Morgunblaðið - 14.09.2010, Síða 17

Morgunblaðið - 14.09.2010, Síða 17
17 MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 14. SEPTEMBER 2010 Vinnan Fyrir flesta er það lífsspursmál að hafa vinnu. Oft er það þannig að fólk menntar sig til ákveðinna starfa og í mörgum tilvikum nýtist menntun og reynsla til margra starfa. Sem betur fer þykir fólki almennt gaman í vinnunni en því miður geta ekki allir tekið undir það og svo virðist sem utanríkisráðherra og forsætisráðherra hafi ekki beint skemmt sér í vinnunni í gærmorgun. Árni Sæberg Síðla árs árið 2005 sendi stjórn Samtaka fyrirtækja í upplýsingatækni (SUT) frumlegt tilboð til þáverandi iðnaðar- og viðskiptaráð- herra Valgerðar Sverr- isdóttur sem kallaðist „Þriðja stoðin“. Tilboðið hljóðaði upp á að upplýsingatæknigeirinn myndi tífalda gjaldeyr- istekjur af upplýsingatækni á árunum 2006-2012. Úr 4 milljörðum í 40 milljarða. Fjölga þyrfti starfsfólki til muna eða um 3.000 störf, þar af allt að 2.000 ný störf. Markmiðið var að auka sölu staðlaðra hug- búnaðarlausna sem íslensk fyrirtæki hafa þróað og myndu þróa í framtíðinni og stór- auka hýsingu hér á landi á upplýs- ingakerfum og gögnum fyrir erlenda aðila með uppbyggingu gagnavera. Forsendur þess að þessi metnaðarfullu markmið myndu nást voru að íslensk stjórnvöld hrintu í framkvæmd skil- greindum verkefnum sem sneru að skatta- málum, útflutningi, stefnumörkun og sam- starfi. Samkvæmt tilboðinu var áætlað að já- kvætt fjárflæði fyrir ríkið myndi nema um 3 milljörðum kr. Nettó skatttekjur voru áætlaðar um 5 milljarðar kr. og fjárfesting var áætluð um 2 milljarðar kr. Þessu til- boði var ýtt til hliðar og var raunar aldrei svarað heldur var stefna ráðuneytisins tek- in á að gera Ísland að alþjóðlegri fjármála- miðstöð. Þetta er rifjað upp sökum þess að núna fjórum árum seinna þarf að hlaupa til á síðustu stundu og útfæra sértæka skatta- löggjöf til handa gagnaverum sem ætti að vera hluti af einhverri heildstæðri hugsun um hvernig við gerum þessa tegund af ís- lenskum iðnaði að raunhæfum og aðlaðandi kosti fyrir erlend fyrirtæki. Ein af þeim hugmyndum sem settar voru fram í tilboðinu var að ríkið myndi niðurgreiða gagnaflutningskostnað til landsins um allt að 75%, væri gagnamagnið yfir einhverjum ákveðnum mörkum. Hugs- unin var sú að gera Ísland að fýsilegum kosti fyrir hýsingu gagna erlendra aðila. Jafn- framt var búinn til hvati til þess auka gagnamagnið. Núna sitjum við uppi með háan stofnkostnað vegna lagningar þessara sambanda til og frá landinu og lélegrar nýtingar. Þótt raforkukostnaður hér sé hagstæður og orkan sé græn (allavega ljósgræn) er ekki víst að það dugi eitt og sér þegar erlend fyrirtæki bera saman fýsilega valkosti. Ísland sem valkostur fyrir gagnaver hefur þann aug- ljósa galla að fjarlægðir hingað eru miklar og kostnaður vegna tenginga yfir hafið ásamt kostnaði vegna varaleiða er umtals- vert meiri. Að auki er lítil sem engin sam- keppni í sölu á þessum tengileiðum. Líta má á gagnasambönd sem nútíma- vegagerð. Íslendingar hafa komið sér sam- an um að leggja vegi um allt land og brúa brýr yfir ófærar ár án þess að innheimta sérstaka vegatolla. Einstaklingar og fyr- irtæki geta nýtt sér þessa vegi fyrir ýmsa virðisaukandi starfsemi sem síðan er skatt- lögð með eðlilegum hætti. Kæmi ekki til greina að dusta rykið af þessum hug- myndum? Niðurgreiða kostnaðinn vegna gagnasambandsins og taka þannig út kostnaðaraukann sem óhjákvæmilega fylgir staðsetningu landsins. Skattleggja síðan starfsemina eins og alla aðra starf- semi. Kæmi ekki til greina að iðnaðarráðu- neytið dustaði rykið af þessari skýrslu þar sem fjármálamiðstöðin er hrunin til grunna? Eftir Guðna B. Guðnason » Gera má Ísland sam- keppnishæfara við sölu á hýsingu tölvukerfa og gagna með því að niðurgreiða þenn- an kostnað. Guðni B. Guðnason Höfundur er tölvunarfræðingur. Gagnaver og nútímavegagerð Hvernig er hægt að stórauka tekjur af ferðaþjónustu á Ís- landi? Þessi