Morgunblaðið - 13.08.2010, Side 20
Ólíkar forsendur
fyrir greiðsluskyldu
FRÉTTASKÝRING
Hjörtur J. Guðmundsson
hjorturjg@mbl.is
F
ramkvæmdastjórn Evr-
ópusambandsins og Eft-
irlitsstofnun EFTA
(ESA) eru samstiga um
það að Íslendingum beri
að greiða fyrir Icesave-innlánsreikn-
inga Landsbanka Íslands en ekki um
ástæðurnar. Þetta kemur fram í svör-
um sem borist hafa við fyrirspurnum
Morgunblaðsins vegna málsins frá
þessum tveimur stofnunum.
Eins og fram hefur komið lítur
framkvæmdastjórnin svo á að engin
ríkisábyrgð sé á bankainnistæðum
samkvæmt tilskipun Evrópusam-
bandsins um innistæðutryggingar
sem innleidd var hér á landi fyrir
rúmum áratug. Hins vegar heldur
framkvæmdastjórnin því fram að til-
skipunin hafi ekki verið innleidd með
viðunandi hætti þar sem stærð ís-
lenska tryggingasjóðsins hafi ekki
verið í hlutfallslegu samræmi við
stærð fjármálageirans hér á landi.
Slíkt geti leitt til skaðabótaskyldu.
Engar athugasemdir
Enginn af þeim sem Morg-
unblaðið hefur rætt við og tengjast
málinu kannast hins vegar við að at-
hugasemdir hafi borist frá ESA eða
framkvæmdastjórn Evrópusam-
bandsins um að staðið hafi verið
rangt að málum hér á landi varðandi
innistæðutryggingar.
Talsmaður framkvæmdastjór-
arinnar sagði réttilega í svörum sín-
um til Morgunblaðsins að það væri
hlutverk ESA að fylgjast með innleið-
ingu slíkra gerða á Íslandi. Í svörum
frá Xavier Lewis hjá lögfræðisviði
ESA við því hvers vegna engar at-
hugasemdir voru gerðar kemur hins
vegar einfaldlega fram að í nálgun
sinni við málið horfi stofunin aðeins til
þess sem gerðist í kjölfar banka-
hrunsins en ekki í aðdraganda þess.
Íslenska ríkið ábyrgt
Röksemdafærsla ESA fyrir því
að Íslendingum beri að greiða fyrir
Icesave-innistæðurnar er sú að sögn
Lewis að íslenski tryggingasjóðurinn
hafi ekki greitt út lágmarkstryggingu
til allra þeirra innistæðueigenda sem
töpuðu innistæðum sínum í kjölfar
bankahrunsins. Innistæðueigendur í
Bretlandi og Hollandi hafi verið
sviptir aðgangi að innistæðum sínum
og þær síðan að lokum verið bættar
af þarlendum tryggingasjóðum.
ESA segir að sú skylda hafi hvílt
á íslenska ríkinu að sjá til þess að
tryggingasjóðurinn gæti staðið við
skuldbindingar sínar sem séu að
bæta öllum innistæðueigendum tap-
aðar innistæður upp að þeirri lág-
markstryggingu sem kveðið er á um í
tilskipuninni.
Grundvallarmunur
Grundvallarmunur er þannig á
því hvaða forsendur framkvæmda-
stjórn Evrópusambandsins annars
vegar og ESA hins vegar telja vera
fyrir því að íslenskum stjórnvöldum
beri að greiða fyrir Icesave-
innlánsreikningana miðað við svör
stofnananna.
Ólík svör þeirra vekja óhjá-
kvæmilega ýmsar spurningar. Meðal
annars vekur athygli að ESA kjósi að
horfa aðeins á það sem gerðist eftir
bankahrunið en ekki fyrir það í ljósi
þess að framkvæmdastjórnin telur að
ekki hafi verið staðið rétt að innleið-
ingu tilskipunarinnar um innistæðu-
tryggingar hér á landi fyrir hrun og
þess eftirlitshlutverks sem ESA
gegnir í því sambandi.
Þá virðast stofnanirnar tvær
ekki vera samstiga gagnvart þeirri
spurningu hvort ríkisábyrgð sé til
staðar á bankainnistæðum.
Morgunblaðið/Ingó
Framkvæmdastjórnin Höfuðstöðvar framkvæmdastjórnar Evrópusam-
bandsins í Brussel. ESB ber ekki fyllilega saman við ESA um Icesave.
