Morgunblaðið - 26.08.2010, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 26.08.2010, Blaðsíða 14
VIÐTAL Guðni Einarsson gudni@mbl.is „Fólk sem hættir að lifa í áfengis- og fíkniefna- neyslu þarf oft mikinn andlegan styrk. Trúin er því mikil hjálp,“ segir Karl V. Matthíasson, vímu- varnaprestur þjóðkirkjunnar. Í vetur verður líkt og áður boðið upp á svonefndar vængjamessur og æðruleysismessur en þeim er ætlað að mæta þörf- um þeirra sem hafa tekist á við vanda vegna áfengis og annarra vímuefna. Þar með taldir eru jafnt þeir sem sjálfir hafa glímt við slíkan vanda og aðstandendur þeirra. Vængjamessurnar verða að kvöldi fyrsta mið- vikudags hvers mánaðar í Guðríðarkirkju í Graf- arholti. Sú fyrsta 1. september næstkomandi. Í vængjamessum taka leikmenn mikinn þátt. Venjulega tjá sig þar bæði aðstandandi og alkóhól- isti auk þess sem prestar leiða messuna. Æðruleysismessurnar hafa verið haldnar í á annan áratug. Þær verða í Dómkirkjunni að kvöldi þriðja sunnudags hvers mánaðar í vetur og sú fyrsta 19. september nk. Venjulega segir þar alkó- hólisti eða aðstandandi frá reynslu sinni auk þess sem prestar Dómkirkjunnar og vímuvarnaprestur leiða messuna. Í vængjamessum og æðruleysis- messum er líflegur og fjölbreyttur tónlistarflutn- ingur. Karl sagði mikilvægt að losa fólk úr viðjum óttans til frelsis og gleði og sagði: „Gleðin og vonin einkenna þessar messur. Það eru allir hjartanlega velkomnir.“ Karl segir marga aðstandendur hafa lent í hlekkjum vegna neyslu einhvers sér nákomins. „Svo hefur fólk farið í Al-Anon og það hefur hjálp- að því að komast út úr því að allt lífið hverfist um þennan eina alka. Al-Anon hjálpar fólki að taka aftur eftir lífinu og öðrum í fjölskyldunni.“ Karl hefur komið á fót bænahópi átta karla sem hittist einu sinni í viku í Guðríðarkirkju. „Við biðj- um Guð að vernda land okkar og þjóð og biðjum fyrir bænarefnum. Þetta eru sterkar stundir – al- veg magnaðar,“ sagði Karl. Hann hefur einnig tekið þátt í æðruleysismessum víða um landið auk þess að styðja presta við að koma slíku starfi á legg. Þá heimsækir Karl reglulega heimili Sam- hjálpar í Hlaðgerðarkoti og kemur að þjónustu við Krýsuvíkursamtökin. Hann segir að þörf fyrir þjónustu vímuvarna- prests hafi lengi verið fyrir hendi. Þegar hún loks stóð til boða hafi fólk strax farið að nýta sér hana. Karl hefur unnið að því að móta vímuvarnarstefnu eða verklagsreglur um hvernig bregðast eigi við áfengisvanda innan kirkjunnar, t.d. ef einhver starfsmaður kirkjunnar glímir við áfengisvanda- mál. Hann telur að kirkjan þurfi einnig að móta af- stöðu til áfengisneyslu. „Er áfengisneysla jákvæð eða neikvæð, eða eig- um við bara að mæla með bindindi? Helst myndi ég vilja gera það, en sú skoðun hefur ekki fengið fullan byr,“ sagði Karl. Hann sagði samfélagið vera orðið svo gegnsýrt af „bjórmenningu“ og „vínmenningu“ að ungt fólk virðist vart lengur sjá þann kost að neyta ekki áfengis. Þetta kom vel í ljós þegar Karl var með fræðslu fyrir fermingarbörn í fyrra. Hann lagði fyrir þau spurningu um hvort þau teldu hægt að lifa án þess að reykja? Já, það töldu þau tvímælalaust og kváð- ust aldrei ætla að byrja að reykja. Svo spurði hann hvort þau teldu að þau gætu lifað án þess að neyta áfengis? Börnin ganga inn í heim áfengisneyslu „Þá svöruðu börnin því ekki eins afdráttarlaust og með reykingarnar. Þá sá ég hvernig það er komið inn í höfuðið á ungum börnum að þau muni ganga inn í heim áfengisneyslu og jafnvel fíkni- efna, af því það er bara svoleiðis,“ sagði Karl. „Það að drekka sé í huga unglinga orðinn hluti af því að verða „stór“ eða fullorðinn. Ég hef kallað það þegar unglingur byrjar að drekka að hann taki þátt í „happdrætti helvítis“, því það getur enginn annað en tapað í því happ- drætti. Það er einlæg von mín að ungmenni sem nú eru að hefja framhaldsskólagöngu sína og önn- ur á þeirra reki komist hjá því að lenda í hinni skelfilegu glímu við Bakkus.