spurning hefur trú- lega aldrei leitað eins mikið á fólk í ferðaþjónustu og nú þegar auknar gjaldeyristekjur þurfa að koma þjóðinni upp úr hjól- förunum. Samtök ferðaþjónust- unnar tóku málið fyrir á aðal- fundi sínum fyrr á þessu ári og buðu til fundarins m.a. Marina Krause, fyrrverandi ferða- málastjóra Finnlands, til þess að skýra frá því hvernig Finnar fóru að því að komast upp úr sinni kreppu í upphafi tí- unda áratugar síðustu aldar með því m.a. að stórauka ferðaþjónustu yfir veturinn. Á þess- um tíma var nánast engin ferðaþjónusta yfir veturinn í Finnlandi, gríðarlegur halli á rík- issjóði og ástandið almennt slæmt. Samt sem áður tók finnska ríkisstjórnin þá ákvörðun að stórauka fé til vöruþróunar í vetrarferða- mennsku og markaðssetningu hennar og með samvinnu opinberra aðila og fyrirtækjanna í greininni tókst verkefnið svo vel að í dag hafa Finnar meiri tekjur af ferðaþjónustu yf- ir veturinn en yfir sumarið. Allt þetta kostaði mikla vinnu, mikið fé, mikla samræmingu og þolinmæði en það margborgaði sig. Við getum mikið af Finnum lært. Það er alveg ljóst að á Íslandi er vetr- arferðamennska eitt stærsta tækifæri þjóð- arinnar til verðmætasköpunar. Um land allt eru fjárfestingar sem eru illa nýttar utan há- annatímans. Ýmsir augljósir kostir eru fyrir vetrarferðamennsku, s.s. heilsutengd ferða- þjónusta í víðum skilningi, funda- og ráð- stefnuhald, ævintýraferðir og ýmsar vetr- aríþróttir en Marina Krause sagði að það hefði fyrst þurft að auka sjálfstraust Finna og láta þá trúa því að myrkur og kuldi væri ekki endilega fráhrindandi. Það kom fram í máli hennar að brýn nauðsyn væri á gæða- vottunum hjá fyrirtækjunum og stórauknum rannsóknum. Hér á landi er að fara af stað verkefni sem lýtur að gæðavottunum og er í samvinnu opinberra aðila og greinarinnar og mun skipta miklu máli í íslenskri ferðaþjón- ustu þegar til framtíðar er litið. Þegar litið er til rannsókna er öllum ljóst að ferðaþjón- ustan hefur orðið illilega útundan í þeim efn- um og munu stjórnvöld vera búin að átta sig á því. Það hefur ennfremur kom- ið í ljós að ferðaþjónustufyr- irtæki eiga lítinn aðgang að ný- sköpunarfé. Það er því spurning hvenær stjórnvöld ætla að hætta að tala um að ferðaþjónustan eigi að leika stórt hlutverk í gjaldeyr- isöflun og atvinnusköpun í fram- tíðinni og sjá til þess að greinin eigi eðlilegan aðgang að þeim sjóðum sem atvinnulífinu stendur til boða. Gjaldeyristekjur ferða- þjónustunnar hafa aukist gríð- arlega mikið síðustu árin og er ferðaþjónustan orðin ein af þrem- ur mikilvægustu atvinnugreinum landsins hvað gjaldeyristekjur varðar. Með meiri vetrarferðamennsku og þar með betri nýt- ingu fjárfestinga munu tekjur stóraukast og heilsársstörfum fjölga og munu þau viðbót- arstörf kosta mun minna en víða er reyndin. Það þarf mikla fagmennsku til að þessi fram- tíðarsýn nái fram að ganga þar sem tryggja þarf að náttúrunni, helstu söluvöru ferða- þjónustunnar, verði ekki misboðið, tryggja þarf öryggi ferðamanna með því að gæta þess að þeir sem reka ferðaþjónustufyrirtæki kunni til verka og uppfylli eðlilegar kröfur. Fyrirtækin þurfa að sama skapi að búa við stöðugt og gott rekstrarumhverfi. Botnlausar skattahækkanir á t.d. eldsneyti og áfengi og stöðugar hækkanir launatengdra gjalda draga úr öllum vexti. Samtök ferðaþjónustunnar hvetja stjórn- völd til þess að blása til sóknar og sjá til þess að skattkerfið og jafnrétti í rannsóknum og nýsköpun ýti undir hagvöxt og endurreisn í efnahags- og atvinnulífi. Með samstilltu átaki fyrirtækja og stjórnvalda getum við aukið hag þjóðarinnar með því að efla ferða- þjónustuna – tækifærin til vaxtar eru til staðar. Eftir Ernu Hauksdóttur Blásum til sóknar Erna Hauksdóttir Höfundur er framkvæmdastjóri Sam- taka ferðaþjónustunnar. » Það er alveg ljóst að á Ís- landi er vetrarferða- mennska eitt stærsta tækifæri þjóðarinnar til verðmætasköp- unar.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.