Morgunblaðið - 14.09.2010, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 14.09.2010, Blaðsíða 4
4 FréttirINNLENT MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 14. SEPTEMBER 2010 „Hann ólst upp með tveimur hundum í sumar og heldur víst að hann sé hundur,“ segir maður í Mosfellsdal sem alið hefur hrafn sem síðan hefur gert sig heimakominn hjá fleiri fjölskyldum í dalnum. Hrafninn hefur verið kallaður Mogga- krumminn vegna þess að hann var merktur sem ungi í laup við Suðurlandsveg, skammt frá Morgunblaðshúsinu, síðastliðið vor. Maðurinn segir að ungir drengir hafi fundið hrafnsunga við veginn og komið með til fjöl- skyldunnar snemma í vor vegna þess að þeir hafi ekki kunnað að fóðra hann. Krummi hafi verið illa haldinn. Fjölskyldan kom honum fyrir á stórri grein utan við glugga og sprautaði ofan í hann matnum í upphafi. Hann var eitthvað hvumpinn fyrstu tvær vikurnar en varð sífellt ágengari og sótti sjálfur í matinn. Byrjaði að garga við gluggann eldsnemma á morgnana. Þegar leið á sumarið var krummi, sem kall- aður var Kalli á þessu heimili, farinn að sjást í fylgd annarra hrafna en sótti þó alltaf í matinn. Fjölskyldan vildi að hann aðlagaðist náttúrunni og yrði sjálfbjarga fyrir veturinn þannig að matarskammtarnir voru minnkaðir. Hann fór að sjást sjaldnar hjá þeim sem fóðruðu hann og hef- ur nú ekki sést í nokkra daga. Fólkið vonaði að Kalli væri farinn að bjarga sér sjálfur. Skýringin kom þó þegar þau sáu frétt í Morgunblaðinu um að Kalli væri kominn í fullt fæði annars staðar. helgi@mbl.is Kalli heldur víst að hann sé hundur  Hrafninn ólst upp með hundum hjá fjölskyldu í Mosfellsdal  Hann fór annað í fæði þegar fjöl- skyldan dró úr matarskammtinum til að reyna að gera hann sjálfbjarga fyrir veturinn Morgunblaðið/Ómar Hrafnsungar Hreiður hrafnsins nefnist laupur. Hann verpir oftast fjórum til sex eggjum. Stríðir hundunum » Kalli ólst upp með tveimur hundum og hafði gaman af því að stríða þeim. Hann reifst við hundana um matinn og hafði stundum betur. » Þegar húsbóndinn var að grilla í veislu um daginn beit Kalli í afturendann á öðrum hundinum sem hljóp emjandi í burtu en Kalli komst fremst í röðina til að geta náð sér í bita af grillinu. » Hjá nýju fjölskyldunni hagar hann sér eins. Stríðir hund- inum ótæpilega, sníkir mat og finnst gott að láta klóra sér. Kristján Jónsson kjon@mbl.is Rösklega þrítugur karlmaður verður í gæsluvarðhaldi til föstudags en hann var handtekinn á sunnudag í tengslum við líflátshótanir í garð feðga af kúbversku bergi brotna. Maðurinn er einnig grunaður um að hafa tengst árás á heimili þeirra. Rúður voru brotnar á heimili feðg- anna á laugardag og síðar var úti- dyrahurð brotin upp. Hinn hand- tekni hefur oft komið við sögu lögreglu vegna ofbeldis, m.a. vegna handrukkana. Mun yngri maður, sem einnig var handtekinn, var lát- inn laus í gær. Umræddir feðgar eru þeldökkir og búa í Vesturbænum í Reykjavík, þeir fóru úr landi í gær vegna máls- ins. Báðir eru þeir íslenskir ríkis- borgarar og pilturinn, Juan Ramos Borges, sem er 17 ára, hefur verið í sambandi við íslenska stúlku. Fram kom í fréttum Ríkisútvarps- ins, sem ræddi í gærmorgun við föð- ur piltsins, Alberto Borges Moreno, að sambandið hefði vakið kynþátta- fordóma, m.a. í Menntaskólanum í Kópavogi þar sem stúlkan stundar nám. Skólayfirvöld þar skárust í leikinn og ræddu við þá sem fyrir eineltinu stóðu. En síðan virðast að- ilar utan skólans hafa byrjað að skipta sér af málum. Byrjaði með sms-skeytum „Þetta byrjaði þannig að nokkrir skólanemar fóru að senda piltinum alls kyns meldingar, aðallega með sms-skeytum, vegna sambands hans við íslensku stúlkuna,“ segir Hákon Sigurjónsson lögreglufulltrúi. „Þetta veltur síðan áfram, verður stærra og stærra, fer úr böndunum. Svo voru framin skemmdarverk heima hjá þessum feðgum að því er virðist ein- göngu til þess að vekja ótta og hræðslu hjá þeim án þess þó að beita líkamsmeiðingum.