útskrifaðist frá Listaháskóla Íslands vorið 2006 og sama vor varð hún hlutskörpust í einleikara- keppni Sinfóníuhljómsveitar Ís- lands og Listaháskólans og hlaut í kjölfarið að leika fiðlukonsert eftir Glazunov með Sinfóníuhljómsveit- inni. Gunnhildur nam síðan við Listaháskólann í Lahti í Finnlandi veturinn 2006-7, 2007-8 var hún við nám við University of Illinois og lauk meistaragráðu í fiðluleik síð- astliðið vor. Helen Aun er fædd í Tallinn í Eistlandi og hóf píanónám sex ára gömul í Tónlistarskólanum í Tall- inn. Árið 1994 fluttist hún til Finn- lands og stundaði nám við Listahá- skólann í Lahti árið 2006. Hún hefur búið og starfað í London síð- an 2008. Gunnhildur og Helen hafa leikið saman frá 2006 og haldið tónleika í Finnlandi og Íslandi. Perlur Gunnhildur Daðadóttir fiðlu- leikari og Helen Aun píanóleikari. Perlur fiðlubók- menntanna Tónleikar í Lista- safni Sigurjóns Árni Matthíasson arnim@mbl.is Á morgun, laugardag, opna íslenskir, franskir, hollenskir og bandarískir listamenn í Kling & bang galleríi. Listamennirnir dvöldu nýlega á Flat- eyri í tæpar tvær vikur og er sýn- ingin afrakstur þeirrar dvalar í bland við reynslu þeirra frá ólíkum stöðum í heiminum. Berglind Ágústsdóttir er sýn- ingastjóri og tekur reyndar þátt í sýningunni sem einn af listamönn- unum. Hún átti hugmyndina að sam- starfinu og hefur reyndar stýrt álíka verkefni áður, farið með hóp lista- manna út á land þar sem unnin voru verk fyrir samsýningu áþekkt og nú var gert. Aðalástæðu þess að hún kýs að fara með mannskapinn út á land segir hún þá að hana hafi langað til að hrista hópinn saman, enda bjuggu þau öll í sama húsinu og úr varð eitt allsherjar samstarfsverkefni. Berglind segir að upphaflega hafi listamennirnir átt að vera fleiri, en sumir heltust úr lestinni. Þeir vildu þá senda myndir á sýningu en fengu ekki. „Ég vildi að fólk droppaði egóinu og að við myndum sýna sam- an sem ein heild. Fólk sýnir bæði persónuleg verk og verk sem það vann í samvinnu en allt rennur svolít- ið saman í eitt enda eru engin verk- anna merkt; við erum að sýna saman og því snýst þetta ekki um egó lista- mannsins. Þetta er samtal á milli okkar og samtal okkar við áhorfand- ann.“ Hluta hópsins hitti Berlind i New York í maí síðastliðnum, en hinn hlutann svo í Philadelphia. Hún segir að þau séu öll ólík, en eigi sér þó sitt- hvað sameiginlegt. „Við eigum öll mismunandi bakgrunn og gaman að skoða hvað er ólíkt með okkur og líka það sem við eigum sameiginlegt. Þetta er líka blandaður hópur í list, sumir myndlistarmenn sem hafa ver- ið lengi í myndlistinni, aðrir noise- tónlistarmenn og enn aðrir gjörn- ingalistamenn. Öll erum við að vinna út frá innsæi og allir með andlega tenginu við listina.“ Verkin voru öll unnin ýmist á Flat- eyri eða jafnóðum og sýningin var undirbúin og Berglind segir að miklu skipti að þau hafi verið unnin „á milljón“, enda komi innsæið þegar fólk hefur ekki of mikinn tíma til að dæma og pæla fyrirfram. Sýningin ber heitið Kaosmosis og munu verkin sem og texti í bæklingi á sýningunni fara nánar út í þann tit- il. Myndlistarmennirnir á sýningunni eru Jennica Rapehirst, Maia Lyon Daw, Joseph Marzolla, Beverly Shana Palmer, Athena llewellyn Bar- at, Nicholas Becker og Berglind. Sýningin verður opnuð klukkan 17 á morgun og stendur til 12. september. Kling & Bang gallerí er á Hverf- isgötu 42. Samkrull Þegar listamenn leggja saman og láta innsæið ráða þá gerist ýmislegt eftirminnilegt. Eitt allsherjar samstarfsverkefni Kaosmosis » Sjö listamenn frá fjórum löndum lögðu saman í eitt. » Myndir á sýningunni eru ekki merktar sérstaklega. » Verkin voru flest unnin í list- vinnubúðum á Flateyri og síð- an lokið við þau hér syðra.  