Morgunblaðið - 13.08.2010, Blaðsíða 28

Morgunblaðið - 13.08.2010, Blaðsíða 28
28 Minningar MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 13. ÁGÚST 2010 ✝ Ragnheiður Guð-bjartsdóttir var fædd á Hjarðarfelli í Miklaholtshreppi 15. febrúar 1919. Hún lést á Sjúkrahúsi Akra- ness 7. ágúst 2010. Foreldrar hennar voru Guðbjartur Kristjánsson bóndi og Guðbranda Þorbjörg Guðbrandsdóttir. Systkini Ragnheiðar eru Alexander, bóndi og kennari á Stakk- hamri, Guðbrandur, vigtarmaður í Ólafsvík, Kristján, bóndi í Hólkoti og síðar skrif- stofumaður á Akranesi, Sigríður Elín, húsmóðir í Reykjavík, Þorkell Ágúst, trésmiður á Hjarðarfelli og Hveragerði, Gunnar, bóndi á Hjarðarfelli og form. Stétt- arsambands bænda, Guðbjörg, húsmóðir í Reykjavík. Þau eru öll smið og útfararstjóra. Hans börn eru Sigrún Ingibjörg, m. séra Hreinn Hjartarson (látinn), börn Steinunn, Jóhanna, Hjörtur og Hall- dór Benjamín. Sigurbjörg, m. Hall- grímur Árnason, börn Halldór Benjamín, Harpa, Steinunn og Árni Þór. Ingimar, k. Sigríður Pálína. Guðbjörg, m. Yngvi Hagalínsson, börn Guðbjargar eru Eyrún, Sæ- mundur og Guðrún. Ragnheiður var húsmóðir á Búð- um í Staðarsveit til ársins 1944 og Hvammi í Miklaholtshreppi til árs- ins 1960 en flutti þá til Akraness og hóf störf hjá Pósti og síma og síðar við verslunarstörf. Árið 1971 hóf hún störf sem kirkjuvörður og með- hjálpari við Akraneskirkju og starf- aði við það nær óslitið til 1992. Einn- ig var hún í mörg ár í kirkjukór kirkjunnar og sóknarnefnd og for- maður hennar í nokkur ár. Starfaði í Oddfellow-stúkunni Ásgerði frá 1968 til dauðadags. Meðan hún bjó í Hvammi var hún mjög virk í fé- lagstörfum, svo sem í kvenfélaginu og leikfélagi sveitarinnar ásamt manni sínum Hjálmi. Útför Ragnheiðar fer fram frá Akraneskirkju í dag, föstudaginn 13. ágúst 2010, og hefst kl. 14. látin nema Guðbjörg. Ragnheiður giftist 4. september 1937 Hjálmi Zophoníasi Hjálmssyni bónda, f. 26. júlí 1912, d. 19. mars 1958. Börn Ragnheiðar og Hjálms eru Gunnar, f. 31. des- ember 1939, d. 4. ágúst 1958, Hulda, f. 15. febrúar 1942, m. Freyr Jóhannesson, börn Drífa og Sindri. Hjálmur Geir, f. 18. júní 1949, k. Margrét Jónsdóttir, börn, Andrea Sigrún, Gunnur og Hjálmur Dór. Ásgerður, f. 21. sept. 1952,fyrri maður hennar Sigurður Þorsteinsson, börn Ragn- heiður, Hjálmur Þorsteinn, Valdís og Bjargey Halla, seinni maður hennar er Reynir Theódórsson. Ragnheiður giftist 4. apríl 1964 Halldóri Benjamín Jörgenssyni, Ragnheiður Guðbjartsdóttir, sem nú hefir kvatt þennan heim, var með- al þeirra fyrstu einstaklinga sem ég kynntist þegar ég kom til þjónustu í Garðaprestakalli á Akranesi um ára- mót 1974-1975. Hún hafði verið ráðin umsjónarmaður kirkjunnar 1971 og því starfi gegndi hún með sína reisn og kærleika til ársloka 1986. Frá 1977 gegndi hún einnig meðhjálparastarf- inu. Hún var kjörin í sóknarnefnd 1976 og 1979 settist hún í formanns- sætið. Öllum störfum sínum við kirkj- una okkar gegndi hún af brennandi áhuga og kærleika til þess hlutverks, sem kirkjan gegndi í vitund hennar, heilagur staður, af Guði blessaður og vígður. Margir ókunnugir, sem í kirkjuna komu, höfðu orð á því að óvíða væri fegurra Guðs hús að finna hér á landi. Fyrst eftir að Ragnheiður fluttist á Akranes gerðist hún félagi í kirkju- kórnum og söng þar um árabil. Eftir að við hófum reglulegt barnastarf í kirkjunni sá hún fyrstu árin um tón- listina og lék á orgelið. Þar sem ann- ars staðar var starf hennar blessun- arríkt. Hún var alltaf reiðubúin að leggja sig fram til þess að svo vel væri úr málum kirkjunnar