Morgunblaðið - 14.09.2010, Blaðsíða 21

Morgunblaðið - 14.09.2010, Blaðsíða 21
Minningar 21 MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 14. SEPTEMBER 2010 an að heyra ykkur bræður syngja raddað saman. Það eru ótalmargar skemmtilegu samverustundirnar sem gott er að ylja sér við nú. Eft- irfarandi ljóð lýsir þér vel. Og það er margt sem þakka ber við þessa kveðjustund. Fjör og kraftur fylgdi þér, þín fríska, glaða lund. Mæt og góð þín minning er og mildar djúpa und. Þú skilur eftir auðlegð þá sem enginn tekið fær. Ást í hjarta, blik á brá, og brosin silfurtær. Mesta auðinn eignast sá er öllum reynist kær. Þín minning öllu skærar skín þó skilji leið um sinn. Þó okkur byrgi sorgin sýn mun sólin brjótast inn. Við biðjum Guð að gæta þín og greiða veginn þinn. (G.Ö.) Elsku Sigga, Guðný María, Jósi, ættingjar og vinir. Við Bjarni og börnin okkar send- um innilegar samúðarkveðjur. Vertu sæll, kæri frændi. Þín bróðurdóttir, Þórunn Sig. Kær föðurbróðir minn Haukur er látinn. Mér finnst erfitt að trúa þessu þó svo að hann hafi ekki verið frískur síðustu árin og verið býsna nærri Gullna hliðinu á stundum, þá stóð hann alltaf upp aftur með bros á vör og sagði að það væri ekkert að sér. Það var alltaf svo gaman að heim- sækja Hauk og Huldu á heimili þeirra á Reykjaheiðarvegi og þangað lögðu margir leið sína, mér fannst svo gaman að vera hjá þeim og sótti mikið til þeirra. Hulda frænka kona Hauks lést langt um aldur fram að- eins 59 ára. Annar kafli hófst í lífi frænda þeg- ar hann kynntist Siggu sinni og eftir nokkur ár á Húsvík þá fluttu þau til Akureyrar. Þar eignaðist frændi heila fjölskyldu til viðbótar við okkur heima og ég veit að hann var þeim öllum jafn kær. Við heimsóttum Siggu og Hauk nokkuð oft í bústað- inn og svo á Akureyri, allt yndislegar stundir og ómetanlegar í minning- unni. Efst í huga mínum verða þó alltaf árin heima á Húsavík og það líf sem við áttum þar öll saman. Ég held að við, barnabörn ömmu og afa á Bjargi, séum sammála um það að Haukur var „besti“ frændi okkar allra og ég veit að börn okkar systra elskuðu hann út af lífinu, hann var einfaldlega skemmtilegasti frænd- inn. Það þarf ekkert að útskýra það betur, þið skiljið mig öll sem til þekk- ið. Í lok júlí vorum við hjónin fyrir norðan og frændi á flakki með Siggu sinni út á Grenivík á húsbílnum, við ákváðum að renna þangað til að hitta þau, fannst það hálfónýt ferð norður ef við sæjum þau ekki. Ég sé ekki eftir að hafa gert það því þá fékk ég að sjá frænda í síðasta sinn. Smátt og smátt í gegnum árin hef- ur fjölgað „á himnum“ og þangað er nú frændi kominn, ég veit að honum hefur verið vel fagnað. Sum okkar fóru allt of snemma og skörðin eru orðin nokkuð mörg og upp í þau verður ekki fyllt, þess þarf heldur ekki, því fyrir mér eru þetta ekki skörð heldur móða og ég sé fólkið okkar í huganum handan við móð- una. Hver og einn á sinn sess í hjarta mínu og minningarnar eru ótal margar og dýrmætar. Það var ekk- ert til siðs að ræða svo mikið um til- finningar sínar í gamla daga, en við, barnabörn afa og ömmu á Bjargi, lærðum kærleik og ást af því hvernig komið var fram við okkur, við erum því ótrúlega tengd þrátt fyrir færri og færri