Morgunblaðið - 13.08.2010, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - 13.08.2010, Blaðsíða 22
22 Umræðan MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 13. ÁGÚST 2010 Annað slagið birt- ast greinar eftir fólk sem hefur áhuga á umsókn Íslands að ESB. Þetta er mikil framför og allir sem hafa lagt hönd á plóg- inn að upplýsa og ræða þessi mál, hvort sem er með eða móti og allir eiga miklar þakkir skilið. Ekki síst fjölmiðlar en það er víst ekki ódýr dálksentímetr- inn eftir allar undangengnar hækkanir. Í mörgum tilfellum sýnist mér að umræðan sé meira og minna sett fram af vanþekkingu eða þá viljandi verið að afvegaleiða fólk til að fá það inn á einhverja trú eða stefnu sem viðkomandi hefur mestan áhuga á. Umræðan er ruglingsleg og um hreina van- þekkingu að ræða að mínu mati og jafnvel bara útúrsnúning á umræðuefninu til að afvegaleiða umræðuna. Umsókn okkar að ESB snýst ekki um hvað er í „pakkanum“ eins og fólk hefur verið að geta sér til og að á umsóknarferlinu komi í ljós hvað okkur býðst ef við göngum inn. Það er eins og fólk haldi að við fáum einhvern pakka sem við eigum að burðast með alla framtíð inni í ESB. Al- ger misskilningur. Nei, umsóknin snýst um það að Ísland komist í þá aðstöðu að verða land sem getur gert heild- stæðar áætlanir um rekstur landsins með sem mestum stöð- ugleika og hagsæld til langs tíma á svipuðum forsendum og ná- grannaþjóðir okkar gera. Þetta er ávinningurinn af því að vera í ESB og ekkert annað. Þetta er aðgangur að risastórum markaði með fullri aðild og stuðningskerfi við ríkisreksturinn og ríkisfjármálin sem við höfum ekki í dag. Án þessa stuðnings og aðhalds verður Ísland alltaf eins og korktappi skoppandi úti í ball- arhafi og undanfarið hrun er bara dæmigert ástand í samfélagi sem býr við svona óstöðugleika og án aðhalds frá íhaldssömu regluverki eins og ESB er. Ef við erum ekki með svipaða eða betri aðstöðu fyrir fólkið í landinu á öllum sviðum til að lifa á Íslandi samanborið við ná- grannalöndin þá erum við ekki samkeppnishæf og þetta basl hérna mun hafa minna og minna aðdráttarafl fyrir ungt fólk og duglega Íslendinga og landið mun dragast aftur úr langt um fram það sem við höfum sokkið í núverandi hruni. Núna í sumarhitanum átti ég þess kost að fara um stór og lítil Evrópulönd og tala við fólk af öllum stéttum auk þess sem fólk frá evrulandi kom í heimsókn til okkar. Öllum þessum aðilum bar saman um það að það voru mikil vandamál áður en þeirra land gekk í ESB og að vandamálin hafa alls ekki horfið og það er vandasamt að vinna innan sam- bandsins. Vandamálunum hefur hins vegar fækkað og fólk vill ekki snúa til baka til fyrra ástands. Það kostar mikla fyr- irhöfn að eiga þjóðríki sem getur staðið í lappirnar. Vandamálin í Grikklandi eru talin geta stafað af spillingu og stjórnleysi og ESB getur ekki lagað neitt slíkt ef um er að ræða spill- ingu og vandamál vaða uppi innan stjórna einstakra ríkja. Innganga í ESB lagar því ekki spillingu eða eitt- hvert óeðli sem veð- ur uppi innan ein- stakra ríkja heldur þurfa ríkin sjálf að sjá um sín þing og stjórnarráð og innri málefni almennt. Inngangan mun verða háð skilyrðum en það er ekki aðalvandamálið