Morgunblaðið - 20.08.2010, Qupperneq 4
Jónas Margeir Ingólfsson
jonasmargeir@mbl.is
Bruggsmiðjan á Árskógssandi í Eyjafirði er orðin
þekkt fyrir framleiðslu sína á Kalda. Bjórnum var
vel tekið af landanum og hefur bruggsmiðjan því
fært út kvíarnar en nú leggja starfsmenn hennar
lokahönd á nýjustu afurð sína, Stinningskalda.
Stinningskaldi er bjór sem unninn er í samstarfi
við Saga Medica sem er fyrirtæki sem starfar í nátt-
úruvöruiðnaði. Bjórinn er m.a. bruggaður úr hvönn
úr Hrísey í Eyjafirði. Agnes Sigurðardóttir, fram-
kvæmdastjóri bruggsmiðjunar, segir bjórinn spenn-
andi og hvönnina henta vel til bjórframleiðslu.
„Við höfum alltaf haft mikinn áhuga á að brugga
úr einhverjum íslenskum jurtum. Þegar hugmyndin
fæddist að hægt væri að nota hvönn úr Hrísey fannst
okkur það að sjálfsögðu alveg frábært,“ segir Agnes
sem kveður hvönnina merkilega plöntu.
„Hvönnin verður fyrir valinu þar sem hún er ein
þekktasta lækningajurt Íslands. Hún hefur verið
notuð á Íslandi til lækninga frá landnámi eða í ellefu
hundruð ár. Hvönnin er talin mjög góð fyrir alls kon-
ar kvilla,“ segir Agnes en hvönninni bregður víða
fyrir í sögu lands og þjóðar.
„Það er svolítið gaman að segja frá því að þegar
víkingarnir hófu verslunarferðir suður til Evrópu þá
tóku þeir með sér þurrkaðar hvannarætur sem voru
notaðar í vöruskiptum. Hún þótti mikið betri hvönn-
in hér heldur en sú sem óx sunnar. Hún er svo harð-
gerð. Hún var því í raun og veru gjaldmiðill. Það var
margt sem ég vissi ekki um hvönnina fyrr en við hóf-
um þetta samstarf við Saga Medica. T.d. er Hvanna-
dalshnjúkur, hæsti tindur Íslands, nefndur eftir
hvönninni,“ segir Agnes en hvönnin hefur einnig
verið þekkt í gegnum tíðina sem örvandi frygðarlyf
fyrir karlmenn.
„Við notum nafnið Stinningskaldi því það er tengt
veðurfræðinni en hvönnin er mjög góð fyrir karl-
menn líka. Þannig að Stinningskalda nafnið var
geymt fyrir þetta. Ég er ekki að fara að koma með
einhvern ástardrykk, það er ekki málið, en hvönnin
er góð fyrir karlmenn,“ segir Agnes sem bindur von-
ir sínar við að koma drykknum á markað í október.
Hrísey Starfsmaður sker hvönn í Hrísey sem notuð er í nýjustu afurð bruggsmiðjunnar á Árskógssandi, Stinn-
ingskalda, sem á að hafa góð áhrif á karlmenn. Búist er við að drykkurinn komi á markað í október.
Hríseyjarhvönn í öl
Bruggsmiðjan á Árskógssandi hefur framleiðslu á
nýjum bjór, Stinningskalda, sem bruggaður er úr hvönn
4 FréttirINNLENT
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 20. ÁGÚST 2010
„Mér skilst að það hafi orðið minna
úr þeim heldur en von var á, miðað
við hvernig vorið var,“ segir Erling
Ólafsson, skordýrafræðingur hjá
Náttúrufræðistofnun Íslands, að-
spurður hvort mikið hafi verið um
geitunga nú síðla sumars. „Það
kviknuðu svo margir úr dvala í vor,
sérstaklega holugeitungar,“ en holu-
geitungar eru algengastir á Íslandi.
Eflaust eru margir hræddir við
geitunga, allavega lítið hrifnir af
þeim. Vonandi hafa flestir verið
heppnir og sloppið við stungu en þó
hafa nokkrir orðið svo óheppnir.
„Það er vægast sagt óþægilegt að
vera stunginn,“ segir Erling. „Menn
sem telja sig hafa verið stungna,
hafa ekki verið stungnir. Maður veit
af því.“
Erling segir að séu menn stungnir
festist oddurinn yfirleitt ekki inni í
húðinni. Geitungurinn er þannig
gerður að hann á að geta beitt odd-
inum oft. „Þeir eru ekkert að fórna
sér með því að stinga. Stundum
stingur sá hinn sami geitungur oft
og mörgum sinnum áður en maður
nær tökum á honum, sérstaklega ef
hann fer innan klæða,“ segir Erling.
„Þeir geta verið eins og hæggeng
handsnúin saumavél áður en maður
nær að kreista þá.“
Erling segir að á þessum tíma séu
geitungarnir með einhverja lausung
í sér og setjist mikið á fólk. „Þeir eru
alltaf leitandi að nammi og eiga það
til að stinga fólk af engri ástæðu, þó
að menn geri ekkert til að áreita þá
eiga þeir það til.“ Því ber að hafa
hugfast að varast geitungana það
sem eftir er sumars.
gunnthorunn@mbl.is
Morgunblaðið/Þorkell
Geitungabú
Færri
geitungar
í sumar
Eiga það til stinga
að ástæðulausu
Umhverfis- og samgönguráð Reykja-
víkur hefur samþykkt þá tillögu að
gera umferðarljós við fjölfarin gatna-
mót líflegri. Karl Sigurðsson, borg-
arfulltrúi, bar tillöguna fram en hug-
myndin er upphaflega frá Akureyri
þar sem umferðarljósum var breytt í
rauð hjörtu á hátíðinni „Ein með
öllu“.