samverustundir eftir því sem árin hafa liðið en öll áttum við það sameiginlegt að elska Hauk frænda og höfum sjálfsagt haldið bestum tengslum við hann, það segir í raun allt sem segja þarf. Nú er komin kveðjustund og við yljum okkur við góðar minningar. Elsku frændi, ég spjalla svo við þig í huganum í framtíðinni, takk fyr- ir það sem þú varst mér og mínum. Svo viðkvæmt er lífið sem vordags- insblóm er verður að hlíta þeim lögum að beygja sig undir þann allsherjar dóm sem ævina telur í dögum. Við áttum hér saman svo indæla stund sem aldrei mér hverfur úr minni en nú ertu genginn á guðanna fund það geislar af minningu þinni. (Friðrik Steingrss Grímsstöðum.) Hafðu þakkir fyrir allt, þín, Ásdís Sig. En komin eru leiðarlok og lífsins kerti brunnið og þín er liðin æviönn á enda skeiðið runnið. Í hugann kemur minning mörg, og myndir horfinna daga, frá liðnum stundum læðist fram mörg ljúf og falleg saga. Þín vinartryggð var traust og föst og tengd því sanna og góða, og djúpa hjartahlýju og ást þú hafðir fram að bjóða. Og hjá þér oft var heillastund, við hryggð varst aldrei kenndur. Þú komst með gleðigull í mund og gafst á báðar hendur. Svo, vinur kæri, vertu sæll, nú vegir skilja að sinni. Þín gæta máttug verndarvöld á vegferð nýrri þinni. Með heitu, bljúgu þeli þér ég þakka kynninguna, um göfugan og góðan dreng ég geymi minninguna. (Höf. ók.) Eigðu góða heimkomu minn kæri móðurbróðir. Innilegar samúðar kveðjur til ættingja og vina. Ásdís Stefánsdóttir og fjölskylda. Elsku Haukur, við trúum því varla að þú sért farinn frá okkur. Þú sem varst alltaf svo kátur og hress þegar við vorum saman, hvort sem var við vinnu eða á ferðalögum. Þegar við hittum þig fyrst var eins og við hefðum þekkst lengi. Svo op- inn og einlægur varstu og notalegt að umgangast þig. Nú höfum við þó minningarnar frá öllum ferðalögun- um sem við hjónin fórum með ykk- ur Siggu, bæði innanlands og til út- landa. Þá var það söngurinn sem þú hafðir svo gaman af. Þú söngst með kór eldri borgara á Akureyri og í árlegum vorferðum varst þú hrókur alls fagnaðar og bassinn þinn fékk að njóta sín. Kæri mágur, við viljum þakka allar þær góðu stundir sem við áttum saman. Guð blessi minn- ingu þína. Elsku Sigga, Guðný og Jóhannes Haukur. Við biðjum góð- an Guð að styðja ykkur og fjöl- skyldur ykkar. Anna og Svanberg. ✝ Sigurður Ólafssonfæddist í Hafn- arfirði 20. maí 1944. Hann lést á heimili sínu 4. september 2010. Foreldrar hans voru hjónin Ólafur Frímannsson vélvirki, f. 13. maí 1921, d. 5. apríl 1987, og Kristín Sigurðardóttir, f. 10. október 1921, d. 6. febrúar 1986. Systkini Sigurðar eru, Birgir, f. 1942, maki Stella Ol- sen, f. 1946, d. 2010, Guðrún, f. 1951, maki Kristján Ingvarsson, f. 1947, Einar, f. 1954, maki Ingibjörg Magn- úsdóttir, f. 1956. Hinn 26. desember 1965 kvæntist Sigurður eftirlifandi eiginkonu sinni Ingunni Elísabetu Viktorsdóttur, f. 13. nóvember 1944. Foreldrar henn- ar voru Viktor Þorvaldsson, f. 1. nóvember 1911, d. 20. október 1997, og Guðrún Ingvarsdóttir, f. 19. maí 1922, d. 1. september 2010, Börn Sigurðar og Ingunnar eru: 1) Viktor Rúnar, f. 1965, sambýlis- kona Ásthildur Elín Guðmunds- dóttir, f. 1965. Börn Viktors Rúnars og Ernu Lúðvíksdóttur eru Lúðvík og Ingunn Elísabet. 