Morgunblaðið - 14.09.2010, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 14.09.2010, Blaðsíða 1
Þ R I Ð J U D A G U R 1 4. S E P T E M B E R 2 0 1 0  Stofnað 1913  214. tölublað  98. árgangur  AÐSTAÐA FYRIR HJÓLABRETTI Á HJALTEYRI ENDURSKIPULAG OG GJALDÞROT SÖNGKONAN RIHANNA KOM Á ÓVART Í LA EIGNIR LÍKLEGA OFMETNAR 14 MTV-HÁTÍÐIN 33STOFNA HJÓLABRETTAFÉLAG 10 Fréttaskýring eftir Þórð Gunnarsson Agnes Bragadóttir agnes@mbl.is Í Samfylkingunni logar allt stafna á milli og því fer víðsfjarri að einhugur ríki um að styðja þingsályktunartil- lögu fulltrúa Samfylkingarinnar í þingmannanefndinni, þeirra Magn- úsar Orra Schram og Oddnýjar G. Harðardóttur. Ingibjörg Sólrún Gísladóttir, fyrr- verandi formaður Samfylkingarinn- ar og utanríkisráðherra, frétti fyrst af því klukkan fjögur síðdegis á laug- ardag, hver niðurstaða fulltrúa Sam- fylkingarinnar í nefndinni hefði orð- ið, þ.e. að leggja til að Alþingi gæfi út ákæru á hendur henni, Geir H. Haarde og Árna M. Mathiesen, en að Björgvin G. Sigurðsson yrði ekki ákærður. Orðlaus yfir vinnubrögðum Sá armur Samfylkingarinnar sem stutt hefur Ingibjörgu Sólrúnu er nánast orðlaus yfir vinnubrögðum flokksforystunnar, fulltrúum Sam- fylkingarinnar í þingmannanefnd- inni og ekki síst Össurar Skarphéð- inssonar utanríkisráðherra, samkvæmt ýmsum samtölum frá því í gær. Á mánudagskvöldið fyrir viku hafi legið fyrir að fulltrúar Samfylk- ingarinnar myndu verða meðflutn- ingsmenn að þingsályktunartillögu meirihlutans, þ.e. fulltrúa VG, Framsóknar og Hreyfingarinnar, um að Alþingi ákærði fjóra fyrrver- andi ráðherra. Viðmælendur segja útilokað að fulltrúar Samfylkingarinnar í nefnd- inni, sem bæði eru mjög reynslulitlir þingmenn, voru fyrst kosin á þing vorið 2009, séu í raun algjörir nýlið- ar, hafi ákveðið slíka breytingu án þess að hafa um það samráð við for- ystu flokksins. Fullyrða viðmælend- ur að í þessum síðasta leik hafi Össur Skarphéðinsson verið í lykilhlut- verki. Talið er líklegt að ákveðnir þing- menn Samfylkingarinnar muni beita sér fyrir því á Alþingi að þingsálykt- unartillögum meirihlutans og full- trúa Samfylkingarinnar um ákærur og landsdóm verði í meðförum þings- ins vísað til allsherjarnefndar, í þeirri von að nýr flötur finnist á mál- inu, sem breið sátt geti tekist um. Viðmælendur Morgunblaðsins voru ekki bjartsýnir á það í gær, að slík sátt væri í augsýn. Ákvörðun í opna skjöldu  Mikil reiði í Samfylkingunni í garð Össurar Skarphéðinssonar og Jóhönnu Sig- urðardóttur Trúað fram á síðasta dag að fjórir fyrrv. ráðherrar yrðu ákærðir MSuðumark í Samfylkingunni »6  Fundur strandríkja um stjórnun makrílveiða verður haldinn í London um miðjan október. Tóm- as H. Heiðar, formaður samninga- nefndar Íslands, segir „alveg ljóst að menn verða að gefa eftir ef það á að nást samkomulag þar sem kvótarnir samanlagðir eru langt umfram það sem Alþjóða- hafrannsóknaráðið (ICES) hefur ráðlagt.