Morgunblaðið - 26.08.2010, Síða 26

Morgunblaðið - 26.08.2010, Síða 26
26 Minningar MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 26. ÁGÚST 2010 ✝ Hannes ÞórHelgason var fæddur í Hafnarfirði 9. júlí 1973. Hann lést á heimili sínu að Háa- bergi 23, sunnudag- inn 15. ágúst 2010. Hannes var sonur Helga Vilhjálms- sonar, f. 8. febrúar 1942 og Jónu Conway, f. 19. ágúst 1941. Systur Hannesar eru: a) Kristín Helga- dóttir, f. 1. apríl 1964, maki hennar er Gísli Jón Gíslason, f. 28. desember 1964. Börn þeirra eru Helgi Már Gíslason, f. 3. októ- ber 1988 og Sunneva Gísladóttir, f. 28. október 2002. Unnusta Helga Más er Ása Karen Jónsdóttir, f. 12. apríl 1990, b) Ingunn Helgadóttir, f. 3. október 1965, maki hennar er Atli Einarsson, f. 20. október 1966. Börn þeirra eru Patrik Snær Atlason, f. 2. nóvember 1994, Nadía Atladóttir, f. 11. nóvember 1999 og Ísak Atli Atlason, f. 24. janúar 2007. c) Rut Helgadóttir, f. 6. mars 1980, maki hennar er Jóhann Ögri Elvarsson, f. 17. nóvember 1983. Eftirlifandi unn- usta Hannesar er Guðlaug Matthildur Rögnvalds- dóttir, f. 16. júlí 1987. Hannes var framkvæmdastjóri Góu-Lindu ehf. og starfaði í þar tengdum fyrirtækjum. Útför Hannesar fer fram frá Víðistaðakirkju í Hafnarfirði fimmtudaginn 26. ágúst 2010 kl. 13. Elsku drengurinn okkar. Þú fagra blóm, þú allra þinna yndi, ó, elsku barn, þú hvarfst frá oss í skyndi. Úr ástarfaðmi föður þíns og móður þig flutti burtu dauðans engill hljóður. Þú birtist eins og bjarmi vordags þýður, þú burtu hvarfst sem morgunroðinn fríð- ur; þú birtist eins og bjartur sólskins- dagur, þú burtu hvarfst sem aftangeisli fagur. Og síðan er svo undur dimmt og dapurt og dauðans kalt og ömurlega napurt. Og síðan finnst oss sól og vorið fjærri og sjerhver vetrarskuggi miklu stærri. ( Páll J. Árdal.) Guð geymi þig, ástarkveðja, pabbi og mamma. Elsku fallegi og yndislegi strákurinn minn. Aldrei hef ég áður kynnst svona ljúfri og einstakri manneskju eins og þú varst. Mér finnst ég svo heppin að hafa fengið að kynnast þér og fengið að upplifa hluta af lífinu mínu með þér, ég upplifði lífið algjörlega í nýju ljósi með þér og fljótlega eftir að ég kynntist þér þá var ég alveg handviss um að ég og þú myndum eiga okkur alveg æðislega framtíð saman, kannski ekki full- komna, en það hefði án efa verið æð- islegt! Þú varst alltaf svo jákvæður og ávallt glaður og kátur og ef einhver þurfti á hjálp að halda, þá varst þú nán- ast alltaf til staðar. Þó að þú sért farinn frá mér, elsku Hannes minn, skaltu vita það að ást mín til þín er ennþá á sínum stað, ég elska þig svo heitt og söknuðurinn er svo mikill að ég hef litla sem enga stjórn á tilfinningum mínum, ég sakna þín mest á morgnana og á kvöldin, tilfinningin við það að vakna ein og yfirgefin og berjast við enn einn daginn án þín hræðir mig. Og það er svo erfitt að sofna ein á kvöldin vitandi það að þú verðir ekki hjá mér á morgun né nokkurn tíma aftur. Þú varst tekinn frá mér, sem og okk- ur öllum, allt of snemma, framtíðin sem við höfðum planað okkur saman hrundi saman í huga mér og nú hugsa ég: hvernig á ég að lifa án þín? Ég þarfnast þín í lífi mínu og við eigum eftir að upp- lifa svo mikið saman! Þú skildir eftir tóm þar sem hjartað mitt á að vera, ekki einu sinni sjálfsblekking og afneit- un virka til að geta gleymt þessu, af hverju ætti ég að gefast upp? Af hverju ætti ég að reyna? Jú, ég held áfram að reyna, vegna þess að innst inni, ég veit það vel; ég veit að þú gleymir mér