Morgunblaðið - 14.09.2010, Blaðsíða 26

Morgunblaðið - 14.09.2010, Blaðsíða 26
26 Dagbók MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 14. SEPTEMBER 2010 Sudoku Frumstig 3 7 8 4 8 1 6 3 6 5 9 3 7 4 7 3 6 8 8 9 4 5 1 3 5 2 4 5 2 6 1 7 8 4 5 3 8 2 6 3 1 2 7 8 7 5 3 1 4 1 8 9 8 7 3 4 1 6 4 6 2 3 2 5 8 8 9 7 2 6 8 6 3 1 5 7 6 4 1 5 2 3 8 9 5 3 2 8 4 9 1 7 6 8 1 9 6 7 3 4 5 2 9 7 1 5 6 4 8 2 3 4 5 6 3 2 8 7 9 1 3 2 8 7 9 1 6 4 5 1 9 7 4 3 5 2 6 8 6 8 5 2 1 7 9 3 4 2 4 3 9 8 6 5 1 7 3 6 5 1 8 4 7 9 2 1 7 4 2 9 3 8 5 6 9 2 8 7 6 5 1 4 3 7 1 2 5 3 8 9 6 4 6 8 3 9 4 2 5 1 7 4 5 9 6 7 1 3 2 8 8 9 7 4 5 6 2 3 1 5 4 1 3 2 7 6 8 9 2 3 6 8 1 9 4 7 5 3 6 1 2 5 8 7 9 4 8 4 7 1 9 3 5 2 6 9 2 5 4 7 6 8 1 3 2 5 6 7 8 4 1 3 9 4 1 9 6 3 5 2 7 8 7 8 3 9 2 1 6 4 5 1 9 4 5 6 2 3 8 7 5 3 2 8 4 7 9 6 1 6 7 8 3 1 9 4 5 2 Efsta stigMiðstig Lausn síðustu sudoku Þrautin felst í því að fylla út í reitina þannig að í hverjum 3x3-reit birtist tölurnar 1-9. Það verður að gerast þannig að hver níu reita lína bæði lárétt og lóðrétt birti einnig tölurnar 1-9 og aldrei má tvítaka neina tölu í röðinni. Í dag er þriðjudagur 14. september, 257. dagur ársins 2010 Orð dagsins: Þú hefur breytt eftir mér í kenningu, hegðun, ásetningi, trú, langlyndi, kærleika, þolgæði. (Tím. 3, 10.) Sextán ára gamall sonur Víkverjahóf glímu sína við Laxness um helgina. Kappinn er kominn í fram- haldsskóla og fékk strax það verk- efni að skrifa kjörbókarritgerð í ís- lensku. Fyrir valinu varð Barn náttúrunnar, fyrsta verk nóbels- skáldsins. Víkverji hafði lúmskt gaman af þessu enda skrifaði hann sjálfur kjörbókarritgerð um Barn náttúrunnar þegar hann var í fram- haldsskóla, án þess að sonurinn hefði minnstu hugmynd um það. Víkverji les sjaldan upp úr gömlum kjörbókarritgerðum fyrir afkvæmi sín. Rimman hófst á laugardag og Vík- verji fylgdist út undan sér með við- brögðum sonarins. Til að gera langa sögu stutta sökk hann eins og steinn inn í söguna, las bókina að mestu í tveimur lotum um helgina. Að morgni sunnudags gerði hann stutt hlé á lestrinum til að gera dönsku- verkefni. Í miðjum klíðum lagði hann blýantinn frá sér og mælti: „Djöfull hlakka ég til að halda áfram með Laxness!“ Víkverji biður les- endur að afsaka orðbragðið, það skrifast á uppeldið. Þegar mest lá við í seinni hluta bókarinnar á sunnudag, gekk son- urinn um gólf og las upphátt. Hon- um var sérstaklega brugðið þegar Randver lagðist í ástarsorg. Heim- ilismenn og gestir hlýddu and- aktugir á lesturinn og hundurinn starði í forundran á upplesarann. Rak upp stöku gól. Laxness á greinilega ennþá upp á pallborðið hjá æsku þessa lands. Eins og það komi einhverjum á óvart. x x x Kunningi Víkverja hringdi í við-skiptabankann sinn í gær og óskaði eftir því að millifæra fé. „Hversu mikið?“ spurði ómþýð röddin á hinum enda línunnar. 300 kall, svaraði kunninginn. „Já, þrjú hundruð þúsund,“ sagði þá röddin um hæl. Nei, nei, ansaði kunninginn, felmtri sleginn, bara þrjú hundruð krónur!!! Þeir hugsa greinilega ennþá stórt í bönkunum. víkverji@mbl.is Víkverjiskrifar Krossgáta Lárétt | 1 forhengi, 4 aftur- elding, 7 púkans, 8 dægur, 9 forskeyti, 11 svelgurinn, 13 vaxi, 14 eykst, 15 sterk, 17 reykir, 20 agnúi, 22 aula, 23 dínamó, 24 aldna, 25 lestr- armerki. Lóðrétt | 1 skýrði frá, 2 áana, 3 stynja, 4 slór, 5 megnar, 6 næstum, 10 starfsvilji, 12 tek, 13 tímg- unarfruma, 15 slæpt af drykkju, 16 dýrahljóð, 18 legubekkjum, 19 munn- tóbak, 20 álka, 21 