Morgunblaðið - 20.08.2010, Síða 24
24 Minningar
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 20. ÁGÚST 2010
✝ HallgrímurBjörgvinsson
fæddist á Akranesi
31. desember 1975.
Hann varð bráð-
kvaddur á heimili
sínu 10. ágúst 2010.
Foreldrar hans
eru Guðrún Bóel
Hallgrímsdóttir, f.
8. janúar 1955 og
Björgvin Karlsson,
f. 21. mars 1957.
Bræður Hallgríms
eru: 1) Kristinn, f.
26. maí 1980, maki
Elva Hlín Harðardóttir, f. 9.
mars 1980, þeirra börn eru
Dagný Katla, f. 24. nóvember
en fór aftur í FNv á vorönn 1994
og lauk þaðan stúdentsprófi á fé-
lagsfræðibraut vorið 1997. Í
skólafríum vann Hallgrímur m.a.
í rækjuverksmiðjunni á Skaga-
strönd og á togurum Skagstrend-
ings, þar sem hann bjó ásamt
fjölskyldu sinni á Skagaströnd
árin 1981 til 1995, en þá flutti
fjölskyldan í Mosfellsbæ. Eftir
stúdentspróf innritaði hann sig í
Háskóla Íslands en fann sig ekki
þar, og vann við ýmis störf næstu
árin. Hallgrímur greindist með
geðhvarfasýki árið 2001 og tókst
á við þau vandamál sem því
fylgja af miklu æðruleysi og ein-
urð. Straumhvörf urðu í lífi hans
árið 2003 þegar hann stofnaði
ásamt vinum sínum og fagaðilum
Hugarafl. Ásamt störfum í Hug-
arafli vann hann í Hlutverkasetri
til hinsta dags.
Útför Hallgríms fer fram frá
Grafarvogskirkju í dag, 20. ágúst
2010, og hefst athöfnin kl. 13.
2006 og Hólmar
Darri, f. 10. desem-
ber 2008, 2) Loftur
Árni, f. 1. maí 1983,
maki Christiane
Klee, f. 16. febrúar
1975.
Hallgrímur
stundaði nám við
Fjölbrautaskóla
Vesturlands á
Akranesi 1991-
1992, en skipti yfir
í Fjölbrautaskóla
Norðurlands
vestra á Sauð-
árkróki haustið 1992. Síðan var
hann skiptinemi í Tasmaníu í
Ástralíu árið 1993 á vegum AFS,
Elsku drengurinn okkar og bróð-
ir.
Það er huggun harmi gegn að
vita að þú ert í góðum höndum hjá
öfunum þínum, ömmu og litla engl-
inum.
Illa dreymir drenginn minn:
Drottinn, sendu engil þinn
vöggu hans að vaka hjá,
vondum draumum stjaka frá.
Láttu hann dreyma líf og yl,
ljós og allt, sem gott er til,
ást og von og traust og trú,
taktu hann strax í fóstur nú.
Langa og fagra lífsins braut
leiddu hann gegnum sæld og þraut.
Verði hann besta barnið þitt.
Bænheyrðu nú kvakið mitt,
svo ég megi sætt og rótt
sofa dauðans löngu nótt.
(Páll Ólafsson)
Með ást og söknuði.
Pabbi, mamma, Kristinn, Loft-
ur og fjölskyldur.
Elsku Halli minn. Það er svo
ótrúlegt að þú skulir vera farinn frá
okkur. Við höfum þekkt þig alla
þína ævi, sambandið á milli fjöl-
dskyldnanna hefur ætíð verið mikið
og gott, og við Dóri höfum alltaf lit-
ið á þig og bræður þína eins og
strákana okkar. Þið Jón Karl eruð
jafnaldrar og hafið frá fyrstu tíð
verið bestu vinir, og hefur sú vin-
átta ávallt haldist.
Minningarnar um þig eru margar
og góðar, allar samverustundirnar á
Lokastígnum, í sveitinni á Kambi, á
Skagaströnd, hér á Akranesi þar
sem þú bjóst hjá okkur þegar þú
varst hér í FVA, og svo í Mosó.
