Morgunblaðið - 14.09.2010, Blaðsíða 36

Morgunblaðið - 14.09.2010, Blaðsíða 36
ÞRIÐJUDAGUR 14. SEPTEMBER 257. DAGUR ÁRSINS 2010 VEÐUR » 8 www.mbl.is 5 6 9 1 1 0 0 Ritstjórn: ritstjorn@mbl.is Auglýsingar: augl@mbl.is Áskrift: askrift@mbl.is | sími 5691100 mbl.is: netfrett@mbl.is Í LAUSASÖLU 350 ÁSKRIFT 3890 HELGARÁSKRIFT 2400 PDF Á MBL.IS 2200 1. Torres fær það óþvegið 2. Fé slátrað að hætti múslima 3. Rán í Hólagarði 4. Stúlkan er fundin »MEST LESIÐ Á mbl.is FÓLK Í FRÉTTUM  Föstudags- kvöldið 1. október mun Ómar Ragn- arsson sýna þrjár kvikmyndir á RIFF, Alþjóðlegri kvik- myndahátíð í Reykjavík, en myndirnar verða sýndar um borð í hvalaskoðunarskipinu Eldingu og hefst sýning kl. 20.30. Myndirnar kallast One Of The Wonders Of The World, Reykjavíkurljóð og svo er um að ræða myndskreytingu við lagið „Maður og hvalur“. Ómar Ragnarsson í hvalaskoðunarskipi  Rappsveitin goðsagnakennda For- gotten Lores ætlar að halda tónleika og dj-set á Faktorý annað kvöld, miðvikudags- kvöld. Eftir tvær tíma- mótaplötur er sú þriðja á leiðinni og munu hinir fimm fræknu taka gamalt og gott í bland við nýtt og ferskt efni. Dyrnar verða opnaðar kl. 21. Forgotten Lores á Faktorý Á miðvikudag Norðan 10-18 m/s og rigning, en skýjað með köflum og þurrt á S- og V- landi. Hiti 5 til 13 stig, hlýjast syðst. Á fimmtudag og föstudag Norðlæg átt, víða 5-10 m/s en heldur hvassara við austur- ströndina. Léttskýjað S- og V-lands, en dálítil væta á norðaustanverðu landinu og slydda. SPÁ KL. 12.00 Í DAG Vaxandi norðanátt, víða 15-23 m/s síðdegis. Þurrt S-lands, annars rigning og talsverð úrkoma á N- og NA-landi. Hiti 6 til 13 stig. VEÐUR Kristján Guðmundsson knatt- spyrnuþjálfari segir að svo virðist sem um geðþótta- ákvörðun hafi verið að ræða þegar hann var rekinn úr starfi hjá færeysku meist- urunum HB frá Þórshöfn í gær. Kristján fundaði fyrir helgina með forráðamönnum félagsins um leikmannamálin fyrir næsta tímabil og upp- sögnin kom honum í opna skjöldu. »1 Telur uppsögnina geðþóttaákvörðun Bandaríkjamenn lærðu af mistökum undanfarinna ára í körfuboltanum og tryggðu sér heimsmeistaratitilinn í Tyrklandi um helgina. Þeir sofnuðu á verðinum eftir yfirburðasigur á Ól- ympíuleikunum 1992, aðrar þjóðir lögðu harðar að sér og sáu til þess að þeir urðu ekki heimsmeistarar í sex- tán ár. »3 Bandarískir sofnuðu á verðinum eftir ÓL 1992 Framarar eru enn með í bar- áttunni um Evrópusæti eftir sigur á Keflvíkingum, 2:1, í úrvalsdeild karla í fótbolta. Almarr Ormarsson skoraði sigurmarkið og Fram er með 29 stig í 5. sætinu. Fyr- ir ofan eru Breiðablik með 37 stig, ÍBV með 36, FH með 35 og KR með 34 stig. »4 Fram á enn von um Evrópusæti ÍÞRÓTTIR Atli Vigfússon Þingeyjarsveit | „Það er gaman að forystufénu og nauðsynlegt að hafa það með,“ segir Agnar Krist- jánsson, bóndi í Norðurhlíð í Að- aldal, en hann átti fallega sauði á Hraunsrétt sem m.a. leiddu fjár- hópinn til réttar alla leið frá Þeistareykjum en það er löng og ströng ganga. „Forystuféð þarf að njóta frels- isins í afréttinni og það er ekki í eðli þess að vera lokað inni í túnum eða hólfum,“ segir Agnar en hann fór sérstaka ferð á móti safninu til þess að sjá hvaða forystufé það væri sem leiddi safnið. Þarna eru vitrar skepnur á ferð og einn sauður Agnars sem nálgast fermingaraldurinn fer alltaf fremst- ur. Hann er skynsamur og þægur og veit hvað stendur til. Skraut í hjörðinni Að venju var margt fólk í Hraunsrétt og glatt á hjalla enda var veðrið ákjósanlegt, sólskin og logn. Mjög greiðlega gekk að draga féð sem var vænt og vel á sig kom- ið og víða mátti sjá mjög fallegar kindur. Áhugi á forystufé er heldur vax- andi í Aðaldal og fleiri sveitum og segist Agnar ekki tíma að farga fallegum hreinræktuðum for- ystulömbum og þannig sé nokkur hætta á að forystukindunum fjölgi heldur mikið. Eina ráðið sé að hafa hluta af því hálfblóðs til þess að eftirsjáin sé ekki eins mikil. Ekki sé hægt að búa eingöngu með for- ystufé þar sem það sé ekki eins kjötmikið en þetta eru vitrar og at- hyglisverðar skepnur sem skreyta hópinn, vita á sig veður og drífa féð áfram í smalamennskum. Fengur í fallegu forystufé  Forystuféð hans Agnars Kristjánssonar bónda leiddi fjár- hópinn til rétta Morgunblaðið/Atli Vigfússon Bylur Forystusauðurinn Bylur ásamt eiganda sínum, Agnari Kristjánssyni í Norðurhlíð. Merkilegir sauðir » Ásgeir Jónsson frá Gottorp safnaði sögum af forystufé í bók sem gefin var út árið 1953. » Í formála beindi Ásgeir orð- um sínum til fjárbænda lands- ins og hvatti þá til að eignast gott forystufé þar sem það veitti mikla lífsánægju og ör- yggi við geymslu og hirðingu hjarðarinnar. » Til er landsþekkt forystufé sem margar sögur hafa farið af. Má þar nefna mógolsótta forystusauðinn Feng sem Björn bóndi á Gili í Svartárdal eignaðist árið 1932. Saman í réttunum Fólk á öllum aldri var í réttinni. Kristján Hermannsson frá Lönguhlíð með barnabarnið Heiðdísi Dalrós sem er á fyrsta ári.  Gagnrýnandi Morgunblaðsins fer lofsamlegum orðum um nýja plötu Ólafar Arnalds. Segir hann m.a.: „Áhugafólk um tónlist, sem gerð er af hinum einu og réttu forsendum; þ.e. af hjartahreinni þörf hins sanna listamanns, ætti að kanna þetta verk og það rækilega.“ » 32 Morgunblaðið/Ernir Plata Ólafar Arnalds fær frábæra dóma

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.