Morgunblaðið - 26.08.2010, Qupperneq 25
Minningar 25
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 26. ÁGÚST 2010
✝ Hulda Þorsteins-dóttir fæddist 15.
nóvember 1921 í
Bjarnaborg í Reykja-
vík. Hún lést laug-
ardaginn 14. ágúst sl.
á Landspítalanum í
Fossvogi á 89. ald-
ursári.
Foreldrar hennar
voru Guðrún Eyþórs-
dóttir, f. 18. ágúst
1886 í Reykjavík, dá-
in 4. janúar 1931,
ættuð af Mýrum og
Þorsteinn Guðmunds-
son, f. 26. ágúst 1877, verkamaður
í Reykjavík, d. 10. feb. 1926 ætt-
aður úr Borgarfjarðardölum.
Hulda var yngst þriggja systra,
en yngri var hálfbróðir sam-
mæðra. Elst var Svanlaug, fædd
17. jan. 1919, dáin 29. júní 2007,
þá Inga, fædd 4. júlí 1920, dáin 1.
des. 2002. Yngstur var hálfbróðir
þeirra, Birgir Guðmundsson, f. 13.
júlí 1925, en hann drukknaði 23
ára gamall 7. ágúst 1948.
Hulda ólst ekki upp hjá for-
eldrum sínum. Hún var send í fóst-
ur átta vikna gömul í Helgadal í
Mosfellssveit í ársbyrjun 1922 til
Ingibjargar Jónsdóttur, sem þar
bjó ásamt syni sínum Guðjóni Sig-
urði Jónssyni. Sigurður kvæntist
1927 Guðlaugu Einarsdóttur og
ólst Hulda upp hjá þeim eftir það.
að læra hjúkrun en aðstæður buðu
ekki upp á það.
Hulda eignaðist dóttur, Berg-
lindi, með Braga Benediktssyni frá
Landamótsseli í S-Þingeyjarsýslu
14. maí 1943. Hulda og Bragi tóku
ekki upp sambúð og ólst Berglind
upp hjá móðursystur Huldu, Lilju
Eyþórsdóttur, framan af en fluttist
til móður sinnar eftir að Hulda
giftist.
Hulda giftist Jóni Hjálmarssyni,
erindreka og verslunarmanni, 14.
maí 1955. Jón var fæddur 9. okt.
1924. Hann dó 18. apríl 1988 á 64.
aldursári. Hulda og Jón eignuðust
tvo syni, Hjálmar, f. 5. apríl 1956
og Brynjar, f. 17. maí 1957.
Berglind eignaðist tvö börn með
Agli Halldórssyni, Steinunni, f.
1963 og Huldu, f. 1965. Hún giftist
síðar Karli Friðriki Kristjánssyni
sem lést 2006 og eignuðust þau
einn son, Kristján Friðrik, f. 1970.
Langömmubörnin eru fimm tals-
ins: Berglind Erna, Vésteinn, Karl
Friðrik, Kristófer Matthías og
Hugi.
Hjálmar er kvæntur Ingibjörgu
Klemenzdóttur. Þau eiga tvö börn,
Huldu, f. 1987 og Jón, f. 1989.
Fyrir átti Ingibjörg Hólmfríði Rós
Rúnarsdóttur, f. 1978.
Brynjar eignaðist Jón, f. 1978
með Sigríði Elíasdóttur. Hann er
kvæntur Steinunni Steinarsdóttur
og eiga þau tvö börn, Birnu, f.
1983 og Steinarr, f. 1987.
Útför Huldu fer fram frá Ás-
kirkju í dag, 26. ágúst 2010,
klukkan 15.
Kallaði hún Sigurð
ávallt fóstra sinn og
hélt sambandi við
hann alla tíð. Birgir
hálfbróðir Huldu ólst
einnig upp í Helga-
dal frá fjögurra ára
aldri til 16 ára ald-
urs.
Systur Huldu fóru
einnig í fóstur í
Reykjavík þegar
móðir þeirra veiktist,
en veikindin leiddu
til þess að hún dó í
ársbyrjun 1931. Alla
tíð var mikið samband á milli syst-
kinanna þó þau ælust ekki upp
saman.
