Morgunblaðið - 20.08.2010, Page 2
2 FréttirINNLENT
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 20. ÁGÚST 2010
Morgunblaðið Hádegismóum 2, 110 Reykjavík. Sími 5691100 Fréttir ritstjorn@mbl.is Fréttastjórar Sunna Ósk Logadóttir, sunna@mbl.is Sigtryggur Sigtryggsson, sisi@mbl.is Viðskipti
vidsk@mbl.is Ívar Páll Jónsson, fréttastjóri, ivarpall@mbl.is Menning menning@mbl.is Umræðan | Bréf til blaðsins | Minningar mbl.is/sendagrein, Arnór Ragnarsson Íþróttir sport@mbl.is
Sigurður Elvar Þórólfsson, seth@mbl.is Víðir Sigurðsson, vs@mbl.is mbl.is netfrett@mbl.is Guðmundur Sv. Hermannsson fréttastjóri gummi@mbl.is Prentun Landsprent ehf.
Gunnlaugur Jónasson sló innlent hraðamet í
tímakeppni á götuhjólum í gærkvöldi þegar
hann hjólaði 20 km leið á Krýsuvíkurvegi á 27
mínútum og 8 sekúndum. Meðalhraði hans var
rúmlega 44 km á klst. Þar með varð Gunnlaugur
Íslandsmeistari í greininni en Ásdís Kristjáns-
dóttir varð Íslandsmeistari kvenna á 34:50. Vax-
andi áhugi er á götuhjólreiðum og hafa verslanir
selt götuhjól í sumar sem aldrei fyrr.
Hraðamet slegið á Krýsuvíkurvegi
Morgunblaðið/Jakob Fannar
Hraði Í tímakeppni eru keppendur ræstir með einnar mínútu millibili. Starfsmaður keppninnar styður við keppendur þar til þeim er hleypt af stað.
Yfirheyrslu yfir Sigurði Einarssyni, fyrrverandi for-
stjóra Kaupþings banka, verður að líkindum haldið áfram
í dag, að sögn Ólafs Þ. Haukssonar, sérstaks saksóknara.
Sigurður vildi lítið tjá sig um yfirheyrsluna eftir að henni
lauk í gær en sagði að vel hefði gengið.
Sigurður mætti til embættis sérstaks saksóknara
klukkan níu í gærmorgun. Hann sagði þá við blaðamenn
að hann hefði komið til skýrslutöku nú þar sem hann
hefði talið þetta rétta tímann. Hann sagðist vera með
hreina samvisku.
Alþjóðalögreglan Interpol lýsti eftir Sigurði í maí
vegna þess að hann sinnti ekki óskum sérstaks saksókn-
ara um að koma til skýrslutöku. Yfirlýsingin hefur verið
fjarlægð af vef Interpol. Ólafur Þ. Hauksson neitar því að
embættið hafi samþykkt skilyrði Sigurðar fyrir því að
hann kæmi til landsins. „Það kemur inn að hann hyggst
koma og þess vegna er ekki tilefni lengur til að handtaka
hann,“ sagði Ólafur. Gestur Jónsson, lögmaður Sigurðar,
vildi ekki tjá sig um málið í gærkvöldi. Ólafur vildi ekki
ræða framgang mála að öðru leyti en því að nú væri fram-
vinda í rannsókninni, sem væri vel.
Sigurður verður líklega
yfirheyrður áfram í dag
Morgunblaðið/Ernir
Mættur Fjöldi blaðamanna beið Sigurðar Einarssonar.
Neitar að hafa samþykkt
skilyrði fyrir mætingu
Manni sem var hafður í haldi eftir yf-
irheyrslu í fyrradag vegna morðmáls-
ins í Hafnarfirði hefur verið sleppt.
Lögreglan segir að allt kapp sé lagt á
að handsama þann sem banaði Hann-
esi Þór Helgasyni.
Friðrik Smári Björgvinsson, yfir-
maður rannsóknardeildar lögregl-
unnar, sagði í samtali við Morgun-
blaðið í gærkvöld að ekkert
fréttnæmt hefði gerst í gær eftir að
manninum var sleppt úr haldi.