aldr- ei. Einhvern tíma græt ég mínum síðustu tárum vegna þín, þó svo að ég komist aldrei yfir þig. Einhvern tíma verða öll þessi tár ekki hér, þó svo að ég muni aldrei gleyma þér. Minning þín mun lifa áfram í mínu hjarta, alveg þangað til við verðum saman á ný. Þín Matthildur. Núna er búið að taka þig frá okkur, elsku Hannes frændi. Skrítið að kalla þig frænda þar sem þú hefur nú verið mér meira eins og bróðir og besti vin- ur alla tíð. Það mun líklegast aldrei verða fyllt tómarúmið sem hefur myndast við brotthvarf þitt. Sama hvað var þá gat ég alltaf hringt í Hannes frænda og beðið þig að koma og hjálpa mér, hvort sem það snerist um að hjálpa mér að smíða kofa, fara á Haukaleik, ferðast, eða einfaldlega tala við mig þegar mér leiddist. Það fór nú ekki framhjá neinum hvað við eyddum miklum tíma saman í símanum, sama hvar í heiminum við vorum, þar sem metingurinn okkar á milli var mikill um það hvor væri á betri stað, á þeirri stundu, en það kom á daginn, að við höfðum það best saman. Þær munu aldrei gleymast allar gömlu góðu stundirnar okkar saman og hvað hjá okkur var alltaf gaman. Það verður seint tekið af þér að þú vildir öllum vel, og vildir allt fyrir alla gera. Þín verður sárt saknað. Helgi Már. Elsku bestu frændi minn. Þrátt fyrir sorgartár læt ég hug- ann reika til sælla minninga um glað- an frænda og vin. Í huga minn koma skemmtilegar minningar frá æskuár- um þar sem við leikum okkur í garð- inum á Skjólvangnum. Þú varst eins og ofurhetja þar sem þú gast stokkið niður klettana aftur og aftur. Ég minnist sumarsins sem við unnum saman á Selfossi og ævintýra sem við áttum þetta sumar, sumarið sem við urðum bestu vinir. Mikill kærleikur og virðing hefur alla tíð verið okkar á milli, við vorum svo ánægð að eiga hvort annað að. Vinkonur mínar þekktu þig flestar og hafa síðustu daga rifjað upp góðan tíma með þér. Þú tókst öllum vel enda vinmargur og kær í huga okkar allra. Þegar ég dvaldi í Ameríku komst þú auðvitað að hitta frænku þína, þá fórum við saman í „spring break“ á Daytona Beach, en við höfðum lengi talað um þá ferð. Margar eru minn- ingar mínar frá þessari ferð en þó sérstaklega frá rennibrautagarðinum sem við fórum í. Það tók mig marga daga að jafna mig eftir allar braut- irnar sem þú taldir mig á að fara með þér í. Það var alltaf svo skemmtilegt hjá okkur og mikið hlegið. Elsku Hannes minn, þú varst ein- stakur og engum líkur, hjartahlýr og skemmtilegur. Ég veit við hittumst síðar, og þá veit ég að þú tekur mér fagnandi eins og þú hefur alla tíð gert. Þar til mun ég minnast þín sem eins traustasta vinar sem ég hef átt. Hulda frænka. Elsku frændi minn. Ég bíð enn eftir að vakna upp af þessum ljóta og hræðilega draumi. Draumi um að þú sért farinn frá okk- ur. Ég get hreinlega ekki trúað því. Þetta eru þyngstu og erfiðustu dagar sem ég hef upplifað. Tómarúm- ið sem þú skilur eftir þig er stærra og sárara en ég get með orðum lýst og verður aldrei fyllt. Þvílíkur harmleikur. Þetta á eng- inn að þurfa að ganga í gegnum og að upplifa. Elsku frændi. Söknuður, sorgin ásamt mikilli reiði sem hefur hellst yfir okkur. Að svona illska skuli vera til. Þú sem sást alltaf það besta í öll- um og vildir öllum vel. Vá… Hvað ég sakna þín sárt. Að ég skuli ekki geta tekið upp símann og hringt í þig og spurt hvort við getum farið upp á Efri-Hamra að sortera hross eða fara með merarnar undir stóðhesta og velta okkur upp úr nöfn- um sem hægt væri að gefa folöldun- um. Enginn Hannes