Alltaf mundir þú eftir að færa mér
fingurbjargir í safnið mitt ef þú
fórst til útlanda. Þær eru margar
frá þér í skápunum mínum og
minna mig á tryggð þína við mig. Í
huga mínum geymi ég myndina af
þér, fallega brosinu þínu og glettnu
augunum. Elsku Bjöggi, Bóel,
Kiddi, Elva, Loftur, Kris, Dagný og
Hólmar, missir ykkar er mikill, en
minningin um ljúfan dreng lifir
áfram í hjörtum okkar.
Með innilegum kveðjum frá okk-
ur Dóra, og þakklæti fyrir góðar
stundir.
Þín frænka,
Sæbjörg (Sæja).
Elsku Halli minn, nú leggur þú
upp í þína síðustu ferð, og eftir sitj-
um við vinirnir og fjölskyldan og
söknum þín. Þakka þér fyrir sam-
fylgdina í gegnum öll árin, takk fyr-
ir að reynast jafn góður vinur og þú
varst. Takk fyrir að vera „besti
frændi í heimi“. Takk fyrir allar
samverustundirnar sem við áttum.
Takk fyrir alla kaffibollana sem við
drukkum saman, sögurnar sem þú
sagðir mér, lögin sem þú söngst fyr-
ir mig. Takk fyrir að koma mér allt-
af til að hlæja þegar illa lá á mér.
Takk fyrir öll „Halla-knúsin“ og
góðlátlegu stríðnisorðin þín. En
fyrst og fremst: Takk fyrir að vera
þú. Þú varst engum líkur. Það er ég
alveg viss um að þegar við hittumst
næst, þá eigir þú eftir að taka á
móti mér með „Halla-knúsi“ og
kossi á báðar kinnar eins og þú
varst vanur að gera, klappa mér
góðlátlega á bakið og segja: „Jæja
kerling, komum og fáum okkur
kaffi.“
Stoppi hver klukka! Klippið símavír!
Og kastið beini’ í seppa. Hann er há-
vært dýr.
Píanó þagni! Deyfðan trumbudyn!
Sjá, hér er kistan. Syrgið látinn vin!
(W.H. Auden/Þorsteinn Gylfason.)
Ragnheiður Hjálmarsdóttir.
Ég er eins og ég er,
hvernig á ég að vera eitthvað annað?
Hvað verður um mig
ef það sem ég er er bölvað og bann-
að?
Er þá líf mitt, að fela mig og vera
feiminn,
mitt líf, var það til þess sem ég kom
í heiminn?
Fúlt finnst mér það líf að fá ekki að
segja:
Ég er eins og ég er!
Ég er eins og ég er,
og hvernig ég er er alveg á hreinu.
Ég er eins og ég er
og biðst ekki afsökunar á neinu.
Þetta er eitt líf, þetta er eina lífið
sem við eigum
eitt líf, og það verður ekkert líf í leyn-
um.
Ljúft verður það líf að láta það
flakka:
Ég er eins og ég er!
(Hafsteinn Þórólfsson)
Takk, Halli frændi, fyrir að vera
þú sjálfur, og vera öðrum fyrirmynd
um að gera það sama.
Elska þig, sakna þín, takk fyrir
þann tíma sem við þó fengum.
Þín litla frænka,
Reynhildur.
Hæ Halli.
Mikið vildi ég geta hringt í þig til
að leita ráða hjá þér með hvernig
maður skrifar minningargrein. Allt-
af gastu hjálpað manni við að greiða
úr vandamálum. Líklega hefðir þú
sagt mér að skrifa það sem ég vildi
og vera ekkert að hugsa um hvað
öðrum fyndist um það. Ég vona að
þegar minn tími kemur hafi einhver
jafn góðar minningar um mig og ég
hef um þig.
Horfið er nú sumarið og sólin,
í sálu minni hefur gríma völd.
Í æsku léttu ís og myrkur jólin;
nú einn ég sit um vetrarkvöld.
(Vilhjálmur Vilhjálmsson.)
Hvíl í friði, kæri frændi,
Grétar.
Hallgrímur frændi minn er farinn
frá okkur alltof snemma. Ég man
ekki hvenær ég sá Halla fyrst enda
bara tæp 3 ár á milli okkar í aldri,
en ég man eftir litlum strák með
rauðan blett á höfðinu sem átti
heima rétt hjá stóru kirkjunni í
Reykjavík.