Hulda fór frá Helgadal 17 ára
gömul og sá eftir það um sig sjálf.
Hún var fyrst í vistum í Mosfells-
sveit og Reykjavík og kaupavinnu
á sumrum, en vann einnig
afgreiðslustörf og almenn verka-
kvennastörf. Lengst vann hún í
Mjólkursamsölunni í Reykjavík í
tæp 10 ár til ársins 1955. Eftir það
var hún lengst af heimavinnandi
húsmóðir sem sinnti uppeldi barna
sinna.
Hulda átti ekki kost á skólanámi
svo nokkru næmi, þótt hún hefði
góða námshæfileika. Hún lauk
barnaskólaprófi og var einn vetur
í Húsmæðraskólanum á Staðarfelli
í Dölum 1940-41. Hún hafði hug á
Móðir mín.
Hví skyldi ég yrkja’ um önnur fljóð,
en ekkert um þig, ó, móðir góð? –
Upp, þú minn hjartans óður!
Því hvað er ástar og hróðrar dís,
og hvað er engill úr Paradís
hjá góðri’ og göfugri móður?
---
Þú bentir mér á, hvar árdags-sól
í austrinu kom með líf og skjól,
þá signdir þú mig og segir:
„Það er Guð sem horfir svo hýrt og
bjart,
það er hann sem andar á myrkrið
svart
og heilaga ásján hneigir.“
Ég fann það var satt; ég fann þann
yl,
sem fjörutíu’ ára tímabil
til fulls mér aldregi eyddi;
ég fann þann neista í sinni’ og sál,
er sorg og efi, stríð og tál
mér aldregi alveg deyddi.
---
Þá lærði ég allt, sem enn ég kann,
um upphaf og enda, um Guð og
mann
og lífsins og dauðans djúpin.
Mitt andans skrúð var skorið af þér,
sú skyrtan best hefur dugað mér
við stormana, helið og hjúpinn.
(Matthías Jochumsson)
Hjálmar og Brynjar.
Elsku Hulda.
Með söknuð í hjarta langar mig
að skrifa nokkur kveðjuorð og
þakka þér fyrir vináttuna og þann
hlýhug sem þú ávallt sýndir mér
og börnum okkar Brynjars, Birnu
og Steinari.
Okkur Brynjari brá mikið þegar
hringt var og sagt að þú hefðir
dottið og slasast. Við vorum nýfar-
in frá þér, höfðum komið í heim-
sókn til þín í hádeginu, spjallað og
átt góða stund með þér. Þú varst
hress og skýr, fékkst þér vindil og
við sungum fallegt ljóð eftir Davíð
Stefánsson, en þér fannst svo gam-
an að syngja eins og mér. Og þeg-
ar við kvöddum þig sagðir þú eins
og svo oft áður þessi fallegu
kveðjuorð: „Ég bið mikillar bless-
unar í bæinn, elskurnar mínar.“
Því miður reyndust áverkarnir það
alvarlegir að þú náðir þér ekki af
þeim, elsku Hulda mín, og nú ertu
horfin á braut til nýrra heim-
kynna, en ég er viss um að þar
tekur Jón þinn á móti þér, Hulda
mín.
Eitt af því sem við áttum sam-
eiginlegt var trúin. Við vorum báð-
ar mjög trúaðar, trúðum á mátt
bænarinnar og töluðum oft um
hvað það væri gott að nota bænina
til að biðja fyrir fjölskyldunni og
öðru fólki. Og þegar Brynjar var
langdvölum úti á sjó sýndir þú mér
mikinn stuðning, passaðir oft
Birnu og Steinar fyrir mig þegar
þau voru lítil, hringdir oft í mig
daglega til að spjalla og þá minnt-
um við hvor aðra á að muna að
biðja fyrir Brynjari okkar og öll-
um sjómönnum á hafi úti. Það sem
einkenndi þig líka, elsku Hulda,
var hvað þú varst góður hlustandi.