“ Telur kirkjuna þurfa að taka afstöðu til áfengisneyslu  Alkóhólistar og aðstandendur tala í vængjamessum og æðruleysismessum Vímuvarnaprestur Karl V. Matthíasson vinnur mikið með alkóhólistum og aðstandendum þeirra. Mikið starf í kirkjum landsins » Mikið starf er fyrir alkóhólista og að- standendur þeirra í kirkjum landsins. AA- fundir eru í mörgum kirkjum auk sérstakra guðsþjónusta. » Vængjamessur verða haldnar að kvöldi fyrsta miðvikudags hvers mánaðar í Guðríð- arkirkju í Grafarholti í vetur og hefjast 1. september. » Æðruleysismessur verða í Dómkirkjunni að kvöldi þriðja sunnudags hvers mánaðar í vetur og sú fyrsta haldin 19. september nk. 14 FréttirINNLENT MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 26. ÁGÚST 2010 Icelandair hefur ákveðið að hefja áætlunarflug í apríl á næsta ári til Alicante á Spáni. Flogið verður vikulega fram í október. Alicante er fjórði nýi áfangastaðurinn sem Icelandair kynnir fyrir næsta ár. Þar með eru áfangastaðir félagsins orðnir 30 talsins á næsta sumri. „Við höfum á undanförnum mán- uðum fengið mikinn fjölda áskor- ana frá einstaklingum og ferða- skrifstofum um að hefja áætlunarflug til Alicante og al- mennt er íslenski ferðamanna- markaðurinn að taka við sér,“ segir Birkir Hólm Guðnason, fram- kvæmdastjóri Icelandair. Sala er þegar hafin á ice- landair.is. Morgunblaðið/Brynjar Gauti Sól Alicante er vinsæll viðkomustaður. Flogið til Alicante Dagana 27.-29. ágúst nk. verður Norðurlandaskákmót stúlkna hald- ið í Reykjavík. Þetta er í fjórða skipti sem keppnin fer fram og í fyrsta skipti sem hún fer fram á Ís- landi. 34 stúlkur taka þátt í mótinu í þremur flokkum, frá öllum Norður- löndunum nema Finnlandi. Skák- mótið átti upphaflega að fara fram í apríl en eldgosið í Eyjafjallajökli varð til þess að fresta þurfti mótinu. Mótið fer fram í skák- miðstöðinni í Faxafeni 12. Þetta er fyrsta Norðurlandamótið af fjórum sem fram fara á Íslandi á einu ári en á næsta ári heldur Skáksamband Íslands sjálft Norðurlandamótið í skák, Norðurlandamót kvenna og Norðurlandamót öldunga. Norðurlandaskák- mót í Reykjavík Forvarnarsamtökin Blátt áfram stóðu fyrir landssöfnun í apríl sl. með sölu á lyklakippum undir yf- irskriftinni „Vertu upplýstur“. Söfnunin gekk vonum framar og seldust allar lyklakippurnar upp. Söfnunin gerir samtökunum kleift að bjóða skólum upp á fræðslu þeim að kostnaðarlausu. Stjórn Blátt áfram hefur ákveðið að bjóða nemendum í 2. bekk að sjá leikbrúðusýninguna „Krakkarnir í hverfinu“ og starfsfólki skólanna á námskeiðið „Verndarar barna“. Frí fræðsla Helga Garð- arsdóttir, sem starfar við rann- sóknir á háskóla- sjúkrahúsinu í Utrecht í Hol- landi, hefur feng- ið úthlutaðan styrk að upphæð 230 þúsund evr- ur til að setja upp sitt eigið rann- sóknarverkefni. Helga var ein af 19 úr hópi 179 nýdoktora á heilbrigð- isvísindasviði sem fengu styrk. Styrkjunum er úthlutað af hol- lensku vísindaakademíunni til að styðja þá sem skara fram úr í rann- sóknum á sínu sviði. Markmiðið er að