Morgunblaðið - 14.09.2010, Blaðsíða 32

Morgunblaðið - 14.09.2010, Blaðsíða 32
32 MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 14. SEPTEMBER 2010 Sveppi, uppáhald allra!!! Og nú í þrívídd (3D) SÝND Í ÁLFABAKKA, KRINGLUNNI, AKUREYRI, KEFLAVÍK OG SELFOSSI SÝND Í ÁLFABAKKA OG AKUREYRI Robert Pattinson stórstjarnan úr Twilight mynd- unum, sýnir magnaðan leik í sínu besta hlutverki til þessa. HHH „BESTA MYND ROBERT PATTINSONS TIL ÞESSA“ - EMPIRE HHH „VIRKILEGA VEL GERÐ MYND.“ - R.EBERT CHICAGO SUN TIMES Mynd sem kemur virkilega á óvart. GILDIR EKKI Á ÍSLENSKAR, VIP OG 3D MYNDIRÞRIÐJUDAGSBÍÓ Í DAG - KR. 650 650 kr. Tilboðil STÆRSTA HELGAROPNUN ÁRSINS VINSÆLASTA MYNDIN Á ÍSLANDI Í DAG! STÆRSTA ÍSLENSKA 3D MYNDIN FYRR OG SÍÐAR HHH „FYNDIN OG HRESS GAMANMYND.“ „BARNABARNIÐ VILDI GEFA Í ÞAÐ MINNSTA FJÓRAR EF EKKI FIMM STJÖRNUR.“ - S.V. – MORGUNBLAÐIÐ HHHH „VIRKILEGA VEL HEPPNUÐ FJÖLSKYLDU- MYND, BÆÐI SPENNAN- DI OG SKEMMTILEG“ „MAÐUR GETUR HREIN- LEGA EKKI BEÐIÐ EFTIR NÆSTU MYND SVEPPA.“ „SVEPPI, TAKK FYRIR AÐ SKEMMTA BÖRN- UNUM OKKAR.“ - K.I. – PRESSAN.IS BESTA SKEMMTUNIN ALGJÖR SVEPPI OG DULARFULLA HÓTEL... kl.63D -83D L STEP UP 3 - 3D kl.83D -10:103D 7 ALGJÖR SVEPPI OG DULARFULLA HÓTEL... kl.6 L HUNDAR OG KETTIR 2 - 3D m. ísl. tali kl.63D L REMEMBER ME kl.8 -10 L LETTERS TO JULIET kl.8 -10:20 L AULINN ÉG m. ísl. tali kl.6 L INCEPTION kl.10:20 L THE GHOST WRITER kl.8 -10:30 12 SHREK: SÆLL ALLA DAGA m. ísl. tali kl.6 L THE GHOST WRITER kl.5:30-8-10:30 VIP-LÚXUS / ÁLFABAKKA ALGJÖR SVEPPI OG DULARFULLA HÓTELHERB... kl.63D -83D -10:203D L THE GHOST WRITER kl.10 12 STEP UP 3 - 3D kl.5:403D -83D 7 INCEPTION kl. 8 -10:40 12 LEIKFANGASAGA 3 m. ísl. tali kl. 5:50 L / KRINGLUNNI Ljúf Ungstirnið Taylor Swift mætti sæt og prúð upp á sviðið. Gaman Kynnir kvöldsins Chelsea Handler brá sér í skemmtileg gervi. Bieber æði Stelpurnar sjúkar í unga söngvarann sem leiddist ekki athyglin. Já já, það er fullt af fólki að hlusta, engar áhyggjur af því, Nóra mín. Enda er hér á ferðinni hörku frumraun hjá þessari ungu og efnilegu sveit, en í for- grunni eru systkinin Egill og Auður Viðarsbörn. Tónlistinni væri best að lýsa sem einhvers konar nýbylgjurokki og áhrifin koma víða að, það er ekki verið að apa neitt eitt upp sérstaklega eins og fólk gerir stundum á þess- um árum og er það vel. Það sem sker plötuna helst frá öðru því sem hefur verið að koma út í þessum geira er auðheyranleg ákefð og áhugi sveitarinnar sem er smit- andi. Það er einhver ólga og kraftur sem flýtur upp og þetta lýsir sér best í frábærum samsöng systkinanna sem er fáránlega öruggur, miðað við að um fyrstu plötu er að ræða. Textar eru á íslensku, sem er plús í kladd- ann og maður sperrir ósjálfrátt upp eyrun þegar hið yl- hýra er brúkað. Vissulega eru einhverjir hnökrar hér og hvar sem mætti hefla af en heilt yfir er þetta afar til- komumikill frumburður sem gneistar af hugmyndaflugi, áræði og spilagleði. Ungæðisleg orka Nóra – Er einhver að hlusta? bbbmn Arnar Eggert Thoroddsen Sumum gæti