“ Aðspurður segir hann að þetta virðist hafa verið of- sóknir vegna litarhafts piltsins. Alberto hefur búið hér í 11 ár, son- urinn skemur. Eiginkona Albertos dvelur nú að sögn hans til öryggis hjá öðru fólki og hann sagðist óttast um eldri son sinn sem er á Íslandi. Alberto er íþróttafræðingur að mennt og hefur starfað við umönnun fatlaðra og aldraðra en einnig þjálfað íþróttafólk hjá ÍR; hann hefur meira en 30 ára reynslu sem frjálsíþrótta- þjálfari. Sonurinn er unglingalands- liðsmaður í frjálsíþróttum. Heimild- armenn segja að mjög vel sé látið af allri þessari fjölskyldu. Hákon segist ekki vita til þess að lögreglan hafi komið að málinu fyrr en feðgarnir kölluðu á hana vegna húsbrotsins á laugardag. „Þetta er auðvitað ákvörðun sem tekin er af föðurnum, að fara af landi meðan þetta er að ganga yfir,“ segir Hákon. Fyrst þurfi að upplýsa málið og hugsanlega verði síðan ákært og dæmt. Þetta ferlið allt taki töluverð- an tíma. Líflátshótun og húsbrot  Feðgar af erlendum uppruna en með íslenskan ríkisborgararétt flýja land  Lögreglan álítur að ofsóknirnar tengist því að um þeldökka menn er að ræða Velta dagvöruverslana hefur ekki enn náð sér á strik eftir hrun bankanna þrátt fyrir að töluvert hafi dregið úr verðhækkunum á matvælum að undanförnu eins og verðmælingar Hagstofunnar sýna. Velta í dagvöruverslun minnkaði um 10,4% að raunvirði á þriggja ára tímabili frá ágúst 2007 til ágúst 2010. Áfengissala dróst mun meira saman. Þetta kemur fram í samantekt Rann- sóknarseturs verslunarinnar. Í ágúst minnkaði sala í öllum tegundum verslunar að raunvirði miðað sama mánuð í fyrra nema í raftækjaverslun. Eftirtektarvert er að fataverslun dróst saman í ágúst um 16,2% að raungildi. Fatakaupmenn benda á að for- eldrar virðast velja ódýrari skóla- föt á börn sín nú en áður. Hús- gagnaverslun er enn í mikilli lægð og hefur minnkað um 57,5% að raunvirði frá því í ágúst 2007. Verslun ekki enn náð sér á strik Enn er ekki hægt að lýsa yfir form- legum goslok- um í Eyja- fjallajökli. Vísinda- mannaráð Al- mannavarna fundaði í gær en var ekki reiðubúið að lýsa yfir gos- lokum enn sem komið er. Ráðið hyggst þó meta stöðu mála á ný síðar í vik- unni. Enn hefur viðbúnaðarstigi því ekki verið aflétt vegna gossins. Vilja ekki lýsa yfir goslokum strax Eyjafjallajökull Skráð atvinnuleysi í ágúst var 7,3%, en þá voru að meðaltali 12.096 manns atvinnulausir. Í júlí mældist atvinnuleysi 7,5% og svarar þróun- in milli mánaða til þess að atvinnu- lausum hafi fækkað um 473 manns að meðaltali. Atvinnuleysi á höf- uðborgarsvæðinu er 8,3% en 5,5% á landbyggðinni. Mest er það á Suð- urnesjum, 11%, en minnst á Norð- urlandi vestra, 2,4%. Vinnumálastofnun segir atvinnu- ástandið yfirleitt batna frá ágúst til september meðal annars vegna árs- tíðasveiflu. Í september 2009 var atvinnuleysi 7,2% og minnkaði úr 7,7% í júlí. Vinnumálastofnun áætl- ar að atvinnuleysið í september minnki og verði á bilinu 6,9%-7,3%. Atvinnuleysi minnk- ar á milli mánaða Óljóst er hvernig og hversu langur aðdragandi árásarinnar á heimili feðganna í Vesturbænum var. Skólayfirvöld Menntaskólans í Kópavogi tilkynntu lögreglunni um atvik sem varð á fimmtudag þegar hópur unglingspilta mætti í skól- ann til að ræða við nemanda vegna ógætilegra ummæla hans um Juan Ramos. Lögreglan í Kópavogi var ekki kölluð á staðinn en segir að atvikið hafi ekki snúist um kyn- þáttafordóma heldur hafi það byggst á misskilningi. Að sögn lögreglu mætti kúb- verski pilturinn ekki í skólann, að- eins félagar hans. Skólayfirvöld ræddu við deiluaðila í framhaldinu og drengurinn sem lét ummælin falla og Juan Ramos ræddust við í síma. Segir lögreglan þá hafa skil- ið sátta. Ekki kynþáttafordómar? LÖGREGLAN Í KÓPAVOGI Viðbygging við gamla flugturninn á Reykjavík- urflugvelli var rifin í gær. Viðbyggingin var að hruni komin og talin hættuleg. Byggingafulltrúi beindi þeim tilmælum til Isavia að suðurhlið turnins yrði klædd, honum til verndar, og hresst upp á útlit hans með málningu. Morgunblaðið/Árni Sæberg Vill láta hressa upp á gamla flugturninn með málningu

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.