“ Í næstu viku verður haldinn hér á landi tvíhliða fundur Íslendinga með fulltrúum Evrópusambandsins og er hann haldinn að beiðni ESB. Tómas segir að sjónarmiðum Ís- lands hafi verið komið skýrt á framfæri undanfarið og verið gert hærra undir höfði í erlendum fjöl- miðlum upp á síðkastið. »16 Íslendingar verða að gefa ýmislegt eftir Morgunblaðið/Helgi Bjarnason Makríll Íslendingar eru langt komnir með 130 þúsund tonna kvóta sem settur var. Þessir viðskiptavinir Íslandsbanka á Kirkjusandi vissu vart hvaðan á þá stóð veðrið þegar þeir gengu í átt að bankanum um miðjan dag í gær. Úr- hellisrigningu – og á köflum haglél – gerði um stund og spretti fólk því úr spori til að komast í næsta skjól. Mjög kalt og óstöðugt loft var í háloft- unum og lá skúrabelti yfir landinu suðvestanverðu. Í dag mun þó snúast í norðanátt með kólnandi veðri, og slyddu til fjalla. Morgunblaðið/Árni Sæberg Flýðu undan óvæntri úrkomu  Miklar umræður spunnust á Alþingi í gær um stöðu þingsins. Atli Gíslason, formað- ur þingmanna- nefndar sem skoð- að hefur rann- sóknarskýrslu Alþingis, sagði að auka yrði sjálf- stæði þingsins gagnvart fram- kvæmdavaldinu og fagmennsku í undirbúningi löggjafar. „Við viljum ekki að Alþingi sé verkfæri í hönd- um framkvæmdavaldsins.“ »12 Sjálfstæði Alþingis verði aukið Atli Gíslason Óvissa ríkir um framkvæmd átaks sem unnið er að um sameiningu sveitarfélaga eftir að Ögmundur Jónasson, nýr ráðherra sveitar- stjórnarmála, sagði á fundum sveit- arstjórnarmanna um helgina að hann væri ekki talsmaður þess að þvinga fram sameiningu. Samstarfsnefnd á vegum ráðu- neytis sveitarstjórnarmála og Sam- bands íslenskra sveitarfélaga, undir forystu Flosa Eiríkssonar, fyrrver- andi bæjarfulltrúa í Kópavogi, hefur í heilt ár unnið að undirbúningi til- lagna um nýtt stórátak í sameiningu sveitarfélaga. Leitað hefur verið eft- ir hugmyndum heimamanna og ýms- ar tillögur settar á flot. Kristján L. Möller hugðist fylgja málinu eftir með tillögu til Alþingis um áætlun um fækkun sveitarfélaga til næstu kosninga. Ögmundur Jón- asson sem nú er tekinn við embætt- inu segist fylgjandi því að sveit- arfélögin verði efld og þau stækkuð og bendir á að skýrsla nefndar sem nú starfar verði lögð fyrir landsþing Sambands íslenskra sveitarfélaga. Það sé hins vegar grundvallaratriði að farið skuli að vilja íbúa viðkom- andi sveitarfélags um það efni. Ögmundur segir að mörg mál séu á hreyfingu í þjóðfélaginu. Hann vekur athygli á því að flytja eigi auk- in verkefni til sveitarfélaganna. Það leggi auknar kröfur á herðar þeirra um fjárhagslega burði og getu til að veita aukna þjónustu Það kunni að breyta afstöðu margra. »9 Farið verði að vilja íbúa  Óvissa um framkvæmd átaks um sameiningu sveitarfélaga  Raunvaxtastig á Íslandi er of hátt miðað við kreppuástandið, að mati Más Guðmundssonar seðlabanka- stjóra. Kom þetta fram í við- tali Reuters- fréttastofunnar við Má sem tekið var í Basel í Sviss, en Már tel- ur að svigrúm sé fyrir frekari vaxtalækkanir í framtíðinni. Már sagði jafnframt að til greina kæmi að lækka kröf- ur um 16 prósenta eiginfjárhlut- fall íslenskra banka þegar að- stæður nálgast það sem eðlilegt getur talist, en það yrði þó yfir alþjóðlegu 7,0 prósenta lágmarki. » 14 Segir vaxtastig á Íslandi of hátt Már Guðmundsson  Rösklega þrítugur karlmaður, þekktur ofbeldismaður, var í gær úrskurðaður í gæsluvarðhald til föstudags vegna aðildar að lífláts- hótunum í garð feðga af kúbversk- um uppruna. Öðrum, mun yngri, manni var hins vegar sleppt úr haldi lögreglu. Maðurinn sem í haldi er hefur m.a. komið við sögu lögreglu vegna handrukkana. Ekki fékkst uppgefið hver tengsl hans eru við yngri manninn eða hvers vegna hann er yfirleitt viðriðinn málið. Lögreglan lítur svo á að um sé að ræða ofsókn- ir vegna kynþáttafordóma og er það byggt á því að feðgarnir eru þeldökkir. »4 Handrukkari í haldi vegna ofsókna

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.