Margar góðar og skemmtilegar
minningar koma upp í hugann þeg-
ar ég hugsa um Halla. Ég man til
dæmis eftir okkur frændsystkinun-
um á Lokastígnum í desember fyrir
ca. 30 árum, við höfðum fengið
súkkulaðidagatal, trúlega í fyrsta
skipti, þetta var auðvitað mjög
spennandi og erfitt að bíða alltaf
eftir nýjum degi til að fá annan
mola; við fundum út það snjallræði
að smakka smá á öllum molunum í
dagatalinu en bara smá af hverjum
mola og svo var hann settur á sinn
stað aftur, ekki voru foreldrar okk-
ar sérstaklega ánægðir með þetta
uppátæki okkar.
Fjölskyldur okkar hafa alltaf ver-
ið mjög mikið saman, enda feður
okkar bræður. Við komum oft í
heimsókn á Skagaströnd þegar þið
bjugguð þar, og þið komuð oft í
sveitina til okkar. Það var mjög
spennandi að koma á Skagaströnd
og geta farið með þér á skólalóðina
þar sem voru svo flott leiktæki, í
Kántrýbæ að fá ís og svo var stund-
um bíó í félagsheimilinu en mest
fannst mér gaman þegar við komum
norður að vetri til að fá að fara með
þér í sunnudagaskólann. Á sumrin
fóru svo fjölskyldurnar oft saman í
sumarbústað eða ferðalög og þá var
nú ýmislegt brallað.
Þegar þú varst á 16. ári var fjöl-
skyldan mín flutt á Akranes og þú
fluttir til okkar til að fara í Fjöl-
brautaskólann, þið Jón Karl deilduð
herbergi enda jafn gamlir og voruð
alla tíð miklir mátar. Við fórum allt-
af þrír saman í skólann á morgnana
en ég var þá komin með bílpróf og
var með bíl en ég verð nú að segja
að oft munaði nú litlu að ég skildi
þig og Jón Karl eftir, enda voruð
þið á þessum tíma ekki miklir
morgunhanar og alltaf á síðustu
mínútu að mér fannst.
Þegar þú komst til baka frá Ástr-
alíu eftir ársdvöl hélstu áfram í
skóla á Sauðárkróki en þá var ég
flutt þangað, þá komstu stundum til
mín til að fá lánaðan hjá mér bílinn
til að fara á rúntinn eða skreppa í
smá-heimsókn út í sveit.
Síðustu árin höfum við kannski
ekki hist svo oft enda höfum við bú-
ið hvort í sínum landshlutanum en
alltaf var nú gaman að hitta þig og
spjalla við þig, Halli minn.
Elsku Bjöggi, Bóel, Kiddi, Loft-
ur, Elva, Chris, Dagný og Hólmar
Ég, Baddi og Finnbogi sendum
okkar dýpstu samúðarkveðjur.
Er sárasta sorg okkur mætir
og söknuður huga vorn grætir
þá líður sem leiftur úr skýjum
ljósgeisli af minningum hlýjum.
(HJH)
Elsku Halli minn, ég mun sakna
þín óendanlega mikið.
Unnur Ólöf.
Elsku Hallgrímur.
Leiðir okkar lágu fyrst saman
þegar þú komst á Hvítabandið til
endurhæfingar þar sem ég starfaði
sem iðjuþjálfi. Samstarf okkar hófst
og varð upphaf dýrmætrar vináttu.
Við vorum sammála um að allir
væru einstakir og að það væri engin
ein leið best í bataferlinu. Að vinna
hlutina saman með valdeflingu og á
jafningjagrunni yrði leiðarljósið. Þú
tókst þessu eins og hverju öðru
verkefni sem þér bæri að sinna og
vildir komast í gegnum þetta. Ég
fékk að kynnast þínum sterka per-
sónuleika, hlýjan og húmorinn var
aldrei langt undan. Þrátt fyrir að
hugurinn bæri þig á stundum næst-
um ofurliði á þessum tíma gastu
alltaf greint á einstakan hátt hvað
var raunveruleiki og hvað ekki. Það
gat verið sárt en það studdi þig í
bataferlinu og seinna náðir þú jafn-
væginu sem þú leitaðir að. Þegar
við unnum að „listanum góða“ sem
innihélt þín markmið og framtíð-
arsýn kom í ljós að þú ætlaðir þér
mikið í lífinu og gerðir miklar kröf-
ur til þín. Í samstarfi okkar próf-
uðum við að fara „út fyrir ramm-
ann“ og létum hefðbundna
hugmyndafræði ekki trufla, sem
byggist annars oft á því að það sé
stórt bil á milli fagmanns og not-
anda.