leyst sem framast var kostur á. En Ragnheiður var ekki ein í um- hyggju sinni fyrir Akraneskirkju. Eiginmaður hennar, Halldór Jörg- ensson, stóð eins og klettur við hlið hennar á meðan hann lifði. Það var umfram allt fyrir verk þeirra hjóna, að hið glæsilega safnaðarheimili „Vinaminni“ leit dagsins ljós og var vígt á 90 ára afmæli kirkunnar árið 1986. Halldór hafði umsjón með verk- inu og það var síst of djúpt tekið í ár- inni, þegar Ragnheiður sagði: „Öll umsjón hans einkenndist af hagsýni, brennandi áhuga og einlægum kær- leika til kirkjunnar.“ Sá dagur, vígsludagurinn, varð Ragnheiði svo sannarlega „helgaður af himinsins náð.“ Ragnheiður Guðbjartsdóttir var falleg kona, viljasterk, hjartahlý, hjálpfús og góð. Hún var sannur vin- ur vina sinna, vildi öllum gott gera og hvers manns vanda leysa. Hún var þeirrar gerðar að í návist hennar leið öllum vel. Það mátti vel um hana og þau hjónin segja: „Þar sem góðir menn fara, þar eru Guðs vegir.“ Síðustu árin átti Ragnheiður mín blessuð við mikla vanheilsu að stríða. En hún fól sig Guði sem hafði leitt hana og blessað á langri ævileið. Hinn 7. þ.m. lagði hún upp í sína hinstu ferð. Persónulega og fyrir hönd kirkj- unnar minnar flyt ég hinum trúa og sívökula þjóni hennar hjartans þökk fyrir liðnu stundirnar og bið börnum hennar og ástvinum öllum blessunar Guðs. Björn Jónsson. Við fráfall Ragnheiðar Guðbjarts- dóttur fyllist hugur okkar systkin- anna frá Sólbakka bæði söknuði og trega. En jafnframt erum við þakklát fyrir ljúfar og góðar minningar um merka konu sem reyndist okkur öll- um afar vel. Við kynntumst Ragnheiði árið 1964 þegar hún og faðir okkar, Halldór Jörgensson, gengu í hjónaband en þá höfðu þau bæði misst fyrri maka sína. Frá fyrstu stundu var augljóst að þar var stórt gæfuspor stigið. Samskipti þeirra einkenndust af ástúð og virð- ingu sem heimilisbragurinn á Sól- bakka endurspeglaði. Hjónin bættu hvort annað upp, hann rólegur, yfir- vegaður og kíminn en hún atorkusöm, áköf og tilfinningarík. Þrátt fyrir að þau væru ólík á ýms- an hátt voru þau samhent, þau lögðu bæði rækt við gömul gildi og höfðu svipuð áhugamál. Söngur, tónlist, áhugi á fólki, ferðalögum, landinu og þjóðmálum var meðal þess sem þau áttu sameiginlegt auk þess að hafa einlægan áhuga á börnum sínum, barnabörnum og fjölskyldunni allri. Ragnheiður og faðir okkar áttu 24 góð ár saman, hún var honum kærleiks- ríkur lífsförunautur og ómetanlegur styrkur í veikindum hans síðustu árin sem hann lifði. Ragnheiður var glæsileg kona, fríð og nett og bar sig vel. Hún var kvik og létt á fæti, lagði metnað sinn í að vera vel til fara og hélt reisn sinni nánast til síðasta dags. Hún var einstaklega smekkvís kona, dugleg í öllum verk- um sínum og myndarleg húsmóðir. Heimilið var fallegt og þar skipuðu bækur, tónlist og frjóar samræður stóran sess. Þar var einnig mikill gestagangur og þangað voru allir boðnir velkomnir bæði ungir og aldn- ir. Ragnheiður tók gestum sínum opnum örmum og veitti af mikilli rausn. Ógleymanlegar verða mót- tökur hennar þar sem fagurlega dúk- uð borð svignuðu ávallt undan ljúf- fengum veitingum. Ragnheiður var bæði greind og hæfileikarík. Hún naut ekki langrar skólagöngu frekar en flestar konur af hennar kynslóð en var vel menntuð í besta skilningi þess orðs. Hún var alin upp á miklu menningarheimili, var vel lesin og vel að sér. Hún fylgdist lengi náið með þjóðmálum, hafði sterkar skoðanir á mönnum og málefnum og tjáði þær umbúðalaust. Hún var á margan hátt frjálslynd í skoðunum, var bæði jafnréttissinnuð og umburð- arlynd