20
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 13. ÁGÚST 2010
Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnargreinum Morgunblaðsins á http://www.mbl.is/mogginn/leidarar/
Ásíðasta ára-tug síðustualdar sótti
þáverandi stjórn-
arandstaða fast að
fá að setja upp
rannsóknarnefndir í þinginu,
eins og þingsköp gáfu kost á að
þeirra mati. Þráðu einstakir
þingmenn heitt að fá að kalla
fyrir sig pótentáta úr stjórn-
kerfinu, jafnvel ráðherrana, og
tuska þá til í beinni útsendingu
sjónvarpsvélanna, eins og gert
væri í Bandaríkjunum. Þar er
þó munurinn sá að ráðherrar
ríkisstjórnarinnar koma aldrei
í þingsalinn nema til hátíð-
arbrigða, svo þingmenn ná
aldrei til þeirra eins og hér á
landi, nema í þau fáu skipti
sem þeir koma fyrir þing-
nefndir. Reyndar koma ekki
mörg atvik í hugann frá þess-
um tíma þegar nú er hugsað til
hugmynda um rannsókn-
arnefndir. En nú er eitt óvenju
rakið tilfelli uppi. Það er sú
staðreynd að sannleikurinn og
viðskiptaráðherrann urðu ekki
samskipa þegar lagt var frá
landi með lögfræðiálit seðla-
bankans um gengistryggð lán í
farteskinu. Málið verður sífellt
ógæfulegra og nú er svo komið
að margar sjómílur eru þegar
á milli þessara tveggja. Svo
óvenjulega vill til að ákveði
þingið, sem virðist nánast
óhjákvæmilegt, að taka mál
viðskiptaráðherrans til athug-
unar, má í leiðinni rannsaka
mál forsætisráð-
herrans. Fer
reyndar vel á því.
Bæði vegna þess
að flest bendir til
að forsætisráð-
herrann hafi einnig tapað af
sannleikanum á sinni vegferð
sem laut að meintum lofuðum
launum til óráðins manns og
hefur ráðherrann ekki fundið
sannleikann í málinu síðan og
eins hitt, að seðlabankinn var
einnig mikilvægur leikandi í
því máli, eins og allir muna.
Það er orðið heldur óþægilegt
fyrir þá góðu stofnun að sann-
leikurinn virðist snúa upp á sig
eða eiga til að hlaupa út og suð-
ur hvenær sem hún á erindi við
æðsta stjórnkerfi landsins.
Það er orðið þýðingarmikið
fyrir bankann að hann fái tæki-
færi til að gera hreint fyrir sín-
um dyrum. Það er mikilvægt
en hitt er margfalt að þýðingu
að þingið geri þeim ráðherrum,
sem í skjóli þess starfa, full-
komlega ljóst að það mun ekki
þola framgöngu eins og þá sem
heltekið hefur umræðuna síð-
ustu vikurnar. Kannanir sýna
að virðing þingsins má ekki við
miklu um þessar mundir. Þing-
menn hafa margir skynjað
þetta og hafa haft uppi góð orð
um að úr verði að bæta. Þeim
er örugglega ljóst að verði ekki
brugðist rétt við þeim atburð-
um sem nú hafa orðið verður
sú endurreisn virðingar ekki
auðvelt verk.
Þingið getur ekki
óskaddað vikist
undan sinni skyldu}
Sannleikur á vergangi
Forsætisráð-herra hefur
verið að vand-
ræðast með hæfi
manna til að sitja í
nefnd sem hún
sjálf skipar og á að rannsaka
ýmsa þætti Magma-málsins og
skila greinargerð um þá rann-
sókn fyrir tveimur dögum, ef
rétt er skilið. Vanhæfi virðist
elta ráðherrann í málinu. Sumt
af því kemur kúnstuglega fyr-
ir. Ráðherrann fékk ábend-
ingu frá flokkssystur sinni um
að fyrirhugaður nefndarmaður
kynni að vera vanhæfur til
þess starfs þar sem hann væri
systursonur eiginmanns henn-
ar sjálfrar, sem starfaði í ann-
arri nefnd um Magma. Og það
sem verra væri þá hefði þessi
systursonur eiginmanns konu í
annarri nefnd sagt, svo aðrir
heyrðu, að hann væri ósam-
mála skoðunum þeirra flokks-
systra í málinu. Annar maður
hafði hins vegar lýst því yfir
efnislega að hann væri sam-
mála þeim flokkssystrum og
þegar er komið álit sem segir
að allt sé í lagi með hæfi hans,
eins og blasir við.
Þess utan mun
hann ekki á neinn
hátt vera skyldur
eiginmanni for-
manns hinnar
nefndarinnar. En svo vill til að
nefndarformaðurinn sem kom
vanhæfisábendingunni á fram-
færi um systurson eiginmanns
síns hefur staðfest upplýs-
ingar um að hún hafi komið því
á framfæri við samnefnd-
armenn sína í fyrri nefndinni,
að kæmust þeir ekki að tiltek-
inni lögfræðilegri niðurstöðu
þá hótaði Samfylkingin slitum
ríkisstjórnarinnar. Hvorki Jó-
hönnu, formanninum sjálfum
né neinum í gjörvöllum ætt-
boga eiginmanns formannsins
hefur þó, svo vitað sé, komið til
hugar að nokkuð sé at-
hugavert við stjórnsýslu af
þessu tagi, né heldur að spurn-
ingar um vanhæfi formannsins
sjálfs hafi vaknað. Til upprifj-
unar er nefnt að núverandi rík-
isstjórn var að eigin sögn skip-
uð um gegnsæi í
vinnubrögðum og heilbrigða
opna stjórnsýslu.
