Morgunblaðið - 20.08.2010, Side 20
20 Umræðan
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 20. ÁGÚST 2010
Dr. Baldur Þór-
hallsson, Monnet-
prófessor við Háskóla
Íslands, varpar fram
spurningunni: Land-
nám ESB? í Frétta-
blaðinu 18. ágúst sl.
Undir greininni kem-
ur að vísu ekki fram
að Baldur sé Jean
Monnet-prófessor en
sá virðingartitill er til
heiðurs samnefndum „föður“ Evr-
ópusambandsins. Það hefði verið
eðlilegt og heiðarlegt að láta það
fylgja. En látum það vera.
Í grein sinni fer prófessor Bald-
ur fögrum orðum um „fyrirmynd-
arríki“ aðildarsinna að ESB. Hann
tínir til öll þau fallegustu orð sem
prýða má fyrirmyndarríki. Þannig
vill það stuðla að betri kjörum og
velferð íbúa, vinna að umhverfis-
og náttúruvernd, bæta stöðu launa-
fólks, styrkja menn-
ingu og menntun,
stuðla að friði, lýð-
ræði, mannréttindum
og vinna að skilvirkri
og gegnsærri stjórn-
sýslu. Já, í fyrir-
myndarríkinu áttu öll
dýrin í Orwellskum
skógi að vera vinir
eins og íbúum Sov-
étríkjanna sálugu var
talin trú um í áróð-
ursgreinum fræðinga.
Og svo eins og góð-
ur sölumaður gerir þá tekur dr.
Baldur skýrt fram að Evrópusam-
bandið sjálft sé „frekar tregt til að
veita nýjum ríkjum inngöngu“.
Bretar hafi þannig þurft að bíða í
heil 12 ár eftir aðild! Hér minnist
prófessor Baldur ekki á baráttu
Charles de Gaulle, Frakklands-
forseta, sem beitti sér ákveðið gegn
inngöngu Bretlands þar sem hann
taldi að það þýddi eðlisbreytingu til
hins verra á sambandinu. De
Gaulle reyndist hafa rétt fyrir sér
að mínu áliti.
Og þegar dr. Baldur hefur fjallað
um samhug og bræðralag aðildar-
ríkjanna í löngu máli þá eru loka-
orð hans þessi (skáletrun mín):
Þau (þ.e. aðildarríki ESB) hafa
flest hver takmarkaðan áhuga á
inngöngu nýrra ríkja þar sem þau
horfa fyrst og fremst á eigin hags-
muni innan sambandsins.
Skyldi Össur vita af þessu?
„Þau horfa fyrst og
fremst á eigin hagsmuni“
Eftir Jón Baldur
Lorange » Já, í fyrirmyndarrík-
inu áttu öll dýrin í
orwellskum skógi að
vera vinir eins og íbúum
Sovétríkjanna sálugu
var talin trú um í áróð-
ursgreinum fræðinga.
Jón Baldur Lorange
Höfundur er stjórnmálafræðingur
og situr í stjórn Heimssýnar.
V i n n i n g a s k r á
16. útdráttur 19. ágúst 2010
A ð a l v i n n i n g u r
Kr. 2.000.000 kr. 4.000.000 (tvöfaldur)
4 5 3 2 8
V i n n i n g u r
Kr. 100.000 Kr. 200.000 (tvöfaldur)
1 8 6 5 1 3 3 2 2 6 4 4 5 0 2 7 9 2 9 6
V i n n i n g u r
Kr. 50.000 Kr. 100.000 (tvöfaldur)
2860 10275 40666 46152 55666 68454