Fyrir skömmu þegar við tókum
„skurk“ á Njálsgötunni ræddum við
listann og okkur kom saman um að
þú hefðir nánast náð að tæma hann.
Þú varst sáttur, áttir heimili sem
vinum var afar ljúft að heimsækja
og daglegt líf í nokkuð föstum
skorðum. Þú fórst oft í Mosina og
hittir fjölskylduna sem alltaf tók
þér opnum örmum og þér þótti svo
vænt um.
Við stofnuðum Hugarafl 5. júní
2003 ásamt Garðari Jónassyni
heitnum, Jóni Ara Arasyni og
Ragnhildi Bragadóttur. Þar fékkst
þú tilgang og hafðir mjög stórt hlut-
verk í ótal verkefnum. Hugsjón
okkar var að hafa áhrif á og stuðla
að nýjum áherslum í nálgun við
geðsjúka. Við trúðum á að allir
gætu náð bata, ættu von. Sú gára
sem þarna fór af stað hefur skipt
sköpum og verið vel tekið. Ekki alls
fyrir löngu horfðir þú yfir Hugar-
aflshópinn sem hefur stækkað ótrú-
lega, þú varst stoltur og ánægður
með dagsverkið. Gáran heldur
áfram, kæri vinur, og við sem eftir
sitjum sjáum um að gefast ekki
upp, höldum áfram að stuðla að já-
kvæðni og virðingu í geðheilbrigð-
iskerfinu.
Með þinni einstöku frásagnargáfu
gafst þú notendum, aðstandendum,
fagfólki og öðrum nýja sýn á geð-
raskanir. Þú þreyttist aldrei á að
fræða, leiðbeina og styðja samferða-
menn á þinn einlæga hátt, af um-
burðarlyndi og hlýju. Í gegnum
Geðfræðslu Hugarafls fengu grunn-
og menntaskólanemar að kynnast
sögu þinni og samstarfsmanna
þinna. Þú sagðir þeim frá reynslu
þinni af geðklofa, frá batanum,
hvaða leiðir hefðu virkað fyrir þig
og varst gjarnan með húmorinn í
farteskinu. Þau áhrif sem þú hafðir
verða seint metin til fulls. Fordóm-
arnir hurfu eins og dögg fyrir sólu
og ungmennin skildu að fólk með
geðraskanir er bara venjulegt fólk.
Þín verður sárt saknað, kæri
Hallgrímur, af ótrúlega stórum og
marglitum hópi fólks sem á minn-
ingar um góðan dreng.
Elsku Bóel, Björgvin og fjöl-
skylda, aðrir ættingjar og vinir, ég
votta ykkur mína innilegustu sam-
úð.
Auður Axelsdóttir.
Enginn veit hvað átt hefur, fyrr
en misst hefur. Þetta á engan veg-
inn við, þegar það kemur að Halla.
Ég held að flestir, ef ekki allir, sem
áttu Halla, hafi áttað sig á því
hverslags fjársjóður hann var. Ég
áttaði mig að minnsta kosti á því.
Ég fann alltaf fyrir gleðinni yfir því
að eiga svona fjársjóð og þó að
sorgin sem fylgir því að missa hann
yfirgnæfi allt núna veit ég að gleðin
nær einhvern tíma aftur yfirhönd-
inni. Ég hugga mig við það.
Minningar mínar um Halla eru
svo margar að ég gæti fyllt bók með
þeim:
Ferðirnar okkar til Kanarí og
Spánar og þegar þú komst í heim-
sókn til okkar Önnu Siggu í Ung-
verjalandi. Svo gleymi ég ekki þeg-
ar við héldum epískan fyrirlestur
fyrir langþreytta iðjuþjálfanema
sem voru að kikna undan náminu.
