Morgunblaðið - 20.08.2010, Síða 22
22 Minningar
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 20. ÁGÚST 2010
✝ Guðrún Halldórs-dóttir fæddist í
Vörum í Garði 23.
mars 1918. Hún lést
á Hrafnistu í Kópa-
vogi 14. ágúst sl.
Foreldrar hennar
voru Halldór Þor-
steinsson, skipstjóri
og útvegsbóndi, frá
Melbæ í Leiru, f.
22.2. 1887, d. 3.1.
1980, og Kristjana
Pálína Kristjáns-
dóttir húsfreyja frá
Hellukoti á Vatns-
leysuströnd, f. 2.11. 1885, d. 1.8.
1975. Systkini Guðrúnar eru Þor-
steinn Kristinn, f. 22.2. 1912, d.
19.1. 1990, Vilhjálmur Kristján, f.
5.7. 1913, d. 1.4. 1997, Gísli Jó-
hann, f. 10.7. 1914, d. 20.4. 2001,
Halldóra, f. 27.9. 1915, d. 20.8.
2009, Steinunn, f. 29.10. 1916, d.
29.12. 2001, Elísabet Vilborg, f.
22.5. 1919, d. 4.3. 1998, Kristín, f.
1952, kvæntur Halldóru Konráðs-
dóttur, f. 20.1. 1954. Synir þeirra
eru a) Konráð Davíð, f. 28.2. 1978,
d. 6.3. 2010, eiginkona hans er
Arna Björk Þorkelsdóttir. Þeirra
sonur er Konráð Pétur. b) Tómas
Páll, sambýliskona hans er Edda
Þuríður Hauksdóttir. Þeirra dóttir
er Rakel Elísabet. 3)Sigurður
Steingrímur, f. 10.6. 1958, kona
hans var Þórunn Viðarsdóttir, d.
9.12. 2005. Þau skildu. Börn þeirra
eru Þórarinn Viðar, f. 28.4. 1990,
og Guðrún Halldóra, f. 25.3.1992.
Fyrir hjónaband átti Guðrún son-
inn Helga Pálmar Breiðfjörð, f.
21.5. 1944.
Guðrún ólst upp í foreldra-
húsum í Vörum Garði. Lífsbar-
áttan var hörð á þessum árum og
strax og aldur og geta leyfðu vann
hún ásamt systkinum sínum við út-
gerð föður síns sem gerði út og
átti bátinn Gunnar Hámundarson í
Garði. Síðar vann hún við hin
ýmsu störf bæði í verslunum og
við fiskvinnslu.
Útför Guðrúnar fer fram frá Út-
skálakirkju í dag, 20. ágúst 2010,
og hefst athöfnin kl. 14.
22.11. 1921, búsett í
Reykjavík, Marta
Guðrún, f. 12.2. 1924,
d. 31.3. 2001, Helga,
f. 9.9. 1924, d. 9.9.
1924, Þorsteinn
Nikulás, f. 10.1. 1927,
d. 24.12. 1984, og
Karitas Hallbera, f.
12.9. 1928, búsett í
Garði.
Guðrún giftist 1.1.
1950 Sigurbirni Tóm-
assyni, f. 15.2. 1919,
og bjuggu þau mest-
an sinn búskap á
Skólavegi 3, í Keflavík. Síðastliðin
tuttugu ár bjuggu þau á Sléttuvegi
13, Reykjavík. Foreldrar hans
voru Tómas Steingrímsson, f. 16.2.
1882, d. 29.11. 1971, og Sigríður
Sigurbjörnsdóttir, f. 4.10. 1894, d.
9.4. 1983. Börn Guðrúnar og Sig-
urbjörns eru 1) Sigurður Tómas, f.
10.7. 1950, d. 15.7. 1954, 2)
Þorvaldur Þorsteinn, f. 23.10.
Mig langar með nokkrum orðum
að minnast elskulegrar tengda-
móður minnar sem lést hinn 14.
ágúst síðastliðinn. Það eru 39 ár
síðan ég kom fyrst inn á heimili
Guðrúnar og Sigurbjörns, en þá
hafði ég kynnst Þorvaldi, syni
þeirra. Mér var strax tekið opnum
örmum og fann að þar var ég vel-
komin.
Guðrún, tengdamóðir mín, var
mjög dugleg kona enda af ann-
álaðri ætt dugmikilla manna og
kvenna sem ólust upp í Vörum,
Garði. Guðrún var ein af þrettán
börnum Halldórs og Kristjönu og
komust tólf þeirra á legg. Fjöl-
skyldan var samheldin, lífsbarátt-
an var hörð en hún komst vel af,
enda kappsöm með eindæmum.
Voru systkinin orðlögð fyrir dugn-
að og ósérhlífni. Þau stóðu alla tíð
þétt saman, enda er trygglyndi
fjölskyldunnar og ættrækni mikil.
