Morgunblaðið - 20.08.2010, Qupperneq 23
Minningar 23
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 20. ÁGÚST 2010
✝ Jón Einarssonvélstjóri fæddist
á Siglufirði 6. janúar
1917. Hann lést á
hjúkrunardeild Dval-
arheimilisins Höfða á
Akranesi 6. ágúst sl.
Foreldrar hans
voru Einar Hall-
dórsson bóndi og sjó-
maður úr Fljótum og
síðar síldarmats-
maður á Siglufirði, f.
í Tungu í Stíflu,
Skag., 30. mars
1853, d. 5. júní 1941,
og k.h. Svanborg Rannveig Bene-
diktsdóttir húsfreyja, f. í Efri-
Skútu á Siglufirði 3. maí 1885, d.
24. ágúst 1946. Alsystkini Jóns
voru: Guðrún, f. 1904, d. 1910,
Benedikt, f. 1906, d. 1980, Guðrún
Solveig Margrét, f. 1907, d. 1910,
Guðmundur Konráð, f. 1909, d.
2002, Eiður, f. 1910, d. 1910, Guð-
brandur Maron, f. 1912, d. 1941,
Guðrún Júlíana, f. 1914, d. 1934,
Óli Martínus, f. 1918, d. 1946,
Zophanía Guðmunda Briem (Góa),
f. 1925, hún er eina eftirlifandi
systkini Jóns. Systkini Jóns sam-
feðra voru: Rósa, f. 1873, d. 1943,
Solveig, f. 1874, d. 1881, Einar, f.
nesi 9. febrúar 1951. 6) Lovísa, f.
4. janúar 1949, m. Gísli Þor-
steinsson, f. 24. sept. 1943. 7)
Ólöf, f. 9. apríl 1950, m. Gylfi Lár-
usson, f. 23. okt. 1946. 8) Einar, f.
7. ágúst 1951, m. Guðrún Kristín
Guðmundsdóttir, f. 4. apríl 1951.
9) Svanborg Rannveig, f. 7. febr-
úar 1953, m. Valdimar Jóhanns-
son, f. 20. mars 1951. 10) Svan-
fríður, f. 28. maí 1955, m.
Kristófer Oliversson, f. 30. júní
1955. Barnabörn Jóns og Önnu
eru 33, barnabarnabörn 51 og
barnabarnabarnabörn sjö.
Jón tók meira mótorvélstjóra-
próf í Reykjavík 1946. Hann hóf
sjómennsku fjórtán ára á síld-
veiðiskipinu Hjalteyrinni 1931.
Hann var vélstjóri við Skeiðsfoss-
virkjun í Fljótum 1946-55, Sem-
entsverksmiðju ríkisins og á fiski-
skipum 1955-66, vann við
byggingu Búrfellsvirkjunar 1966-
71, var vélstjóri hjá Eimskipa-
félagi Íslands hf. og starfsmaður
við verknámsdeild Fjölbrauta-
skóla Vesturlands á Akranesi til
starfsloka. Eftir það var hann
vaktmaður í togurum Akurnes-
inga í landlegum. Jón var hag-
leiksmaður og fékkst við smíði á
skipsmódelum ýmiskonar auk
annars handverks.
Útför Jóns fer fram frá Akra-
neskirkju í dag, 20. ágúst 2010,
og hefst athöfnin kl. 14.
1876, d. 1876, Steinn,
f. 1877, d. 1928.
Fjórða maí 1939
kvæntist Jón Önnu
Halldórsdóttur, f. á
Ísafirði 18. ágúst
1913, d. 24. nóv-
ember 1978. For-
eldrar hennar voru
Halldór Friðgeir Sig-
urðsson skipstjóri á
Ísafirði, f. 27. jan.
1880 í Arnardal,
Eyrarhr. N-Ís., d. 17.
nóv. 1969, og Svan-
fríður Albertsdóttir,
f. 26. okt. 1895 á Ísafirði, d. 20.
júní 1966. Börn Jóns og Önnu eru:
1) Svana, f. 18. ágúst 1939, m.
Örn Óskar Helgason, f. 25. mars
1936. 2) Halldór Friðgeir, f. 29.
júní 1941, m. Ragnhildur Theo-
dórsdóttir (skildu.) Núv. maki
Kristín Guðrún Jónsdóttir, f. 27.
júní 1950, 3) Margrét, f. 21. maí
1944, m. Páll Jónatan Pálsson, f.
22. des. 1941. 4) Þórelfur, f. 4.
júní 1945, m. (skildu) Jóhann
Garðar Knútsson Larsen, f. 1945.