örva nýjungar í rannsóknum og á sama tíma að gefa einstaklingum tækifæri til að þróa eigin verkefni. Íslendingur hlýtur vísindastyrk Helga Garð- arsdóttir STUTT Egill Ólafsson egol@mbl.is Steingrímur J. Sigfússon fjármála- ráðherra segir að útgjöld til land- búnaðarmála verði að lækka á næsta ári eins og aðrir útgjaldaliðir fjár- laga. Bændur standa frammi fyrir 9% lækkun, en Bændasamtökin hafa mótmælt því að framlög til búvöru- samninga verði lækkuð enda hafi verið gerður samningur við bændur á síðasta ári sem beri að standa við. „Mál sem tengjast landbúnaðinum og fara yfir fjárlög verða ekki undan- skilin sem slík,“ sagði Steingrímur þegar hann var spurður hvort bú- vörusamningurinn yrði skertur um 9%. Hann minnti hins vegar á að framlög til landbúnaðarins á fjárlög- um væru sett saman úr nokkrum þáttum þótt beingreiðslur til bænda væru vissulega stærsti liðurinn. Steingrímur sagði að niðurskurð- ur á framlögum til landbúnaðarmála hefði verið settur í fjárlög 2009 án samráðs við bændur. Hann sagðist hins vegar hafa beitt sér fyrir við- ræðum við þá og tekist hefði að landa samkomulagi þar sem þeir féllust á skerðinguna og hvernig reynt yrði að fara með samninginn í framhald- inu. „Ég hef rætt við bændur um þá stöðu sem uppi er í fjárlagagerðinni og kynnt þeim viðfangsefnið sem við erum að glíma við. Ég gerði það í vor og við höfum hitt þá síðan. Við erum enn að tala saman um hvernig við reynum að útfæra þann hluta sparn- aðarins sem leggst á útgjöld til land- búnaðarmála. Það eina sem ég get sagt í þeim efnum er að við vonumst eftir að geta fundið leið sem allir geta lifað með. Ég hef einmitt nýver- ið kynnt tillögur í þeim efnum sem eru til skoðunar.“ Mótmæla skerðingu „Við höfum mótmælt þessari kröfu og bent á að samningurinn hafi farið í atkvæðagreiðslu bæði á Al- þingi og meðal bænda. Allar þessar forsendur lágu fyrir þegar samning- urinn var gerður,“ sagði Haraldur Benediktsson, formaður Bændasam- taka Íslands. Samningarnir voru undirritaðir í apríl á síðasta ári af fulltrúum bænda og Steingrími J. Sigfússyni sem þá var bæði fjármála- og landbúnaðar- ráðherra. Samningurinn gerði ráð fyrir skerðingu framlaga frá fyrri samningi, en jafnframt voru samn- ingarnir framlengdir um tvö ár. Samningarnir gera ráð fyrir að framlög ríkisins eigi að hækka um 2% að lágmarki og 5% að hámarki miðað við árið á undan. „Við reiknum með að það verði staðið við þetta samkomulag,“ sagði Haraldur. Jón Bjarnason landbúnaðar- og sjávarútvegsráðherra sagði í samtali við Bændablaðið fyrir nokkrum dög- um að hann vildi að staðið yrði við samninga við bændur um bein- greiðslur. Horfur í efnahagsmálum hefðu batnað frá því samningurinn var gerður vorið 2009. Fjárlagafrumvarpið fyrir árið 2011 verður lagt fram á Alþingi í byrjun október nk. Þurfa að spara um 9%  Fjármálaráðherra segir að landbúnaðurinn þurfi að taka á sig skert framlög  Formaður Bændasamtakanna bendir á að ráðherra hafi gert við þá samning Morgunblaðið/Árni Torfason Fé Bændur vilja verja búvörusamningana sem gerðir voru á síðasta ári. Samningur við bændur » Steingrímur J. Sigfússon gerði samninga við bændur í fyrravor um framlög til næstu fjögurra til fimm ára. » Bændur óttast að stjórnvöld ætli ekki að standa við þessa samninga. » Samkvæmt fjárlögum í ár fara 5,5 milljarðar í bein- greiðslur vegna mjólkur- framleiðslunnar og 4,1 millj- arður vegna sauðfjár- framleisðlunnar.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.