Morgunblaðið - 20.08.2010, Side 25
Minningar 25
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 20. ÁGÚST 2010
✝ Árelía ÞórdísAndrésdóttir
(Dísa) fæddist í
Reykjavík hinn 4.
desember 1956. Hún
lést á heimili sínu,
Smyrlahrauni 45,
Hafnarfirði, sunnu-
daginn 8. ágúst 2010.
Faðir hennar er
Andrés Sighvatsson,
f. 10.7. 1923, og móð-
ir hennar var Júlíana
Viggósdóttir, f. 2.8.
1929, d. 14.12. 2000.
Systkini Árelíu Þór-
dísar eru Kristín Andrésdóttir, f.
25.10. 1947, Sighvatur Andrésson,
f. 26.3. 1949, d. 1.7. 1989, Margrét
Lilja Rut Andrésdóttir, f. 6.6. 1955,
d. 8.8. 1994, Andrés Jón Andrésson,
f. 1.2. 1960, Lára Halla Andr-
ésdóttir, f. 15.3. 1965, Viggó Andr-
ésson, f. 7.1. 1967, og Finnur Andr-
ésson, f. 10.4. 1971.
Hinn 30. nóvember 1974 giftist
Árelía Þórdís eftirlifandi eigin-
manni sínum, Leifi Rósinbergssyni,
f. 4.5. 1953 í Reykja-
vík. Þau eignuðust
fjögur börn: (1) Leifur
Þór Leifsson, f. 23.12.
1975, kona hans er
Sigrún Jónsdóttir, f.
15.7. 1976, dætur
þeirra eru Eyrún
Alda Leifsdóttir, f.
5.3. 2001, Kolbrún
Ósk Leifsdóttir, f.
24.10. 2003, og Berg-
rós María Leifsdóttir,
f. 29.4. 2009, (2) Ró-
bert Leifsson, f. 7.10.
1978, dóttir hans er
Þórdís María Róbertsdóttir, f. 25.1.
2007, (3) Anna María Leifsdóttir, f.
23.11. 1979, hún er í sambúð með
Róberti Ragnari Grönqvist, f. 20.9.
1979, og eiga þau saman Guðrúnu
Emmu Grönqvist, f. 31.8. 2009, og
(4) Karl Kristján Leifsson, f. 28.11.
1983, hann er í sambúð með Angel-
ine Theresa Thomas, f. 27.7. 1976.
Útför Árelíu Þórdísar fer fram í
Hafnarfjarðarkirkju í dag, 20.
ágúst 2010, kl. 13.
Ég kynntist tengdaforeldrum
mínum vorið 1997 þegar við Leifur
vorum að byrja saman og ég kom í
heimsókn til þeirra í Hafnarfjörð-
inn. Leifur ætlaði að lauma mér nið-
ur í herbergið sitt en í staðinn hitt-
um við alla fjölskylduna í dyrunum.
Ég var alltaf velkomin til þeirra
og það er mjög eftirminnilegt þegar
við sögðum þeim að von væri á
fyrsta barnabarninu, þau klöppuðu
af einskærri gleði og voru ákaflega
spennt. Dísa var stelpunum okkar
þremur góð amma, hún hugsaði
mikið til þeirra og þegar hún hitti
stelpurnar laumaði hún oft lítilli gjöf
í höndina á þeim. Hún smíðaði fyrir
þær fínustu dúkkuvagna og vöggu
sem þær eiga eftir að eiga alla tíð.
Það átti enginn von á því að þegar
við komum í sumarbústað til Dísu og
Leifs um verslunarmannahelgina
yrði það í síðasta skiptið sem við
sæjum hana Dísu. Henni fannst
ofsalega gaman að fá allar ömmu-
stelpurnar fimm til sín og skemmti
sér konunglega yfir látunum í þeim í
heita pottinum. Þetta var skemmti-
legur dagur og við áttum góða stund
saman. Ég er þakklát fyrir þennan
dag, stelpurnar okkar eiga glaðlegar
síðustu minningar um Dísu ömmu
sína.
Blessuð sé minning hennar.