„Þetta er aðallega upp á stemningu
og til að lífga aðeins upp á umhverfið
okkar,“ sagði Karl. „Gera það
skemmtilegra að ganga í bænum,“ en
tillagan er nú í undirbúningi hjá um-
hverfis- og samgöngusviði. Karli datt
í hug að setja grænan broskarl en
vildi þó ekki rauðan fýlukarl. „Helst
ekki fýlukarl, frekar strik,“ sagði
hann.
Gísli Marteinn Baldursson lagði
fram tillögu á fundinum um að Lækj-
argata yrði gerð að rólegri og fallegri
borgargötu, þar sem mismunandi
samgöngumátar ættu sameiginlegt
rými. Plöntur yrðu gróðursettar og
yfirborði götunnar breytt. Tillögunni
var frestað, m.a. vegna þess að gögn
vantaði. „Mér finnst þetta frábær til-
laga hjá Gísla, mig langar endilega að
skoða þetta betur,“ sagði Karl.
gunnthorunn@mbl.is
Grænn bros-
karl og rautt
strik í ljósin
Umferðarljós Gæti verið fín breyt-
ing í skammdeginu.
Borgarráð
Reykjavíkur
samþykkti í gær-
morgun einróma
tillögu Hönnu
Birnu Kristjáns-
dóttur, forseta
borgarstjórnar,
um aukna sam-
vinnu og samráð
borgarfulltrúa.
Samþykkt var
að sameiginlegir vinnufundir allra
borgarfulltrúa yrðu að föstum lið í
starfsáætlun borgarstjórnar
Reykjavíkur. Fundirnir skulu að
jafnaði haldnir mánaðarlega og
eiga að auka samstarf borgar-
stjórnar allrar um stefnumótun og
brýn verkefni borgarbúa. Forsætis-
nefnd boðar til fundanna og undir-
býr dagskrá í samstarfi við borgar-
stjóra. Fyrsti vinnufundurinn
verður í byrjun september.
Borgarfulltrúar sam-
an á vinnufundum
Hanna Birna
Kristjánsdóttir
Með breyttu hugarfari getur þú öðlast
það líf sem þú óskar þér.
NLP er notað af fólki um allan heim sem
hefur náð frábærum árangri í lífinu.
NLP er öflugasta sjálfstyrkingarnámskeið
sem völ er á.
Námskeið í NLP tækni verður haldið
24. - 26.sept. og 1. - 3.okt. 2010
www.ckari.com; Mail: rosamatt@gmail.com; Sími: 894-2992
NLP Practitioner
„Hugurinn ber þig alla leið“
- Er sjálfstraustið í ólagi?
- Viltu betri líðan?
- Skilja þig fáir?
- Viltu vinna bug á einhverju í fari þínu?
- Gengur öðrum betur í lífinu en þér?
- Gengur illa að klára verkefni?
- Er erfitt að höndla gagnrýni?
© cKari.com
Kári Eyþórsson MPNLP
Önundur Páll Ragnarsson
onundur@mbl.is
„Nú er að fara á fulla ferð aðlög-
unarferli að Evrópusambandinu og
ýmis aðlögunarverkefni sem einstök
ráðuneyti þurfa að taka þátt í,“ segir
Ásmundur Einar Daðason, þing-
maður Vinstri grænna.
Á þingflokksfundi hjá VG í
fyrradag var dreift yfirliti yfir helstu
verkefni sem þarf að taka þátt í á
vegum ESB, vegna þessarar aðlög-
unar. Þar er stjórnvöldum uppálagt,
að sögn Ásmundar, að taka þátt í
kynningaráætlun og kynnisferðum
til Brussel og tryggja upplýsta um-
ræðu um ESB. Í yfirlitinu er því
einnig lýst að innleiða þurfi ný lög og
reglugerðir, breyta stofnanaverkinu
og undirbúa landbúnaðinn fyrir
breytt kerfi.
Byrja þurfi að
setja upp nýja
stofnun, greiðslu-
stofnun, í þeim
tilgangi.
Þetta segir
Ásmundur Einar
óræka sönnun
þess að aðild-
arviðræðurnar
svokölluðu séu í
raun aðlögunarferli. „Ég held að
þetta hljóti að kalla á að málið verði
tekið til grundvallarendurskoðunar
á vettvangi, ekki bara allra þing-
nefnda heldur Alþingis í heild. Því
það sem kynnt var sem aðild-
arviðræður er það ekki lengur.“
Hann spyr sig hvar lýðræðið sé
fólgið í því að taka upp nýjar stofn-
anir og breyta stjórnsýslunni áður
en þjóðin hefur sagt sinn hug. „Þeg-
ar við erum að tala um að setja í
þetta ferli hátt í milljarð á næsta ári
hljótum við að spyrja hvort þeim
fjármunum sé ekki betur varið til
heilbrigðis-, mennta- og velferð-
armála.
Og Ásmundur Einar kveðst að-
spurður ekki geta stutt fjárlaga-
frumvarp sem geri ráð fyrir kostnaði
í aðlögunarferlið að ESB, á sama
tíma og skorið sé niður til velferð-
armála. „Ég mun ekki fella mig við
að við séum í þessu aðlögunarferli
við Evrópusambandið og séum að
eyða í það hundruðum milljóna og
milljörðum á sama tíma og skorið er
niður í velferðarkerfinu. Ég mun
ekki styðja slíkt. Við þau orð stend
ég,“ segir hann.
Ný staða í ESB-málinu með
„aðlögun“ í stað umsóknar
Ásmundur Einar
Daðason