Þá komu systur Hannesar fram í
fréttatíma Stöðvar 2 í gærkvöld og
þökkuðu þann samhug sem fjöl-
skyldan hefði fundið fyrir. Báðu þær
þjóðina um aðstoð við að upplýsa mál-
ið og sögðu að allar upplýsingar, sem
tengdust málinu, gætu komið sér vel.
Manninum
sleppt úr
haldi í gær
Systur Hannesar
þakka fyrir samhug
Morgunblaðið/Jakob Fannar
Rannsókn Lögreglan fyrir utan hús
Hannesar Þórs í Hafnarfirði.
Tilkynnt var að eldur væri laus í
kjallara steypuskála álversins í
Straumsvík laust fyrir klukkan 10 í
gærkvöldi og voru slökkviliðsmenn
frá tveimur stöðvum sendir til að
ráða niðurlögum hans. Ekki voru til-
kynnt slys á fólki.
Eldurinn virtist vera staðbundinn
og fremur lítil hætta var talin vera á
að hann breiddist út. Þó gekk
slökkviliði illa að komast að upp-
tökum hans. Slökkvistarf stóð enn
yfir þegar Morgunblaðið fór í prent-
un á tólfta tímanum í gærkvöldi.
Eldur í
kjallara
steypuskála
Morgunblaðið/Eggert
Eldur Reyk lagði frá steypuskála.
FRÍTT Í STRÆTÓ Á
MENNINGARNÓTT
Maður tekur strætó 21. ágúst.
Nánari upplýsingar á strætó.is
Reykjavíkurborg býður
strætó.is
Helgi Bjarnason
helgi@mbl.is
Norðurál getur hafið framkvæmdir
við álver í Helguvík um leið og orku-
málin leysast. Ragnar Guðmunds-
son, forstjóri Norðuráls, segir að taf-
ir við undirbúning virkjana, hvort
sem þær séu af viðskiptalegum eða
pólitískum ástæðum, seinki fram-
kvæmdum við álverið. Þessum
hindrunum verði að ryðja strax úr
vegi.
Tafir á mörgum stöðum
Framkvæmdir við uppbyggingu
álvers Norðuráls í Helguvík hafa taf-
ist vegna þess að ekki hefur tekist að
ljúka undirbúningi virkjana. Ragnar
segir rætt við orkufyrirtækin um at-
riði varðandi orkukaup sem út af
standi en samið var um að HS Orka
og Orkuveita Reykjavíkur útveguðu
orku til álversins. Ragnar segir að
það skapi vandamál að orkufyrir-
tækin hafi ekki getað komið verk-
efnum áfram.
Nefnir hann að ætlunin hafi verið
að leggja rammaáætlun um nýtingu
vatnsafls og jarðvarma fyrir Alþingi
á síðasta þingi. Hann segir að þegar
Norðurál samdi við HS Orku hafi
fyrirtækið verið í meirihlutaeigu
sveitarfélaga. Eignarhald fyrirtæk-
isins hafi verið í uppnámi um árabil
og málið sé ekki endanlega til lykta
leitt. Þá segir hann að HS Orka þurfi
að hafa möguleika til að uppfylla
skuldbindingar um útvegun raforku
sem fyrirtækið tók á sig 2007. Þá
skilst Ragnari að það hafi áhrif á
undirbúning Hverahlíðarvirkjunar
að skipulag sveitarfélagsins Ölfuss
sitji fast í umhverfisráðuneytinu.
Loks nefnir hann að HS Orka hafi
reynt að fá framkvæmdaleyfi fyrir
stækkun Reykjanesvirkjunar í heilt
ár.
Vonast eftir meiri stuðningi
„Við vitum að álverið í Helguvík
hefur mikla þýðingu fyrir landið og
vonum að það fari að fá þann stuðn-
ing sem það þarfnast,“ segir Ragnar.
Hindrunum við orkuöflun
verður að ryðja strax úr vegi
Morgunblaðið/RAX
» Álver í Helguvík skilar rík-
issjóði um milljarði á mánuði.
» Á þriðja þúsund manns fá
vinnu við uppbygginguna og að
minnsta kosti tvö þúsund störf
verða til þegar rekstur þess
hefst.