2) Kristín, f. 1967, maki Sæmundur Bjarnason, f. 1957, sonur þeirra er Sæmundur Bjarni. Synir Krist- ínar og Sigurjóns Grétarssonar eru Sig- urður Grétar og Vikt- or Ingi. 3) Guðrún Lísa f. 1977, maki Við- ar Utley, f. 1966. Börn þeirra eru Viktoría Valdís, Viðar Elí og Veigar Orri. Sigurður bjó alla sína ævi í Hafnarfirði. Hann lauk sveinsprófi í húsasmíði og starf- aði við þá iðn hjá Skipasmíðastöðinni Dröfn hf. allt þar til hann gerðist slökkviliðs- og sjúkraflutn- ingamaður hjá Slökkviliði Hafn- arfjarðar þar sem hann starfaði allt þar til hann lét af störfum vegna aldurs árið 2006. Sigurður gerðist félagi í Björg- unarsveit Fiskakletts í Hafnarfirði fljótlega eftir stofnun hennar árið 1966 og starfaði í henni allt til dán- ardags. Ferðalög og útivera voru áhugamál Sigurðar en hin síðari ár naut hann sín í sumarbústað fjöl- skyldunnar við Laugarvatn sem hann byggði ásamt Kristínu, dóttur sinni. Útför Sigurðar verður gerð frá Fríkirkjunni í Hafnarfirði í dag, þriðjudaginn 14. september 2010, og hefst athöfnin kl. 13. Hátt í 60 ára saga og vinátta að baki. Saga sem hófst á Selvogsgöt- unni þar sem margt var brallað í skjóli Hamarsins. Við vorum samstiga út í lífið og urðum vinnufélagar strax um 12 ára aldur þegar við unnum báðir sem sendisveinar í Kaupfélagi Hafnarfjarðar. Fórum báðir í Iðn- skólann og lærðum saman trésmíði í Dröfn. Hófum búskap í suður- bænum og vorum saman í Slökkvi- liði Hafnarfjarðar í 27 ár og síðar í Slökkviliði höfuðborgarsvæðisins. Í 16 ár vorum við tveir ásamt Jóni Pálmasyni varðstjóra á d- vaktinni. Þegar fjölgað var á vakt- inni 1987 og þeir Rabbi og Steini Karls bættust í hópinn tók Siggi að sér hlutverk kennarans og kenndi þeim m.a. að keyra, skipta úr öðrum gír yfir í þann þriðja til að láta vélina vinna. Á löngum næturvöktum var margt spjallað, um ferðalög, stöð- una í boltanum, börnin okkar, hús- byggingarnar og afkomuna. Brids var spilað af krafti og fyrir utan stöðina héldum við vel hópinn. Hittumst reglulega og gerðum eitt og annað okkur til skemmtunar. Upp í hugann kemur minningin um þrettándahátíðirnar þar sem vaktin kom saman og þá var sko skotið upp flugeldum og þar var Siggi klárlega á heimavelli eins og í svo mörgu öðru sem hann tók sér fyrir hendur. Siggi var einstaklega handlaginn maður, listamaður með tré og lag- inn í samskiptum við fólk. Hann var æðrulaus og traustur vinur sem reyndist mér og fjölskyldunni vel á erfiðum tímum. Ég segi stundum að hann hafi kennt mér að hugsa áður en ég framkvæmdi því hann var ávallt að leiðbeina okkur sem vorum í kringum hann. Í sumar heimsótti ég hann á Landspítalann, þá var ég að leggja upp í ferð yfir Sprengisand. Sigga var umhugað um að ferðin gengi vel og gaf mér í veganesti leiðbeiningar um það hvernig best væri að fara yfir óbrúaðar jökulár og að sjálfsögðu að passa mig á að fara ekki út af slóðanum. Þannig var Siggi, ávallt reiðubúinn að aðstoða og leiðbeina. Það er með þökk og virðingu sem ég kveð góðan vin og félaga. Ingunni, Viktori, Kristínu, Guð- rúnu Lísu og öðrum aðstandend- um votta ég samúð mína. Þorsteinn Hálfdanarson. Sigurður Ólafsson kom til starfa hjá Slökkviliði