Morgunblaðið - 13.08.2010, Blaðsíða 19

Morgunblaðið - 13.08.2010, Blaðsíða 19
Fréttir 19ERLENT MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 13. ÁGÚST 2010 Reuters Gallalausir? Í Jyllandsposten segir að rannsóknin á bílum Toyota gæti reynst umfangsmesta sýknun bílasögunnar. Karl Blöndal kbl@mbl.is Japanski bílaframleiðandinn Toyota innkallaði fyrr á þessu ári níu millj- ónir bíla. Ástæðan var sú að 58 bílar höfðu lent í slysum, sem talið var að rekja mætti til galla. Nú hefur bandaríska þjóðvegaöryggisráðið, NHTSA, skilað skýrslu með bráða- birgðaniðurstöðum og segir í frétt í Jyllandsposten að það hafi hvorki fundið tæknilega né rafræna galla í einum einasta þessara bíla. Blaðið spyr hvort um sé að ræða umfangs- mesta sýknudóm bílasögunnar. NHTSA rannsakaði alla 58 bíl- ana og niðurstaðan er sú að aðeins í einu tilfelli hafi bensíngjöf fest undir lausri gólfmottu. Sérfræðingar stofnunarinnar fundu í engum bílanna vísbendingar um að bensín- gjöf hefði fest eða færst hægt til baka og þannig valdið slysi. Rúmlega 3.000 kvartanir hafa borist NHTSA frá eigendum Toyota-bifreiða út af skyndilegri hröðun í akstri, sem leitt hafi til að minnsta kosti dauðsfalla. Rannsökuðu svörtu kassana Bílarnir, sem sérfræðingar stofnunarinnar rannsökuðu, voru all- ir búnir með tæki, sem virkar líkt og svarti kassinn í flugvélum og skráir aksturssögu þegar eitthvað gerist, sem gæti orðið til þess að virkja ör- yggisbelgi bíls. Þar er skráður öku- hraði, snúningshraði vélar og hvort notuð hafi verið bensíngjöf eða bremsa. Þá er þyngdaraflið rétt fyrir og í óhappinu mælt. Í skýrslu NHTSA segir að í 35 tilfellum hafi ekki fundist vísbend- ingar um að bremsurnar hafi verið notaðar þrátt fyrir skyndilega hröð- un; það gæti þýtt að ökumaður hafi óvart stigið á bensíngjöfina. Í 14 bíl- um hefði bremsan verið notuð, en of seint til að geta komið í veg fyrir slys. Samkvæmt frétt Jyllandspost- en eru lögfræðingar, sem eiga þús- undir Toyota-eigenda að skjólstæð- ingum, ekki sáttir við þessar niður- stöður. Þeir segja að í mörgum tilfellum hafi skrásetningarkerfið ekki virkjast þar sem óhöppin áttu sér stað á bílastæðum og bílarnir verið á litlum hraða þótt hröðun hafi átt sér stað. Þá tefla lögfræðingarnir fram sérfræðingi, sem segir að skrásetn- ingarkerfið sé háð rafmagnskerfi, sem hafi verið gallað. Því sé ekki hægt að reiða sig á upplýsingarnar, sem skráðar séu í öryggisritann í þeim gerðum Toyota, sem um ræðir. Enn þykir þó of snemmt að full- yrða að mannleg mistök hafi verið ástæðan fyrir tíðum óhöppum bíla frá Toyota, en ekki tæknileg. Sér- fræðingar bandarísku geimvísinda- stofnunarinnar, NASA, eiga eftir að ljúka rannsókn á því hvort rafsegul- truflanir hafi haft áhrif á rafkerfið í bílunum, sem lentu í óhöppunum. Var innköllun níu milljón bíla óþörf?  