5841 40095 43384 50915 59442 79379
V i n n i n g u r
Kr. 15.000 Kr. 30.000 (tvöfaldur)
2 4 6 2 1 6 6 5 3 2 3 5 4 1 3 5 7 9 6 4 2 6 4 8 5 0 7 8 7 6 5 1 1 9 7 0 5 7 3
2 9 3 8 1 6 6 8 6 2 5 1 5 3 3 7 8 5 1 4 2 9 2 5 5 0 8 3 5 6 5 2 5 0 7 0 8 7 0
4 1 0 8 1 7 0 0 5 2 5 2 2 0 3 8 2 2 5 4 4 6 6 7 5 6 2 5 1 6 6 6 4 8 7 1 1 0 1
4 3 4 9 1 7 2 5 3 2 8 9 9 7 3 8 4 4 1 4 5 6 6 4 5 7 0 6 6 6 6 9 3 3 7 2 9 9 3
5 7 5 3 1 7 9 1 3 2 9 4 4 4 3 8 5 8 2 4 5 8 6 0 5 8 3 4 7 6 7 3 8 4 7 4 7 2 1
6 3 0 6 1 8 2 6 0 3 0 7 5 9 3 9 7 6 0 4 7 1 1 3 5 9 0 3 5 6 7 4 7 3 7 6 0 0 5
7 4 0 5 2 0 6 3 1 3 0 9 5 1 3 9 8 1 5 4 7 3 8 8 5 9 3 7 2 6 7 8 0 2 7 6 3 8 9
1 2 3 4 3 2 0 7 7 3 3 2 8 0 3 4 0 2 9 8 4 7 4 4 1 6 0 7 7 2 6 8 1 6 5 7 9 1 6 4
1 3 9 2 9 2 2 0 2 3 3 3 3 7 5 4 1 2 7 8 4 9 7 3 5 6 3 0 7 1 6 8 2 5 0 7 9 2 3 2
1 4 9 4 0 2 3 0 6 2 3 3 8 6 6 4 2 4 9 5 5 0 1 0 6 6 4 6 1 1 6 9 5 9 8 7 9 2 6 1
V i n n i n g u r
Kr. 7.000 Kr. 14.000 (tvöfaldur)
1 8 7 2 7 6 1 9 5 8 8 2 8 8 7 3 3 6 1 9 7 4 5 7 6 8 5 8 9 0 5 6 9 2 5 1
1 5 5 7 7 0 4 1 9 6 3 4 2 8 9 6 5 3 6 7 0 3 4 5 7 8 7 5 9 6 3 4 6 9 6 6 9
2 2 9 9 1 4 4 1 9 9 6 8 2 9 3 1 6 3 7 1 9 6 4 5 9 2 1 5 9 7 1 6 6 9 9 7 4
5 1 0 9 7 0 5 2 0 0 3 4 2 9 5 0 5 3 7 2 8 4 4 7 5 4 8 6 0 3 3 1 7 1 1 0 6
6 3 3 1 0 0 3 1 2 0 9 5 9 2 9 6 4 7 3 7 9 0 0 4 8 1 2 7 6 0 4 4 5 7 1 9 1 7
7 3 3 1 0 1 4 2 2 1 0 2 1 2 9 7 7 4 3 8 0 8 4 4 8 4 0 3 6 1 0 6 5 7 2 0 8 4
1 0 4 7 1 0 4 5 3 2 1 3 8 0 2 9 9 5 8 3 8 4 7 6 4 8 7 5 7 6 2 4 0 4 7 2 1 3 1
1 1 7 1 1 0 6 0 2 2 2 8 0 0 2 9 9 7 9 3 8 9 5 5 4 8 9 7 6 6 2 5 9 3 7 2 4 2 0
1 4 8 0 1 0 8 2 0 2 2 9 2 7 3 0 2 2 9 3 9 7 4 2 4 9 2 2 3 6 2 6 2 6 7 2 7 6 0
1 9 7 6 1 1 1 9 3 2 2 9 9 8 3 0 5 9 3 3 9 8 2 8 4 9 2 9 6 6 3 0 1 6 7 3 8 2 2
2 0 5 9 1 1 4 3 3 2 3 0 7 8 3 0 8 2 8 3 9 8 8 7 4 9 8 1 4 6 3 2 3 6 7 3 9 3 4
2 4 3 3 1 1 4 4 4 2 3 2 8 9 3 0 8 7 0 4 0 3 3 2 5 0 1 2 1 6 3 5 2 7 7 4 3 2 8
2 8 8 9 1 1 6 4 1 2 3 4 5 1 3 1 2 3 8 4 0 3 5 4 5 0 3 9 7 6 3 5 5 5 7 4 7 8 1
2 9 0 8 1 2 0 0 3 2 3 4 6 5 3 1 2 4 4 4 0 4 0 8 5 2 2 1 0 6 3 6 1 2 7 5 1 3 0
3 2 2 9 1 2 9 9 0 2 3 7 9 2 3 1 3 2 1 4 0 4 2 8 5 2 5 2 8 6 4 0 4 8 7 5 5 3 5
3 2 9 6 1 3 2 4 6 2 3 9 7 4 3 1 4 1 8 4 0 4 9 9 5 2 9 8 9 6 4 1 2 3 7 5 5 7 8
3 5 9 7 1 3 3 4 1 2 4 6 0 5 3 1 5 9 3 4 0 9 7 8 5 3 2 4 2 6 4 5 5 4 7 6 7 3 7
3 6 2 3 1 3 7 9 4 2 4 6 3 9 3 1 7 1 0 4 1 8 1 9 5 3 7 7 1 6 5 2 4 6 7 6 9 5 5
3 8 6 4 1 3 8 0 9 2 4 7 4 5 3 2 0 4 8 4 1 8 4 5 5 3 8 4 2 6 5 6 0 3 7 7 4 6 6
4 1 3 5 1 4 5 7 8 2 4 8 3 0 3 2 0 7 4 4 1 9 8 9 5 3 9 8 0 6 5 9 0 9 7 8 0 4 4
