Morgunblaðið - 14.09.2010, Side 19

Morgunblaðið - 14.09.2010, Side 19
Minningar 19 MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 14. SEPTEMBER 2010 ✝ Erla Valdimars-dóttir fæddist í Reykjavík 16. ágúst 1926. Hún andaðist á heimili sínu 6. sept- ember 2010. Foreldrar hennar voru Valdimar Júl- íus Helgi Sigurðsson skósmiður, f. 22. júlí 1894, d. 1. júní 1977, og Una Ágústa Bjarnadóttir, f. 18. ágúst 1893, d. 1. nóvember 1977. Systkini hennar: Bjarni, f. 1919, d. 1976, Jóhann, f. 1923, Esther, f. 1928. Erla giftist 16. janúar 1946 Svavari Sigurðssyni, verkstjóra, f. 23. júní 1918, d. 24. júlí 1979. Börn þeirra eru: 1) Valdimar, f. 13. júli 1950, kvæntur Dorothe Ólöfu Gunnarsdóttur, börn þeirra eru: a) Brynhildur Gunnur, gift Eggert Logi og óskírður. 3) Sig- urður, f. 17. janúar 1961 kvænt- ur Erlu Eyjólfsdóttur, synir þeirra er: a) Eyjólfur, giftur Hönnu Steinunni Steingíms- dóttur. b) Svavar, í sambúð með Telmu Björt Harðardóttur, sonur þeirra er Aron Daði. c) Davíð. Æskuheimili Erlu var á Njáls- götu 52a, en þar bjó hún ásamt foreldrum sínum og systkinum allt þar til þau Svavar hófu bú- skap. Fyrstu árin bjuggu Erla og Svavar á Ljósvallagötunni, en lengst af bjuggu þau á Kambs- vegi 1, að undanskildum átta ár- um sem þau bjuggu í Þorláks- höfn. Auk húsmóðurstarfa sinna starfaði Erla hjá Morgunblaðinu og í Arnarhvoli. Eftir að Svavar lést fluttist Erla að Álfheimum 70 og bjó þar til dánardags. Erla var mikil fjölskyldumanneskja og var barnabörnum og barna- barnabörnum sínum góð amma. Útför Erlu fer fram frá Ás- kirkju í dag, 14. september 2010, og hefst athöfnin kl. 11. Sigurjóni Má Kjart- anssyni, börn þeirra eru Sandra Sif og Gunnar Már. b) Yrsa Eleonora, gift Arnari Sæbergssyni, börn þeirra eru Sara Lea og Óttar Leví. c) Gunnar, giftur Vil- borgu Grét- arsdóttur, börn þeirra eru Ísabella og Orri. d) Erla. 2) Hjördís, f. 27. sept- ember 1952, gift Skúla Sigurðssyni, börn þeirra eru: a) Sigurður Svavar, giftur Tone Lise Omme- dal, börn þeirra eru Svavar Skúli og Lilja Marie. b) Erla Gréta, gift Heimi Þór Andrasyni, börn þeirra Alexander Bjarki, Eva Dís og Kristófer Gauti. c) Sigfús Gauti, í sambúð með Ragnheiði Ósk Eggertsdóttur, synir þeirra Tengdamóðir mín Erla Valdi- marsdóttir lést á heimili sínu að morgni 6. september 2010. Andlát Erlu bar brátt að en hún hafði þurft að glíma við ólæknandi æxli í baki og bar hún sig alltaf vel og kvartaði aldrei, en enginn veit sína ævi fyrr en öll er. Ég kynntist Erlu þegar fjöl- skylda hennar bjó í Þorlákshöfn upp úr 1969, eiginmaður Erlu, Svavar tók að sér verkstjórn í Fóð- urblöndunni í Þorlákshöfn. Ég bar alla tíð mikla virðingu fyrir Erlu, hún var ákveðin kona og bauð af sér mikinn þokka, hún var tignar- leg, alltaf hugguleg í klæðaburði. Öll árin sem Erla bjó í Þorlákshöfn vann hún sem fiskvinnslukona, eftir að Erla og Svavar fluttu til Reykja- víkur vann hún