Þegar fjölskyldan stóra hittist með
öll sín börn og barnabörn var oft
glatt á hjalla en til margra ára
hittist allur hópurinn á jólum, og
oft voru nýir fjölskyldumeðlimir
skírðir við það tækifæri.
Sambandið á milli tengdafor-
eldra minna var afskaplega fallegt.
Á milli þeirra ríkti mikil ást og
gagnkvæm virðing. Þau voru trúuð
og fólu örlög sín í hendur Guði.
Heimili þeirra var þeim til sóma.
Þau höfðu yndi af garðrækt, enda
var garðurinn þeirra á Skólavegi í
Keflavík valinn verðlaunagarður.
Guðrún var dugnaðarforkur, fyrir
utan heimilisstörfin vann hún stór-
an hluta ævi sinnar einnig utan
heimilis, við ýmis störf.
Þótt Guðrún væri heilsuveil síð-
ustu árin kvartaði hún aldrei og lét
ekkert stoppa sig í að hitta fólkið
sitt þegar eitthvað stóð til. Hún lét
sig t.d. ekki muna um að koma síð-
astliðið sumar til okkar Valda í
sumarhúsið okkar í Hálsasveit
enda af Húsafellsætt komin.
Fjölskyldan var henni afar dýr-
mæt og gladdist hún ef vel gekk
hjá börnum og barnabörnum og
þegar langömmubörnin tvö fædd-
ust nýlega var hún ánægð og varð
eitt sólskinsbros, þegar þau komu
til hennar í heimsókn.
Þegar aldurinn færðist yfir Guð-
rúnu sagði hún mér oft frá því er
hún missti son, Sigurð Tómas,
elsta barn þeirra Sigurbjörns, að-
eins fjögurra ára eftir erfið veik-
indi. Augljóst var að hann var
henni mikill harmdauði eins og
nærri má geta og mótaði allt henn-
ar líf. Guðrún bar ekki sorgir sínar
á torg en þegar hún missti svo
elsta barnabarnið sitt sl. vetur
sáum við sem yngri erum hina
sterku konu gráta í fyrsta sinn.
Nú ert þú, Guðrún mín, komin
til Sigurðar Tómasar og Konráðs
Davíðs, foreldra þinna, systkina og
vina sem farin voru á undan þér,
enda trúði Guðrún staðfastlega á
líf að loknu þessu. Til síðasta dags
hélt hún fullri andlegri heilsu,
fylgdist vel með börnum sínum og
afkomendum og ættingjum öllum.
Fráfall hennar bar að með nokkuð
skjótum hætti en kom þó ekki á
óvart.
Þrátt fyrir að við værum að
mörgu leyti ólíkar hefur okkur
aldrei í öll þessi ár orðið sundur-
orða og aldrei hefur skuggi fallið á
vináttu okkar.
Ég kveð Guðrúnu, tengdamóður
mína, með þökk og virðingu.
Góður guð gefi þér, elsku Sig-
urbjörn minn, og sonum þínum
Valda mínum, Sigga og Pálmari
styrk á sorgarstundu.
Halldóra
Konráðsdóttir.
Góðhjörtuð, umhyggjusöm,
ákveðin, Guðrún Halldórsdóttir,
elskuleg amma mín, var allt þetta
og svo miklu, miklu meira. Þau
voru ófá skiptin sem mér var boðið
í kaffi og kökur hjá ömmu og afa.
Maður fékk sér vel á diskinn og
hver kökusneiðin fór upp í munn
og ofan í maga. Engu máli skipti
hversu mikið maður fékk sér alltaf
heyrði maður í ömmu: „Tómas
minn, viltu ekki fá þér meira?“
Mér var boðið meira, ekki einu
sinni heldur tuttugu, þrjátíu sinn-
um í hverju boði. Svona var hún
amma mín, gerði allt fyrir mig sem
hún gat, brosandi en jafnframt
ákveðin.
Þegar ég var yngri fórum við
Darri vinur minn oft til ömmu og
afa, þar sem okkur var boðið upp á
kræsingar og svo var horft á
Nonna og Manna-þættina á mynd-
bandsspólum sem amma hafði tek-
ið upp. Við vinirnir höfum oft rætt
það í seinni tíð hve gaman var hjá
okkur fjórum, mikið hlegið og tek-
ið upp á ýmsu.
Amma Guðrún var yndisleg
kona sem verður sárt saknað. Sjálf
trúði hún því að að þessu lífi loknu
tæki Guð almáttugur okkur í faðm
sinn og að fólk sameinaðist í hans
ríki að veraldlegu lífi loknu. Trúi
ég að svo sé og að við munum hitt-
ast aftur á nýjan leik.