lengur… Vá, hvað þetta verður erfitt! Ég veit að þú verður áfram með mér og pabba þín- um í hestamennskunni, bara á öðrum stað, ekki í framsætinu á Fordinum. Bless, elsku frændi minn, ég mun hlúa að öllum sem þér þykir vænt um. Kristján frændi. Hörmungaratburður skekur okkar litla samfélag og skilur aðstandendur Hannesar Þórs Helgasonar eftir í djúpri sorg. Það er þyngra en orð fá lýst að sjá á eftir svo góðum dreng og félaga. Mig langar með örfáum orðum að minnast Hannesar frænda míns. Við bræðrasynirnir kornungir náðum strax vel saman í æskuleikjum og með árunum óx vinátta okkar og sam- heldni jafnt og þétt í leik og starfi. Margs er að minnast frá æskuárum okkar og ekki síður er við sem full- orðnir menn fórum að fóta okkur í líf- inu. Á stund sem þessari leita fallegar minningar á hugann og ylja í sorg- inni. Við áttum mjög margt sameig- inlegt bæði varðandi vinnu og frí- stundir. Við áttum auðvelt með að tala saman og alltaf átti Hannes tíma fyrir mig þyrfti ég á ráðgjöf hans eða annarri hjálp að halda. Hann var úr- ræðagóður, hjálpsamur og tryggur vinur. Samband okkar var alla tíð mikið og náið og skilur Hannes eftir sig mikið tómarúm í lífi mínu og fjöl- skyldu minnar. Hans er sárt saknað. Að leiðarlokum kveð ég elskulegan vin minn, þakka fyrir tímann sem við fengum saman og bið honum bless- unar á nýjum stað. Guð blessi og varðveiti minningu hans og veiti aðstandendum hans styrk í sorginni. Minningin um góðan dreng lifir. Hversvegna er leiknum lokið? Ég leita en finn ekki svar. Ég finn hjá mér þörf til að þakka þetta sem eitt sinn var. (Starri í Garði.) Pétur frændi. Elsku yndislegi frændi minn. Ég sit hér og hugsa um þig og trúi ekki að ég sé að skrifa minningar- grein til þín. Ótal spurningar ásækja hugann en ég fæ engin svör. Ég hugsa um þegar ég hitti þig seinast hvað það var gaman hjá okkur og ég talaði alla vikuna um það að núna ætl- aði ég að fara að vera í meira sam- bandi við þig. En svo fær maður frétt- ir að þú sért farinn frá okkur og á svona óhugnanlegan hátt. Það er manni gjörsamlega óbærilegt. Þú sem varst alltaf svo góður við mig og við alla. Ég hugsa um allar þær skemmti- legu stundir sem ég átti með þér og hvað við gátum oft spjallað mikið. Það var gaman að eiga frænda eins og þig. Ef eitthvað kom upp á þá datt manni alltaf í hug að hringja í þig, þú varst alltaf tilbúinn að hlusta á mann sama hvað klukkan var, held þú hafir haft smá gaman af því líka. Það var svo gaman að hitta þig og alltaf varstu svo hlýr og góður við mig, gafst mér alltaf tíma og hlustaðir á mig. Þér var aldrei sama um mann og ég fann það alltaf. Það situr svo í mér seinast þeg- ar ég talaði við þig hvað við áttum yndislegt spjall. Það er mér svo dýr- mætt. Ég vildi að ég gæti spólað til baka og endurtekið þetta. Ég er svo þakk- lát fyrir hvað þú sagðir fallega hluti við mig og þetta snerti mig svo mikið. Þú varst frábær persóna og ég á mik- ið af skemmtilegum uppákomum með þér og það er svo sárt að geta ekki leitað til þín aftur, elsku Hannes. Minning þín lifir að eilífu í hjarta mínu og ég er svo stolt að hafa átt þig sem frænda. Takk fyrir að vera vinur minn og taka alltaf vel á móti mér. Það er enginn eins og þú. Ég mun sakna þín óbærilega mikið. Takk fyr- ir allt, elsku Hannes. Guð geymi og styrki Helga, Pattý og alla fjölskyld- una, ég veit að þau eiga um sárt að binda enda varstu engum líkur. Þín frænka, Maggý Mýrdal Guðmundsdóttir. Elsku frændi. Ég bíð ennþá eftir því að það