Morgunblaðið - 20.08.2010, Page 6
Morgunblaðið/Helgi Bjarnason
Þrot Framleiðslan heldur áfram.
Jónas Margeir Ingólfsson
jonasmargeir@mbl.is
Með úrskurði Héraðsdóms Suður-
lands, sem kveðinn var upp 30. júlí,
hefur bú Ölvisholts Brugghúss ehf.
verið tekið til gjaldþrotaskipta.
Brugghúsið í Ölvisholti framleiðir
m.a. Skjálfta, Freyju, Lava og Móra
ásamt öðrum árstíðabundnum teg-
undum.
Christiane L. Bahner, skiptastjóri
búsins, segir í samtali við Morgun-
blaðið að ákvörðun hafi verið tekin
um að tryggja áframhaldandi rekst-
ur ölgerðarinnar. „Það var ákveðið
með stærstu kröfuhöfum strax í síð-
ustu viku að rekstri yrði haldið
áfram til að missa ekki viðskipti. Það
er bjór til á lager, það er bjór til á
tönkum og líka til að missa ekki við-
skiptavildina niður.“
Brugghúsið er nú rekið á nýrri
kennitölu enda reksturinn þess eðlis
að ekki er mögulegt að loka ölgerð-
inni tímabundið. Jólaöl brugghúss-
ins er í framleiðslu en fyrirtækið hef-
ur einnig gert samning við
áfengisverslun sænska ríkisins um
sölu á fimmtán þúsund flöskum af
Skjálfta.
Ölvisholt tekið til
gjaldþrotaskipta
Bruggar vinsælar bjórtegundir
6 FréttirINNLENT
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 20. ÁGÚST 2010
Oddur Benediktsson,
prófessor emeritus,
lést þriðjudaginn 17.
ágúst sl., 73 ára að
aldri. Oddur var fædd-
ur í Reykjavík 5. júní
1937. Hann lauk stúd-
entsprófi frá Mennta-
skólanum í Reykjavík
árið 1956 og hélt að svo
búnu vestur um haf til
frekara náms við
Rensselaer Polytec-
hnic Institute (RPI) í
Troy í New York.
Hann lauk BME-
gráðu í vélaverkfræði og stærðfræði
árið 1960, meistaragráðu í stærð-
fræði 1961 og loks doktorsgráðu í
hagnýtri stærðfræði 1965. Oddur
vann sem sérfræðingur við Reikni-
stofnun Háskóla Íslands frá 1964-
1969. Þaðan lá leið hans til IBM á Ís-
landi þar sem hann starfaði og sat í
stjórn frá 1969-72. Árið 1973 hóf
hann störf sem dósent við stærð-
fræðiskor HÍ og hann var prófessor
við tölvunarfræðiskor
frá 1982-2007. Oddur
var heiðursgestapró-
fessor hjá Middlesex
University. Hann var
skorarformaður í tölv-
unarfræði við HÍ í fjöl-
mörg ár og var áður
formaður stærð-
fræðiskorar, auk þess
sem hann var varafor-
seti raunvísindadeildar
HÍ frá 1995-97. Oddur
var valinn tölvumaður
ársins hjá PC World
árið 1996 og Félag tölv-
unarfræðinga gerði Odd að fyrsta
heiðursfélaga sínum árið 1997 í við-
urkenningarskyni fyrir brautryðj-
andastarf hans. Oddur var hug-
sjónamaður og lét víða til sín taka í
þjóðfélagsumræðu, t.d. á sviði um-
hverfisverndar, persónuverndar og
friðarmála. Hann var stofnandi og
formaður Krabbameinsfélagsins
Framfarar. Eftirlifandi eiginkona
hans er Hólmfríður R. Árnadóttir.
Andlát
Oddur Benediktsson
Kristján Jónsson
kjon@mbl.is
Kirkjuráð átti á þriðjudag fund með Guðrúnu
Ebbu Ólafsdóttur, dóttur Ólafs heitins Skúlason-
ar biskups, þar sem hún rakti samskipti sín við
föður sinn. Ólafur, sem lést fyrir tveim árum, var
biskup Íslands frá 1989 til 1997. Eftir samtal sem
Karl Sigurbjörnsson biskup átti við Guðrúnu
Ebbu í fyrra bað hann öll fórnarlömb siðferð-
isafbrota af hálfu kirkjunnar manna opinberlega
afsökunar.