Rannsókn bandarískrar öryggisstofnunar bendir til að ekki hafi verið galli í bílum Toyota Reuters Í rústunum Íbúi í Mokovoje við þorpið Belomut, sem er 150 km suðaustur af Moskvu, leitar að einhverju nýtilegu í brúnarústum húss síns í gær. Karl Blöndal kbl@mbl.is Dimítrí Medvedev, forseti Rússlands, sagði í gær að árangur hefði náðst í að hemja gróðureldana, sem orðið hafa 50 manns að bana í Rússlandi og lagt heilu þorpin í eyði. Nú er sérstök áhersla lögð á að vernda bæinn Sarov þar sem Rússar gera kjarnorkurann- sóknir sínar. Neyðarástandi hefur verið aflétt á þremur svæðum af sjö þar sem eldarnir hafa geisað. Medvedev sagði einnig að upp- skera yrði fjórðungi minni á þessu ári en búast hefði mátt við vegna hita- bylgjunnar í sumar. Útflutningur á kornmeti hefur verið stöðvaður og uppskerubresturinn er þegar farinn að hafa áhrif á verðlag. Verð á hveiti hefur þrefaldast síðan í maí og óttast er að verð á allt frá brauði til vodka muni brátt hækka. Mikil reiði er í Rússlandi vegna ástandsins og hörð gagnrýni hefur birst á helstu ráðamenn í fjölmiðlum. Þeim er gefið að sök að hugsa meira um ímynd sína en hag almennings. Vladimír Pútín forsætisráðherra setti á sig heyrnartól og settist við stjórnvölinn á flugvél sem sótti vatn í stöðuvatn og sturtaði því yfir elda. Medvedev hélt fund um skaðann af eldunum í stjórnstöð sjóhersins og rak fimm embættismenn á hálfri mín- útu. Þröng sýn ímyndarsmiða „Það eina sem ímyndarverk- fræðingum hans dettur í hug er að setja hann enn einu sinni undir stýrið á flugvél,“ sagði í viðskiptadagblaðinu Vedomosti um flugferð Pútíns. „Þetta er hin þrönga sýn ímyndarsmiða, sem halda að sjónvarpsmynd af Pútín undir stýri sé eilíf allrameinabót við dvínandi fylgi.“ Blaðið Moskovskí Komsomolets, sem allajafna styður dyggilega við stjórnvöld, hefur gagnrýnt þau harð- lega og spyr: „Eiga ráðamenn ekki að sýna hvers megnugt stjórnkerfið er á neyðartímum? Til hvers erum við annars að halda uppi forsetum, for- sætisráðherrum, ráðherrum, ríkis- stjórum, aðstoðarmönnum, herfor- ingjum eða einfaldlega hernum?“ Nú er þess minnst að tíu ár eru frá því að stolt rússneska flotans, kjarnorkukafbáturinn Kúrsk, sökk og 118 manns fórust. Þá þótti Pútín hlaupa á sig þegar hann ákvað að halda áfram í sumarfríi þrátt fyrir slysið. „Fyrir tíu árum töldu gagnrýn- endur Pútíns að ferill hans hefði sokk- ið með Kúrsk. En það er fyrst nú sem stjórnin er að hrynja í hamförum sumarsins,“ sagði í vefritinu Gazet- a.ru. Að þessu sinni fór Pútín ekki í sumarfrí og var fljótari á vettvang. Birtust myndir af honum í rjúkandi rústum þorpsins Verknaja Vereija í Nisní Novgorod. Þar varð hann reyndar einnig fyrir aðkasti íbúa og ef til vill hefur það minnt hann á reiði ættingja þeirra, sem fórust með Kúrsk, þegar hann sneri aftur úr frí- inu sínu fyrir tíu árum. Eldarnir hafa geisað í tvo mánuði og voru ekki teknir alvarlega í upp- hafi. Það gerðist í raun ekki fyrr en áhrifanna fór að verða vart í Moskvu. Sérfræðingar höfðu sagt að í hit- um gætu blossað upp miklir eldar. Um árabil hefur verið rætt að bleyta í þurrum gróðri og mó í kringum Moskvu, en ekki orðið af því vegna kostnaðar, sem metinn var hálfur milljarður evra. Nú er talið að tjónið nemi minnst 40 milljörðum evra og uppskera hafi eyðilagst á tíu milljörð- um hektara vegna elda og hita. „Sérfræðingar spáðu óvenju- heitu sumri í upphafi vors. Þurrkarnir og fordæmalaus hitinn byrjaði sums staðar í upphafi júlí,“ skrifaði blaðið Vedomosti. „Ríkisstjórar og yfirvöld á hverjum stað hefðu átt að undirbúa þéttbýli og fólk á staðnum fyrr undir möguleikann á eldum.