Þú vissir hvað ég hafði alla tíð
mikinn áhuga á andlegum og dul-
rænum málum og spurðir mig oft
út í þau mál og þá komst ég á flug
og alltaf hlustaðir þú á mig með
opnum huga, Hulda mín. Það var
alltaf gaman að spjalla við þig um
lífið og tilveruna en sjálf hafðir þú
frá mörgu að segja, hafðir reynt
margt á þinni löngu ævi. Á tímabili
hringdir þú í mig fyrir hver jól og
spurðir mig hvort ég væri búin að
fá bókatíðindin eða frétta hvort
það væri nú ekki að koma út ný
dulræn bók fyrir þessi jól því þig
langaði að gleðja mig og gefa mér
bók í jólagjöf. Þetta gladdi mig
alltaf jafnmikið, Hulda mín. Og
þegar við fjölskyldan komum í
heimsókn til þín bauðstu okkur
alltaf velkomin með því að faðma
hvert og eitt okkar innilega með
kærleika og hlýju, og síðan var
stjanað við okkur.
Ég er enn að átta mig á því að
þú sért farin, elsku Hulda, en ég
segi: „Ég bið mikillar blessunar í
bæinn, elsku Hulda mín, og góða
ferð til æðri heima.“ Ég mun
ávallt biðja fyrir þér og senda þér
ljós frá mínum bænum. Ég læt hér
ljóðið fylgja sem við sungum sam-
an síðast þegar ég var hjá þér og
mun ég syngja það oft þér til heið-
urs um ókomin ár, elsku Hulda
mín.
Þá hlæja hvítir fossar þá hljóma
strengir allir,
þá hlýnar allt og brosir, þá fagna
menn og dýr,
þá leiðast ungir vinir um vorsins
skógarhallir,
þá verður nóttin dagur, – og lífið
ævintýr.
(Úr Dalakofanum, Davíð Stef-
ánsson)
Takk fyrir allt. Guð geymi þig.
Þín tengdadóttir,
Steinunn Steinarsdóttir.
Strákurinn er orðinn lúinn.
Þetta er orðin löng leið í hríð-
armuggunni og janúarmyrkrinu.
Hann hafði lagt heldur seint af
stað úr Reykjavík, kveðjustundin
hafði verið erfið og dregist á lang-
inn. Maður fer heldur ekki hratt
yfir með reifarstranga í fartesk-
inu. Nú kemur hann að ánni og
heldur upp með henni inn dalinn.
Barnið ambrar, hún hefur annars
verið ósköp góð á leiðinni greysk-
innið. Eftir því sem snjókoman
þéttist verða háværari mótmælin
úr bögglinum sem strákurinn reið-
ir fyrir framan sig. Líklega er ekk-
ert vit að halda áfram ferðinni í
kvöld, þarna sér hann móta fyrir
bænum Laxnesi í snjókomunni.
Strákurinn réttir fannbarinn bögg-
ulinn inn um gættina áður en hann
fer til að spretta af klárnum.
Ókunnugar hendur taka við
barninu og rekja utan af því mestu
umbúðirnar áður en því er holað
óní ylinn hjá gamalli rúmliggjandi
konu. Og þarna liggja þær af nótt-
ina í fletinu tvær ókunnugar sálir
meðan hríðin ber utan bæinn,
frægasta amma á Íslandi og þessi
kalda og umkomulausa písl sem
seinna átti eftir að verða besta
amma á Íslandi – amma okkar.
Hulda Þorsteinsdóttir fæddist í
Reykjavík 15. nóvember 1921,
yngst þriggja systra. Vegna veik-
inda var móður hennar nauðugur
einn kostur að koma nýfæddu
barni sínu í fóstur og því var það
að amma var send til vandalausra,
aðeins átta vikna gömul. Hún ólst
upp í Helgadal, litlum afdal upp af
Mosfellsdal, fram á unglingsár.
Þrátt fyrir misjafnt atlæti í upp-
vextinum talaði amma alltaf af hlý-
hug um dalinn sinn sem hún þurfti
að yfirgefa tæpra sautján ára göm-
ul og standa á eigin fótum upp frá
því.