Við kveðjum þig, kæra amma,
með kinnar votar af tárum,
á ást þinni enginn vafi
til okkar, við gæfu þá bárum.
Horfin er hönd þín sem leiddi
á hamingju- og gleðifundum,
ástúð er sorgunum eyddi,
athvarf á reynslustundum.
Margt er í minninga heimi,
mun þar ljósið þitt skína,
englar hjá guði þig geymi,
við geymum svo minningu þína.
(Höf. ók.)
Sigrún Jónsdóttir og ömmu-
stelpurnar Eyrún Alda, Kol-
brún Ósk og Bergrós María.
Hún Dísa er dáin. Það sló mig af
öllu afli í hjartastað þegar hringt var
í mig. Og nú sit ég hér og hugsa til
þín, elsku frænka. Margs er að
minnast. Ég man þegar við hittumst
yfir kaffisopa og spjölluðum um lífið
og tilveruna. Við rifjuðum upp
gamla tíma, föndruðum stundum
eða skruppum á kaffihús. Ég man
allan þinn styrk og dugnað um æv-
ina, ósérhlífni og manngæsku. Þú
máttir ekkert aumt sjá og vildir allt-
af hjálpa öðrum. Ég mun ætíð sakna
þín og minnast.
Ég trúi á ljós, sem lýsi mér,
á líf og kærleika,
á sigur þess, sem sannast er,
og sættir mannanna.
Á afl sem stendur ætíð vörð
um allt, sem fagurt er,
á Guð á himni, Guð á jörð
og Guð í sjálfum mér.
(Ólafur Gaukur.)
Mér fannst í gær að hvíslað væri
að mér að þú værir orðin að engli og
yrðir alltaf hjá okkur. Ég vil senda
Leifi og fjölskyldu innilegar sam-
úðarkveðjur. Far vel, Dísa mín.
Snert hörpu mína, himinborna dís,
svo hlusti englar guðs í Paradís.
Við götu mína fann ég fjalarstúf
og festi á hann streng og rauðan
skúf.
Úr furutré, sem fann ég út við sjó,
ég fugla skar og líka úr smiðjumó.
Í huganum til himins oft ég svíf
og hlýt að geta sungið í þá líf.
Þeir geta sumir synt á læk og tjörn,
og sumir verða alltaf lítil börn.
En sólin gyllir sund og bláan fjörð
og sameinar með töfrum loft og jörð.
Ég heyri í fjarska villtan vængjaþyt.
Um varpann leikur draumsins perlu-
glit.
Snert hörpu mína, himinborna dís,
og hlustið, englar guðs í Paradís.
(Davíð Stefánsson.)
Þín frænka,
Rós.
Elsku Dísa mín, mig langar að
þakka þér samveruna gegnum árin.
Þú skapaðir eiginmanni þínum og
börnum fallegt heimili, þú mátt vera
stolt af börnum ykkar Leifs, sem
hafa staðið sig vel í námi og öðru
sem þau taka sér fyrir hendur.
Söknuðurinn er sár, mér var alltaf
hlýtt til þín, þú gafst af þér hlýju og
kærleik til allra. Ég vil minna á
bænina okkar sem við áttum sam-
eiginlega:
„Guð gefi mér æðruleysi til að
sætta mig við það sem ég fæ ekki
breytt, kjark til að breyta því sem
ég get breytt og vit til að greina þar
á milli.“
Kveðja.
Ásta.
Dísa vinkona mín er orðin engill á
himnum sem vakir nú yfir okkur.
Fyrir nokkrum árum fluttu Dísa
og Leifur í íbúðina fyrir neðan mig
og fjölskyldu mína. Ég og Dísa urð-
um fljótt góðar vinkonur og hún
bauð mér yfirleitt einhvað, t.d. ís eða
svala.
Þegar ég var ein heima þá var
gott að vita um Dísu niðri og þegar
mamma og pabbi þurtu að skreppa
eitthvað þá vildi ég að þau létu Dísu
vita. Mér fannst mjög gott að fara til
hennar í heimsókn til að spjalla, lita
eða horfa á sjónvarpið.