öngul. Lausn síðustu krossgátu Lárétt: 1 sædjöfull, 8 folar, 9 lyfta, 10 tía, 11 sárna, 13 rýran, 15 stáss, 18 jagar, 21 lóa, 22 knapa, 23 tinna, 24 miskunnar. Lóðrétt: 2 ætlar, 3 jurta, 4 fúlar, 5 lofar, 6 ofns, 7 bann, 12 nes, 14 ýsa, 15 sekk, 16 álagi, 17 slark, 18 jatan, 19 gunga, 20 róar. 1 7 11 15 22 24 12 14 3 9 20 10 4 8 21 23 25 13 17 5 18 6 19 2 16 Skák Helgi Áss Grétarsson | ritstjorn@mbl.is 1. d4 Rf6 2. c4 e6 3. g3 d5 4. Rf3 Bb4+ 5. Bd2 Bd6 6. Bg2 c6 7. Dc2 Rbd7 8. O-O O-O 9. Hd1 De7 10. Bg5 h6 11. Bxf6 Rxf6 12. Rbd2 e5 13. dxe5 Bxe5 14. cxd5 Rxd5 15. Rxe5 Dxe5 16. Rc4 Df6 17. e4 Rb6 18. Re3 Be6 19. f4 Had8 20. f5 Bc8 21. Rg4 De7 22. f6 gxf6 23. Rxh6+ Kg7 24. Rf5+ Bxf5 25. exf5 Hfe8 26. Hxd8 Hxd8 27. Hf1 Hd4 28. b3 Rd7 29. Hd1 Staðan kom upp á breska meist- aramótinu sem lauk fyrir skömmu í Canterbury í Englandi. Sigurvegari mótsins, Michael Adams (2706), hafði svart gegn kollega sínum í stórmeist- arastétt, Stephen Gordon (2534). 29…Dc5! og hvítur gafst upp enda liðs- tap óumflýjanlegt. Svartur á leik. Brids Guðmundur Páll Arnarson | ritstjorn@mbl.is Framsóknardobl. Norður ♠8 ♥Á42 ♦D1083 ♣D9632 Vestur Austur ♠KD964 ♠G752 ♥K65 ♥D10987 ♦97 ♦G6 ♣1085 ♣G4 Suður ♠Á103 ♥G3 ♦ÁK542 ♣ÁK7 Suður spilar 7♦. Gott ef satt væri – en að sögn Ómars Olgeirssonar voru keppendur Sum- arbrids víðsfjarri hinni ágætu al- slemmu í tígli. Sjálfur spilaði hann 6♣ og uppskar hreinan topp fyrir 920. Óverðskuldað að eigin mati, enda ým- islegt betra í boði: 6♦, 6G og 7♦. Er svona erfitt að melda slemmu? Bæði og. Það er alkunna að tvímenn- ingshaukar velja oft 3G í þröngri stöðu, frekar en að leggja út í óvissan slemmuleiðangur sem gæti fjarað út í láglitageimi. Ómar nefnir líklega sagn- röð: Suður vekur á Standard-tígli, vest- ur kemur inn á 1♠, norður segir 2♦ og austur stekkur í 3♠. Suður á leik. Þarna hafa flestir sagt 3G, heldur Ómar, þrátt fyrir líklegt spaðaeinspil hjá makker. Skiljanlegt í tvímenningi, en í sveitakeppni væri betra að dobla til framsóknar, segir hann. 14. september 1944 Marlene Dietrich, kvikmynda- leikkonan heimsfræga, hélt sýningu í Tripoli-leikhúsinu í Reykjavík ásamt leikflokki ameríska hersins, við geysi- lega hrifningu áhorfenda. Meðal boðsgesta var íslenska ríkisstjórnin og forsetinn. Dietrich dvaldi hér í nokkra daga til að skemmta hermönn- um. 14. september 1950 Flugvélin Geysir brotlenti á Bárðarbungu á Vatnajökli, á leið frá Luxemborg til Reykja- víkur. Sex manna áhöfn komst lífs af. Flugvélin fannst ekki fyrr en fjórum dögum síðar. Hún var í eigu Loftleiða. 14. september 1963 Þrír bræður léku saman í landsleik í knattspyrnu, en það hafði ekki gerst áður. Þetta voru Bjarni, Gunnar og Hörður Felixsynir. Íslend- ingar töpuðu leiknum, sem var gegn Englendingum. 14. september 1996 Vestfjarðagöng, milli Önund- arfjarðar, Súgandafjarðar og Ísafjarðar, voru formlega opn- uð. Þau eru samtals rúmlega níu kílómetra löng og kostuðu 4,3 milljarða króna. Dagar Íslands | Jónas Ragnarsson Þetta gerðist… „Ég reikna nú með að verða í faðmi fjölskyldunnar í kvöld,“ segir Anna Vilhjálms, söngkona, sem verður 65 ára í dag. Hún hyggst vera í faðmi fjöl- skyldunnar á afmælidaginn. Aðstæður bjóða reyndar ekki upp á mikil veislu- höld. Anna og vinur hennar keyptu nýlega hús í Vesturbænum í Reykjavík og þurftu að láta end- urnýja frárennslislagnir að stórum hluta. Þeim framkvæmdum er nánast lokið en ekki alveg og því hentar húsið illa til veisluhalda. „Það er ekki