Margvíslegt vanhæfi
gerir forsætisráð-
herranum erfitt fyrir}
Vanhæfi
H
ann gekk að einu borðinu, pikkaði
í handlegg kunningja síns, halló,
smeygði sér úr jakkanum og
greip kjuða. Hvað er að sjá! Þú
leikur þér bara með sjöið og
ballann! Kommon, ég skutla sjöinu í horn fyrir
þig. Jú sí!“
Þannig stílar rithöfundurinn Elías Mar skáld-
söguna Vögguvísu, „gömlu kellinguna“ eins og
hann kallaði hana síðar í gamni. Vögguvísa var
brautryðjendaverk, meðal annars að því leyti,
að þar beitti hann slangri í ríkum mæli.
Mér finnst það falleg tilhugsun að svo ræki-
lega hafi Elías rutt brautina, að slangrið rataði
alla leið í bréfaskrif embættismanna mennta-
málaráðuneytisins. „Tussufínt“ rataði í tölvu-
póst aðstoðarmanns menntamálaráðherra,
vakti nokkra hneykslun og yfirskyggði prjóna-
skapinn sem talað var um í kjölfarið, hvernig ætti að leka
upplýsingum um niðurstöðu ríkisstjórnarinnar í Magma-
málinu, til að setja „fókusinn á eitthvað eitt atriði sem við
viljum að fjölmiðlar séu fókuseraðir á þegar þeir mæta á
fundinn“.
Það kom mér sannast sagna á óvart, hversu langt er
gengið í spunanum. En það er ekki efni pistilsins, heldur
slangrið. Og maður verður jú að halda sig við efnið.
Guðrún Axfjörð Önundardóttir, varaformaður Ungra
vinstri grænna, tók nýyrðinu fagnandi sem skrefi í jafnrétt-
isbaráttunni: „Þvert á það sem flestir halda fram, sé ég í
þessu tussufína máli ákveðið tækifæri til að lyfta slang-
uryrðum yfir kynfæri kvenna á hærra plan og um leið taka
enn eitt skrefið í átt til þess að við konur stönd-
um jafnfætis körlunum. Það verði bara hið
besta mál að vera ánægð með sína píku. Mikið
verð ég nú glöð þegar það loksins gerist. Alveg
kuntukát.“
Kannski var þetta spuni hjá henni líka.
En hvað um það. Í Orðabók um slangur er
stuðst við safn um slanguryrði, sem Elías Mar
safnaði á sínum tíma. Í samtali sem ég átti við
hann fyrir bókina Sköpunarsögur sagði hann
að það hefði eiginlega komið af sjálfu sér. „Þeg-
ar ég var á veitingahúsum fór ég að skrifa hjá
mér skrítin orð. Ég hef alltaf haft næmt eyra
fyrir furðulegu máli. Ég flokkaði orðin eftir
bókstöfum og þau urðu flest undir ess, hvernig
sem á því stendur.“
Elías skrifaði raunar orðið „skrýtið“ með
ypsíloni, af því að þá varð það skrítnara. Á með-
al orða sem hann færði til bókar var „stjarna“ yfir fræga
kvikmyndaleikara. „En hængurinn á slangurmáli í bókum
er sá að það verður fljótt úrelt,“ sagði Elías. „Þegar Vöggu-
vísa var gefin út sem skólaútgáfa árið 1978 hjá Iðunni varð
að setja orðskýringar neðanmáls. Það fannst mér hvimleitt.
Halldór Laxness fór aldrei út í þetta. Hann var að vísu með
gömul orð og óvenjuleg og þýðendur hafa átt bágt með að
finna sambærileg orð í útlendum málum.“
Elías sá hinsvegar ekki fyrir að úrval úr verkum Nóbels-
skáldsins yrði gefið út með nútímastafsetningu, eins og
gerðist á afmælisdegi skáldsins árið 2007. Né að það yrði
skref í jafnréttisbaráttunni að nota slangur. Það þætti bara
fínt. Og „tussufínt“ í menntamálaráðuneytinu. pebl@mbl.is
Pétur
Blöndal
Pistill
Af slangri og gamalli kellingu
STOFNAÐ 1913
Útgáfufélag: Árvakur hf., Reykjavík.
Ritstjórar:
Davíð Oddsson Haraldur Johannessen
Aðstoðarritstjóri:
Karl Blöndal
Útgefandi:
Óskar Magnússon
„Hvað varðar spurninguna um
viðeigandi innleiðingu tilskip-
unarinnar [um innistæðutrygg-
ingar] er það rétt að sú spurn-
ing er ekki hluti af
málatilbúnaði ESA. Eins og áður
hefur komið fram er málatilbún-
aður ESA miklum mun takmark-
aðri og mun einfaldari: tilskip-
unin gerir kröfur til Íslands um
ákveðna niðurstöðu (að greiða
lágmarkstryggingu til innláns-
eigenda sem töpuðu fjármunum
sínum) sem Ísland hefur ekki
enn náð.“
Takmarkaðri
og einfaldari
ÚR SVARI ESA
Frá skrifstofu EFTA í Brussel.