5) Gunnar Þór, f. 12. febrúar
1947, m. Ingunn Sveinsdóttir, f.
21. júní 1949, barnsmóðir Guðlaug
Sigrún Sigurjónsdóttir, f. á Akra-
Jón Einarsson tengdafaðir minn
frá Siglufirði er allur. Kveður
þennan heim saddur lífdaga 93 ára.
Afkomendur orðnir 101.
Sveitin hans, Fljótin í Skagafirði,
kveður einn af sínum góðu sonum,
sveipuð bláberjalyngi milli fjalls og
fjöru og berjatíminn að fara í hönd.
Fyrir rúmu ári kom Jón í fylgd
sonar síns Gunnars og Ingu
tengdadóttur í Fljótin, þau komu
við á Skeiði hjá okkur Lovísu, þáðu
kaffi og pönnukökur, það lá í loft-
inu að þetta yrði hans hinsta för á
þessar slóðir, því var samvera okk-
ar þennan dag sérstök.
Afi Jóns í föðurætt, Halldór, var
fæddur 1790 og spönnuðu barn-
eignir hans yfir liðlega hálfrar ald-
ar tímabil og svipað var upp á ten-
ingunum hjá föður hans Einari.
Þetta er víst kallað að vera iðinn
við kolann.
Ekki fetaði Jón í fótspor þeirra
feðga hvað þetta varðaði því þau
hjónin Anna og hann luku barn-
eignum á innan við 16 árum og
voru börnin þó 10.
Ungur lagði Jón land undir fót
og 15 ára er hann kominn til Vest-
mannaeyja. Þetta er árið 1932 og
kreppan mikla í algleymingi. Þegar
Jón er 17 ára og búandi í Eyjum
brestur á aftakaveður í febr-
úarmánuði. Skipstjórinn hans fær
Jón til að róa með sér út í bátinn á
legunni til að treysta festingar. Á
leiðinni í land gengur fylling yfir
julluna og fara þeir báðir í sjóinn.
Næst gerist það að önnur alda
þeytir Jóni um borð í kænuna og
síðan upp að Bæjarbryggjunni.
Jóni er bjargað á land og farið með
hann á sjúkrahúsið, þá var hitastig
hans við neðstu mörk lifandi
manns. Skipstjórinn drukknaði í
slysi þessu.
Þær 4-5 vertíðar sem Jón var í
Eyjum var með honum bróðir hans
Maron, 5 árum eldri, og voru þeir
samrýndir mjög. Þrátt fyrir þessa
erfiðu lífsreynslu voru Eyjaárin
honum ljúf í minningunni. Þar steig
hann sín fyrstu skref sem fulltíða
maður, tók þátt í félagslífi, söng
meðal annars í karlakór.
Árið 1941 ferst bróðir hans Mar-
on með togaranum Gullfossi. Ekki
munaði nema hársbreidd að Jón
væri um borð þá örlagaríku ferð.
Hann átti að leysa af vélstjóra en í
þann mund sem skipið er að leggja
frá kemur umræddur skipverji og
Jón sveiflar sér í land með sjópok-
ann.
Árið 1994 þegar 9 ár voru liðin
frá því að við Lovísa fluttum frá
Eyjum var ákveðið að sækja Eyj-
arnar heim og ekki þurfti að eggja
Jón til þeirrar farar.
Það er hásumar og Eyjarnar
skarta sínu fegursta. Jón gisti hjá
vinkonu sinni frú Sigríði í Hvíld og
þótti það ekki verra.
Við hin gistum niðri í bæ.
Næsta dag var til reiðu hrað-
bátur Sigga Óskars. Þegar komið
var norður fyrir Heimaklett fékk
Jón stýrið í hendur. Jón mundi
nöfn á öllum dröngum, eyjum og
skerjum sem siglt var framhjá þótt
árin væru um 60 síðan hann var á
þessum slóðum. Dreginn var ufsi
við Álsey, farið í Fjósin og oftar en
ekki var Jón við stjórnvöl á sigling-
unni. Hér leið honum vel. Við geng-
um líka um gamla bæinn þar sem
mörg húsanna höfðu lítið breyst.
Jón var fljótur að finna húsin þar
þeir Maron höfðu átt heimili, bæði
við Vesturveg og Reglubraut. Þetta
reyndist síðasta ferð Jóns til Eyja.
Ég þakka samfylgdina í góð 40
ár.
Aðstandendum sendi ég samúð-
arkveðjur.
Gísli Þorsteinsson.
