Morgunblaðið - 26.08.2010, Síða 24

Morgunblaðið - 26.08.2010, Síða 24
24 Minningar MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 26. ÁGÚST 2010 ✝ Margrét Guð-mundsdóttir fæddist í Reykjavík 17. mars 1928. Hún lést í Stokkhólmi 1. júlí síðastliðinn. Foreldrar hennar voru Guðmundur Þor- lákur Guðmundsson, skipstjóri, f. 1888, d. 1944, og Margrét Jónsdóttir, húsmóðir, f. 1894, d. 1966. Systk- ini hennar eru Páll, f. 1922, d. 2000; El- ísabet, f. 1924; Hildur, f. 1925; og Guðrún, f. 1932. Margrét landi. Ása Margrét, f. 1957. Börn Ásu eru Matilda og Óskar. Þau búa í Stokkhólmi. Margrét lauk prófi frá Kvenna- skólanum í Reykjavík árið 1946. Hún starfaði hjá Sparisjóði Reykja- víkur og nágrennis þar til hún hóf störf sem flugfreyja hjá Loftleiðum árið 1948. Hún hóf störf hjá SAS í lok árs 1950 og starfaði sem flug- freyja hjá félaginu í nokkur ár. Hún starfaði við verslunarstörf í Stokk- hólmi um nokkurra ára bil. Síðar á ævinni fór hún í nám, hlaut menntun sem leikskólakennari og starfaði við leikskóla þar til hún fór á eftirlaun. Útför Margrétar fór fram þriðju- daginn 17. ágúst síðastliðinn í Hopp- ets kapell, Skogskrematoriet, Stokkhólmi. Ættingjar og vinir Mar- grétar á Íslandi koma saman til minningarathafnar í Dómkirkjunni í Reykjavík fimmtudaginn 26. ágúst klukkan 13. bjó ásamt systkinum sínum í foreldra- húsum á Ránargötu 8a, Reykjavík. Síðla árs 1950 fluttist hún til Stokkhólms og bjó þar alla tíð síðan. Árið 1950 giftist Margrét Hans Henry Malmberg, ljósmynd- ara, f. 1927, d. 1977. Börn þeirra: Leif, f. 1952, d. 1997; Pála Kristín, f. 1954, gift Jerry Lovatt, dætur þeirra eru Kasía og Aura. Þau eru búsett í Oxford, Eng- Elsku besta systir mín. Það er næstum ótrúlegt að öll þessi ár séu liðin, bæði súr og sæt með gleði og sorg, en allt það góða flýtur ofan á og við yljum okkur við dýrmætar minn- ingar að heiman og þaðan sem leið okkar hefur legið. Heima á Íslandi og víða úti í hinum stóra heimi. 1928 fæddist þú í stórborginni Reykjavík, nánar tiltekið á Laugavegi 42. Það var bjart úti og inni og þú, þetta ynd- islega fallega barn, lást eins og engill í vöggunni þinni. Í maí flytjum við svo á æskuheimilið okkar á Ránar- götu 8a. Þar var vaggan þín yfirleitt við stofugluggann í sólinni. Allir dáð- ust að þessari litlu fallegu stelpu, sem var svo róleg, með stjörnublik í brúnu augunum og sólskinsbros á vör. Svo fór hún að hjala og ekki leið á löngu þar til hún var farin að syngja og halda lagi. Og ekki var hún lengi að læra vísur enda mikið sung- ið heima. Brátt var hún komin í kór, söng í barnakór Dómkirkjunnar, og ég sé þig enn uppi á loftinu í kirkj- unni á sunnudögum í barnaguðs- þjónustu í hvítri blússu og svörtu pilsi ásamt öllum krökkunum syngj- andi: Ó, Jesús bróðir besti og barnavinur mesti, æ breið þú blessun þína á barnæskuna mína. (Páll Jónsson) Þessi mynd er mér svo ljós, eins og gerst hefði í gær. Og áfram liðu árin, litla stelpan þroskaðist og varð að fallegri ungri stúlku. Lauk sínu skólanámi með láði og vann sér traust vinnuveitenda sinna. Flaug vítt og breitt út um hinn stóra stóra heim á vegum flugfélags Loftleiða og var send í flugfreyjukeppni í London í júlí 1950 – kom sá og sigraði, vann stóran sigur, gerði landið sitt frægt, opnaði augu heimsins fyrir Íslandi. Þessu gleymum við ekki – (útdráttur úr afmælisbréfi til Möggu 2003). Ég gæti haldið áfram en meira næst. Þú flyst til Stokkhólms, flýgur áfram hjá flugfélaginu SAS á rútu Stokk- hólmur, Portúgal og Rio de Janeiro í S-Ameríku. Giftist unnusta þínum, Hans