höfuðborgarsvæðis- ins við sameiningu slökkviliðanna á svæðinu. Hann hóf störf sem slökkviliðs- og sjúkraflutninga- maður hjá Slökkviliði Hafnarfjarð- ar árið 1974. Sigurður varð aðstoð- arvarðstjóri árið 1990 og síðar varðstjóri við sameininguna árið 2000. Sigurður lærði umsjón og við- hald reykköfunartækja og sá um þau mál til fjölda ára hjá Slökkvi- liði Hafnarfjarðar. Hann tók fljót- lega við umsjón reykköfunartækja hins nýja slökkviliðs og sinnti henni þar til hann lét af störfum vegna veikinda þeirra, sem hann glímdi við í mörg ár og hafa nú lagt hann að velli. Í samskiptum við félaga sína í slökkviliðinu var Sigurður ljúf- menni, hafði gaman af spjalli og gleðskap og hafði skoðanir á flestu. Hann var húsasmiður og einkar laghentur og útsjónarsam- ur við hverskyns viðhald og við- gerðir og fórst því starfið vel úr hendi. Segja má að líf reykkafara liggi í höndum þeirra sem sjá um viðhald og eftirlit með reykköf- unartækjunum. Ég gerði mér strax grein fyrir því að Sigurði væri fullkomlega treystandi fyrir lífi og velferð félaga sinna þar sem hann sinnti starfi sínu af sérstakri nákvæmni og vandvirkni og skilaði 110 prósent vinnu. Slíkt vinnu- framlag er ómetanlegt. Það er ekki óalgengt að skyld- menni starfi saman í slökkviliðum. Starfandi slökkviliðsmenn eru hetjur í augum yngri systkina, sona, dætra og annarra ættmenna sem vilja feta í fótspor bræðra sinna eða feðra. Við fengum ekki einungis Sigurð í hópinn við sam- eininguna, heldur einnig son hans, Viktor, mikinn öðlingsdreng. Fyrir hönd samstarfsfélaganna í Slökkviliði höfuðborgarsvæðisins votta ég Ingunni, Viktori og fjöl- skyldunni allri samúð mína. Jón Viðar Matthíasson. Sigurður Ólafsson Minningarkort 535 1825 www.hjarta.is 5351800 Alvöru blómabúð Allar skreytingar unnar af fagfólki Kransar • Krossar • Kistuskreytingar Sími: 553 1099 • Fax: 568 4499 Heimasíða: www.blomabud.is Netfang: blomabud@blomabud.is ✝ Elskulegur sambýlismaður minn, FREDRICK WILLIAM LINDEMAN, fæddur 29. ágúst 1937, í Plainview, Texas, Bandaríkjunum, lést fimmtudaginn 9. september í Sun City, Arizona 85383-2833, Bandaríkjunum. Inga Árnadóttir, 12827 W. Maya Way, Peoria, Arizona. ✝ Okkar ástkæri sonur, bróðir, mágur og frændi, ÍVAR ÖRN GUÐMUNDSSON, Marbakkabraut 14, Kópavogi, lést á Landspítalanum Fossvogi sunnudaginn 12. september. Jarðarförin fer fram frá Digraneskirkju föstudaginn 17. september kl. 13.00. Blóm og kransar eru vinsamlegast afþakkaðir en þeim sem vilja minnast hans er bent á minningarsjóð um Ívar sem ætlaður er til stuðnings sambýlisfólki hans á Marbakka, til skemmtiferða í anda Ívars. Sjóðurinn er í Byr nr. 1135-05-762843, kt. 410498-2519. Guðmundur Gíslason, Nína Björnsdóttir, Gunnar Freyr Guðmundsson, Helma Rut Einarsdóttir, Björn Óli Guðmundsson, Ingibjörg Ösp Sigurjónsdóttir, Hildur Inga Rós Raffnsøe, Jakob Rós Raffnsøe, María Nína Gunnarsdóttir, Aron Atli Gunnarsson, Sigurjón Elmar Björnsson, Jörundur Elí Björnsson. ✝ KRISTÓFER BALDUR PÁLMASON fv. dagskrárstjóri Ríkisútvarpsins, Vesturbrún 31, Reykjavík, lést á hjúkrunarheimilinu Sóltúni aðfaranótt 11. september. Jarðarför auglýst síðar. Aðstandendur.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.