verði pikkað í mig og ég vakin upp frá þess- ari hræðilegu martröð. En það virðist ekki ætla að gerast. Þessi hörmung virðist vera blákaldur raunveruleik- inn. Hvernig gat þetta gerst? En eftir sitja minningar um þig sem við deil- um og enginn getur tekið frá okkur. Það er svo sárt að sjá sorgina umvefja fjölskylduna svona þétt. Einhvers staðar segir að tíminn lækni öll sár en ég veit ekki hvort það á við í þessu tilfelli. Þú varst engum líkur og mig langar svo að segja þér að ég hef alltaf litið upp til þín og ver- ið stolt af því að eiga þig sem frænda. Takk fyrir að hafa alltaf verið til staðar. Takk fyrir allar stundirnar og allt spjallið sem við áttum. Takk fyrir allt. Þín frænka, Ingunn Mýrdal. Ég skrifa þessi orð til að kveðja Hannes frænda minn fyrir hönd Lilla móðurbróður, systkinabarna af Njálsgötunni og fjölskyldna þeirra. Þegar ég spurði þau hin hvað þeim þætti minnisstæðast var alltaf sama svarið; hann var svo ljúfur. Þá varð mér hugsað til allra þeirra skipta sem verið var að tala um fjölskylduna og man eftir að sama orðræða hefur ávallt verið viðhöfð um Hannes. „Hann Hannes er nú svo ljúfur.“ Varla er hægt að hugsa sér betri eft- irmæli en óumdeilda ljúfmennsku. Hannes var líka mikill húmoristi og er mér minnisstætt þegar ég kom til hans í Háabergið eftir að hann flutti þar inn. Ég spurði hvernig gengi að koma sér fyrir og hann brosti sposkur á svip og sagðist ekki þurfa mikið að hafa áhyggjur af því. Systur hans sæju um það og eftirlit með hreinlæti. Máli sínu til stuðnings benti hann mér á að kíkja inn í bílskúr þar sem voru hillur upp í loft með skóm af systrunum við einn vegginn. Það var augljóst að hann hafði gaman af. Stundum var haft á orði að Hannes gæti verið sérvitur. Það fannst mér nú ekki persónulega en þó runnu á mig tvær grímur eitt sinn þegar við vorum í mat á Skjólvanginum. Hann- es tók þá upp flösku af tómatsósu og tilkynnti mér að ekki aðeins væri þetta nauðsynlegt á nautalundirnar sem voru í matinn, heldur bara með flestöllum mat. Síðan hef ég ávallt notað Hannes frænda sem dæmi þeg- ar verið er að ræða skrítnar matar- venjur. Lilli, móðurbróðir Hannesar, fékk símtal á sextugsafmælinu sínu nú í sumar frá Hannesi og varð mjög glaður við. Hann sagði: „Mikið var nú gaman að heyra frá Hannesi, hann sem er svo hlédrægur að þetta var óvænt ánægja.“ Þeir spjölluðu þó allt- af mikið saman þegar þeir hittust um vélar og framleiðslutæki enda sam- eiginlegt áhugamál beggja. Þó verður aldrei sagt um Hannes að hann hafi verið málgefinn og okkur frænkunum kom alltaf saman um að hann hlyti að vera svo ákaflega feiminn. Það er erfitt að skrifa þessi kveðju- orð til Hannesar því það er vart hægt að trúa því að hann sé farinn frá okk- ur. Hans andlát var ekki einungis ótímabært, heldur óraunverulegt á allan máta. Þetta er líkt og slæm mar- tröð sem ég held stundum að við vöknum upp af. Við fjölskyldan frá Njálsgötunni kveðjum nú yndislegan, ljúfan dreng og biðjum Guð að styrkja Pattí, Helga og ástvini í gegn- um þessa hræðilegu tíma. Herdís Sigurðardóttir. Elsku fallegi Hannes okkar. Þessar hörmulegu fréttir skullu hart á okkur, þetta er versti dagur í lífi okkar. Það er svo sárt að þurfa að kveðja þig, og erum við alltaf að bíða eftir að vakna upp við vondan draum, en þessu verður ekki breytt. Þú ert farinn frá okkur. Betri manneskju er ekki hægt að finna. Þú varst alltaf svo yfirvegaður, góður við alla, allir voru jafningjar í þínum augum. Þú varst örlátur við