Séra Kristján Björnsson, sem á sæti í Kirkju-
ráði, segir að þjóðkirkjan standi ávallt með ein-
staklingum og samtökum sem vinni gegn kynferð-
islegu ofbeldi. Öll þöggun í þessum efnum sé slæm
og því heppilegast að segja frá því sem fram fór á
fundinum með Guðrúnu Ebbu.
„Hún bað um fund til að segja okkur frá sam-
skiptum sínum við föður sinn, sagðist vilja sýna
okkur hvað mann hann hefði haft að geyma, eins
og hún orðaði það,“ segir Kristján. „Hún ákvað
sjálf hversu ítarlega hún segði frá þessari reynslu
sinni, hvernig hún hefði verið misnotuð af föður
sínum í nokkuð langan tíma. Hún lýsti því hvernig
hún hefði brugðist við, hvar hún hefði fengið að-
stoð og frá starfi sínu með Stígamótum og í félag-
inu Blátt áfram.
Hún sagði svo sem ekkert frá þessu í smáat-
riðum og ég sá ekki ástæðu til að spyrja nánar. En
þetta var ekki bara einhver snerting heldur alvar-
leg kynferðisbrot í mörg ár þegar hún var barn og
unglingur. Þannig voru æskuár hennar og þetta
voru þær heimilisaðstæður sem hún ólst upp við.“
Töldu ekki þörf á að
spyrja Guðrúnu Ebbu frekar
Ráðið hefði ekki talið þörf á að spyrja Guð-
rúnu frekar enda hefði frásögn hennar verið skýr
og skilmerkileg. Hún hefði verið spurð hvort hún
vildi sjálf spyrja Kirkjuráð einhverra spurninga
en svo hefði ekki verið.
Guðrún Ebba fór fram á formlegan fund með
ráðinu í bréfi sem hún sendi í mars í fyrra, að sögn
Kristjáns. En af ýmsum ástæðum, m. a. vegna
sumarleyfa, dróst að hún hitti Kirkjuráð sem að
jafnaði fundar einu sinni í mánuði.
Ásakanir Sigrúnar Pálínu Ingvarsdóttur á
hendur Ólafi um kynferðislega áreitni komu fram
um það leyti er Ólafur var að hætta fyrir röskum
áratug. En kirkjan réð að sögn Kristjáns ekki yfir
neinum stofnunum þá til að aðhafast í málinu.
Aldrei hefðu komið upp mál af þessu tagi fyrr og
engar reglur til.
-Væri ef til vill best fyrir kirkjuna sjálfa að
láta nú gera formlega rannsókn á málinu þótt
Ólafur sé látinn?
„Mál Guðrúnar sýnir mikinn sársauka og
neyð og það er sjálfsagt að ræða það hvort fólki
finnist nóg að við tökum þennan sársauka hennar
nærri okkur. Það er mjög langsótt að rannsókn
myndi skila einhverju núna. En við horfumst í
augu við að það hefur eitthvað gerst og við ætlum
ekki að láta neitt gerast aftur sem sært getur
börn. Þetta var hennar frásögn en Kirkjuráð er
ekki rannsóknaraðili og getur ekki fullyrt að Ólaf-
ur hafi verið sekur.
Það sem er staðreynd er að hún kemur fram
með frásögn sína, í henni er mikill sársauki, mikil
kvöl og aðstæður voru óviðunandi fyrir hana þeg-
ar hún var að alast upp. Þessum sársauka lýsir
hún og það er staðreynd í sjálfu sér. Við getum því
ekki gert annað en þakkað henni fyrir að trúa
okkur fyrir þessu.“
Galli að engin kæra
skyldi vera borin fram
Nokkrar konur sögðu frá kynferðisáreitni af
hálfu Ólafs. Er orðið ljóst að fótur var fyrir þessu?
„Ég held að allir hljóti að sjá það. Það er mik-
ill galli að engin kæra skyldi vera borin fram, eng-
in rannsókn gerð þegar Sigrún Pálína bar fram
sínar ásakanir. En það var ekkert í reglum kirkj-
unnar sem gerði henni fært að fara inn í þessi mál.