4 6 8 5 1 5 9 3 8 2 5 3 0 5 3 2 7 6 4 4 2 3 3 2 5 3 9 9 5 6 5 9 1 0 7 8 0 7 7
4 9 9 7 1 6 6 2 8 2 5 4 3 4 3 2 8 4 4 4 2 7 0 7 5 4 2 7 1 6 6 2 0 7 7 8 1 8 0
5 0 3 4 1 7 8 5 5 2 5 5 7 2 3 2 8 9 7 4 3 1 1 4 5 4 3 7 8 6 6 3 4 6 7 8 5 7 1
5 6 1 8 1 8 1 0 7 2 5 8 2 1 3 3 4 7 0 4 3 2 6 8 5 4 9 2 5 6 7 0 5 6 7 9 1 9 3
6 0 8 8 1 8 5 2 6 2 5 8 2 9 3 4 0 0 2 4 3 6 6 3 5 5 2 4 3 6 7 1 2 5 7 9 2 8 7
6 1 5 3 1 8 7 2 5 2 6 0 7 0 3 4 0 4 3 4 4 2 0 3 5 5 6 0 0 6 7 6 9 8 7 9 5 9 5
6 1 6 8 1 8 8 8 1 2 6 7 4 1 3 4 3 2 1 4 4 4 2 9 5 6 6 9 5 6 7 7 2 1
6 4 7 4 1 8 9 1 9 2 6 9 5 5 3 4 8 2 3 4 4 5 4 8 5 7 2 8 6 6 7 9 9 3
6 7 6 1 1 8 9 4 7 2 7 0 4 5 3 5 0 3 3 4 4 6 2 2 5 7 3 4 8 6 8 5 6 9
7 0 0 4 1 8 9 8 4 2 7 1 8 9 3 5 0 3 8 4 4 9 2 6 5 7 4 3 4 6 9 0 4 6
7 0 2 7 1 9 0 2 7 2 7 5 3 0 3 5 4 2 7 4 5 3 7 2 5 7 9 0 0 6 9 2 2 4
7 1 0 7 1 9 5 2 2 2 8 0 2 9 3 6 0 7 1 4 5 7 0 9 5 8 0 5 0 6 9 2 2 5
Næstu útdrættir fara fram 26. ágúst & 2. sept 2010
Heimasíða á Interneti: www.das.is
Sú neyð sem nú blasir við hjálp-
arsamtökum eins og Barnahjálp
Sameinuðu þjóðanna í Pakistan er
gríðarleg. Samtökin hafa óskað eft-
ir rúmlega 47 milljónum banda-
ríkjadala til að geta staðið að hjálp-
ar- og uppbyggingarstarfi á
svæðinu í þágu barna næstu þrjá
mánuðina. Þrátt fyrir að umfang
neyðarinnar sem blasir við börnum
og fjölskyldum þeirra í Pakistan
fari sívaxandi hefur UNICEF þó
einungis fengið um fimmtung af
þessari nauðsynlegu fjárhæð. Í
þessu sambandi hefur UNICEF
lýst áhyggjum yfir því að skortur á
fjármagni geti sett allt hjálparstarf
í uppnám.
Nú er þörf fyrir að alþjóða-
samfélagið taki höndum saman og
sýni hlýhug sinn til pakistanskra
fjölskyldna í verki. Barnahjálp
Sameinuðu þjóðanna, UNICEF, á
Íslandi hefur af þeim sökum hafið
neyðarsöfnun fyrir börn í Pakistan.
Það er reynsla okkar að ekki stend-
ur á viðbrögðum íslensku þjóð-
arinnar þegar óskað er eftir stuðn-
ingi við fórnarlömb náttúruhamfara
og er það okkar von að þessi söfn-
un verði engin undantekning.
Þörf á tafarlausri aðstoð
Talið er að meira en 15 milljónir
manna hafi orðið illa úti í flóðunum
í Pakistan – þar af er um helming-
urinn börn. Það er mat UNICEF í
Pakistan að um 3,5 milljónir þess-
ara barna þurfi lífsnauðsynlega á
tafarlausri aðstoð að halda þar sem
líf þeirra liggi við. Búist er við að
þeim sem þurfa aðstoð geti fjölgað
töluvert á næstu dögum enda er
enn fjöldi fólks innlyksa á flóða-
svæðunum. Ekki má vanmeta þetta
gríðalega neyðarástand.