Þau voru svo endurnærð eftir
klukkutíma með okkur að þau litu
út fyrir að vera tilbúin í að sigra
heiminn hálftíma eftir útskrift. Þú
áttir salinn þá eins og þú gerðir yf-
irleitt þar sem fólk kom saman. Svo
þessir mörgu rúntar sem ég, þú og
Bími fórum um Reykjavík þegar við
höfðum ekkert betra að gera. Þeir
voru skemmtilega gefandi. Góð tón-
list, góður félagskapur og enginn að
flýta sér neitt. Minningarnar eru
svo margar. Ég get ekki gert þeim
öllum nógu góð skil hér.
Þú áttir að vera svaramaðurinn
minn. Ég gleymi því aldrei þegar ég
sagði þér að það kæmi enginn ann-
ar til greina. Þú varst svo innilega
ánægður að heyra það. Þú sást fyrir
þér ræðuna sem þú myndir flytja.
Ég efa ekki að hún hefði verið einn
af þessum gullmolum sem hefði
fengið fólk til að leggjast á gólfið af
hlátri.
Halli átti ófáa vini og mjög hátt
hlutfall þeirra litu á hann sem sinn
allra besta vin. Sú staðreynd lýsir
einna best því skarði sem fráfall
hans skilur eftir sig.
Ég sendi öllum sem hafa misst
þennan stórkostlega mann úr lífi
sínu mínar dýpstu samúðarkveðjur
og þá sérstaklega Bóel, Björgvin,
Kidda, Lofti og Bíma.
Jón Ari Arason.
Það kom sem þruma úr heiðskíru
lofti, Jón Ari sambýlismaður minn
hringdi í mig frá Íslandi í síðustu
viku. Ég heyrði strax að eitthvað
var verulega að en gerði mér ekki
strax grein fyrir að heimurinn hefði
snúist á hvolf og skipt litum, að einn
merkasti maður sem ég hef hitt
væri dáinn.
Það vita margir í kringum mig í
Ungverjalandi hver Halli var þó
þau hafa ekki hitt hann. Halli kom
hingað í heimsókn, við vorum svo
spennt að kynna hann fyrir okkar
litla heimi hér að ég var búin að
segja flestum sem ég umgekkst að
einn skemmtilegasti og klárasti
maður sem ég veit um væri að
koma í hingað. Það var frábær tími,
þegar ég þurfti að vera læra sendi
ég strákana í höfuðborgina að spóka
sig, sem virkaði vel á báða bóga.
Svo stórum hluta í lífi svo margra
var kippt í burtu, þó ég viti vits-
munalega að sárindin og sorgin eigi
eftir að dofna og að upp muni
standa brunnur af einstökum minn-
ingum af tímanum sem við fengum
að eiga með Halla, þá skynja tilfinn-
ingarnar það ekki. Maður verður
virkilega að hafa sig allan við að
einbeita sér að því fyrrnefnda til að
komast í gegnum þessa þoku sem
liggur yfir okkur á þessum tíma.
Einnig verður maður að muna
hversu lánsamur maður hefur verið
að hafa fengið að kynnast honum.
Elsku Halli. Því miður kemst ég
ekki heim fyrir þína hinstu kveðju,
en ég verð með hugann hjá þér og
þínum á ferðinni heim til Íslands.
Ég sendi mínar dýpstu samúðar-
kveðjur til Björgvins, Bóelar,
bræðra hans Kidda og Lofts. Einn-
ig vil ég votta samúð mína hinum
stórkostlega hópi vina sem hafa
staðið sem einn með Bíma í stór-
hlutverki þessa síðustu óraunveru-
legu daga.
Anna Sigríður Pálsdóttir (Anna
Sigga).
Hallgrímur
Björgvinsson
HINSTA KVEÐJA
Halli
Vinur minn
Íslenski bróðir minn
Við sjáumst hinum megin.
Thomas Aagaard.
Elsku Halli frændi!
Takk fyrir allar sögurnar
sem þú last fyrir mig.
Takk fyrir að vera alltaf svo
góður við mig.
Þú ert besti frændi minn.
Ég veit að núna ertu engill
sem passar mig hvert sem ég
fer.
Ég elska þig!
Sofðu rótt, Halli frændi.
Þín guðdóttir,
Karen Lilian Aagaard.
Fleiri minningargreinar um Hall-
grímur Björgvinsson bíða birtingar
og munu birtast í blaðinu næstu
daga.