Morgunblaðið - 14.09.2010, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 14.09.2010, Blaðsíða 6
6 FréttirINNLENT MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 14. SEPTEMBER 2010 Rúnar Pálmason runarp@mbl.is Reykjanesbær gerir alvarlegar at- hugasemdir við vinnubrögð eftirlits- nefndar með fjármálum sveitarfé- laga. Nefndin leitist við að draga upp dökka og einhæfa mynd af stöðunni, útreikningar hennar séu mjög um- deilanlegir og framsetning nefnd- arinnar hafi stórskaðað vinnu bæj- arins við endurfjármögnun. Í svari til nefndarinnar vegna 1,8 milljarða kr. erlends láns sem átti að greiða 1. ágúst sl. kemur fram að fulltrúar er- lends banka, sem á kröfuna, séu væntanlegir til viðræðna í þessari viku. Í bréfi sem Árni Sigfússon bæj- arstjóri, Böðvar Jónsson, formaður bæjarráðs og Gunnar Þórarinsson, forseti bæjarstjórnar, sendu nefnd- inni, er gagnrýnt að borinn sé saman mjög takmarkaður hluti af árstekjum Reykjanesbæjar við uppreiknaðar skuldir og skuldbindingar sveitarfé- lags sem geti dreifst yfir 50 ár eða lengur. Áhersla á skuldaútreikning, þar sem lífeyrisskuldbindingar til áratuga fram í tímann og uppreikn- aðar árlegar greiðslur til eignarhalds- félagsins Fasteignar til 30 ára, sé um- deilanleg, til samanburðar á móti eins árs skatt- og þjónustutekjum. „Mjög pólitískt ráðuneyti“ Þeir gagnrýna einnig að pen- ingalegar eignir Reykjanesbæjar, í bönkum og skuldabréfum, sem alls nemi 9 milljörðum, séu hvergi settar fram til frádráttar skuldum. Fleira er gagnrýnt, en að lokum segja þeir alls ekki við hæfi að „mjög pólitískt ráðu- neyti“, sem svari ekki erindum bæj- arins og leki ósendum bréfum til fjöl- miðla og þar sem ráðherra hafi ítrekað snuprað bæjaryfirvöld í fjöl- miðlum, skuli hýsa eftirlitsnefndina. Krefjast þeir þess að Samband ís- lenskra sveitarfélaga komi mun meira að nefndinni. Eftirlitsnefndin hefur rætt er- indi Reykjanesbæjar og vinnur að svari. Bærinn gagnrýnir útreikninga  Fulltrúar erlends banka á leið í heimsókn í Reykjanesbæ  Segja eftirlitsnefnd draga upp dökka og einhæfa mynd Viðræður vegna vanskila » Í svari Reykjanesbæjar til eftirlitsnefndarinnar kemur fram að krafa vegna 1,8 millj- arða erlends láns sem Reykja- nesbær tók hjá þýskum banka sé nú hjá DePfa-bankanum á Írlandi. » Viðræður við bankann standa yfir. Fulltrúar hans eru væntanlegir til landsins í þess- ari viku. ódýrt og gott Rauðspretta, frosin 598kr.kg FRÉTTASKÝRING Agnes Bragadóttir agnes@mbl.is Synd væri að segja að allt væri með friði og spekt innan Samfylkingarinnar þessa dag- ana. Þetta á við um þingflokk Samfylking- arinnar og ekki síður á þetta við um grasrót flokksins. Heimildir Morgunblaðsins herma að ástandið innan flokksins nálgist suðu- mark og ef ekki verði fundinn nýr flötur á málinu, sé viðbúið að það sjóði upp úr. Sömuleiðis mun Framsóknarflokkurinn klofinn í sinni afstöðu og engan veginn er hægt að fullyrða að allur þingflokkurinn vilji styðja tillögu meirihluta þingmanna- nefndarinnar, sem þó tveir fulltrúar Fram- sóknarflokksins áttu aðild að, að Alþingi ákæri fjóra fyrrverandi ráðherra í rík- isstjórn Sjálfstæðisflokks og Samfylkingar, þau Geir H. Haarde, Ingibjörgu Sólrúnu Gísladóttur, Árna M. Mathiesen og Björg- vin G. Sigurðsson. Framsókn vill bíða og sjá Sennilegast var talið í gær að þing- menn Framsóknarflokksins vildu bíða og sjá til hvað gerðist hjá VG, því ýmsir töldu um helgina að Ögmundi Jónassyni gæti vart verið stætt á því að samþykkja að Alþingi gæfi út ákærur á hendur ráðherrunum fyrr- verandi, þar sem hann hafi áður lýst því yf- ir að hann teldi að það fæli í sér mannrétt- indabrot að ákæra þegar sakborningum gæfist ekki færi á að áfrýja niðurstöðu dómstóls, en það er einmitt tilvikið með nið- urstöður landsdóms; þeim verður ekki áfrýjað. Líklegt var talið að framsókn- arþingmenn myndu tvístrast, verði nið- urstaðan sú að Ögmundur ákveði að styðja ekki tillögu meirihluta nefndarinnar. Reiðin beinist að Össuri Þótt óvissan sé með þessum hætti inn- an Framsóknarflokksins, er hún hjóm eitt miðað við það ástand sem nú er sagt ríkja í þingflokki Samfylkingarinnar. Þar logar allt stafna á milli. Sá armur Samfylkingarinnar sem stutt hefur Ingibjörgu Sólrúnu Gísla- dóttur, fyrrverandi formann flokksins og ut- anríkisráðherra, er nánast orðlaus yfir vinnubrögðum flokksforystunnar, fulltrúa Samfylkingarinnar í þingmannanefndinni og ekki síst Össurar Skarphéðinssonar utan- ríkisráðherra og nota bene