Morgunblaðið - 20.08.2010, Side 35

Morgunblaðið - 20.08.2010, Side 35
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 20. ÁGÚST 2010 HHH -M.M., Bíófilman HHH „Óhætt að mæla með Salt sem ofbeldisglaðari sumarafþreyingu“ S.V., MBL SÝND Í SMÁRA-, HÁSKÓLA- OG BORGARBÍÓI HHHH „Salt er blautur draumur hasarmyndafíkla“ -Þ.Þ., FBL HHH „Jolie stendur sig vel sem kvenkyns útgáfan af Jason Bourne og myndin er hugsanlega ein sú hraðskreiðasta sem ég hef séð í allt sumar.” T.V. - Kvikmyndir.is HHH „Salt er þrælgóð... Unnendur hasarmynda fá hér eftirlætisverk“ -Ó.H.T., Rás 2 SÝND Í SMÁRABÍÓI OG BORGARBÍÓI Sýnd kl. 6, 8 og 10 POWE RSÝN ING Á STÆ RSTA DIGIT AL TJALD I LAN DSINS KL. 10 HHHH -Þ.Þ., FBL HHH -M.M., Bíófilman Expendables kl. 6:40 - 9 - 11:20 B.i. 16 ára Salt kl. 5:50 - 8 - 10:10 B.i. 14 ára Vampires Sucks kl. 6 - 8 - 10 B.i. 12 ára Karate Kid kl. 8 - 10:50 LEYFÐ Babies kl. 6 LEYFÐ Þú færð 5 % endurgreitt í Smárabíó, Háskólabíó og Borgarbíó SÝND Í HÁSKÓLABÍÓISÝND Í SMÁRABÍÓ OG BORGARBÍÓI -H.G., MBL Sýnd kl. 4, 6 og 8 HHH S.V., MBL Sýnd kl. 4, 6, 8 og 10 (POWERSÝNING) Sýnd kl. 4 Sýnd kl. 10 HHHHH Fyrir alla KARLMENN í heiminum þá er þessi mynd mesta veisla sem hægt er að fara á. Það er einfaldlega upplifun að sjá þessa mynd. Gillz - DV HHH T.V - Kvikmyndir.is HHH „James Bond í G-Streng” -E.E., DV HH E.E., DV HHHH „Magnad madur, magnad” ÞÞ-FBL FÓR BEINT Á TOPPINN Í USA! Þú færð 5 % endurgreitt í Laugarásbíó ef þú greiðir með kreditkorti tengdu Aukakrónumwww.laugarasbio.is 50 kr. afsláttur ef þú kaupir bíómiðann á -bara lúxus Sími 553 2075 Kreditkorti tengdu Aukakrónum! Helgi Snær Sigurðsson helgisnaer@mbl.is Belgistan er ekki smáríki í Austur-Evrópu sem ógjörningur er að finna á landakorti heldur tíu ára gömul hljómsveit frá Belgíu, upphaflega lúðrasveit, skipuð sjö hljóðfæra- leikurum. Þó Belgistan sé belgísk sveit má finna Íslending innan- borðs sem er að auki hálfur Frakki, Tómas Manory saxófón- leikara. Tónlistin sem Belgistan leikur er for- vitnileg, bræðingur af hinu og þessu, m.a. norðurafrískri tónlist og þjóðlagatónlist frá Austur-Evrópu. Belgistan er hér á landi stödd til að leika á Jazzhátíð Reykjavíkur og kemur fram á morgun, á Menningarnótt, á Kjarvalsstöðum kl. 18. Á þriðjudaginn treður hún upp með Stórsveit Samúels Jóns Samúelssonar á Venue kl. 22 og á fimmtudaginn leikur hún á Græna hattinum á Akureyri kl. 21. Degi síðar er það svo Sódóma Reykjavík kl. 22. Þjóðlagatónlist í fyrstu Tómas segir sveitina í upphafi hafa leikið þjóðlagatónlist frá Austur-Evrópu og nafnið vísi í það en fljótlega hafi menn farið að semja eigin tónlist með austurevrópskum keim. „Svo fórum við að blanda þessu við tón- list frá Marokkó, gnawa-fólkið í Marokkó spilar svona trans-tónlist, en svo hefur þetta þróast út í okkar eigin stíl,“ segir Tómas. Uppsetningin á sveitinni sé svipuð lúðrasveit- um frá A-Evrópu á borð við þær sem sjá megi í kvikmyndum leikstjórans Emirs Kusturica. Í þeim sé gjarnan notuð tapan- tromma sem þeir félagar brúki. „Svo notum við fullt af hljóðfærum frá N-Afríku og svo blandast náttúrlega inn í djassinn, nokkrir í hljómsveitinni koma úr djassskólanum. Það eru engin landamæri, Belgistan er land án landamæra og gleypir tónlistina, hvaðan sem hún kemur.“ -En þið sleppið alveg inn á Jazzhátíð Reykjavíkur þó þið séuð ekki djasssveit? Tómasi vefst tunga um tönn, hann hlær en segir svo: „Við erum búnir að vera á leiðinni til Íslands í nokkur ár, sóttum um Jazzhátíð fyrir sex árum og urðum fyrir valinu en kom- umst ekki af því að við vorum að spila annars staðar. Það er enginn söngur í hljómsveitinni, þetta er instrumental og mikið um spuna.“ Tómas segir Belgistan laga sig að að- stæðum í hverju því landi þar sem hún haldi tónleika. Það sé því aldrei að vita nema ein- hverra íslenskra áhrifa muni gæta á tón- leikum hennar á Jazzhátíð. „Við notum sömu aðferð og sígaunarnir sem ferðast um heim- inn og tileinka sér tónlistina í landinu sem þeir eru í og búa sína tónlist til úr því.“ Sylvia hin hressa Belgistan hefur gefið út tvær plötur en þá seinni, Musiques et danses du Belgistan, prýðir forvitnileg ljósmynd af ungri konu skellihlæjandi (sjá mynd með grein). Konan heitir Sylvia. En hver er Sylvia? „Þetta er kunningi okkar, myndin er tekin af vini okkar sem er ljósmyndari. Hún hékk á vegg í stofu í hústökuhúsi í Brussel og okkur fannst hún bara passa vel við andann í hljóm- sveitinni,“ svarar Tómas. -Hún er í miklu stuði á þessari mynd … „Já, hún er mjög hress manneskja,“ segir Tómas en Sylvia ku vera aðdáandi hljóm- sveitarinnar. Belgistan er land án landamæra  Belgíska hljómsveitin Belgistan hrærir saman austurevrópskri þjóðlagatónlist, norðurafrískri og öðru sem henni dettur í hug að bæta við  Heldur tónleika á Jazzhátíð Reykjavíkur Sveitin Frá vinstri: Emmanuel, Tómas, Abdelhadi, David, Gregoire, Jeremie, Manuel, Vincent. reykjavikjazz.is belgistan.be

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.