Fjölþjóðleg myndlistarsýning opnuð í dag í gall- eríi Kling & bang Undanfarin ár hafa ungir píanó- leikarar fengið námsstyrki úr minningarsjóði Birgis Einarson apótekara og næstkomandi laug- ardag verða afhentir þrír styrkir. Styrkþegarnir eru Birna Hall- grímsdóttir, Björg Magnúsdóttir og Kristján Karl Bragason, en hver styrkur er að fjárhæð kr. 1.500.000. Styrkirnir verða afhentir í Sel- inu á Stokkalæk nk. laugardag. Birgir Einarson lést 30. nóv- ember 1994 og skömmu eftir and- lát hans ákvað ekkja hans, Anna Einarson, að stofna sjóð til minn- ingar um hann. Sjóðurinn var helg- aður tónlist, enda Birgir mikill áhugamaður um tónlist allt frá barnsaldri og þar til hann lést tæp- lega áttræður þó hann hafi ekki ver- ið hljóðfæraleikari sjálfur. Skipu- lagsskrá sjóðsins var svo staðfest af dóms- og kirkjumálaráðuneytinu 8. maí 1995, þrettán dögum fyrir and- lát Önnu. Með þessum styrkjum eru styrk- þegar orðnir ellefu en styrkirnir nítján, enda hafa sumir fengið styrk oftar en einu sinni. Þau Birna, Björg og Kristján Karl eru öll í framhaldsnámi erlendis. Birna Hallgrímsdóttir útskrif- aðist úr Listaháskóla Íslands með B.mus.- gráðu í píanóleik árið 2006. Hún lauk mastersnámi frá Royal College of Music í London árið 2009, en þaðan lá leið hennar til Stavanger í Noregi þar sem hún stundaði framhaldsnám hjá Hakon Austbo prófessor. Kristján Karl Bragason nam pí- anóleik við frönsku skólana CNR de Versailles og CRR de Rueil- Malmaison, en í vor lauk hann mastersnámi frá Tónlistarháskól- anum í Utrecht í Hollandi. Í haust hefur hann nám í Tónlistarháskól- ann í Maastricht og útskrifast þaðan vorið 2011. Björg Magnúsdóttir kláraði kandídatsprófi frá Tónlist- arháskólanum í Árósum árið 2008. Í haust hóf hún mastersnám í píanó- leik í Basel í Sviss og útskrifast það- an næsta vor. Styrkir til píanónáms Kristján Karl Bragason  Ungir píanóleikarar fá námsstyrki úr minningarsjóði Birg- is Einarson  Styrkþegar orðnir ellefu en styrkirnir nítján Birna Hallgrímsdóttir Musica Nema er nafnið á nýrri tón- leikaröð í Nemaforum Slippsalnum sem hefst með tangótónleikum á morgun kl. 16. Til stendur að halda slíka tónleika hvern laugardag á milli kl. 16 og 17 og ætlunin að halda því í allt haust og vetur. Á tangótónleikunum á morgun leikur tangókvartett Oliviers Ma- noury, skipaður honum á band- oneon, Eddu Erlendsdóttur á píanó, Auði Hafsteinsdóttur á fiðlu og Há- varði Tryggvasyni á kontrabassa. Á efnisskránni eru perlur úr heimi tangótónlistarinnar. Nemaforum Slippsalurinn hefur veitingaleyfi og geta gestir því setið til borðs og notið veitinga undir tón- listarflutningi en salurinn verður opnaður klukkutíma fyrir tónleika og er opinn fram á kvöld. Nema- forum Slippsalurinn er til húsa í gamla Slipphúsinu, Mýrargötu 2. Tónleikaröðin Musica Nema  Tónleikaröð í Nemaforum Slippsalnum Tangótónleikar Olivier Manoury bandoneonleikari leiðir kvartett. „Mér var meira að segja boðið hlutverk í upprunalegu The Hills Have Eyes, en ég hafnaði því“36 » FRÉTTIR

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.