svila Ingibjargar Sólrúnar. Benda fulltrúar þess arms á að það sé með miklum ólíkindum að það hafi fyrst verið kl. fjögur síðdegis á laugardag, sem Ingibjörg Sólrún frétti af því að hennar eig- in flokkssystkin, þau Magnús Orri Schram og Oddný G. Harðardóttir, hafi gert tillögu um að þrír fyrrverandi ráðherrar yrðu ákærðir. Þau hafi ákveðið að skipta henni inn á, miðað við niðurstöður úr Rannsókn- arskýrslu Alþingis, en falla frá upphaflegum áformum um að ákæra Björgvin G. Sigurðs- son einnig. Á mánudagskvöldið fyrir viku hafi legið fyrir að fulltrúar Samfylking- arinnar myndu verða meðflutningsmenn að þingsályktunartillögu meirihlutans, þ.e. full- trúa VG, Framsóknar og Hreyfingarinnar, um að Alþingi ákærði fjóra fyrrverandi ráð- herra. Viðmælendur segja útilokað að fulltrúar Samfylkingarinnar í nefndinni, sem bæði eru mjög reynslulitlir þingmenn, voru fyrst kosin á þing vorið 2009, séu í raun algjörir nýliðar, hefðu ákveðið slíka breytingu, án þess að hafa um það samráð við forystu flokksins. Fullyrða viðmælendur að í þessum síðasta leik hafi Össur Skarp- héðinsson verið í lykilhlutverki. Hann hafi barist fyrir því á öllum vígstöðvum, frá því að hann frétti af því að til stæði að ákæra fjóra fyrrverandi ráðherra, að Björgvin G. Sigurðsson væri skorinn niður úr snörunni. Hann líti einfaldlega á það sem skyldu sína að slá skjaldborg um viðskiptaráðherrann fyrrverandi. Hann hafi „gert hann að póli- tíkus“ svo vitnað sé orðrétt í einn heimild- armann og því hafi honum runnið blóðið til skyldunnar. Bent er á að það sé með miklum ólík- indum að Jóhanna Sigurðardóttir, forsætis- ráðherra og formaður Samfylkingarinnar, skuli hafa látið þetta yfir sig ganga. Hún eigi pólitískan frama sinn, þ.e. að hafa orðið formaður Samfylkingarinnar og forsætis- ráðherra, einni og aðeins einni manneskju að þakka og sú heiti Ingibjörg Sólrún Gísla- dóttir. Reiði, biturð og sár vonbrigði eru því kraumandi í armi Ingibjargar Sólrúnar inn- an Samfylkingarinnar, einkum í garð Öss- urar en einnig í garð Jóhönnu og þá ekki síst fyrir „þann aumingjaskap að hafa látið undan Össuri í þessu gífurlega viðkvæma máli,“ svo aftur sé vitnað orðrétt í heimild- armann. Þá liggur það fyrir að ákveðnir þing- menn Samfylkingarinnar, sem eiga það sameiginlegt að hafa skamman starfsaldur á Alþingi, ýmist frá vori 2007 eða vori 2009, vilji í lengstu lög koma fram sjálfstætt og láta ekki spyrða sig við eldri þingmenn, nú- verandi og fyrrverandi ráðherra. Því megi búast við því að hver og einn leiki nokkurs konar einleik í málinu, þegar ákærutillög- urnar og landsdómur koma til meðferðar þingsins, væntanlega í dag. Fyrir allsherjarnefnd? Ákveðnir þingmenn Samfylkingarinnar segja að þingflokkurinn í heild geti vit- anlega ekki stutt tillögu eigin flokksmanna úr þingflokksnefndinni. Um það verði ein- faldlega aldrei nein sátt í flokknum að draga Ingibjörgu Sólrúnu fyrir landsdóm. Því vilja ákveðnir þingmenn Samfylking- arinnar nú að þingsályktunartillögum meiri- hluta nefndarinnar og Samfylkingarinnar verði vísað til allsherjarnefndar, í þeirri von að nýr flötur finnist á málinu í meðförum allsherjarnefndar. Einhugur ríkir meðal þingmanna Sjálf- stæðisflokksins um að standa ekki að ákærum gegn ráðherrum úr ríkisstjórn Geirs H. Haarde, eins og kom fram í Morg- unblaðinu fyrir helgi. Að þeirra mati eru saknæmisskilyrði laga um ásetning eða stórfellt hirðuleysi ekki uppfyllt. Viðmælendur úr mismunandi stjórn- málaflokkum virtust ýmsir vera sammála um eitt meginatriði í samtölum í gær; að nú reyni á þingheim. Spurt er hvort þingmenn muni hafa þann manndóm í sér að greiða þingsályktunartillögum meirihluta nefnd- arinnar og Samfylkingarþingmannanna tveggja atkvæði sitt, vegna eigin sannfær- ingar. Eða munu þeir greiða atkvæði, byggða á „meintu almenningsáliti, sem sagt er krefjast þess að fá að sjá blóð renna?“ Suðumark í Samfylkingunni  Ingibjörg Sólrún Gísladóttir frétti af því klukkan fjögur síðdegis á laugardaginn að hennar eigin flokkssystkin vildu standa að því að draga hana fyrir landsdóm en sleppa Björgvini G. Sigurðssyni Össur Skarphéðinsson Ingibjörg Sólrún Gísladóttir Björgvin G. Sigurðsson Jóhanna Sigurðardóttir Morgunblaðið/Kristinn Reiði og sár vonbrigði Í armi Ingibjargar Sólrúnar innan Samfylkingarinnar er reiði í garð Jó- hönnu Sigurðardóttur fyrir að hafa látið undan Össuri Skarphéðinssyni í þessu viðkvæma máli.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.