Minning þín lifir í huga mínum.
Ég og fjölskylda mín biðja Guð að
styrkja Leif og fjölskyldu í sorginni.
Stefanía Sigurðardóttir,
nágranni.
Það voru sorgarfréttir sem okkur
bárust mánudaginn 9. águst. Dísa
eins og hún var alltaf kölluð í Geysi
var látin og eftir sitja ættingjar og
vinir. Hún gekk snemma í Klúbbinn
Geysi og stundaði hann nokkuð
fyrstu árin sem hann starfaði. Síðan
tók hún sér hlé en árið 2007 fór hún
að mæta á ný í klúbbinn og var mjög
virk allt þar til hún lést svo sviplega
á besta aldri. Dísa var drífandi í því
sem hún tók sér fyrir hendur og sat
aldrei auðum höndum. Hún var
mjög listfeng og kenndi félögum í
Geysi meðal annars að skreyta kerti
sem seld voru á haustmarkaði
klúbbsins. Hún var hláturmild og
hress. Það var alltaf gaman að um-
gangast hana og alltaf gat hún feng-
ið mann til að brosa og hlæja. Hún
var ætíð tilbúin að hjálpa og aðstoða
aðra og þeir sem minna máttu sín
áttu alltaf stað í hjarta hennar, jafnt
menn sem málleysingjar. Það eru
margar minningar sem við eigum
um hana Dísu okkar og hennar
verður sárt saknað. Um leið og við
vottum fjölskyldu og vinum okkar
dýpstu samúð þökkum við Dísu
samfylgdina.
Eitt bros getur dimmu í dagsljós
breytt,
sem dropi breytir veig heillar skálar.
Þel getur snúist við atorð eitt.
Aðgát skal höfð í nærveru sálar.
Svo oft leyndist strengur í brjósti,
sem brast
við biturt andsvar, gefið án saka.
Hve iðrar margt líf eitt augnakast,
sem aldrei verður tekið til baka.
(Einar Benediktsson.)
Fh. félaga og starfsfólks
Klúbbsins Geysis,
Benedikt Gestsson
og Þórunn Helga
Garðarsdóttir.
Árelía Þórdís Andrésdóttir
✝ Árni Skarphéð-insson fæddist að
Króki í Víðidal í
Vestur-Húnavatns-
sýslu 4. júní 1923.
Hann lést á Heil-
brigðisstofnuninni á
Hvammstanga hinn
12. ágúst 2010.
Árni var sonur
hjónanna Skarphéð-
ins Skarphéð-
inssonar, f. 2. júní
1892, d. 2. febrúar
1978, og Þuríðar
Kristínar Árnadótt-
ur, f. 7. júní 1898, d. 14. sept-
ember 1980. Systkini Árna eru:
Þuríður, f. 12. apríl 1919, d. 12.
júní 2000, Sigríður, f. 12. apríl
1919, d. 18. maí 2002, Anna, f. 17.
maí 1929, og Baldur, f. 17. októ-
ber 1930.
Sambýliskona Árna var Laufey
Jónsdóttir, en þau slitu sam-
vistum árið 1966. Dóttir Árna og
Laufeyjar er Kristín, f. 26. sept-
ember 1962. Maki hennar er Jón
Óli Sigurðsson. Sonur Kristínar
frá fyrra hjónabandi er Árni Þór
Óskarsson, f. 27. febrúar 1983,
faðir hans er Óskar Hlynsson.
Árni ólst upp í foreldrahúsum
fram yfir þrítugs-
aldur og vann að
öllum almennum bú-
störfum þrátt fyrir
mikla fötlun sína, en
á öðru aldursári
fékk Árni löm-
unarveiki sem stöðv-
aði eðlilegan þroska
á hægri fæti og olli
jafnframt lömun á
fætinum. Árið 1956
keypti Árni jörðina
Hvarf í Víðidal með
Jóhanni Hermanni
Sigurðssyni og hóf
hann þar búskap. Eftir að Árni
og Laufey slitu sambúð sinni árið
1966 hætti Árni búskap og flutti
hann heim til foreldra sinna með
dóttur sína Kristínu, þar sem hún
ólst síðan upp. Eftir að Árni hætti
búskapnum stundaði hann ýmis
störf í Reykjavík ásamt því að
læra skósmíðar á Akureyri. Frá
árinu 1973 starfaði hann í Ál-
verinu í Straumsvík eða þar til
hann varð sjötugur. Síðustu 10
árin dvaldi Árni á Heilbrigð-
isstofnuninni á Hvammstanga.
