Morgunblaðið - 13.08.2010, Blaðsíða 36

Morgunblaðið - 13.08.2010, Blaðsíða 36
Matthías Árni Ingimarsson matthiasarni@mbl.is Ef það er eitthvað sem fer vel saman, þá er það dagurinn í dag, föstudag- urinn þrettándi, og hrollvekjur. Þar sem saklaust fólk reynir hvað það get- ur að forða sér undan snaróðum morð- ingjum sem oftar en ekki hafa vinn- inginn og sleppa undan ráðþrota laganna vörðum. Fyrir nærri þrjátíu árum brá Gunnar Hansen sér í gervi Leatherface í myndinni Texas Chain- saw Massacre og til varð einn skelfi- legasti morðingi sem sést hefur á hvíta tjaldinu. Í tilefni dagsins hafði blaðamaður samband við Gunnar og fékk smá innsýn inn frægasta keðju- sagarmorðingja kvikmyndasögunnar og myndina sjálfa sem virðist alltaf vera jafnvinsæl á meðal áhorfenda. Heyrði af hlutverkinu fyrir tilviljun – Hvernig kom það til að þú fékkst hlutverk í myndinni? „Fyrir tilviljun var mér sagt að það væru nokkrir kvikmyndagerðarmenn að leita að manni til að leika morðingja í hryllingsmynd. Það var víst búið að ráða í hlutverkið en sá sem átti að leika var víst fullur á einhverju móteli að fela sig. Þannig að ég hringdi bara í aðstandendur myndarinnar og fékk hlutverkið.“ Hann segir hlutverkið hafa tekið líkamlega á. Unnið var 16 tíma á dag í miklum hita og oft- ast var Gunnar á hlaupum klæddur grímu og vopnaður þungri keðjusög. Gunnar hefur leikið í þó nokkrum hrollvekjum síðan hann tók að sér að leika Leðurfés, en segir að hann hafi aldrei langað að vinna sem leikari í fullu starfi.„Ég hef alltaf haft meiri áhuga á að skrifa. Mér var meira að segja boðið hlutverk í upprunalegu The Hills Have Eyes, en ég hafnaði því tilboði því mig langaði ekk- ert endilega að gera kvikmyndir.“ Fer á hrollvekju- ráðstefnur Ráðstefnur tileink- aðar hrollvekjum eru mjög vinsælar á með- al aðdáenda slíkra mynda vestan hafs og eru fjölmargar haldar ár hvert. Gunnar segist reyna að mæta á fjórar til fimm slíkar á hverju ári.„Það er mjög gaman að sjá hvað fólk hefur ennþá mikinn áhuga á myndinni eftir öll þessi ár.“ Margir tala um persónuna Leð- urfés sem goðsögn þegar kemur að hrollvekjum. En hvernig líst Gunnari á þann stimpil? „Það er alveg frábært hvað myndin og sérstaklega Leðurfés hafa náð langt. Mér datt aldrei í hug að mynd- in ætti eftir að verða svona vinsæl og í rauninni er það enn þá að koma mér á óvart.“ Hann bætir við að fram að fram að Chainsaw hafi hrollvekjur verið frekar kurteislegar gagnvart áhorfendum. Það voru alltaf nokkrar mínútur í þeim þar sem fólkið í saln- um fékk smápásu til að ná andanum. En í Chainsaw var ekkert um slíka, áhorfendum fá það aldrei á tilfinn- inguna að þeir séu öruggir. Í þá daga voru hrollvekjur líka frekar hægar og það var mikið talað, en ekki í Chain- saw, þar var allt á fullu allan tímann. Myndin var líka gagnrýnd á sínum tíma, en mörgum fannst ekki rétt að morðingjanum skyldi ekki refsað í lok myndarinnar. Leikur fórnarlamb Gunnar lék Pétur skipstjóra í mynd Júlíusar Kemp, Reykjavik Whale Watching Massacre sem kom út á síðasta ári. Þar bregður Gunnar sér í nýtt hlutverk og leikur fórn- arlamb frekar en snaróðan morð- ingja. „Það var allt öðruvísi að leika fórnarlamb heldur en morðingja, en ég naut þess að skipta um hlutverk að þessu sinni,“ segir Gunnar. Heill þér, mikla Leðurfés! Hlutverkin „Það var allt öðruvísi að leika fórnarlamb heldur en morðingja, en ég naut þess að skipta um hlutverk að þessu sinni,“ segir Gunnar. Morgunblaðið/Valdís Thor Skipstjórinn Gunnar við tökur á Reykjavik Whale Watching Massacre.  Gunnar Hansen lék einn hryllilegasta morðingja hvíta tjaldsins  Rætt var við hann í tilefni föstudagsins 13.  