einu sinni hægt að bjóða fólki til stofu, maður verður bara að halda standandi partí,“ segir hún í léttum dúr. Í staðinn verði bara að halda stærri veislu næst. Anna söng fyrst opinberlega 16 ára gömul og söngferillinn spann- aði um 40 ár, bæði hérlendis og í Bandaríkjunum. Anna hyggur ekki á endurkomu. Hún veiktist fyrir nokkru af lungnaþembu en sá sjúk- dómur er afar óhagfelldur söngvurum. „Ég get alveg sungið en þetta er allt miklu erfiðara. Maður þarf að læra nýja öndun og ég hreinlega nenni því ekki, segir hún og hlær dátt. „Mér finnast 40 ár vera ágætur tími. Ég hélt upp á 40 ára söngafmæli árið 2001 og það var eiginlega endapunkturinn,“ segir hún. runarp@mbl.is Anna Vilhjálmsdóttir söngkona 65 ára Fjörutíu ár er ágætur tími Hlutavelta  Kolbrún Ósk Leifsdóttir, Auður Arnardóttir, Halla Eiríksdóttir og Ísa- bella Tara Antons- dóttir voru með tombólu fyrir utan Nóatún í Austurveri og söfnuðu 14.369 krónum sem þær færðu Rauða kross- inum. Flóðogfjara 14. september Fjara m Flóð m Fjara m Flóð m Fjara m Sólaruppr. Sólsetur Reykjavík 4.03 0,8 10.30 3,5 16.45 1,1 22.55 3,2 6.49 19.59 Ísafjörður 6.07 0,5 12.30 1,9 18.58 0,6 6.50 20.07 Siglufjörður 2.38 1,2 8.28 0,4 14.50 1,3 21.02 0,3 6.33 19.50 Djúpivogur 0.59 0,5 7.20 2,1 13.49 0,7 19.34 1,7 6.17 19.30 Sjávarhæð miðast við meðalstórstraumsfjöru Sjómælingar Íslands/Morgunblaðið (21. mars - 19. apríl)  Hrútur Nú er tilvalið að bæta sam- skiptafærni sína. Vertu óhræddur því þú ert það vel máli farinn og kurteis að erfitt er að neita þér. (20. apríl - 20. maí)  Naut Leitaðu sanngjörnustu leiðarinnar til að deila eignum og ágóða með öðrum. Leiða þarf saman leik og starf. (21. maí - 20. júní)  Tvíburar Láttu ekki eigin vangaveltur draga athygli þína frá verkefnum dagsins. Til að gera áskorunina stærri, þá færðu ekki við- urkenningu fyrr en eftir nokkrar vikur. (21. júní - 22. júlí)  Krabbi Ástvinir fara yfir mörk og telja sig gera það í þína þágu. En ekki síður þarf að þjálfa hugann og næra andann. (23. júlí - 22. ágúst)  Ljón Þetta er góður dagur til þess að bretta upp ermarnar, hjóla í verkefnin og sinna við- gerðum á heimavígstöðvum. Hafðu þitt á hreinu og hugsaðu hlýtt til náunga þíns. (23. ágúst - 22. sept.)  Meyja Samtöl við kunningja og vini eru gef- andi. Láttu af allri þrætugirni og lærðu af mistökunum. Tíminn vinnur með þér og þú skemmir fyrir með því að vera of áköf/ur. (23. sept. - 22. okt.)  Vog Smekkur þinn fellur eins og flís við rass fólksins í kringum þig. Frábær dagur er í vændum. Mundu að sönn vinátta er gulls ígildi. (23. okt. - 21. nóv.) Sporðdreki Það er engin ástæða til þess að fela allar sínar tilfinningar. Framundan er góðu tími vináttu og gamans. (22. nóv. - 21. des.) Bogmaður Þetta er dagurinn til þess að láta ljós sitt skína. Hikaðu ekki við að taka á þig aukna ábyrgð því þú munt standa undir henni án þess að þurfa að vera eitthvert ofurmenni. (22. des. - 19. janúar) Steingeit Þér var kennt að hætta strax við óraunsæ markmið – gleymdu þeim ráðum. Taktu af skarið og njóttu lífsins. (20. jan. - 18. febr.) Vatnsberi Fyrir löngu skildirðu að það er vonlaust að bíða eftir að tækifærin banki upp á. Þú hefur sterka þörf fyrir að koma skoð- unum þínum á framfæri í dag. (19. feb. - 20. mars) Fiskar Láttu ekki telja þig á að gera eitthvað sem þú vilt ekki gera. Samband fer af skín- andi stiginu yfir á annað mun raunverulegra. Stjörnuspá

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.