Það er merkilegt að hún sem hóf
ævina þannig í einstæðingsskap og
hraglanda og átti oft síðan eftir að
lenda í ágjöf skyldi verða svo heil-
steypt og mikil manneskja sem
raun bar vitni. Líf ömmu var ekki
allt með sméri og rjóma og marg-
ur hefði eflaust fyllst beiskju og
ásökun í hennar sporum. En mót-
byrinn náði aldrei að varpa skugga
á heiðríkju hugans og lífssýn
ömmu var sannarlega til eftir-
breytni. Hún söng sig gegnum erf-
iðleikana og hallaði aldrei orði á
nokkurn mann. Hún dæmdi hvorki
né fordæmdi, virti frelsi annarra
og gerði sjálf kröfu um að fá að
vera frjálsborin sál.
Amma var litríkur persónuleiki,
fór sínar eigin leiðir og lét sér álit
annarra í léttu rúmi liggja. Hún
var sjálfstæð og um margt nútíma-
leg og langt á undan sinni samtíð.
Þannig var hún t.d. einstæð móðir
og útivinnandi framan af ævi og
vann karlmannsvinnu í síðbuxum,
ein kvenna á sínum vinnustað.
Hún hafði líka alla ævi lifandi
áhuga á samtíð sinni. Það segir
sína sögu um ömmu að allar kyn-
slóðir afkomenda hennar, eldri
sem yngri, sóttust eftir að vera í
samvistum við hana fram á síðasta
dag.
Við þökkum allar gjafir ömmu,
stórar og smáar og kærleikann
sem hún umvafði okkur og börnin
okkar, Berglindi, Véstein og Huga.
Þótt ferð þeirri sem hófst að vetr-
arlagi fyrir margt löngu sé nú lok-
ið er samfylgd okkar ekki á enda
því við geymum mynd ömmu í
huganum og tökum hana okkur til
fyrirmyndar héðan í frá.
Steinunn og Hulda Egilsdætur.
Elsku amma okkar.
Þegar við komum að heimsækja
þig á Laugateiginn þá tókst þú
iðulega á móti okkur með þínu
hlýja faðmlagi og fallegu orðum,
varst alltaf svo jákvæð og óspör á
gullhamrana. Okkur leið alltaf svo
vel eftir samverustundir með þér,
elsku amma.
Við systkinin viljum kveðja þig
með ljóði sem segir allt um hug
okkar til þín og kveðjum þig með
þeim orðum sem þú kvaddir okkur
með: „Guð og góðir vættir gæti þín
alltaf – alltaf.“
Amma kær, ert horfin okkur hér,
en hlýjar bjartar minningar streyma
um hjörtu þau er heitast unnu þér,
og hafa mest að þakka, muna og
geyma.
Þú varst amma yndisleg og góð,
og allt hið besta gafst þú hverju
sinni,
þinn trausti faðmur okkur opinn
stóð,
og ungar sálir vafðir elsku þinni.
Þú gættir okkar, glöð við undum
hjá,
þær góðu stundir blessun, amma
kæra.
Nú hinstu kveðju hjörtu okkar tjá
í hljóðri sorg og ástarþakkir færa.
(Ingibjörg Sigurðardóttir.)
Þín barnabörn,
Birna og Steinarr.
Hulda Þorsteinsdóttir
✝
Innilegar þakkir færum við öllum þeim er sýndu
okkur samúð og hlýhug við andlát og útför
móður okkar, tengdamóður, ömmu og langömmu,
HELGU E. GUÐMUNDSDÓTTUR,
Flúðabakka 2,
áður Helgafelli,
Blönduósi.
Sérstakar þakkir færum við starfsfólki Heilbrigðis-
stofnunarinnar á Blönduósi fyrir að annast hana
afar vel, með hlýju og vináttu.