Stundum fannst okkur að afi ætti
að vera eilífur og hann myndi aldr-
ei fara. Þegar ævi afa er nú liðin
eru tilfinningarnar svo margbreyti-
legar. Það er gleðilegt að hann varð
þeirrar gæfu aðnjótandi að halda
heilsunni lengi og verða svo ríkur,
ekki af veraldlegum eignum, heldur
öllum þeim afkomendum sem hann
átti. Daginn sem hann kvaddi voru
þeir orðnir 101 og hann var stoltur
af hverjum einasta. Hann var
heilsuhraustur fram eftir aldri og
var kominn yfir nírætt þegar hann
sjálfur ákvað að flytja inn á dval-
arheimilið Höfða og þar til fyrir
nokkrum mánuðum ók hann bíl sín-
um um götur Akraness til fundar
við börnin sín og aðra.
Það er samt líka söknuður í
hjartanu því það er gjald kærleik-
ans og afi skilur eftir skarð sem er
stórt en við munum reyna að fylla
það með öllum þeim minningum
sem við eigum um hann. Við minn-
umst jólanna þar sem hann var
okkar skjól og styrkur og ferðalaga
með honum og heimsókna til hans
þar sem manni leið alltaf vel. Sér-
staka og góða afalyktin og stóru
hendurnar sem samt gátu gert svo
ótrúleg listaverk sem við fáum að
njóta um ókomna tíð. Það er skrítin
tilhugsun að sjá hann ekki aftur
með hattinn sinn og staf, stóru
gleraugun og blíðlega andlitið sem
horfði stolt á afrek sín í hvert sinn
sem hann var umkringdur fjöl-
skyldunni.
Það er erfitt að kveðja okkar
ljúfasta afa en léttir að vita að hann
hafi fengið hvíld og líði ekki lengur
illa. Lagstur í sína síðustu siglingu
er hann horfinn sjónum okkar en
amma bíður hans við ókunna
strönd og loksins fá þau að vera
saman á ný.
Minningin um góða afa okkar og
langafa dætra okkar lifir áfram í
hjörtum okkar og í andlitum af-
komendanna þar sem alltaf má sjá
Jón Einarsson einhvers staðar.
Inga Lára, Helena,
Eiður og börn.
Stórhöfðinginn Jón Einarsson er
allur, kominn á tíræðisaldur.
Það er komið hátt á annan tug
ára síðan við kynntumst í Hvera-
gerði, eða Hælinu eins og við köll-
uðum það. Kynnin þróuðust yfir í
sterkan vinskap sem leiddi til þess
að við stofnuðum Hveragerðisklík-
una. Stofnfélagar voru átta og kom-
ust færri að en vildu. Nú hafa tveir
af stofnendum fallið frá. Aðalfundir
voru haldnir þegar okkur datt í
hug, ýmist á Akranesi hjá Jóni en
þó oftast á Snorrastöðum hjá þeim
sæmdarhjónum Ingu og Hauki og
eiga þau miklar þakkir skilið. Við
fundargerðum má ekki hrófla fyrr
en allir stofnfélagar eru horfnir af
þessu jarðlífi eða árið 2050.
Það má upplýsa hér að á stofn-
fundinum var ég, undirritaður, með
mína lesblindu, látinn fara í dval-
arreglur Hælisins. Sem betur fer
fann ég engar reglur er meinuðu
þorrablót eftir klukkan níu á kvöld-
in en þau voru haldin vikulega
meðan á dvöl stóð. Dvalargestir
hægðu stundum á sér á leið um
gangana þegar blót stóðu yfir og
undraðist enginn. Það kom fyrir að
„klíkan“ gekk til kirkna og hlýddi á
messu hér og þar en við kölluðum
það okkar á milli að fara í púka-
hreinsun.
Þess má geta að þegar klíkan var
stofnuð var samanlagður aldur fé-
laganna 467 ár. Sjálfsagt fer fund-
um fækkandi með árunum en við
reynum hvað við getum. Það var
oft gaman á fundum þegar okkur
datt í hug að tala eitthvað af viti og
hlusta á Jón segja frá allri sinni
reynslu í gegnum árin. Pitsu-, pítu-
og pastakynslóðin hefði ekki lifað
það af.
Þegar við vorum einir talaði Jón
oft um sína konu sem lést langt um
aldur fram, og einnig um allt
barnalánið. Þá geislaði af honum.
Þegar Hveragerðisklíkan var stofn-
uð átti Jón um 70 afkomendur.
Hann sagðist ætla að lifa þar til
hópurinn væri kominn á annað
hundrað. Jón stóð við það eins og
allt annað sem hann sagði.