UNICEF í Pakistan einbeitir sér
að verkefnum sem miða að því að
tryggja aðgengi að ómenguðu vatni
og hreinlætisaðstöðu ásamt því að
útvega næringu og bólusetningar
handa yngstu börnunum, sjúkra-
gögn og bráðabirgðaskýli. UNI-
CEF hefur flutt á hamfarasvæðin
um 100 tonn af hjálpargögnum, svo
sem segldúkum, stórum tjöldum
sem nota má sem bráðabirgða-
skólastofur og -heilsugæslustöðvar,
sjúkragögn, vatns- og hreinlæt-
isgögn, næringarmáltíðir og sölt til
að hindra uppþornun hjá ungum
börnum. Ein aðalvörugeymsla
UNICEF í landinu skemmdist illa
og því er mikil þörf
fyrir utanaðkomandi
aðstoð í formi hjálp-
argagna.
Á hverjum degi út-
vega samtökin 1,3
milljónum manna
ómegnað vatn en millj-
ónir til viðbótar þurfa á
sömu aðstoð að halda.
Lykillinn að bjargræði
milljóna fórnarlamba
flóðanna er einmitt að-
gangur að heilnæmu
vatni og viðunandi
hreinlætisaðstöðu. Ef
ekki tekst að útvega
vatn til þeirra fjöl-
skyldna sem hvað
verst hafa orðið úti
vegna flóðanna er mik-
il hætta á hraðri út-
breiðslu lífshættulegra
sjúkdóma eins og kól-
eru, blóðkreppusóttar
og niðurgangspesta, þá
sér í lagi meðal barna.
Þarfir barnanna
settar í forgang
Það er eitt af forgangsverkefnum
UNICEF að koma lífi barna á
flóðasvæðunum í Pakistan aftur í
sem eðlilegast horf. UNICEF hefur
komið á fót sérstökum vernd-
arsvæðum fyrir börn í neyð-
arbúðum fyrir fólk sem misst hefur
heimili sín. Á þessum barnvænu
verndarsvæðum geta börnin fundið
til öryggis, átt samskipti sín á milli,
leikið sér og tekist á við áhyggjur
sínar með hjálp þjálfaðs starfsfólks.
Á þessari stundu
stendur UNICEF
vörð um líf og velferð
þeirra milljóna barna
í Pakistan sem þurfa
á hjálp að halda.
UNICEF hefur langa
reynslu af neyðar- og
uppbyggingarstarfi á
flóðasvæðum Pak-
istan og mun starfa
þar á meðan neyðar-
ástandið varir og
löngu eftir að athygli
fjölmiðla beinist ann-
að.
Við viljum koma í
veg fyrir að fleiri
börn týni lífi og veita
þeim, sem hafa misst
svo mikið, vernd og
umönnun. Því hvetj-
um við alla sem hafa
tök á að styrkja
neyðarsöfnunina að
leggja sitt af mörk-
um. Hvert framlag
skiptir máli, hversu
lítið sem það kann að
vera.
Hringdu í síma 908 1000, 908
3000 eða 908 5000 og þá mun sam-
svarandi upphæð dragast af sím-
reikningi þínum. Einnig er hægt að
leggja beint inn á söfnunarreikning
UNICEF fyrir Pakistan 515-26-
102040 / kt. 481203-2950. Nánari
upplýsingar má nálgast á www.uni-
cef.is.
Mannskæð flóð í Pakistan
ógna milljónum barna
Eftir Stefán Inga
Stefánsson
» Sú neyð sem
nú blasir við
hjálparsam-
tökum í Pakistan
er gríðarleg og
hefur UNICEF
á Íslandi hafið
neyðarsöfnun
fyrir börn á
flóðasvæðunum.
Fjölskylda flýr flóðasvæðin í Pakistan.
Höfundur er framkvæmdastjóri
UNICEF á Íslandi.
Stefán Ingi Stefánsson
Að skrifa minningagrein
Ekkert gjald er tekið fyrir birtingu minningagreina.
Þær eru einnig birtar á www.mbl.is/minningar.
Skilafrestur minningagreina er á hádegi tveimur virkum
dögum fyrir útfarardag, en á föstudegi vegna greina til
birtingar á mánudag og þriðjudag.
Fjöldi greina í blaðinu á útfarardag ræðst af stærð blaðsins
hverju sinni en leitast er við að birta allar greinar svo fljótt
sem auðið er. Hámarkslengd minningagreina er 3.000
tölvuslög með bilum. Lengri greinar eru vistaðar á vefnum,
þar sem þær eru öllum opnar.