Morgunblaðið - 14.09.2010, Blaðsíða 10
10 Daglegt lífHREYFING OG ÚTIVIST
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 14. SEPTEMBER 2010
Gaman saman Eva Karen Þórðardóttir fyrir miðju ásamt nemendum.
Guðrún Vala Elísdóttir
vala@simenntun.is
Helsta ástæðan fyrir því aðopna dansstúdíó var að fágóða aðstöðu fyrir dans-ara til að æfa sína íþrótt“,
segir Eva Karen. „Einnig vildi ég að
þeir fengju tækifæri til að æfa eins
mikið og þeir vilja og þurfa til að ná
sínum markmiðum.“
Aðstaðan í Mennta- og menning-
arhúsinu hentar vel, því þar eru tveir
salir, sá stærri er 218 m² og sá minni
er um 100 m² þannig að fleira en
danskennsla verður á boðstólum „Já
það verður fjölmargt í boði bæði í
dansi og hreyfingu og vonandi geta
sem flestir fundið eitthvað við sitt
hæfi. Í minni salnum munum við
bjóða upp á morgunleikfimi, hádeg-
isleikfimi, orku- og slökunarleikfimi,
kraftjóga, jóga fyrir konur, slök-
unarjóga og mömmumorgna svo eitt-
hvað sé nefnt. Í stóra salnum verður
boðið upp á samkvæmisdans fyrir all-
an aldur og alla getuflokka, en jafn-
framt kúrekadans, freestyle, maga-
dans, „Body Jam“, og svo hreyfilist
fyrir leikskólabörnin frá þriggja ára
aldri“. Eva Karen segist finna mikinn
meðbyr og segir að vefsíða dansskól-
ans http://evakaren.is/ hafi fengið
gríðalega margar heimsóknir, skrán-
ingar líti mjög vel út og allt hafi farið
vel af stað.
Dansinn í eðli barna
Eva Karen er innfæddur Borg-
firðingur og býr á Kleppjárns-
reykjum. Eiginmaður hennar er
Oddur Björn Jóhannsson og eiga þau
tvo syni. Hún segir að það hafi ald-
eilis komið sér vel að vera gift smiði
Opnar dansstúdíó
í Borgarnesi
Borgfirðingar eru nú í óða önn að pússa dansskóna og taka fram samkvæmisfatn-
aðinn því svo skemmtilega vill til að nú hefur verið opnað dansstúdíó í Borgarnesi,
nánar tiltekið í kjallara Mennta- og menningarhússins. Það er Eva Karen Þórð-
ardóttir danskennari sem á heiðurinn af framtakinu en hún hefur undanfarin ár
kennt dans í uppsveitum Borgarfjarðar og menntaskólanum í Borgarnesi.
Danspar Efnilegir nemendur Evu Karenar keppa í Blackpool.
Jóga hefur breiðst út um víða veröld
og sífellt fjölgar þeim sem prófa eða
tileinka sér hverskonar jóga og er
það vel, enda bæði um líkamlega
hreyfingu að ræða sem og andlega
slökun. Jóga snýst um að skapa jafn-
vægi hugar og líkama.
En jóga er ekki bara eitthvað eitt,
jóga er margskonar og misjafnt hvað
hverjum hentar þegar kemur að því
að tileinka sér jógaiðkun.
Til glöggvunar fyrir þá sem vilja
komast að því hver munurinn er á
einu jóga og öðru, er tilvalið að fara
inn á vef jógakennarafélags Íslands,
jogakennari.is
Þar er spurningunni Hvað er jóga?
svarað með því að segja lítillega frá
hinum sex hefðbundnu grunn-
greinum jóga.
Þessar grunngreinar eru Hatha
jóga, Karma jóga, Bhakti jóga, Raja
jóga, Kundalini jóga og Jnana jóga.
Af þessum sex grunngreinum er
Hatha jóga sú sem hefur náð hvað
mestum vinsældum á Vesturlöndum
en þar eru ákveðnar jógastöður (84
talsins), öndun og slökun í fyrirrúmi.
Í Bhakti jóga eru aftur á móti notaðar
möntrur, söngur og bænir. Raja jóga
er notað til sjálfsuppgötvunar og þar
er mikið um kraftmiklar teygjur.
Vefsíðan www.jogakennari.is
AP
Stöður Í jóga tileinkar fólk sér hinar ýmsu stöður og teygjur og róar hugann.
Jóga er margskonar
Á þessum árstíma er kindum og
hrossum smalað af hálendinu
niður í byggð og óhætt að mæla
með hlaupum á eftir skepnum
sem hinni bestu líkamsrækt. Að
smala á fæti í bröttum hlíðum
tekur vel í rass og læri og að
draga þrjóskar kindur í sinn dilk í
réttum er heljarinnar brennsla.
Fjárdráttur er þó nokkurt púl,
sérstaklega ef féð er margt og vel
haldið á spöðunum, þá er hægt
að lofa miklum svita og kalóríurn-
ar fjúka út í loftið. Fyrir nú utan
hvað það er andlega hressandi.
Fólk ætti því hiklaust að munstra
sig í smalamennsku ef það hefur
tök á og skella sér í réttir.
Endilega …
… eltið rollur
Morgunblaðið/Sigurður Sigmundsson
Sviti Það tekur vel í að draga kindur.
Setningarhátíð Hjólabrettafélags Akureyrar fór
fram í Verksmiðjunni á Hjalteyri á laugardaginn.
„Þetta gekk eins og í sögu og það var margt um
manninn bæði laugardag og sunnudag,“ segir Elv-
ar Örn Egilsson formaður Hjólabrettafélags Ak-
ureyrar. Búið var að byggja upp hjólabrettaaðstöðu
í verksmiðjunni og voru margir sem nýttu sér hana
um helgina til að renna sér, einnig voru sýndar
brettaljósmyndir og myndbönd á staðnum.
Að sögn Elvars er aðalmarkmið hjólabretta-
félagsins að kveikja aðeins í bæjaryfirvöldum og
sveitarstjórnum og sýna hvað þessi íþrótt er stór
á Akureyri og í nágrenni með von um að fá innan-
húsaðstöðu.
„Við buðum bæjarstjórunum og fleirum á setn-
ingarhátíðina til að ýta á að fá innanhúsaðstöðu.
Það er mjög stór hópur sem stundar hjólabrettaí-
þróttina hér fyrir norðan, það komu strákar að
sunnan um helgina og það kom þeim á óvart hvað
það eru margir sem stunda hjólabretti hér, miklu
fleiri en fyrir sunnan ef miðað er við íbúafjölda.
Núna erum við bara með útiaðstöðu sem við
fengum fyrir nokkrum árum. Við höfum enga að-
stöðu á veturna svo við getum bara stundað
brettin fjóra mánuði á ári sem er alls ekki nógu
gott,“ segir Elvar.
ingveldur@mbl.is
Hjólabretti
Stofnun Hjólabrettafélags
Akureyrar fagnað á Hjalteyri
Morgunblaðið/Skapti Hallgrímsson
Stokkið Það var komið upp skemmtilegri aðstöðu til að renna sér í verksmiðjunni á Hjalteyri.
Hér rennir einn sér eftir planka sem hefur verið komið fyrir upp á sófa.
Knár Það voru ekki allir hjólabrettakapparnir
háir í loftinu. Þessi sýnir flotta takta.
Hjólabretti Umhverfið í verksmiðjunni á Hjalt-
eyri er skemmtilegt og gott til brettaiðkunar.