Elsku afi Sigurbjörn, pabbi og
mamma, innilegar samúðarkveðjur
til ykkar.
Einnig sendi ég samúðarkveðjur
til Pálmars, Sigurðar, Þórarins og
Guðrúnar Halldóru.
Hvíl í friði, elsku amma.
Þinn sonasonur,
Tómas Páll Þorvaldsson.
Fyrir tíu árum kynntist ég ung-
um manni, sem seinna varð eig-
inmaður minn, þannig lágu leiðir
okkar Guðrúnar saman, hún var
föðuramma hans Konráðs míns.
Nú eru þau bæði búin að kveðja
þetta líf. Það sem einkenndi Guð-
rúnu var styrkur hennar og
ákveðni. Líkaminn var búinn að
gefa sig en andinn var ekki tilbú-
inn til að kveðja. Hún setti því upp
sparihattinn sinn og mætti tign-
arleg í hjólastólnum að kveðja
ömmudrenginn sinn í mars síðast-
liðnum. Núna er hún farin til fund-
ar við hann og Sigga litla, Sigurð
Tómas, litla drenginn hennar sem
dó. Við Konráð Pétur sonur minn,
langömmustrákur hennar, kveðj-
um Guðrúnu og biðjum hana fyrir
kveðju til okkar manns á himnum.
Einnig biðjum við fyrir styrk
handa Sigurbirni, sem leiddi hana
í gegnum lífið í meira en hálfa öld,
sem og sonum hennar. Hvíldu í
friði, kæra Guðrún.
Þei, þei og ró.
Þögn breiðist yfir allt.
Hnigin er sól í sjó.
Sof þú í blíðri ró.
Við höfum vakað nóg.
Værðar þú njóta skalt.
Þei, þei og ró.
Þögn breiðist yfir allt.
(Jóhann Jónsson.)
Arna.
Guðrún Halldórsdóttir
✝ Sigrún Reim-arsdóttir fæddist
í Keflavík 8. júlí
1950. Hún lést á
Sjúkrahúsi Akureyr-
ar 15. ágúst 2010.
Foreldrar hennar
voru hjónin Reimar
Marteinsson, f. 7.8.
1916, d. 15.10. 1999,
og Jóhanna Gísla-
dóttir, f. 9.8. 1918, d.
16.6. 1972. Systkini
Sigrúnar eru Jón
Edvard (látinn), Ívar,
Guðmunda Kristín,
Þóra, Margrét Friðbjörg, Gísli
(látinn), Guðfinna, Marteinn Óli
og Þórður. Samfeðra Ólöf Bára
(látin).
Sigrún giftist eftirlifandi manni
sínum, Sturlu Valdimar Högna-
syni, f. 27.8. 1949,
þann 13.11. 1971.
Börn þeirra eru: 1)
Högni Sturluson, f.
21.9. 1971, giftur
Örnu Björk Hjör-
leifsdóttur, þau eiga
saman Hjörleif
Svavar, fyrir átti
Arna Magnús Inga.
2) Svanberg Ingi, f.
3.12. 1975. Hann á
soninn Sigbjörn
Helga, barnsmóðir
Ingibjörg Sigbjörns-
dóttir. Svanberg var
giftur Erlu Bjarnadóttur (skilin),
þau eiga Guðrúnu og Írisi Ósk,
fyrir átti Erla Arnar Má.
Útför Sigrúnar fer fram frá
Keflavíkurkirkju í dag, 20. ágúst
2010, og hefst athöfnin kl. 13.
Í dag er borin til grafar Sigrún
Reimarsdóttir en henni kynntist ég
fyrir um 40 árum þegar hún og Stulli
frændi tóku saman.
Ég átti erindi til Reykjavíkur með
pabba og notuðum við tækifærið og
fórum suður til Keflavíkur til að heim-
sækja þau hjónakornin.
Nokkrum árum síðar fluttu þau
vestur í Hnífsdal og byggðu sér hús á
lóðinni fyrir ofan hús foreldra minna
og þá kynntumst við Sigrún betur.
Við bræðurnir aðstoðuðum við að
naglhreinsa o.fl. við húsbygginguna.
Árið 1976 flutti ég með fjölskyldu
minni norður í Eyjafjörð en ég kom
vestur tvo vetur eftir það og fékk þá
inni hjá þeim Sigrúnu og Stulla.
Ég og Sigrún ræddum oft saman
um eitt og annað en þetta voru þau ár
sem ég var að mótast og gat hún frætt
mig um ýmislegt þar sem hún var 10
árum eldri og reyndari en ég.
Í gegnum árin hafa þau hjónin oft
komið norður í heimsókn og við reynt
að líta til þeirra þegar við höfum verið
á ferðinni fyrir sunnan.