gagnvart fjölbreytileika mannlífsins. Ragnheiður hafði áhuga á menningu og listum, naut þess að fara í leikhús og á aðrar listsýningar en ekki síst að hlusta á klassíska tón- list enda hafði hún ágæta hæfileika á því sviði og söng lengi í kór. Í nær hálfa öld hafa leiðir okkar og Ragnheiðar legið saman. Frá fyrstu stundu tók hún okkar stóru fjölskyldu sem sinni eigin, gaf okkur af örlæti allt sem hún mátti og tók þátt í gleði okkar og sorgum af heilum hug. Nú að leiðarlokum þökkum við systkinin af einlægni alla þá tryggð og umhyggju sem Ragnheiður sýndi okkur og fjölskyldum okkar alla tíð. Við sendum börnum hennar og öðr- um ástvinum okkar innilegustu sam- úðarkveðjur og biðjum Guð að styðja þá og styrkja. Blessuð sé minning Ragnheiðar Guðbjartsdóttur. Sigrún Ingibjörg, Sigurbjörg, Ingimar og Guðbjörg. Elsku amma, Ég sendi þér kæra kveðju, nú komin er lífsins nótt. Þig umvefji blessun og bænir, ég bið að þú sofir rótt. Þó svíði sorg mitt hjarta þá sælt er að vita af því þú laus ert úr veikinda viðjum, þín veröld er björt á ný. Ég þakka þau ár sem ég átti þá auðnu að hafa þig hér. Og það er svo margs að minnast, svo margt sem um hug minn fer. Þó þú sért horfinn úr heimi, ég hitti þig ekki um hríð, þín minning er ljós sem lifir og lýsir um ókomna tíð. (Þórunn Sigurðardóttir.) Guð geymi þig, fallega amma mín, þín verður ávallt sárt saknað. Þín Bjargey Halla. Fyrstu minningar mínar um elsku- lega ömmu mína Ragnheiði eru frá Sólbakka á Akranesi, en hún bjó með Halldóri afa mínum í 24 ár eða þar til hann andaðist 1988. Alltaf var til- hlökkunarefni að koma á Sólbakkann. Fagnandi var tekið á móti okkur, amma með opinn faðminn og tilbúin að knúsa hressilega – og þegar inn var komið beið veisluborð þakið heimagerðum veitingum. Fallegt út- sýnið blasti við úr eldhúsglugganum – himinblátt hafið með skip sín sem lögðu að bryggju, en Ragnheiður unni sjónum og var svo lánsöm að búa við hafið eftir að hún flutti frá Sólbakka á fallega heimili sitt á Höfðagrund. Mér er í fersku minni þegar amma leyfði okkur tvíburasystrum að máta háhæluðu skóna sína og ganga í þeim úti á stétt. Við höfum verið á sjöunda ári. Við völdum gjarnan skó með stál- hælum og skældust alsælar á þeim fram og til baka á stéttinni fyrir fram- an húsið með tilheyrandi smellum. En það var einmitt toppurinn og miklu skemmtilegra en að ganga á stofu- teppinu inni. Ég man að amma Ragn- heiður hló að þessum tilþrifum og hafði ekki miklar áhyggjur af því að við skemmdum skóna. Stundum fengum við að fara í kjall- arann – en hann var spennandi æv- intýraheimur fyrir smástelpur. Þar var geymsla og búr, en matur var verkaður í kjallaranum. Framandi lykt lagði að vitunum og var því for- vitnilegt að kíkja í trétunnurnar sem geymdu slátur, síld eða saltað hrossa- kjöt. Einnig var fróðlegt að skoða öll verkfærin á verkstæðinu hans afa sem lyktaði vel af spónum. Þá var auðveldlega hægt að gleyma sér við að rannsaka gamalt dót frá búinu á kjallaragólfinu. Ragnheiður var fögur kona, fíngerð og smávaxin, afar smekkleg í klæða- burði og sérstaklega vel til höfð. Í rauninni stórglæsileg. Röskleiki og lipurð einkenndu fas hennar og jafn- an var stutt í kímnina. Hún var mynd- arleg húsmóðir, búkona mikil og ein- staklega snyrtileg. Þá var hún ákaflega hlýleg með fallegt viðmót. Hún minntist gjarnan æsku sinnar og sagði sögur af fólkinu sínu sem hún unni svo mjög og ljóst er að hún naut ástríkis foreldra sinna og systkina. Ég þakka elskulegri ömmu minni samfylgdina og allar ljúfu stundirnar. Þá er ég þakklát henni