Það höfum við verið að laga, við settum
starfsreglur um meðferð kirkjunnar á kynferð-
isbrotamálum árið 1998, nokkru eftir að þessar
ásakanir komu fram og Ólafur var að hætta. Það
var enginn að draga lappirnar eftir að mál Pálínu
var komið fram.“
Lýsti alvarlegum brotum
Talsmaður Kirkjuráðs
telur best að frásögn
Guðrúnar Ebbu Ólafs-
dóttur birtist í fjölmiðlum
Morgunblaðið/Eggert
Kirkjuhúsið Fundur Kirkjuráðs með Guðrúnu
Ebbu Ólafsdóttur fór fram á þriðjudag.
Ferðamönnum fjölgar jafnt og
þétt í Reykjavík og að jafnaði eru
þeir aldrei fleiri en á sumrin. Þeir
koma víðs vegar að og tilgangur
heimsóknanna er auðvitað misjafn
eftir mönnum. Sumir vilja til
dæmis upplifa það að spila golf í
dagsbirtu á nóttunni og aðrir telja
sig gera góð kaup í verslunum
höfuðborgarinnar að degi til, burt-
séð frá birtu utanhúss. Á þessum
tíma árs geta allir notið sólarlags-
ins á skikkanlegum tíma og oft má
sjá fjölda fólks vestur á Granda
virða fyrir sér náttúrumyndirnar
og mynda sólsetrið í allri sinni
dýrð.
Sólsetrið í höfuðborginni vekur athygli erlendra ferðamanna
Sólarlagið
myndað
vestur í bæ
Morgunblaðið/Eggert
Ólafur Ragnar Grímsson, forseti Ís-
lands, kannast ekki við að hafa haft
samband við Björgólf Thor Björg-
ólfsson í byrjun október 2008 og
hvatt hann til að koma til Íslands
vegna ástandsins sem þá ríkti. Fram
kemur á vef Björgólfs Thors að for-
setinn hafi hvatt til þessa.
Björgólfur opnaði í gær vef með
ýmsum upplýsingum um viðskipti
sín, btb.is. Þar er meðal annars birt
skýrsla sem Björn Jón Bragason
sagnfræðingur gerði á síðasta ári, að
frumkvæði Björgólfs Guðmunds-
sonar, um aðdraganda hruns Lands-
bankans haustið 2008. Í skýrslunni
er sagt að föstudaginn 3. október
hafi Björgólfur Thor fengið símtöl
frá fjölmörgum áhrifamönnum á Ís-
landi sem hvöttu hann til að koma
aftur út til Íslands, þar sem ástandið
væri erfitt. Þar á meðal hafi Ólafur
Ragnar Grímsson, forseti lýðveld-
isins, haft samband og brýnt fyrir
Björgólfi að halda heim – það væri
„mjög gott“ að hann kæmi. Björg-
ólfur Thor er gefinn upp sem heim-
ildarmaður fyrir þessu.
Engar heimildir fyrir samtölum
Ólafur Ragnar kannast ekki við að
hafa hringt í Björgólf Thor eða aðra
í þessum erindagjörðum og telur
upplýsingarnar rangar. „Ég kannaði
heimildir sem ég hef undir höndum
og sé ekkert um samtöl við Björgólf
Thor þessa daga,“ segir Ólafur
Ragnar.
MMeira á mbl.is
Morgunblaðið/Kristinn
Úti Björgólfur Thor Björgólfsson
við starfsaðstöðu sína í London.
Hringdi
ekki til
Björgólfs
Björgólfur Thor var
beðinn að koma heim
Sigríður Björnsdóttir, dýralæknir
hjá Matvælastofnun, segir að hross
hafi ekki myndað gott ónæmi gegn
hrossapestinni, sem hrjáð hefur flest
hross landsmanna frá því í vor, og
því hafi mörg hross smitast á ný.
Erfitt sé að útrýma veikinni en hægt
sé að halda henni í skefjum og lág-
marka tjónið með því að halda veik-
um hrossum frá frískum dýrum.
Á vefsíðu Matvælastofnunar eru
leiðbeiningar um varnir veikra
hrossa. Sýni til nánari stofngrein-
inga hafa verið send til Bretlands og
segir Sigríður að niðurstöður liggi
fyrir innan skamms, en talið er að
sýkin hafi borist úr hrossum í hunda
og ketti og jafnvel í menn.
Morgunblaðið/Ómar
Sótt Flest hross landsins hafa sýkst
og hugsanlega hafa menn smitast.
Rjúfa þarf
smitleiðir