Útför Árna fer fram í Grensás-
kirkju í dag, 20. ágúst 2010, og
hefst athöfnin kl. 15.
Elsku pabbi, nú ert þú búinn að
kveðja en þú fórst aðeins of fljótt, ég
náði ekki að kveðja þig og segja þér
hvernig veðrið var á leiðinni frá
Reykjavík til Hvammstanga. Þú
varst alltaf svo áhugasamur um
veðrið og spurðir mig alltaf mikið um
það og kenndir mér marga hluti um
veðrið.
Þú ert mín fyrirmynd sem ég ætla
að varðveita. Alltaf svo jákvæður og í
góðu skapi og kvartaðir ekki þó að
þú værir ekki jafnvígur á við aðra til
gangs þar sem þú varst fatlaður frá
unga aldri. En það lést þú ekki aftra
þér í leik og starfi. Og alltaf varst þú
til í ferðalög, sumarbústaðaferðir og
að heimsækja ættingja og vini. Gam-
an var að hlusta á þig segja sögur því
þú hafðir skemmtilega frásagnar-
hæfileika og lýstir alltaf vel bæði að-
stæðum og fólki og mikið var hlegið
að sögunum þínum, enda er maður
manns gaman.
Ég þakka þér fyrir allt, pabbi
minn, og ég veit að þér á eftir að líða
vel á nýja staðnum og þegar við hitt-
ust aftur þá fáum við okkur vöpplur
(vöfflur) saman.
Augun mín og augun þín,
ó! þá fögru steina.
Mitt er þitt og þitt er mitt,
þú veist hvað ég meina.
(Úr vísum Vatnsenda-Rósu)
Þín dóttir,
Kristín.
Við skulum fara í bíltúr bara við
tveir. Ekki að við ætlum að ræða það
fyrirfram hvert við ætlum að fara,
heldur bara leggja af stað. Bíllinn
var alltaf settur ákveðið í gang eins
og þú værir ekki viss um að hann
færi í gang nema með hljóðlátri
hvatningu fyrst en hann fór samt
alltaf í gang. Best var að keyra upp
að gamalli rétt á Kjalarnesi, ekki
beint til þess að skoða hana heldur til
að heilsa upp á kunnuglegt svæði í
góðu veðri. Við erum heppnir í dag
þar sem þú þarft ekki lengur að
keyra þangað sem við förum núna
við getum farið hvert sem er, upp að
Borgarvirki eða kíkt á Kolugljúfur á
leið okkar um Víðidalinn.
Ferðalögin voru svo skemmtileg
þar sem það kom alltaf eitthvað
óvænt upp. Allt í einu varstu búinn
að draga upp kalt hangilæri og vasa-
hníf og skarst góða bita fyrir okkur
báða en ávallt skulum við vera spar-
samir því þetta er langt ferðalag.
Eitt sinn á löngu ferðalagi til Ak-
ureyrar vorum við búin að bóka her-
bergi í fallegu gulu húsi. Þegar við
komum þangað var stiginn brattari
en stiginn í Huppahlíð en þú ætlaðir
að láta þig hafa það. Við færðum
okkur ekki á annað gistiheimili fyrr
en þú varst allavega búinn að klöngr-
ast stigann tvisvar upp og niður og
eftir það var gistiheimilið kallað gula
hættan. Við fundum aðra mun
hættuminni gistingu og fengum okk-
ur skorinn bita af hangikjöti. Hvern-
ig geta reimar verið svona langar?