fyrir að hafa leitt mig upp að altari er ég gekk í hjónaband fyrir tæpum 20 árum. Við hjónin heimsóttum Ragnheiði fyrir stuttu í einstakri sumarblíðu en þá var lífskraftur hennar tekinn að þverra. Það stirndi á sjóinn og Skag- inn skartaði sínu fegursta – og gott var að kyrra hugann og njóta stund- arinnar með ömmu. Fallegar minningar um elsku Ragnheiði ömmu munu fylgja mér alla tíð. Guð blessi hana og varðveiti. Steinunn Hreinsdóttir. Þegar ég flutti utan til náms kvaddi ég þig, elsku amma, í hinsta sinn vit- andi það að ég myndi ekki hitta þig aftur og þú þakkaðir mér fyrir allt sem við höfðum brallað saman og sagðir að einhvern tíma þyrftu leiðir að skilja. Þegar ég kvaddi þig, fyrir sléttu ári, kvaddi ég ekki bara ynd- islega og góða manneskju heldur kvaddi ég líka ömmu sem hefur reynst mér svo vel. Ég man enn eftir því þegar þú sóttir mig á leikskólann í gamla daga og leyfðir mér að leika hjá þér niðri á Sólbakka, leika mér í fót- bolta í eldhúsinu með doppótta bolt- ann, dunda með mæliskeiðarnar og hveitið, fikta í smíðakompunni hans Halldórs eða þykjast vera heimsins besti prjónari á prjónavélina þína. Ég geymi í hjarta mínu minningar um ótrúlegan dugnaðarfork sem bjó til heimsins besta slátur, heimsins bestu kæfu og magnaða rabarbarasultu. Ég er svo ótrúlega lánsamur að hafa alist upp við þann lúxus að fá reglulega lifrarpylsuna hennar ömmu og ekki síður lánsamur að hafa upplifað það að búa til slátrið með þér, því kem ég aldrei til með að gleyma. Fyrir allar þessar minningar þakka ég þér, elsku amma, vitandi það að þú komir til með að vaka yfir mér og mínum. Það er gott að vita til þess að þú verður nærri okkur með fólkinu sem þú elskar. Hjálmur Dór. Það er stúlkum mikilvægt að eiga sér fyrirmyndir í sterkum konum ekki síst í sinni nánustu fjölskyldu. Ég tel mig hafa verið afar heppna því ég átti eina slíka í ömmu Heiðu. Amma var góð fyrirmynd. Hún var greind, fylgin sér, vel að sér í mál- efnum líðandi stundar, afar virk í fé- lagsstörfum og svo var hún ramm- pólitísk. Þær hafa verið ljúfar stundirnar sem við höfum átt í gegn- um tíðina. Sem stelpu þótti mér alltaf jafn gott að koma á Sólbakka til ömmu Heiðu og afa Halldórs, sitja á bekkn- um góða í eldhúsinu, hlusta á rás eitt og taka þátt í spjalli þeirra eða bara hlusta á það sem fram fór. Sem konu þótti mér ekki síðra að koma til ömmu og eftir að ég flutti frá Akranesi hefur alltaf verið fastur liður að koma við hjá ömmu Heiðu þegar ég átti leið um heimaslóðir. Það var alltaf jafnvel tekið á móti mér og mínum og mörg mál rædd í þaula og hlegið vel milli þess sem málefni líðandi stundar voru krufin. Sá viskubrunnur og í raun hin munnlega geymd sem býr í fólki af kynslóð ömmu er ómetanlegur. Alltaf hefur mér þótt jafn áhugavert og gaman að bergja á brunni viskunnar sem amma geymdi í reynsluheimi sín- um og minningum og hún var óþeyt- andi að miðla til okkar sem yngri vor- um. Ég hef meðal annars tekið ömmu til fyrirmyndar í því að taka virkan þátt í pólitísku starfi með hugsjónir félagshyggju að leiðarljósi. Hún fylgdist með og hvatti mig til dáða þó að ég veldi mér vettvang í öðrum flokki en hún. Hún hélt tryggð við Framsóknarflokkinn og þrátt fyrir tilraunir mínar til að sannfæra hana um að Framsókn dagsins í dag daðr- aði of mikið við frjálshyggju og væri því tímaskekkja fyrir konur sem vilja sjá samfélag byggt á gildum fé- lagshyggju og samvinnu varð henni ekki haggað. Hún viðurkenndi að í stefnunni hefði verið sveigt af leið en það breytti þó engu í kjörklefanum. En þrátt fyrir að amma tryði