Undrast enn vinsældir myndarinnar 36 MenningFÓLK MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 13. ÁGÚST 2010  Friðrik gamli Weisshappel hef- ur verið að gera það gott með þvottakaffihúsið sitt í Kaupmanna- höfn eins og alþjóð veit og brátt verður opnað þriðja húsið þeirrar gerðar. Weisshappel skýrir frá því í Fésbókarfærslu að því miður muni það ekki verða opnað á Reykjaviks- gade við Íslandsbryggju. Húsið muni að sönnu verða opnað en óvissa sé í augnablikinu nákvæm- lega hvar. Færsluna skreytir Frið- rik með uppbyggilegum brosköll- um og því ekki ástæða til annars en að vera bjartsýnn. Þriðja þvottakaffi- húsið, en hvar? Fólk Tónlistarhátíðin Gæran verður haldin um helgina á Sauðárkróki og mun fjöldi hljómsveita koma fram á hátíðinni í dag og á morgun, en þetta er í fyrsta sinn sem hátíðin er haldin. Segja aðstandendur hennar að þetta sé jafnframt í fyrsta sinn sem hátíð af þessu tagi er haldin í Skagafirðnum. Tónleikarnir verða haldnir í húsnæði Loð- skinns á Sauðárkróki, í söltunarhluta húsnæð- isins. Þar er eina sútunarverksmiðja landsins og sú eina í Evrópu sem sútar fiskroð. Hugmyndin að Gærunni var upphaflega sú að skapa stökk- pall fyrir skagfirskar og norðlenskar hljóm- sveitir. Fljótlega kom í ljós að mikill áhugi var fyrir hátíðinni og mikil aðsókn í að fá að spila, en meðal þeirra hljómsveita sem stíga á svið eru sex úr Skagafirðinum. Þeir sem stíga á svið í kvöld eru Davíð Jóns, Svavar Knútur, Myrká, ástralski trúbadorinn Jona Byron, Múgsefjun, Biggi Bix, Hoffmann, Erpur/Sesar A og sveiflukóngurinn Geirmundur Valtýsson. Á morgun eru það Gillon, Morning af- ter Youth, Hælsæri, Joe Dúbíus, Fúsaleg Helgi, Binni Rögg, Best fyrir, Dalton, Nóra, Bárujárn, The Vintage, Sing for me Sandra og Bróðir Svartúlfs sem skemmta gestum Gærunnar. Miðaverð er 4000 kr. og innifalið í því er m.a. sýningar á tónlistar-heimildarmyndunum Hand- an Við Sjóinn, The Stars May Be Falling...but the stars look good on you og prufusýning á Wherés the snow, mynd um Airwaves-hátíðinna. matthiasarni@mbl.is Tónlistarhátíðin Gæran haldin í Skagafirðinum Morgunblaðið/Ernir Skagfirðingar Hljómsveitin Bróðir Svartúlfs.  Hljómsveitin Múgsefjun hefur sent frá sér nýtt lag sem ber nafnið Þórðargleði. Þetta er annað lagið sem heyrist af væntanlegri plötu Múgsefjunnar sem kemur út næsta vetur. Af þessu tilefni mun Múgsefj- un halda í stutta tónleikaferð og spila á tvennum tónleikum á Norð- urlandi. Sveitin mun koma fram á tónlistarhátíðinni Gærunni föstu- dagskvöldið 13. ágúst. Því næst mun Múgsefjun halda tónleika á Gamla bauk á Húsavík. Þessari stuttu tónleikatörn Múgsefjunar lýkur svo á nýja tónleikastaðnum Faktorý við Smiðjustíg í Reykjavík. Múgsefjun ræsir sig í gang, nýtt lag og túr  NPR eða National Public Radio sér um að dreifa útvarpsefni 800 stöðva í Bandaríkjunum sem víðast. Upptaka með Jóhanni Jóhanns- syni sem var gerð í Seattle er nú þar í öndvegi, ekki amalegur ár- angur það hjá tónskáldinu. Jóhann Jóhannsson í öndvegi hjá NPR Hrollvekjan Texas Chain- saw Massacre kom út árið 1974. Í henni fer Gunnar hreinlega á kostum sem keðjusagarmorðinginn Leðurfés. Telst myndin klassík er kemur að alvöru hrollvekjum. Nokkuð hefur verið um að reynt hafi ver- ið að gera framhalds- myndir af henni. En engin þeirra hefur komist nærri frumgerðinni. Fjöldamorðið ALVÖRU HROLLVEKJA  Þungarokkssveitin Wistaria fór fyrir Íslands hönd á Wacken, stærstu þungarokkshátíð heims og tók þar þátt í hljómsveitakeppni. Það var finnska sveitin Battle Beast sem fór með sigur af hólmi en sigur Wistaria liggur í því að koma list sinni á framfæri við 3000 þunga- rokkshausa. Draumar geta ræst … Wistaria lék fyrir 3000 manns á Wacken

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.