Það tekur óratíma að þræða þessar
löngu reimar gegnum svo margar
spennur upp á hvern dag. Reimarn-
ar voru það langar að það var gríð-
arlega spennandi að hjálpa til við að
binda umbúðirnar. Fyrst hérna yfir,
svo halda áfram hérna upp. Þetta var
sko lítið mál stöku sinnum fyrir mig
en ég var hissa að þessi duglegi afi
nennti að græja þetta á hverjum
degi. Ég hugsaði með mér að sem
betur fer væri þetta bara öðru megin
því annars kæmumst við eflaust ekki
upp að réttinni á Kjalarnesinu.
Ef veðrið var mjög gott létum við
ekki réttina duga heldur fórum upp
að Staupasteini í Hvalfirði. Vegirnir
eru orðnir svo góðir í dag og bíllinn
þægilegur, þetta er allt annað en að
keyra um á Skoda, alveg sama
hvernig hann er á litinn. Litirnir
voru alltaf smá-vandamál en við viss-
um samt báðir að sjórinn var blár
eins langt og augað sá þegar við fór-
um saman í Grímsey. Það var löng
sigling en við vorum þolinmóðir allan
tímann, skrítið að ég muni bara eftir
ferðalaginu til eyjarinnar en ekkert
eftir eyjunni. Kannski var það vegna
þess að við vorum ekki með hangi-
læri til að skera bút af á staðnum.
Á endanum komum við samt alltaf
heim og yfirleitt heim á Kleppsveg.
Það var kannski ekki mikið til en
alltaf voru til kaldar kartöflur í gráu
mælikönnunni, kaldur hafgragraut-
ur full-hlaupkenndur fyrir minn
smekk og súrt slátur. Ég held við
fáum okkur samt bara rúgbrauð með
kæfu núna með aðeins of miklu
smjöri undir kæfuna.
Nú ert þú, afi minn, kominn heim
úr stóra ferðalaginu. Ég held samt
áfram að ferðast en mun aldrei
gleyma vasahnífnum þínum heima,
hangilærið er ekki eins gott þegar
maður bítur í það.
Árni Þór
Óskarsson.
Árni Skarphéðinsson
✝
Innilegar þakkir til allra sem sýndu okkur samúð,
hlýhug og vináttu við andlát og útför elskulegs
eiginmanns, föður okkar, afa og langafa,
BENEDIKTS GRÖNDAL,
Hjallalandi 26,
Reykjavík.
Sérstakar þakkir til starfsfólks deildar 2B á
Hjúkrunaheimilinu Eir fyrir góða umönnun.
Heidi Jaeger Gröndal,
Jón Gröndal, Dorothea Emilsdóttir,
Einar Gröndal, Guðrún Guðmundsdóttir
og aðrir aðstandendur.
Morgunblaðið birtir minningar-
greinar endurgjaldslaust alla út-
gáfudaga.
Skil | Greinarnar skal senda í gegn-
um vefsíðu Morgunblaðsins. Smellt á
reitinn Senda inn efni á forsíðu
mbl.is og viðeigandi efnisliður valinn.
Skilafrestur | Ef óskað er eftir birt-
ingu á útfarardegi verður greinin að
hafa borist eigi síðar en á hádegi
tveimur virkum dögum fyrr (á föstu-
degi ef útför er á mánudegi eða
þriðjudegi).
Þar sem pláss er takmarkað getur
birting dregist, enda þótt grein ber-
ist áður en skilafrestur rennur út.
Lengd | Minningargreinar sem birt-
ast í Morgunblaðinu séu ekki lengri
en 3.000 slög. Ekki er unnt að senda
lengri grein. Lengri greinar eru ein-
göngu birtar á vefnum. Hægt er að
senda örstutta kveðju, HINSTU
KVEÐJU, 5-15 línur. Ekki er unnt
að tengja viðhengi við síðuna.
Formáli | Minningargreinum fylgir
formáli sem nánustu aðstandendur
senda inn. Þar koma fram upplýsing-
ar um hvar og hvenær sá sem fjallað
er um fæddist, hvar og hvenær hann
lést og loks hvaðan og klukkan hvað
útförin fer fram.
Minningargreinar