Morgunblaðið - 26.08.2010, Side 16
16 FréttirERLENT
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 26. ÁGÚST 2010
Þátttakendur í árlegum tómataslag, „Tom-
atina“, í spænska bænum Bunol köstuðu í gær
tómötum í gríð og erg á nærstadda. Á hverju ári
safnast tugir þúsunda manna saman til að kasta
um það bil hundrað tonnum af tómötum hver í
annan. Heimamenn í Bunol segja að fyrsti
tómataslagurinn hafi farið fram fyrir 60 árum í
„orrustu“ á milli ungmenna nærri grænmetis-
sölu á markaðstorgi bæjarins, sem er um 300 km
suðaustur af höfuðborginni Madrid. Árið eftir
hittust ungmennin aftur sama dag og köstuðu á
nærstadda sem áttu sér einskis ills von.
Reuters
Tókust á með tómata að vopni
Niðurstöður
nýrrar DNA-
rannsóknar
benda til þess að
Adolf Hitler hafi
verið af gyð-
ingaættum.
Tekin voru
DNA-sýni úr 39
núlifandi ætt-
ingjum Hitlers og í ljós kom að þeir
hafa allir sérstakan litning, sem er
sjaldgæfur í vesturhluta Evrópu en
algengur í íbúum í Marokkó, Alsír,
Líbýu og Túnis og einnig í svo-
nefndum sefardiskum gyðingum og
ashkenazy-gyðingum.
Hitler líklega gyð-
ingur samkvæmt
DNA-rannsókn
Her Taívans hef-
ur bannað her-
mönnum sínum
að fá sér blund –
eða jafnvel loka
augunum – þeg-
ar þeir eru í
herbúningum á
almannafæri.
Bannið hefur
sætt harðri
gagnrýni á
Taívan, m.a.
meðal hermanna sem segja að
komið sé fram við þá eins og vél-
menni.
Mega ekki dotta og
loka augunum
Glaðvakandi her-
maður á Taívan.
Bogi Þór Arason
bogi@mbl.is
Björgunarsveitir í Pakistan reyndu í gær að
bjarga borgum og bæjum sem óttast var að
yrðu flóðum að bráð og embættismenn Sam-
einuðu þjóðanna sögðu að um 800.000 nauð-
staddra flóttamanna hefðu einangrast á flóða-
svæðunum.
Embættismennirnir sögðu að ekki væri
hægt að koma hjálpargögnum til flóttafólksins
nema með þyrlum vegna þess að brýr og vegir
hefðu víða eyðilagst í flóðum sem hófust í lok
júlí vegna óvenju mikilla monsúnrigninga.
Marcus Prior, embættismaður Matvæla-
áætlunar Sameinuðu þjóðanna (WFP), sagði
að senda þyrfti að minnsta kosti 40 öflugar
þyrlur til viðbótar á hamfarasvæðin til að
bjarga lífi þeirra sem hafa einangrast. Wolf-
gang Herbinger, yfirmaður stofnunarinnar,
sagði að senda þyrfti að minnsta kosti 30 stórar
flutningavélar með næringarrík matvæli á
flóðasvæðin á næstu tveimur mánuðum.
Óttast að mörg börn smitist af kóleru
Prior sagði að áætlað væri að um 17,2 millj-
ónir manna væru á hrakhólum vegna flóðanna
og þar af væru um átta milljónir manna í lífs-
hættu. Um 1.500 dauðsföll hafa verið staðfest
vegna náttúruhamfaranna en embættismenn
Sameinuðu þjóðanna segja að dánartalan geti
verið miklu hærri.
Milljónir manna eru taldar í hættu vegna
matvælaskorts og hugsanlegra farsótta. Emb-
ættismenn Sameinuðu þjóðanna hafa sagt að
allt að þrjár og hálf milljón barna eigi á hættu
að verða sjúkdómum að bráð. Óttast er að þús-
undir barna geti smitast af kóleru. Ríki heims
hafa lofað framlögum að andvirði alls 700 millj-
óna dollara, sem svarar tæpum 75 milljörðum
króna, til hjálparstarfsins í Pakistan.
Embættismenn hjálparstofnana og ríkis-
stjórnar Pakistans hafa þó látið í ljósi áhyggjur
af því hversu seint hjálpin hefur borist.
Áætlað er að um 4,5 milljónir flóttamanna
sofi undir berum himni og bíði enn eftir því að
fá tjöld og plasthlífar frá hjálparstofnunum.
Ekkert lát er á flóðunum og tugir þúsunda
manna hafa verið fluttir frá bæjum í grennd við
borgina Hyderabad á síðustu dögum vegna
mikilla vatnavaxta. Um 40 bæir og þorp í
grennd við borgina hafa eyðilagst.
800.000 einangruðust í flóðum
Skortur á þyrlum til að koma nauðstöddu flóttafólki til hjálpar á hamfarasvæðunum í Pakistan
Talið er að átta milljónir manna séu í lífshættu Ekkert lát á flóðunum og flóttafólkinu fjölgar enn
Talið er að þrjár og hálf
milljón barna eigi á
hættu að verða sjúkdóm-
um að bráð á flóðasvæð-
unum í Pakistan.