Við höfum fylgst með veikindum
Sigrúnar og dáðst að hugrekki henn-
ar og hvernig hún hefur litið á þau
sem verkefni sem þurfti að takast á
við, hún var alltaf jákvæð og bjartsýn.
Hún var ákveðin í að lifa lífinu á
meðan hún gæti það og sló ekki slöku
við, það sýndi hún okkur með síðustu
ferðinni sinni norður.
Við getum lært mikið af hetjum
eins og Sigrúnu, hún hafði til að bera
mikinn lífsvilja, jákvæði og kærleika,
það er gott veganesti í lífinu.
Elsku Sigrún, megi þér vegna vel í
nýjum heimkynnum og ég veit að þú
vakir yfir þeim feðgum og þínu fólki.
Kveðja,
Högni Svanbergsson
og fjölskylda.
Ég trúi á ljós, sem lýsi mér,
á líf og kærleika,
á sigur þess, sem sannast er,
og sættir mannanna.
Á afl sem stendur ætíð vörð
um allt, sem fagurt er,
á Guð á himni, Guð á jörð
og Guð í sjálfum mér.
(Amazing Grace.
Þýð. sr. Pétur Þórarinsson)
Nú hefur Sigrún, kær vinkona mín,
kvatt þetta líf alltof fljótt. Ég minnist
yndislegrar konu með söknuði sem
tók mig upp á sína arma eftir að ég
flutti til Keflavíkur og giftist mann-
inum mínum. Ég þekkti fáa og var
heldur einmana en í gegnum fjöl-
skyldutengsl kynntist ég henni betur
og eignaðist vin í henni og manninum
hennar. Smám saman styrktust vina-
bönd okkar hjónanna tvennra og þeg-
ar Hjörleifur og þau hjónin greindust
öll með krabbamein nánast á sama
tíma árið 2005 þjöppuðumst við öll
betur saman og þau þrjú studdu hvort
annað með ráð og dáð í veikindum sín-
um. Maðurinn minn tapaði baráttunni
síðla árs 2006 en þau héldu áfram
sinni baráttu með miklu æðruleysi og
endalausri bjartsýni sem ég dáðist
ætíð að. Sigrún og Stulli voru afar
samrýmd hjón og það var yndislegt
að fylgjast með því hversu samtaka
og samstillt þau voru.
Vináttan varð sterkari og margt og
mikið var rætt yfir kaffi á góðum
stundum og alltaf var snarað fram fal-
legum, pínulitlum kaffibolla með und-
irskál handa mér því nafna mín áttaði
sig á því að ég drakk lítið kaffi í einu
og ýmist hellti köldu kaffi niður eða
bætti út í það heitu kaffi ef ég var með
stærri bolla eða glas. Þannig leysti
hún það mál og var oft brosað þegar
bollinn var tekinn fram.
Ég er innilega þakklát fyrir þessi
ár sem við áttum samleið og mér
finnst ég svo miklu ríkari eftir að hafa
kynnst henni. Ég og börn mín viljum
votta Stulla, sonum þeirra og öðrum
ástvinum dýpstu samúð okkar og
megi minning hennar lifa sem ljós í
myrkrinu og ylja okkur öllum um
ókomna tíð.
Sigrún og börn.
Sigrún
Reimarsdóttir
✝
Elskuleg móðir, tengdamóðir, amma, langamma og
langalangamma,
SIGRÍÐUR JÓNÍNA HELGADÓTTIR
frá Harðangri,
sem lést á Heilbrigðisstofnun Þingeyinga
miðvikudaginn 11. ágúst, verður jarðsungin frá
Húsavíkurkirkju laugardaginn 21. ágúst kl. 14.00.
Þuríður Hallgrímsdóttir,
Steingrímur Hallgrímsson
og fjölskyldur.
✝
Elskuleg eiginkona, móðir okkar, tengdamóðir,
amma og langamma,
ERLA MAGNÞÓRA MAGNÚSDÓTTIR,
Asparási 12,
Garðabæ,
lést á líknardeild Landspítalans í Kópavogi
þriðjudaginn 17. ágúst.
Hermann Guðjón Hermannsson,
Inga Erna Hermannsdóttir, Samúel Páll Magnússon,
Jón Bjarni Hermannsson, Anna María Valtýsdóttir,
Hermann Hermannsson,
Kristinn Þór Hermannsson, Íris Kristjánsdóttir,
barnabörn og barnabarnabarn.
✝
Ástkær faðir okkar,
STEFÁN BJARNASON,
Sunnuvegi 19,
er látinn.
Útförin fer fram frá Dómkirkjunni miðvikudaginn
25. ágúst kl. 13.00.
Fyrir hönd afkomenda,
Ragnar Stefánsson,
Guðný Snæland,
Elsa Vestmann Stefánsdóttir.