Ég öfundaði Jón oft af hagleik
sínum. Snilli hans endurspeglast í
báta- og skipslíkönum sem hann
bjó til í gegnum tíðina, fyrir utan
annað sem hefur leikið í höndum
hans.
Að lokum, er ég kveð höfðingj-
ann Jón Einarsson, bið ég öllum af-
komendum hans guðsblessunar,
sem og ættingjum hans og vinum.
Hvíl í friði, gamli skútukarl.
Þráinn Þorvaldsson.
Jón Einarsson
✝
Ástkær eiginmaður minn, faðir okkar, tengdafaðir,
afi og langafi,
GUÐMUNDUR HELGASON
múrarameistari,
Seljalandsvegi 40,
Ísafirði,
sem lést á Fjórðungssjúkrahúsinu á Ísafirði laugar-
daginn 14. ágúst, verður jarðsunginn frá
Ísafjarðarkirkju laugardaginn 21. ágúst kl. 14.00.
Steinunn Margrét Jóhannsdóttir,
Jóhann Einars Guðmundsson, Júlíana Bjarndís Ólafsdóttir,
Kristjana Guðmundsdóttir,
Hulda Guðmundsdóttir, Herbert Sveinbjörnsson,
Bára Guðmundsdóttir, Kristinn Þór Kristinsson,
barnabörn og barnabarnabörn.
✝
Unnusti minn, sonur okkar, bróðir og mágur,
ÓTTAR RAFN GARÐARSSON ELLINGSEN,
lést af slysförum þriðjudaginn 17. ágúst á gjör-
gæsludeild Landspítalans.
Útförin fer fram frá Bústaðakirkju mánudaginn
23. ágúst kl. 13.00.
Hugheilar þakkir sendum við hjúkrunarfólki og
læknum gjörgæsludeildar fyrir einstaka umönnun
og stuðning.
Guðbjörg Eiríksdóttir,
Dagný Þóra Ellingsen, Garðar V. Sigurgeirsson,
Sveinn Ingi Garðarsson, Cathrine K. Garðarsson,
Benedikt Jón Garðarsson, Manuela Fernández Jiménez.
✝
Elskuleg móðir okkar, tengdamóðir, amma og
langamma,
GUÐBJÖRG SVEINSDÓTTIR,
Ljósheimum,
Selfossi,
sem lést mánudaginn 16. ágúst, verður jarðsungin
frá Selfosskirkju þriðjudaginn 24. ágúst kl. 13.30.
Blóm og kransar vinsamlegast afþakkaðir en þeim
sem vilja minnast hennar er bent á Gigtarfélagið.
Kristín Hultgren, Lahbib Mekrani,
Sveinbjörg Þóra Brynjólfsdóttir, Alfreð Guðmundsson,
Björn Brynjólfsson, Sigríður Jónasdóttir,
barnabörn og barnabarnabörn.
✝
Ástkær eiginmaður minn, faðir, tengdafaðir, afi og
langafi,
GEIR VALGEIRSSON,
Hásteinsvegi 1,
Stokkseyri,
verður jarðsunginn frá Stokkseyrarkirkju laugar-
daginn 21. ágúst klukkan 14.00.
Auður Þórunn Gunnarsdóttir,
Karl Óskar Geirsson, Úlfhildur Sigurðardóttir,
Valdís Geirsdóttir, Erna Rut Pétursdóttir,
Gunnar Þór Geirsson, Auður Hlín Ólafsdóttir,
Júlíus Geir Geirsson, Jóna Björg Björgvinsdóttir,
Guðríður Ester Geirsdóttir, Hlynur Óskarsson,
Bergur Geirsson, Ingibjörg Vigdís Ottósdóttir,
barnabörn og barnabarnabörn.
✝
Elskuleg móðir okkar, tengdamóðir, amma og
langamma,
GUÐRÚN ÓLAFSDÓTTIR
á Kirkjubæjarklaustri,
andaðist á hjúkrunarheimilinu Klausturhólum mið-
vikudaginn 18. ágúst.
Útför hennar fer fram frá Prestbakkakirkju laugar-
daginn 28. ágúst kl. 14.00.
Lárus Valdimarsson, Sólrún Ólafsdóttir,
Einar Ólafur Valdimarsson, Jóhanna Sigurðardóttir,
Elín Anna Valdimarsdóttir,
Haukur Valdimarsson, Hrefna Sigurðardóttir,
Trausti Valdimarsson, Gréta Fr. Guttormsdóttir,
barnabörn og barnabarnabörn.