Malmberg, ljósmyndara í Stokkhólmi. Eignuðust þrjú yndis- leg börn, Leif, Kristínu og Ásu Mar- gréti. Hans og Leifur eru farnir yfir móðuna miklu, blessuð sé minning þeirra. Erfið veikindi sóttu að Möggu til margra ára og töluðum við saman á hverju kvöldi í áraraðir. Hún hélt sínu móðurmáli alla tíð. Nú er rödd hennar þögnuð og mikið tóm að geta ekki lengur hringt til hennar. Nú gengur elsku Margrét okkar á Guðs vegum með sínum nánustu sem á undan eru farnir. Með djúpum trega, en í fullri vissu um að birtan og hlýjan sem lýsti af henni muni búa í okkur öllum á meðan við fáum að ganga um þennan heim. Ljós frið- ar og kærleika umvefji fjölskyldur þínar í Stokkhólmi, elsku systir mín. Af hvítum liljum ilmur um mig fer Og angan berst af rós að vitum mínum Það minnir mig á myndina af þér. (Vilhjálmur frá Skáholti) Hlýjar kveðjur frá Mugg, Helgu, Bjarna og fjölskyldum. Þín systir, Elísabet (Lísa). Eldhúsbíllinn og rútan seigluðust upp Frostastaðahálsinn og fyrr en varði var áfangastaðnum náð. Það var þoka og suddi í Landmannalaug- um en ferðamennirnir létu það ekki aftra sér frá því að fara í heita laug- ina. Þegar þeir tíndust upp úr hafði hádegisverður verið reiddur fram og meðan þeir snæddu létti skyndilega til, sólin glitraði á blautri hrafntinn- unni og litauðgi Suðurnáma og Barmsins blasti við. Það mátti greina feginleika úr svip ferðalang- anna og þegar harmónikutónar hljómuðu úr eldhúsbílnum steig kona út úr hópnum, greip um hönd eins ferðafélagans og tjáði gleði sína með fisléttum dansi við taktfasta hljóma nikkunnar. Dansarinn, kona á miðjum aldri, var mjúk í hreyfing- um, aðlaðandi, falleg með geislandi bros og dans hennar tjáði með sjálf- sögðum hætti þakklæti og fögnuð yf- ir þeim umskiptum sem höfðu orðið á aðstæðum hópsins. Konan var Margrét móðursystir okkar, hrifnæmur ferðalangur, kona með sterkt einstaklingseðli en þó bú- in ríkri löngun til að þjóna og hlúa að öðrum. Hún var haldin ævintýraþrá sem leiddi hana unga að árum á framandi slóðir þar sem hún dvaldi ævilangt. Margrét hélt þó ætíð tryggð við uppruna sinn og sótti Ís- land reglulega heim og þá var fátt sem hún vissi skemmtilegra en að ferðast um náttúru landsins. Margrét var greind og skapandi, næm á hrynjandi tóns og orða, skemmtilegur samræðufélagi sem hafði einstakt lag á að heilla þá sem voru samvistum við hana. Búsetan erlendis léði henni sérstakan blæ í augum okkar systra og félagsskapur við hana færði okkur líka sönnur á að hún væri einstök. Margrét var félagi okkar, hún var vinur sér yngra fólks og nálgaðist okkur sem meiri jafn- ingja en við áttum að venjast meðal annarra fullorðinna á þeim tíma. Margrét ólst upp í föðurhúsum á Ránargötunni í fimm systkina hópi. Hún gekk í Kvennaskólann og sinnti bankastörfum í tvö ár hjá SPRON áður en hún gerðist flugfreyja. Hún skaraði fram úr á því sviði sem stað- festist með sigri hennar í fyrstu al- þjóðlegu flugfreyjukeppninni sem haldin var í London vorið 1950. Síðar meir menntaði hún sig, varð leik- skólakennari og starfaði sem slík uns starfsævinni lauk. Margrét giftist Hans Malmberg, glæsilegum ljósmyndara og lista- manni. Þau eignuðust þrjú börn, Leif, Kínu og Ásu, en leiðir þeirra skildi. Á sjöunda áratugnum dvaldi hún um eins árs skeið á Íslandi með börnum sínum og þá stofnuðum við til ævilangrar vináttu og kynna við þau. Margrét veiktist á þessum ár- um en fékk hér lækningu og þau tvö skipti sem veikindin gerðu síðar vart við sig leiddu hana heim á ný til með- ferðar. Líkt og í ferðinni að Fjallabaki forðum