þar sem að eftir að landið er komið inn í ESB þá verður Ísland fullur meðlimur og aðildarríki sem getur haft áhrif innan sambandsins og aflað sérhagsmunum sínum stuðnings til frambúðar án þess að vera allt- af á hnjánum. Eftir að inn í sambandið væri komið tæki við agamikil áætl- anagerð og alls konar viðamiklir arðsemisútreikningar á arðsemi atvinnugreina og rekstri ríkisins sem þarf að standa við. Ekki er unnt að fella gengið til að fela vandamál og ofeyðslu stjórnmála- manna eins og tíðkast í dag. Einnig mun Ísland þurfa að velja sér aðalgrunn- og burðarstoðir at- vinnulífsins og byggja þær upp þannig að þær standi undir rekstri og afkomu landsins, færi nægilegt fjármagn inn í landið auk þess sem unnt yrði að tryggja nægilega atvinnu. Í dag vantar að gera þessa viðamiklu áætlanargerð og arð- semisútreikninga eða heildstætt módel af núverandi rekstri þjóð- félagsins og bera saman við lík- legt sambærilegt mótel af rík- isrekstrinum og þjóðarbúinu eftir að landið væri komið inn í ESB. Um það snýst allt þetta mál, hvort sé okkur hagstæðara og farsælla í það heila til lengri tíma að vera innan eða utan ESB. Reikna þarf alla þætti algerlega kalt þannig að skoðaðir séu allir hagsmunir Íslensku þjóðarinnar en ekki einstakra þröngra hópa eins og virðist vera mest talað um í dag, því miður. Lítil vitræn um- ræða er ennþá komin á blað. Engir útreikningar, ekkert módel eða reiknikerfi sem gæti verið á netinu og útskýrt fyrir fólki hvernig við höfum það í dag og hver staðan yrði líklega eftir að við værum komin inn í ESB á lík- legum forsendum. Allt núverandi þvarg er mjög ruglingslegt og óskiljanlegt stagl án heildarmyndar og gefur enga hugmynd af þeim aðstæðum sem við gætum hugsanlega búið við ef við gengjum inn og hver mun- urinn er að vera áfram utan ESB eða innan ESB, flokkað eftir helstu atvinnugreinum og al- mennt aðstæðum hins almenna borgara. Ég auglýsi hér með eftir þess- um upplýsingum. Eftir Sigurð Sigurðsson »Núverandi þvarg er mjög ruglingslegt stagl án heildarmyndar og gefur enga hugmynd af aðstæðum sem við gætum hugsanlega búið við ef við gengjum inn. Sigurður Sigurðsson Höfundur er Cand. Phil. byggingaverkfræðingur. Ísland og ESB Nágranni minn lifir heilbrigðu lífi, stundar reglulegar hreyfingar og gætir sín í mat- aræði. Samt er það svo að við greiðum sama hlutfall af tekjum okk- ar til heilbrigðiskerf- isins. Sjálfur er á oft- ast á leiðinni að hefja reglulega hreyfingu á ný. Ég ætla mjög fljót- lega að taka á mat- aræði mínu. Staðreyndin er hins vegar sú að núna þarf ég að losa mig við 30 kílógrömm til að ná kjörþyngd. Þetta hljómar senni- lega kunnuglega fyrir ansi marga, þó tölurnar séu kannski aðrar. Læknisfræðin er tölfræði og samkvæmt henni eru líkurnar miklar á því að ég muni í framtíð- inni verða meiri baggi á heilbrigð- iskerfinu en nágranni minn, geri ég ekkert til að bæta mitt lík- amsástand. Það eru 10 sinnum meiri líkur á einum sjúkdómi, 30% meiri líkur á öðrum…bara af því að ég er 30 kílóum of þungur. Tölfræðin bendir til meiri kostnaðar undir mínu þaki en nágrannans. Mér er illa við háa skatta, en… Af hverju ber mér ekki að greiða meira til samfélagsins en nágranni