Karl Helgason, Sigurborg Bragadóttir,
Guðmundur Helgi Helgason,
Friðþjófur Helgi Karlsson, Þórey Sæmundsdóttir,
Guðrún Ingibjörg Karlsdóttir, Ragnar Þórður Jónasson,
Hjalti Rafn Guðmundsson,
Sigrún Nanna Karlsdóttir, Magnús Örn Úlfarsson,
Helga María Guðmundsdóttir, Davíð Helgason
og langömmubörn.
Farinn er til betri
heima í hárri elli fyrrverandi
tengdafaðir minn, Kristinn Krist-
varðsson. Kristni kynntist ég þeg-
ar ég tengdist fjölskyldu hans fyr-
ir rúmum fjörutíu árum. Kristinn
var ljúfur maður og tók mér eins
og syni sínum og alltaf voru sam-
skipti okkar góð. Kristinn var
ávallt veitandi og krafðist aldrei
neins af öðrum en gerði ríkar kröf-
ur til sjálfs sín. Vinnudagurinn hjá
honum var ætíð langur. Hann
vaknaði fyrstur manna og vann
fram á kvöld, enda rak hann um
áratuga skeið matvöruverslun,
sem á sínum tíma var stórverslun.
Þrátt fyrir þetta var hann boðinn
og búinn að aðstoða aðra á allan
hátt.
Hann styrkti öll börn sín og
tengdabörn með ríkulegum fjár-
framlögum til fyrstu íbúðarkaupa.
Hann var rausnarlegur en vildi
ekki tala um hlutina og fór hljóð-
lega í gegnum lífið. Hann hafði
skoðanir, en var ekki að halda
þeim fram og sóttist ekki eftir veg-
tyllum, var nægjusamur og þakk-
látur fyrir sitt. Aldrei var hann að
gagnrýna fólk, tók frekar upp
hanskann fyrir aðra og var maður
sátta. Hann hafði þann þroska að
Kristinn Kristvarðsson
✝ Kristinn Krist-varðsson fæddist
að Fremri-Hrafna-
björgum í Hörðudal í
Dalasýslu 6. sept-
ember 1911. Hann lést
á Hjúkrunarheimilinu
Eir miðvikudaginn 4.
ágúst síðastliðinn.
Útför Kristins var
gerð frá Seljakirkju
þriðjudaginn 17.
ágúst 2010.
gefa frekar eftir en
halda sínum hlut.
Hann var að mörgu
leyti lánsamur og
átti góða konu, Val-
dísi Meyvantsdóttur,
sem hann sinnti eftir
að hún varð veik, svo
aðdáun vakti. Voru
þau gjarnan nefnd
saman, Kristinn og
Gógó. Heimili þeirra
stóð öllum opið og
vel var tekið á móti
gestum, enda voru
þau vinmörg.
Eftir að langri vinnuævi lauk,
sinnti hann barnabörnum sínum
enn frekar. Kristinn var ekki stór
maður en alltaf grannur og spengi-
legur, og ótrúlega kraftmikill. Ég
minnist þess þegar hann var að
hjálpa mér við húsbyggingu, þá
hátt í sjötugt; hann var svo ótrú-
lega öflugur að ég, þá ungur mað-
ur, hafði tæplega við honum. Hann
var hreinlegur og snyrtilegur svo
eftir var tekið og aldrei man ég
eftir að bílarnir hans væru ekki
hreinir og snyrtilegir. Þannig fór
Kristinn í gegnum lífið, sívinnandi,
hjálpandi og ekkert nema ljúf-
mennskan. Aldrei sagði hann
hnjóðsyrði um nokkurn mann og
mig grunar að margir af hans við-
skiptavinum hafi notið góðvildar
hans og rausnarskapar. Oft hef ég
sagt um elsta son minn, sem heitir
í höfuðið á afa sínum: hann er eins
og Kristinn. Ekki þarf að útskýra
þetta nánar, allir sem kynntust
Kristni vita við hvað er átt. Krist-
inn mun lifa í minningunni sem
einn heiðarlegasti og besti maður
sem ég hef kynnst á lífsleiðinni og
það er ríkidæmi að hafa átt sam-
leið með honum.
Dan Wiium.