skiptust á ljós og skuggar í lífi Margrétar móðursystur okkar og síðar varð hún fyrir þeirri sorg að lifa son sinn. Hún hélt þó ætíð reisn sinni og aðdráttarafli og var elskuleg og sönn í garð samferðamanna sinna. Hún kvaddi þennan heim södd lífdaga í júlí síðastliðnum. Í huga okkar og hjarta geymum við minn- ingu um kæra frænku. Guð blessi minningu hennar. Sigríður, Kristín, Margrét og Bergþóra Baldursdætur. Margrét Guðmundsdóttir ✝ Innilegar þakkir til allra sem sýndu okkur samúð, hlýhug og vináttu við andlát og útför elskulegrar eiginkonu, móður, tengdamóður og ömmu, INGIBJARGAR GESTSDÓTTUR, Móholti 8, Stykkishólmi. Sérstakar þakkir til starfsfólks heimahjúkrunar í Stykkishólmi, St. Fransiskusspítala og deildar 11 E Landspítala. Gísli Birgir Jónsson, Hólmfríður Gísladóttir, Katrín Gísladóttir, Pétur Kristinsson, Birgir Pétursson, Kristinn Magnús Pétursson. ✝ Innilegar þakkir til þeirra sem sýndu okkur samúð, hlýhug og vináttu við andlát og útför elskulegrar móður okkar, tengdamóður og ömmu, KRISTJÖNU MARGRÉTAR SIGURPÁLSDÓTTUR saumakonu, Ásbyrgi, Dalvík. Sérstakar þakkir okkar til starfsfólks á Dalbæ, Dalvík. Börn, tengdabörn, barnabörn og aðrir vandamenn. ✝ Innilegar þakkir til allra þeirra sem sýndu okkur samúð og hlýhug við andlát og útför ástkærs föður okkar, tengdaföður, afa og langafa, GÚSTAFS GÚSTAFSSONAR, Stigahlíð 97, Reykjavík. Halldór Gústafsson, Helgi Gústafsson, Guðrún B. Hallbjörnsdóttir, Gústaf Gústafsson, Leifur Gústafsson, Fríða Dís Bjarnadóttir, barnabörn og barnabarnabörn. ✝ Innilegar þakkir til allra sem sýndu okkur samúð og hlýhug við andlát og útför elskulegs föður okkar, tengdaföður og afa, JÓNS HELGASONAR húsasmíðameistara, Hlíðarvegi 39, Kópavogi. Þökkum einnig starfsfólki deildar 14 E, Landspítala við Hringbraut. Guðríður Þóra Snyder, Mark Laws, Viðar Jónsson, Inga Brynjólfsdóttir, Helgi Jónsson, Guðrún Katrín Jónsdóttir, Páll Breiðfjörð Sigurvinsson, Sólveig Þóra Jónsdóttir, Hólmgrímur Rósenbergsson, Katrín Jónsdóttir, Sváfnir Hermannsson og afabörn. ✝ Innilegar þakkir til allra þeirra sem sýndu okkur samúð, hlýhug og vinsemd við andlát og útför elskulegs unnusta míns, föður míns, sonar okkar, bróður og mágs, ÓTTARS RAFNS GARÐARSSONAR ELLINGSEN. Guðbjörg Eiríksdóttir, Helga Hjartardóttir, Dagný Þóra Ellingsen, Garðar V. Sigurgeirsson, Sveinn Ingi Garðarsson, Cathrine K. Garðarsson, Benedikt Jón Garðarsson, Manuela Fernández Jiménez. ✝ Elskuleg móðir okkar, tengdamóðir, amma, lang- amma og langalangamma, STEFANÍA ÓSK GUÐMUNDSDÓTTIR, Sléttuvegi 11, Reykjavík, sem lést á Landspítalanum í Fossvogi mánudaginn 23. ágúst, verður jarðsett frá Fossvogskirkju fimmtudaginn 2. september kl. 15.00. Marinó Óskarsson, Margrét Örnólfsdóttir, Jón Kr. Valdimarsson, Örnólfur Örnólfsson, Auðbjörg Árnadóttir, Sóley Örnólfsdóttir, Kristján G. Bergþórsson, Eva Örnólfsdóttir, Ragnar Jónasson, Ólöf Örnólfsdóttir, Þorsteinn Bragason, Aðalsteinn Örnólfsson, Unnur Sæmundsdóttir, barnabörn, barnabarnabörn og barnabarnabarnabörn. ✝ Ástkær móðir okkar, tengdamóðir, amma, langamma og vinur, ADDÝ JÓNA GUÐJÓNSDÓTTIR, frá Vestmannaeyjum, Lækjasmára 6, Kópavogi, lést á Landspítalanum við Hringbraut fimmtu- daginn 12. ágúst. Jarðsett verður frá Landakirkju í Vestmannaeyjum laugardaginn 28. ágúst kl. 15.00. Marta Guðjóns, Jónas Þór Hreinsson, Sigfríð Gerður Hallgrímsdóttir, Sæþór Árni Hallgrímsson, Ingibjörg Guðjónsdóttir, Berglind Halla Hallgrímsdóttir, Jón Hermannsson, barnabörn og barnabarnabörn.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.