Morgunblaðið - 20.08.2010, Page 9

Morgunblaðið - 20.08.2010, Page 9
Fréttir 9INNLENT MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 20. ÁGÚST 2010 Bæjarlind 6, sími 554 7030 Eddufelli 2, sími 557 1730 www.rita.is SIFFONBOLIR Verð 5.900 kr. Litur: svart, gegnsæir Rýmum fyrir nýjum vörum, vetrayfirhafnir á útsölu, ULLARKÁPUR, ALLRA VEÐRAKÁPUR OG JAKKAR SUMARFATNAÐUR 60-70% AFSLÁTTUR Nýjar vörur streyma inn Skoðið sýnishornin á laxdal.is Hjalti Geir Erlendsson hjaltigeir@mbl.is Niðurstöður mælinga sem Heil- brigðiseftirlit Suðurlands fram- kvæmdi á grunn- og neysluvatni í landi Kárastaða á Þingvöllum sýna verulega saurkólímengun í vatninu. Sumarbústaðaeigendur á svæð- inu þurfa því að sjóða allt neyslu- vatn og sömuleiðis er fólk varað við berjatínslu á svæðinu. Mengunin getur varað allt að því mánuð í grunnvatni. Að sögn sérfræðings heilbrigðiseftirlitsins getur neysla vatnsins valdið slæmum maga- verkjum. Heilbrigðisnefnd Suðurlands fundaði sérstaklega um málið í gær ásamt heilbrigðiseftirliti umdæm- isins. „Niðurstöður mælinga sýna það mikla mengun í drykkjarvatni sum- arbústaða á svæðinu að vatnið er ekki drykkjarhæft og sömuleiðis er yfirborðsvatn á svæðinu mjög mengað,“ segir Birgir Þórðarson, heilbrigðisfulltrúi á umhverfis og mengunarsviði Heilbrigðiseftirlits Suðurlands. Hann segir að áfram verði fylgst með svæðinu. Geta misst starfsleyfið Stafsmenn Holræsa- og stíflu- þjónustu Suðurlands voru síðasta föstudag staðnir að verki við að losa seyruvökva í mosavaxinn kjarrmóa sem liggur innan vatns- verndarsvæðis Þingvallavatns. Fram kom í Morgunblaðinu í gær að sumarbústaðaeigendur á svæðinu hefðui kært atvikið til lög- reglu. Heilbrigðiseftirlitið hefur einnig veitt eiganda stífluþjónust- unnar áminningu. Slík áminning getur verið undanfari þess að fyr- irtækið missi starfsleyfið. Holræsa- og stífluþjónustu Suðurlands var einnig gert að hreinsa upp eftir sig, þar á meðal dæla upp úr tjörn- um á svæðinu. Þar að auki þarf fyrirtækið að greiða fyrir allar rannsóknir heilbrigðiseftirlitsins á vatninu. Herða reglur og eftirlit „Þetta er óafsakanlegt og við lít- um svo á að fyrirtækið geti með engum hætti komið með skýringar sem eru boðlegar eða mark á tak- andi fyrir þessum atburði,“ segir Ólafur Örn Haraldsson, þjóðgarðs- vörður á Þingvöllum. Hann krefst þess að framvegis verði starfsmenn þjóðgarðsins látnir vita þegar tæki af þessu tagi komi inn í þjóðgarð- inn til verkefna á þessu sviði. „Hér eftir munum við standa fyrir auknu eftirliti. Hingað til hef- ur ekki verið talin ástæða fyrir slíku en við munum ekki sætta okkur við að svona lagað gerist aft- ur.“ Seyruber Mengunin hefur ekki aðeins áhrif á neysluvatn heldur er móinn sem seyruvökvinn var losaður í vinsæll til berjatínslu. Til stendur að setja upp merkingar á svæðinu til að vara fólk við umræddri mengun. Tíni ekki ber á mengaða svæðinu  Vatn í landi Kárastaða við Þingvelli er ódrykkjarhæft Páll Magnússon útvarpsstjóri fer hörðum orðum um það sem hann kall- ar „greiðasemi“ Landsbankans við Jón Ásgeir Jóhannesson í viðtali sem birtist í Viðskiptablaðinu í gær. Páll segir Landsbankann, sem þá var kominn í eigu ríkisins, hafa gert Jóni kleift að halda stjórn sinni á fjölmiðlum 365 í kjölfar hruns bankakerfisins í október 2008. Þetta hafi verið gert með því að færa hina eigin- legu fjölmiðla á milli félaga en skilja stórar skuldbindingar eftir, eftir linnulaust tap og gargandi vitlausar fjárfesting- ar árin á undan, svo sem í blaðaútgáfu í Danmörku og Bandaríkjunum, kaupum á prentsmiðju í Bretlandi og rekstri NFS hér á Íslandi.“ Hefði þetta ekki verið gert hefði rekstur þeirra farið rakleitt í þrot. Eignar- hlutur ríkisins í Landsbankanum er í dag um 81%. „Allar þessar tilfæringar voru gerðar með tilstyrk Landsbankans, sem þá var orðinn ríkisbanki, og höfðu tvíþættan tilgang: annars vegar að tryggja eignarhald og yfirráð Jóns Ásgeirs fyrir fjölmiðlunum, en hins vegar koma skuldunum yfir á ein- hverja aðra, þar með talda skattgreið- endur sem voru orðnir eigendur bankans,“ segir Páll. 365 miðlar, sem eiga og reka meðal annars Bylgjuna, Stöð 2 og Fréttablaðið, eru í dag að stærstum hluta í eigu Ingibjargar Pálmadóttur, eiginkonu Jóns Ásgeirs, en hún á ríflega 90% hlut í félaginu. Arion banki tók við keflinu Páll segir Arion banka hafa tekið við í greiðaseminni með því að