minn, sem stundar reglulega hreyfingu og sinnir sinni næringu á ábyrgan máta? Af hverju ber honum að borga sama hlutfall sinna tekna til heilbrigð- ismála og ég? Hvers vegna fæ ég að velja það fyrir hann að hærra hlutfall hans skatttekna fari í mína (tölfræðilega líklegu) sjúkdóma? Hann langar kannski frekar að sett verði upp snjóframleiðsla í Bláfjöllum en að ég liggi svona þungt í hans vasa (tölfræðilega séð)? Sem betur fer er enn gott á milli okkar nágrannanna, en það er kannski af því að ég hef ekki viðrað þessar hugleiðingar mínar við hann…kannski best ég sleppi því alveg. Óhóf í neyslu en sömu skattar – Hvar er réttlætið ? Eftir Harald Baldursson »Ég er 30 kg of þung- ur og mun kosta heilbrigðiskerfið meira en nágranni minn. Samt greiðum við sama hlut- fall af launum okkar til heilbrigðiskerfisins. Haraldur Baldursson Höfundur er tæknifræðingur. Félag íslenskra fé- lagsliða sótti fyrir ein- um þremur árum um það að fá löggildingu á starfsheitið sitt en ekk- ert gerist þrátt fyrir meðmæli frá Land- læknisembættinu og ummæli frá heilbrigð- isráðuneytinu. Um- sóknin liggur nú inni á borði hjá vinnu- málasviði félags- og tryggingamálaráðuneytisins. Félagið var stofnað 10. apríl 2003 og er fag- félag á landsvísu sem hefur á að skipa í dag um 370 meðlimum sem eru í 13 mismunandi stéttarfélögum. Eins og gefur að skilja þegar um svo mörg stéttarfélög er að ræða um allt land þá koma upp alls konar mál sem þarft er að taka á en erfitt er fyrir félagið að sinna hagsmunamálum fé- lagsmanna sinna til fulls fyrr en lög- gilding fæst. Brögð eru að því að eftir námslok hjá félagsliðum fái fé- lagsmenn okkar ekki samnings- bundnar launahækkanir sem að sjálf- sögðu er hróplegt óréttlæti og er þá stundum vitnað í að löggildingin sé engin. Fagheitið félagsliði var stofnað fyr- ir rúmum áratug til að mæta breytt- um áherslum og viðhorfum í þjónustu við aldraða og fatlaða, þar sem sjálf- stætt líf og sjálfstæði er útgangs- punkturinn. Nám félagsliða er fylli- lega sambærilegt við nám sjúkraliða svo dæmi sé til tekið nema hvað fag- fögin eru félagstengd hjá fé- lagsliðunum en tengd umönnun hjá sjúkraliðum. Félagsliðanámið er 81 einingar framhaldsskólanám í dag- skólanum. Einnig er í smíðum fram- haldsnám fyrir félagsliða og er áætl- að að bjóða það fram á næsta ári. Langtímamarkmið er að gera námið að undanfara háskólanáms. Starf félagsliða felst í að efla sjálf- stæða og félagslega virkni, á heil- brigðis-, félags- og menntunarsviði. Veita stuðning og umönnun þar sem þarfir einstaklingsins eru hafðar að leiðarljósi. Skjólstæðingar félagsliða eru oftast einstaklingar eða hópar sem vegna röskunar á þroska, veikinda, öldr- unar eða áfalla þurfa á stuðningi og þjónustu að halda. Ég sem einstaklingur velti stundum fyrir mér gildum í því samfélagi sem við búum í. Nær alltaf þegar ég tala um starf mitt með fötluðum við fólk almennt þá nefnir fólk mjög oft að því þyki starf sem þetta mjög göfugt og að það hljóti að þurfa sérstaka einstaklinga til að geta unnið þessi störf. Eftir að hafa unnið á annan ára- tug í umönnunarstörfum þá segi ég já. Það þarf sérstakt fólk til að endast í þeim störfum. En alltaf er samt mis- jafn sauður