“ Rússar reiðir ráðamönnum  Hitnað hefur undir Medvedev og Pútín vegna gróðureldanna í Rússlandi  Stjórnvöld sökuð um aðgerðaleysi  Fjórðungur uppskerunnar talinn ónýtur Reuters Fyrir ímyndina? Vladimír Pútín sturtaði á þriðjudag vatni úr flugvél á gróðurelda og hlaut gagnrýni fyrir að ganga of langt í ímyndaræfingum. Valdatafl í Kreml » Þar sem rússneska stjórn- arskráin kom í veg fyrir að Pútín gæti setið lengur en tvö kjör- tímabil sem forseti kom hann Medvedev fyrir í embættinu 2008. » 2012 verða forsetakosn- ingar á ný og spurningin er hvað Pútín og Medvedev ætla sér. » Rússnesk stjórnvöld eru gagnrýnd fyrir að hafa ekki bol- magn til að bregðast við neyð- arástandinu. Hamfarirnar séu ekki náttúrulegar heldur fé- lagslegar og pólitísk framtíð bæði Pútíns og Medvedevs er í uppnámi. Eyðsla almanna- fjár í djass- vinnustofur, stressengla og ferðir í nátt- úruþjóðgarð og lystiströnd í Blackpool eru meðal þess sem kemur fram þeg- ar nýbirtur listi um útgjöld ráðu- neytis um málefni bæjar- og sveitar- félaga í Bretlandi er skoðaður. Listinn var birtur í því skyni að auka gagnsæi og er sagt frá honum í frétt á vef blaðsins Daily Telegraph í gær. Þar kemur fram að útgjöld ráðuneytisins voru alls 314 milljónir punda. 635 þúsund pund fóru í leigu- bíla og bílastyrki. 16 milljónum punda var varið í markaðsstarf, aug- lýsingar og viðburði og 310 þúsund pundum í veitingar. Eric Pickles, ráðherra um málefni sveitarfélaga, sagði að með því að birta reikningana væri verið að hleypa her endurskoðenda heima í stofu í þá og ljóst að í ráðuneytinu væri mikið svigrúm til að bæta sig. Skattfé í ýmsan óþarfa Breskt ráðuneyti opnar bækurnar Breskt skattfé fer í ýmsan óþarfa. Ron Sveden brá í brún þegar læknar sögðust hafa fundið stór- an, dökkan blett í lunga sem líklega væri æxli. Sveden er 75 ára og er með lungna- þembu. Vefjasýni sýndi að ekkert væri að óttast. Hinn dularfulli blettur reynd- ist vera baun, sem hafði spírað í lunganu og var orðin einn og hálfur sentimetri á lengd. Baunaspíran var fjarlægð án vandkvæða og ekkert amar að sjúklingnum. „Það sem ég borðaði hlýtur að hafa farið vitlaus- um megin niður,“ sagði Sveden, sem býr á Þorskhöfða í Massachusetts, í samtali við Boston Globe. Læknar sögðu að algengt væri að matur rataði í lungu, en á óvart kæmi að baun gæti spírað við þær aðstæður, sem þar væru. Lungað var gróðursælt Ron Sveden þurfti ekki að óttast baun. Hvað mun innköllunin kosta Toyota? Toyota innkallaði um níu milljónir bíla og kostar 206 milljarða króna að skipta um bremsur í þeim. Hefur framleiðandinn leitað gallans? Toyota hefur rannsakað 4.000 bíla um allan heim og ekki fundið gall- ann, sem kvartað er undan. Spurt&svarað

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.