hjá Morgunblaðinu og í eldhúsi í Arnarhvoli. Þegar við Hjördís eignuðumst okkar fyrsta barn, Sigurð Svavar, þá passaði Erla drenginn á meðan við unnum úti, ári seinna fæddist svo Erla Gréta og var hún líka mik- ið hjá afa símum og ömmu. Á þess- um tíma bjuggum við Hjördís á Njálsgötu. Það var fastur liður að fara til afa og ömmu inn á Kambs- veg í hádeginu á laugardögum, það var alltaf jafn vinalegt að koma þangað, ef við hjónin vorum að gera eitthvað annað var allaf spurt hvort við ætluðum ekki að kíkja inn hjá afa og ömmu. Eftir að við Hjördís fluttum frá Eskifirði, en þar bjugg- um við í 15 ár, endurnýjuðust okkar kynni og urðu mun meiri en þegar við vorum svona langt í burtu. Sig- urður Svavar var þá fluttur til Nor- egs en Erla Gréta og Sigfús Gauti fluttu með okkur til Reykjavíkur. Frá 1995 voru heimsóknir okkar Hjöddu ófáar til Erlu, það var eins og áður, fastur liður að koma við á laugar- og eða sunnudögum og fá sér kaffi og brúntertu. Við hjónin ásamt börnum okkar og fjölskyld- um þeirra og alnöfnu Erlu, þ.e. dóttir Valda, fórum í ógleymanlega ferð til Búlgaríu þar sem hún hélt upp á 80 ára afmæli sitt. Sú ferð er okkur öllum ógleymanleg og hefði ég ekki vilja missa af þeirri skemmtun sem hún gaf mér og mínum. Við hjónin fórum til Noregs til sona okkar sem þar búa í nóv- ember 2009 og fór Erla þá með okkur, en þar sem hún átti erfitt með gang var þetta henni mikils virði. Erla hafði mikið gaman af því að vera með barnabörnum og barnabarnabörnum sínum í Noregi. Einn af síðustu dögum Erlu var laugardagurinn 4. september uppi í Maríubaug, en þar héldu Erla Gréta og Heimir upp á afmæli Al- exanders, Evu Dísar og Kristófers Gauta. Amma Erla var mjög þokka- leg til heilsunnar þó svo að hún hefði nokkrum dögum áður axlar- brotnað. Seinna um daginn höfðum við samband við Sigfús Gauta í gegnum Skype þar sem Erla amma fékk að sjá yngsta barnabarnbarn sitt sem fæddist 13. júlí, það er mikil gleði í okkar huga að Erla amma gæti notið þeirrar stundar. Nú er Erla kominn á þann stað sem á fyrir okkur öllum að liggja að enda á. Minning um þau Svavar og Erlu mun aldrei líða úr huga mín- um. Erlu verður sárt saknað af minni fjölskyldu, ekki síst af barna- barnabörnum sem eru nú dreifð um heiminn. Ég kveð tengdamóður mína með söknuði og votta fjölskyldu hennar mína dýpstu samúð. Guð blessi ykkur öll. Skúli Sigurðsson Elskuleg tengdamóðir mín Erla Valdimarsdóttir er látin og því komið að kveðjustund. Erla var einstaklega yndisleg kona, sjálf- stæð, dugnaðarforkur, hjálpfús og einstaklega barngóð, fátt gladdi hana meira en lítil börn. Eitt er það sem lýsir því vel hversu góð kona Erla var, það er að börn systra minna kölluðu hana alltaf ömmu Erlu því þeim fannst hún svo nota- leg og góð. Erlu var umhugað um að hafa fallegt og snyrtilegt í kringum sig enda bar heimili hennar þess líka glögg merki. Við áttum margar góðar stundir