í mörgu fé. Er hægt að læra það í skólum sem til þarf? Já, að hluta til, tel ég að það sé hægt. Mín skoðun er sú að öll menntun sé alltaf til bóta fyrir okkur. Nám vekur okkur til umhugsunar um oft nýja hluti sem við höfum ekki áður velt fyrir okkur. Varðandi vinnu við umönnun á fólki ber að gæta margs til að brjóta ekki mannréttindi á fólki. Rannsóknir hafa t.d. sýnt fram á að „ofbeldi“ viðgengst oft í samskiptum fólks í umönn- unarstörfum og getur verið auðvelt að fela í samskiptum tveggja ein- staklinga og þá bæði andlegt og lík- amlegt. Meðvitund okkar breytist við nám, við verðum meðvitaðri um hugs- anir okkar og gjörðir og eigum auð- veldara að mínu mati með að setja okkur í spor þeirra sem við erum að vinna með. Einnig tel ég að við náum betur að samhæfa okkur í starfi hvert við annað sem störfum saman með því að vera stöðugt að bæta við okkur þekkingu. Fyrir utan það að starfið okkar verður skemmtilegra og minni líkur eru á því að við stöðnum. Aftur á móti erum við sem mannverur mis- jafnlega í stakk búin til þess frá nátt- úrunnar hendi að setja okkur í spor annarra, sýna umhyggjusemi og al- menna hæfni í starfi. Þolinmæði og að sýna hverjum manni alúð eru að mínu mati mikilvægir þættir í umönn- unarstarfinu. Ég fékk eitt sinn at- hyglisverða spurningu frá manni sem starfaði sem arkitekt: Hvernig er metnaði þínum í lífinu fullnægt í starfi þínu með fötluðum? Ég svaraði henni þannig að ég vissi að ég fengi enga medalíu um hálsinn eða neitt klapp á bakið frá neinum nema þeim einstaklingi sem ég væri að vinna með. Hugsaðu þér einstakling sem er algerlega fjötraður? (mín upplifun) í eigin líkama, getur ekki tjáð sig á neinn hátt nema með einföldum tjá- skiptum. Með tímanum ef maður leggur alúð í starfið lærum við að lesa líðan einstaklingsins og finnum leiðir til þess að láta honum líða vel eða að ná að uppfylla þarfir hans og óskir. Bara þetta einstaka bros frá ein- staklingnum eða neisti frá auganu er sú fullnægja sem heldur manni kyrr- um og færir mér að minnsta kosti líð- an sem ekki er hægt að lýsa fyllilega með orðum. Eins og nær allir vita þá skipa kon- ur meirihluta þeirra sem vinna við umönnun fólks og þau störf hafa verið mjög illa metin í launum. Nú hefur þó sá árangur fengist á síðustu árum að nokkur markviss námskeið eru í boði fyrir ófaglært fólk til að mynda stuðningsfulltrúanám og fé- lagsliðanámið sem hafa það að mark- miði að gera fólk hæfara til starfa og um leið að breyta kjörum fólks, því er afar mikilvægt að fá eins og fyrir fé- lagsliðana nú löggildingu á starfs- heitið sem allra fyrst. Ég vona að fé- lagsmálaráðuneytið sjái sér fært sem allra fyrst að verða við beiðni okkar um löggildingu því of margir bíða úti í samfélaginu eftir því að fá menntun sína metna að verðleikum. Löggildingu fyrir félagsliða Eftir Rakel Ólöfu Bergsdóttur » Fagheitið félagsliði var stofnað fyrir rúmum áratug til að mæta breyttum áherslum og viðhorfum í þjónustu við aldraða og fatlaða, þar sem sjálf- stætt líf og sjálfstæði er útgangspunkturinn. Rakel Ólöf Bergsdóttir Höfundur er félagsliði og vinnur sem leiðbeinandi á Vinnustofum Skálatúns.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.