alla, og þú lagðir þig fram við að hlusta á og tala við fólk, hvenær sem var sólarhrings. Tókst alltaf vel á móti öllum, þú hafðir þann mátt að öllum leið vel í kringum þig. Þú lést vandamálin verða að engu eftir spjall með þér. Hvert sem við fórum með þér, var alltaf svo vel tekið á móti okkur – það segir svo mikið um þig og hvað öllum líkaði vel við þig. Það tala allir um að við höfum misst mikinn leiðtoga, þú varst leiðtogi okk- ar allra. Við höfum oft talað um það hvað við vorum náin, við vorum næstum eins og systkini og ég var alltaf svo stolt af því. Við þökkum svo innilega fyrir þessa yndislegu kvöldstund sem við áttum með þér, viku fyrir þennan hörmulega atburð. Hún er ómetan- leg. Með henni munum við lifa og öll- um hinum minningunum um þig. Þar til við hittumst aftur, elsku fal- legi Hannes okkar, Ingunn og Eiríkur. Það eru góðar minningar sem við æskufélagar Hannesar eigum. Við vorum níu félagarnir, allir jafn gamlir og ólumst upp í Norðurbænum í Hafnarfirði. Við félagarnir höfum fylgst að frá því við munum eftir okk- ur, lékum okkur saman áður en við byrjuðum í grunnskóla. Leið okkar lá fyrst í Engidalsskóla og því næst í Víðistaðaskóla. Þegar rifjaðar eru upp minningar frá grunnskólaárun- um tengjast þær flestar Hannesi á einhvern hátt. Æskuheimili Hannes- ar, fyrst á Miðvangi og síðar á Skjólv- angi, stóð okkur alltaf opið og eigum við þaðan góðar minningar. Hópurinn hefur alla tíð verið í miklu sambandi og er það ekki síst Hannesi að þakka því að hann var sá okkar sem var í tengslum við alla í hópnum og var alltaf fyrstur með fréttirnar. Eftir að unglingsárunum sleppti höfum við hist einu sinni í mánuði og snætt sam- an, slíkar stundir eru okkur mjög mikilvægar og yfirleitt mæta allir. Einu sinni á ári höfum við farið veiðiferð. Margar góðar minningar eigum við frá þessum ferðum. Í fyrstu veiðiferð okkar var Hannes svo spenntur, strax og komið var á stað- inn, að hann hljóp á klossunum sínum beint á árbakkann og landaði strax fiski sem var sá eini sem veiddist í þeirri ferð. Hannes var mikið ljúfmenni, alltaf í sama góða skapinu, kvartaði aldrei og hafði góða nærveru. Honum var ekki illa við neinn og gerði sér ekki manna- mun, vinir hans og kunningjar komu úr öllum áttum. Hann var alltaf boð- inn og búinn að hjálpa þeim sem þurftu, var mikill vinur vina sinna og kom það best í ljós þegar eitthvað bjátaði á hjá okkur félögunum. Hann gaf sér alltaf tíma til að spjalla, það skipti ekki máli hvenær hringt var í hann, hvað hann var að gera eða hvar hann var staddur í heiminum. Hannes hafði mikið keppnisskap og allt sem hann tók sér fyrir hendur var gert af alvöru og ekki til neins nema að sigra. Gott dæmi um það er þegar hann og einn úr hópnum fóru í megrunarkeppni og þegar allt leit út fyrir, í síðustu vikunni, að hann ætti enga möguleika á sigri, hætti hann að borða og hélt til í gufubaði síðasta daginn og vann. Nú eru tímamót í vinahópnum, Hannes mun ekki fylgja okkur leng- ur, en minningarnar um hann verða rifjaðar upp þegar við félagarnir hitt- umst. Hans verður sárt saknað í næstu veiðiferð sem búið var að skipuleggja og farin verður í byrjun september. Elsku Pattý, Helgi og fjölskylda, við sendum ykkur innilegar samúðar- kveðjur á þessum erfiðu tímum. Stefán, Björn, Birgir, Jón Þór, Róbert, Einar, Sveinn Ómar og Björgvin. Það var um hádegisbil sunnudag- inn 15. ágúst sem ég fékk símtal um Hannes Þór Helgason

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.