saman, sátum ósjald- an yfir kaffibolla í eldhúsinu í Álf- heimum og spjölluðum saman um daginn og veginn. Erlu fannst ómögulegt að eiga ekki alltaf eitt- hvað gott með kaffinu og var hún ótrúlega dugleg við að baka brún- köku og rúllutertu, strákunum mín- um þótti alltaf notalegt að koma til ömmu Erlu og fá kökubita hjá henni. Við fjölskyldan fórum tvisvar í frí til Spánar með Erlu, ég er mjög þakklát fyrir að hún komst í þessar ferðir með okkur, hefði þó mjög gjarnan viljað hafa þær fleiri. Erla var mjög hraust og talaði oft um það hversu heppin hún var að hafa haft svo góða heilsu í gegnum tíð- ina, hún varð nánast aldrei veik, þó kom að því að hún greindist með æxli við mænuna fyrir um það bil þremur árum. Hún var oft með mikla verki en hafði nýlega fengið aðstoð við að lina þá, henni virtist líða miklu betur og var farin að gera hluti sem hún hafði ekki treyst sér til í töluverðan tíma. Ég átti alls ekki von á því að hún færi svo snögglega sem hún gerði, það kom okkur hjónunum því mjög á óvart þegar við fengum hringingu þar sem við vorum stödd erlendis og okkur tilkynnt að Erla væri lát- in. Ég á eftir að sakna mjög mikið allra góðu stundanna sem við áttum saman, hún var einstaklega þægi- leg og yndisleg tengdamóðir. Þín verður sárt saknað. Hvíl í friði, elskuleg. Þín tengdadóttir, Erla Eyjólfsdóttir. Elsku amma Erla, sárt þykir mér að hafa ekki geta kvatt þig, mér finnst svo langt síðan við hittumst síðast. Í millitíðinni eignaðist ég strák sem náði ekki að hitta þig og það var bara mánuður í að við kæm- um að heimsækja þig. En minning- arnar um okkur saman eru margar og hverfa aldrei úr huganum, en sárt er að vita að fleiri sköpum við ekki. Þú varst svo góðhjörtuð og yndisleg og varst alltaf til staðar í Álfheimunum. Þú varst amma mín sem fylltir mann hlýju og umhyggju og færðir mér alltaf rúllutertu þegar ég kom til þín. Ég mun elska þig alltaf og sakna þín mikið og með kökk í hálsi segi ég bless að eilífu, Þinn dóttursonur, Sigfús Gauti, Ragnheiður og synir í Noregi. Elsku Erla amma. Mánudaginn 6. september barst mér sú frétt að mín elsku amma væri látin. Það eru svo margar skemmtilegar minning- ar sem koma upp í hugann á svona kveðjustund. Okkur langar að senda minni elskulegu ömmu þessar ljóðlínur: Elskulega amma, njóttu eilíflega Guði hjá, umbunar þess, er við hlutum, ávallt þinni hendi frá; þú varst okkar ungu hjörtum, eins og þegar sólin hlý, vorblómin með vorsins geislum vefur sumarfegurð í. Hjartakær amma, far í friði, föðurlandið himneskt á, þúsundfaldar þakkir hljóttu þínum litlu vinum frá. Vertu sæl um allar aldir, alvaldshendi falin ver; inn á landið unaðsbjarta, englar Drottins fylgi þér. (Höf. ók.) Blessuð sé minning þín. Sigurður Svavar, Tone Lise og börn. Okkar yndislega amma og langamma er látin, við munum sakna hennar mikið. Við höfum átt margar góðar stundir saman og var hún alltaf