Bogi Þór Arason
bogi@mbl.is
Bretar eru nú sagðir búa sig undir
nýtt fiskistríð við Íslendinga og deil-
an snýst ekki um þorsk að þessu
sinni, heldur makríl, að því er fram
kemur á fréttavef breska ríkisút-
varpsins, BBC.
Makríldeilan hefur m.a. orðið til
þess að skoski íhaldsmaðurinn Stru-
an Stevenson, sem á sæti í Evrópu-
þinginu, hefur hvatt til þess að hafn-
bann verði sett á skip Íslendinga og
Færeyinga í öllum löndum Evrópu-
sambandsins vegna makrílveiða
þjóðanna. Hann hefur einnig lagt til
að ESB hóti að beita Íslendinga og
Færeyinga viðskiptaþvingunum.
Landssamband íslenskra útvegs-
manna segir slíkar hótanir innan-
tómar, enda væri það brot á EES- og
GATT-samningunum að beita við-
skiptaþvingunum í slíkri deilu.
Embættismenn Evrópusam-
bandsins hafa sagt að þeir ætli að
grípa til „allra nauðsynlegra ráða“ til
að vernda hagsmuni aðildarríkja í
fiskveiðimálum. The Financial Tim-
es sagði í fyrradag að makríldeilan
gæti „skaðað tilraun Íslands til að
ganga í Evrópusambandið“ og benti
á að sjávarútvegsmál væru talin erf-
iðasta úrlausnarefnið í viðræðunum
um hugsanlega aðild Íslands að
ESB. Blaðið hafði eftir Richard
Lockhead, sjávarútvegsráðherra
skosku heimastjórnarinnar, að hann
hefði verið fullvissaður um að
Evrópusambandið myndi leysa deil-
una við Íslendinga og Færeyinga.
„Eiga í höggi við allt ESB“
Mikil reiði er meðal skoskra sjó-
manna vegna deilunnar og hún varð
til þess að um 50 þeirra hindruðu
færeyskan togara í því að landa
makríl í skoska hafnarbænum Peter-
head í vikunni sem leið.
Struan Stevenson, sem er varafor-
maður sjávarútvegsnefndar Evrópu-
þingsins, sagði að Íslendingar hegð-
uðu sér eins og „víkingarnir,
forfeður þeirra“ með því að „fara
ránshendi“ um fiskimiðin. Breska
blaðið The Guardian hafði eftir
skoska þingmanninum að aðeins hót-
un um refsiaðgerðir og viðskipta-
stríð dygði gegn Íslendingum og
Færeyingum. „Við ættum að fara að
dæmi sjómannanna í Peterhead. Við
ættum að hóta að loka öllum höfnum
Evrópusambandsins fyrir færeysk-
um og íslenskum skipum, hindra all-
an innflutning frá þessum löndum og
sýna að okkur er alvara.“
Stevenson sagði að Íslendingar
væru mjög stoltir af sigrum í þorska-
stríðunum og héldu að
þeir gætu sigrað aftur.
„En þeim verður ekki
kápan úr því klæðinu.
Það er vegna þess að
þeir eiga ekki aðeins í
höggi við Breta að
þessu sinni, heldur allt
Evrópusam-
bandið og
grannríki
sitt, Nor-
eg.“
Hótanirnar sagðar innantómar
LÍU vísar á bug tillögu skosks Evrópuþingmanns um að Evrópusambandið hóti Íslendingum við-
skiptaþvingunum vegna makríldeilunnar Breskir fjölmiðlar segja Breta búa sig undir „makrílstríð“
„Makríllinn er deilistofn sem heldur sig í lögsögu Íslands, Færeyja, Nor-
egs og aðildarríkja ESB. Þessar þjóðir hafa allar rétt til að veiða makríl í
lögsögum sínum. Ísland er fullvalda ríki og þar sem við erum ekki aðilar
að ESB þá ákveðum við sjálf hvað við veiðum en ekki Evrópusam-
bandið,“ segir Friðrik J. Arngrímsson, framkvæmdastjóri Lands-
sambands íslenskra útvegsmanna, um þá tillögu skoska Evrópuþing-
mannsins Struans Stevensons að Íslendingar verði beittir
viðskiptaþvingunum.
„Samkvæmt íslenskum lögum er fiskiskipum frá ESB-löndum og Nor-
egi óheimilt að landa makrílafla á Íslandi meðan ekki hafa náðst samn-
ingar um skiptingu veiða úr stofninum. Á sama hátt er íslenskum fiski-
skipum óheimilt að landa makrílafla í höfnum ESB og Noregs meðan
ósamið er.
Hótanir um viðskiptaþvinganir eiga ekki við rök að styðjast
enda væru þær brot á EES, EFTA og GATT samningunum. Það
segir sig sjálft að við Íslendingar bönnum ekki innflutning á
breskum vörum þó að Bretar veiði makríl í lögsögu sinni. Á
sama hátt geta Bretar ekki bannað innflutning á ís-
lenskum vörum þó að við veiðum makríl í okkar lög-
sögu.“
Væru brot á samningum
ENGIN FORSENDA FYRIR VIÐSKIPTAÞVINGUNUM
Struan
Stevenson