láta „það viðgangast að svo gott sem allt auglýsingafé stærstu verslanakeðju landsins renni óskipt til 365, þvert á öll viðskiptasjónarmið“. Með þessu hagnist fyrrverandi eigandi, Jón Ás- geir, „á kostnað núverandi eiganda“, Arion banka. Arion banki á nú 95,7 prósenta hlut í Högum í gegnum eignarhaldsfélagið 1998 ehf. Páll bætir því við að Jón Ásgeir hafi látið „bera mikið fé“ á áhrifamikla stjórnmálamenn í Sjálfstæðisflokki og Samfylkingu. Páll segir Jón líklega hafa gert það „til að öðlast einhvers konar tök á þeim og auka líkur á að þeir beittu sér fyrir ákvörðunum sem væru honum í hag. Eignarhald á stærsta fjölmiðlafyrirtæki landsins getur verið enn betri leið til að öðlast slík tök á ístöðulitlum stjórnmála- flokkum og stjórnmálamönnum“. Ágæt samskipti við RÚV Finnur Árnason, forstjóri Haga, kvaðst ekki hafa séð viðtalið í Við- skiptablaðinu. Hann segir samskipti Haga við Ríkisútvarpið hafa verið ágæt í gegnum tíðina og hann voni að svo verði áfram. „Við erum að kaupa auglýsingar af þeim og ég reikna með að við gerum það áfram enda er þetta flottur fjölmiðill,“ sagði Finnur í sam- tali við Morgunblaðið. Hvorki náðist í Höskuld Ólafsson, bankastjóra Arion banka, né Steinþór Pálsson, bankastjóra Landsbankans, við vinnslu fréttarinnar. einarorn@mbl.is Segir Jón hafa fengið óeðlilega fyrirgreiðslu  Útvarpsstjóri gagnrýnir Landsbank- ann og Arion banka í Viðskiptablaðinu Gagnrýnir eignarhald » Páll segir um meinta greiða- semi bankanna við Jón Ásgeir að þannig gangi „banki undir banka hönd við að tryggja einsmannseignarhald á stærsta fjölmiðlafyrirtæki landsins. Af þessu eignarhaldi stafar það sem menn kalla núna því fína nafni lýðræð- ishalli.“ » Á fyrri hluta þessa árs birt- ust 95% sjónvarpsauglýsinga Haga í sjónvarpsstöðvum 365. Páll Magnússon „Reglurnar eru alveg skýrar og þá sérstaklega á þessum stað þar sem mjög strangar reglur gilda um vatnsvernd innan þjóðgarðsins á Þingvöll- um,“ segir Kristín Linda Árna- dóttir, forstjóri Umhverf- isstofnunar. Kristín segir aðeins heimilt að losa seyruvökva á til- teknum urðunarstöðum. Stofnunin líti málið mjög al- varlegum augum. Sérstaklega þar sem um sé að ræða fyr- irtæki með starfsleyfi sem gefi sig út fyrir þessa þjón- ustu. Ekki sé hægt að tala um mistök einstaklings í þessu sambandi. „Í Reykjavík fer til dæmis allt skólp í gegnum hreinsi- stöðvar sem er síðan dælt ákveðið langt út í sjó en þar sem slíkt er ekki fyrir hendi eru gerðar kröfur um þriðja hreinsunarstigið sem fer fram í stórum hreinsi- tönkum áður en urðun fer fram.“ Kristín Linda segir mikilvægt að á svona málum sé tekið bæði hratt og örugglega en slíkt sendi skýr skilaboð út í sam- félagið. Losi aðeins á losunarstöðum UMHVERFISSTOFNUN Kristín Linda Árnadóttir Grunnkort: LMÍ Saurmengun Mörk þjóðgarðar Kárastaðir Þingvallavatn Úlfljótsvatn (Mosfellsbær) (Nesjavallaleið) Almannagjá „Vonandi koma fleiri Færeyingar til meðferðar hér á landi. Það styður okkur í því að halda uppi eðlilegri starfsemi á meðan á kreppunni stendur,“ segir Björn Zoëga, for- stjóri Landspítalans. Samningur sem Landspítalinn hefur gert við heilbrigðisyfirvöld í Færeyjum skapar möguleika til að fleiri sjúk- lingar frá Færeyjum komi hingað til læknismeðferðar. Landspítalinn og færeyska heil- brigðisráðuneytið gerðu ramma- samning um sölu sjúkrahúsþjónustu Landspítala til færeysku sjúkrahús- anna. Samkvæmt honum verður sjúklingum sem Færeyingar þurfa að senda til annarra landa vísað til Landspítala til jafns við önnur nor- ræn háskólasjúkrahús. Jafnframt verður efld samvinna milli landanna með það að markmiði að færeyskum sjúklingum verði í vaxandi mæli beint til Landspítalans. Nokkur hundruð milljónir Tiltölulega fáir færeyskir sjúklingar hafa leitað hingað til lands til þessa enda hafa þeir aðallega verið sendir til Danmerkur og Svíþjóðar. Björn segir enn óljóst hversu margir sjúk- lingar muni koma hingað til lands. Hann vekur athygli á því að Fær- eyingar verja 2,8 milljörðum kr. á ári til meðferðar sjúklinga erlendis. „Við vonumst til að ná meðhöndlun fyrir nokkur hundruð milljónir króna en tíminn verður að leiða það í ljós,“ segir Björn. helgi@mbl.is Fleiri sjúklingar frá Færeyjum  LSH semur við færeysk yfirvöld Morgunblaðið/Ómar Sjúkrahús Landspítali vonast til að fá aukin verkefni frá Færeyjum.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.