tilbúin að aðstoða okkur þegar við þurftum á að halda. Það var ávallt mikil tilhlökkun að fara í heimsókn til ömmu því hún bauð upp á góðar veitingar og uppáhald allra var rúllutertan hennar sem enginn getur gert eins góða. Dóttir okkar var svo heppin að fæðast á afmælisdegi hennar ömmu og héldu þær saman upp á afmæl- isdaginn úti í Búlgaríu sumarið 2006, þegar hún varð 80 ára gömul. Okkur þykir sú ferð ómetanleg og eigum við mjög góðar minningar frá henni. Við vorum síðan svo lukkuleg að eiga með henni ynd- islegan tíma rétt áður en hún féll frá og þökkum við mikið fyrir þann tíma. Elsku amma og langamma, takk fyrir okkur, við komum til með að sakna þín. Það verður skrítið að koma ekki til þín á jóladag, eins og við vorum vön þar sem þú varst alltaf búin að hafa mikið fyrir því að elda ofan í alla og oft var fjölmennt í þessum jólaboðum. Hvíldu í friði, elsku amma mín, við munum sakna þín mikið. Erla Gréta, Heimir Þór og börn. Erla Valdimarsdóttir ✝ Faðir okkar, tengdafaðir og afi, GUÐMUNDUR GARÐAR BRYNJÓLFSSON fyrrv. bóndi, Hlöðutúni, lést á Sjúkrahúsi Akraness laugardaginn 11. september. Brynjólfur Guðmundsson, Sæunn E. Sverrisdóttir, Þuríður Guðmundsdóttir, Ólafur Guðmundsson og barnabörn. ✝ Ástkær faðir minn, tengdafaðir, afi og langafi, EINAR LEIFUR PÉTURSSON, áður Hofi, Sólvallagötu 25, nú Minni Grund, Hringbraut 50, Reykjavík, lést á heimili sínu sunnudaginn 12. september. Útför fer fram frá Dómkirkjunni í Reykjavík föstudaginn 17. september kl. 13.00. Ólafía Einarsdóttir, Ingólfur Kristjánsson, María Huld Ingólfsdóttir, Einar Þór Ingólfsson, Eva Dögg Guðmundsdóttir, Ingólfur Örn Ingólfsson, Bjarni Már Ingólfsson, Rakel Barðdal Halldórsdóttir og barnabarnabörn. ✝ Eiginkona mín, JÓNA G. SKÚLADÓTTIR, Gyðufelli 12, Reykjavík, lést föstudaginn 10. september á Tenerife. Jarðarförin auglýst síðar. Fyrir hönd ættingja, Tómas Tómasson. ✝ VALDIMAR BÆRINGSSON málarameistari, er látinn. Útförin fer fram frá Grafarvogskirkju mánudaginn 20. september kl. 13.00. Jarðsett verður í Gufuneskirkjugarði. Bryndís Jóhannsdóttir. ✝ Ástkær frænka okkar, SIGRÚN ÁSTRÓS SIGURÐARDÓTTIR sníða- og kjólameistari, sem lést mánudaginn 6. september á Hrafnistu í Reykjavík, verður jarðsungin frá Áskirkju miðvikudaginn 15. september kl. 15.00. Fyrir hönd aðstandenda, Jóna Þorleifsdóttir, Erna Bryndís Halldórsdóttir, Sigrún Pálína Sigurpálsdóttir. ✝ Ástkær eiginkona mín, móðir mín, amma og lang- amma, ÞÓRUNN BJÖRNSDÓTTIR, Giljum í Mýrdal, lést föstudaginn 10. september. Útförin fer fram frá Víkurkirkju laugardaginn 18. september kl. 14.00. Ólafur Á. J. Pétursson, Sigrún B. Ólafsdóttir, Ólafur Þorsteinn Gunnarsson, Birna Kristín Pétursdóttir, Þórir Auðunn Gunnarsson, Sigríður Margrét Gunnarsdóttir, Helgi Júníus Jóhannsson, Sólrún Erla Gunnarsdóttir, Gylfi Viðar Guðmundsson og barnabarnabörn.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.