þótt nóg um allt það 80’s hljóðgervlapopp sem hefur komið frá íslenskum tónlistarmönnum að undanförnu, aðrir fagna hverju lagi. Wish you were hair er önnur plata rafdúettsins Hairdoctor sem er skip- aður Árna Rúnari Hlöðverssyni og Jóni Atla Helgasyni. Wish you were hair inniheldur aðeins sjö lög, alveg áheyrileg með skemmtilega hráum hljómi. Hairdoctor tekur sig ekkert of hátíð- lega eins og má t.d. heyra í tilbeiðslusöng til Heidi Klum. Mér finnst vera tvö góð lög á þessari skífu, í fyrsta lagi „Dagur eitt“ og það fjórða „Have a merry fire“. Í því síðarnefnda er ekkert hljóðgervladiskó heldur píanóhljómur sem gerir eitthvað ótrúlega flott fyrir lagið og söngurinn hæfir því vel en mér finnst söngurinn í sumum lögunum ekki vera til að bæta þau. Annars er þetta er bara svona klassískt flippað hljóðgervlapopp, frekar leiðigjarnt en nógu töff til að vera spilað í drasl á Kaffibarnum. Hairdoctor - Wish you were hair bbmnn Hrátt og hressilegt Ingveldur Geirsdóttir Plata Ólafar Arn- alds frá árinu 2007, Við og við, vakti ekki mikla athygli fyrst er hún kom út en hægt og bítandi fór fólk hér heima og víðar að gera sér grein fyrir því að hér væri eitthvað alveg sérstakt á ferðinni. Þessi perla í plötulíki varð síðan til þess að Ólöf hefur nú landað samningi á erlendri grundu og í gær, 13. september, kom önnur plata hennar, Innundir skinni, út, plata sem beðið hefur verið eftir með mik- illi eftirvæntingu. Og öll þau álags- próf sem hægt er að demba á hana stenst hún með miklum glans. Það er búið að vera mikið „suð“ í kringum Ólöfu eða „böss“ eins og það er kallað í bransanum og ekki að ósekju. Því að auk tónlistarinnar sjálfrar ber Ólöf með sér gnótt af óræðum, algerlega einstökum sjarma sem verður trauðla lýst með orðum. Hann liggur yfir og undir öllum smíð- unum og ljær þeim þessa töfra sem hafa heillað mann og annan um velli víða. Þessi plata er nokkuð fjölbreyttari en síðasta plata. Byrjað er á þjóðlaga- kenndri stemmu sem Ólöf syngur án undirleiks en áður en varir breytist hún í samsöng mikinn með strengj- um, blæstri og herlegheitum miklum. Glæsileg byrjun. Lögin eru annars einkar innileg; næmt gítar- og ban- jóplokk er einkennandi og sérstök rödd Ólafar er oftast miðlæg. Áferð laganna er eins og hér séu á ferðinni þjóðlög frá einhverjum handanheim- inum. Áhugafólk um tónlist, sem gerð er af hinum einu og réttu forsendum; þ.e. af hjartahreinni þörf hins sanna listamanns, ætti að kanna þetta verk og það rækilega. Að lokum geri ég orð Ólafar, sem er að finna í laginu „Vinkonur“, að mínum og það ættu fleiri að geta gert eftir að hafa baðað sig í þessari mögn- uðu plötu: „Margslunginn ljómi þinn og kraftur, á svo ósköp vel við mig.“ Margslunginn ljómi þinn og kraftur Ólöf Arnalds – Innundir skinni bbbbb Arnar Eggert Thoroddsen Morgunblaðið/Kristinn Fegurð „Lögin eru annars einkar innileg; næmt gítar- og banjóplokk er ein- kennandi og sérstök rödd Ólafar er oftast miðlæg.“ Íslenskar plötur

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.