á Guð og Framsóknarflokkinn en ég á hvorugt vorum við sammála um grunngildin í lífinu og okkur kom vel saman. Allt það sem amma hefur miðlað til mín í gegnum tíðina hefur reynst mér vel. Hún hefur kennt mér að þekkja fortíð míns fólks og þar með mína eigin. Það er ljúfsárt að kveðja. Á sama tíma og það er léttir að tíminn sem heilsuleysi hrjáði hana varði ekki lengur en raun varð er afar erfitt að kveðja þá sem ávallt hafa verið svo samofnir tilveru manns. Minningarn- ar eru margar og góðar og hlýjan sem þeim fylgir sorginni yfirsterkari. Það er kannski öðru fremur söknuður sem fylgir því að kveðja ástvin á tíræð- isaldri. Nærvera sterkrar konu mun ávallt fylgja okkur sem návista feng- um notið. Nú er það okkar kvennanna sem eftir lifum að vera okkar stúlkum sterkar fyrirmyndir og halda þannig minningunni um góða og réttsýna konu lifandi. Við Hallur, Fönn og Dögun þökkum ömmu Heiðu ljúfar stundir. Andrea Hjálmsdóttir. Nú er hún amma látin. Ég kynntist aldrei ömmum mínum því þær létust báðar langt fyrir aldur fram. Þess vegna varð Ragnheiður Guðbjarts- dóttir frá Hjarðarfelli eina konan í lífi mínu sem ég kallaði ömmu. Og hún stóð undir öllum þeim væntingum sem nokkur getur gert til ömmu sinn- ar. Hún kynntist Halldóri afa eftir al- varleg áföll í lífi þeirra beggja. Þau náðu saman í sorginni og styrktu hvort annað þegar þau þurftu mest á huggun að halda. Þau áttu samleið á Sólbakka í meira en 24 ár þegar afi lést rétt rúmlega sjötugur í mars 1988. Á þessum tímamótum minnist ég fjölmargra jólaboða á Sólbakka sem þau héldu fólkinu sínu. Amma var dugnaðarforkur og virk- ur þátttakandi í starfi kirkjunnar á Akranesi. Hún vann óeigingjarnt starf og var ósérhlífin þegar kom að þjónustu við söfnuðinn. Amma var glæsileg kona og alltaf vel til höfð, hún var gjarnan í fallegum kjólum og notaði smekklega skartgripi við ýmis tækifæri. Hún fylgdist vel með tísku- straumum. Til marks um það er mér enn í fersku minni þegar indíánaskór komust í tísku á Íslandi. Þá var ég einungis 16 ára og átti þá ósk heitasta að eignast slíka skó. Það kom því ung- lingnum skemmtilega á óvart þegar amma kom í heimsókn á skónum sem mig hafði dreymt um. Hún heimsótti mig og fjölskyldu mína þegar við vor- um búsett í Svartaskógi í Þýskalandi og hélt upp á áttræðisafmælið með okkur í febrúarmánuði 1999. Þetta var snjóþungur vetur og ég man að amma talaði um að hún hefði aldrei á ævinni séð jafnmikinn snjó. Þó bætti hún við: „Nema kannski þegar ég var lítil stelpa á Hjarðarfelli“. Þetta var afar ánægjuleg vika, ekki síst af því að amma hafði ánægju af því að ferðast og kanna nýjar slóðir. Amma bar hag barnabarnanna fyr- ir brjósti og fylgdist vel með okkur öllum í lífi og starfi, gleði og sorg. Óhætt er að fullyrða að hana hafi ekki oft vantað í fjölskylduboðin. Hún átti myndir af öllum í fjölskyldunni og tal- aði gjarnan um fólkið á myndunum við þá sem komu í heimsókn. Það var aðdáunarvert hvað hún mundi öll nöfn og fæðingardaga þess stóra hóps sem kring um hana var. Ég er ákaf- lega þakklát fyrir öll árin sem við amma áttum samleið og kveð hana með söknuði. Harpa Hallgrímsdóttir, Skálholti. Amma á Sólbakka. Þannig var amma Ragnheiður auðkennd hjá okk- ur systkinum í æsku, ævinlega spyrt við húsið Sólbakka þar sem hún rak fyrirmyndarheimili ásamt seinni eig- inmanni sínum, Halldóri Jörgenssyni. Afa mínum Hjálmi hafði hún séð á eft- ir í gröfina fyrir aldur fram, sama ár og elsti sonur hennar fórst af slysför- Ragnheiður Guðbjartsdóttir

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.