Morgunblaðið - 14.09.2010, Blaðsíða 35

Morgunblaðið - 14.09.2010, Blaðsíða 35
Menning 35FÓLK MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 14. SEPTEMBER 2010 Litli tónsprotinn Vinsælasta ópera allra tíma í styttri fjölskylduútgáfu með íslenskum texta og sögumanni. Sígild saga þar sem fuglaveiðarinn Papagenó og Nætur- drottningin illgjarna koma við sögu. Sögumaður er trúðurinn Barbara. Sinfóníuhljómsveitin leikur undir tveimur frábærum myndum Chaplins, Hundalífi og Iðju- leysingjunum, sem börn á öllum aldri geta haft gaman af. Valdir þættir úr ævintýrinu um Hnotu- brjótinn sem vaknar til lífsins á jólanótt. Hera Björk Þórhallsdóttir syngur vinsæl jólalög og ungir listamenn spila, syngja og dansa á þessum sívinsælu tónleikum. Kynnir er trúðurinn Barbara. Allskonar kynjaverur og undra- heimar taka völdin á þessum ævintýralega spennandi tón- leikum Sinfóníuhljómsveitarinnar fyrir alla fjölskylduna. Sögumaður er trúðurinn Barbara. ÆVINTÝRIÐ UM TÖFRAFLAUTUNA JÓLATÓNLEIK AR TVÖBÍÓ MEÐ CHAPLIN NORNIR OG TÖFRAMENN Plötusnúðurinn DJ Shadow hefur tekið upp á því að fela plötur með tveimur nýjum lögum í ákveðum plötubúðum í Bretlandi og Banda- ríkjunum auk ýmissa verslana hér og þar í Evrópu. „Hugmyndin er búðarfundur og er andstæðan við búðarhnupl. Þú ferð inn í verslun og skilur eftir plötu í hillunni sem einhver uppgötv- ar seinna. Þetta snýst ekki um að vera sniðugur heldur að koma tón- listinni á framfæri á eins óáberandi hátt og mögulegt er,“ segir plötu- snúðurinn sjálfur. Einnig verður hægt að hala niður lögunum af heimasíðu kappans og af iTunes en nýjasta plata hans á að koma út í maí á næsta ári. Sjálfur segist hann ekki hrifinn af því að gefa lög á netinu. „Ég vil frek- ar gefa plötur. Niðurhal á netinu er svo ópersónulegt og sálarlaust,“ seg- ir hann. Nú á tímum sé það eins og að senda pabba sínum tölvupóst á af- mælinu hans: án persónuleika og klassa. „Listrænt séð held ég að það sendi neikvæð skilaboð um virði tón- listarinnar,“ segir persónulegi plötu- snúðurinn Dj Shadow. Skuggalegur DJ Shadow kann illa við sálarleysi nútímatækni. Tvö ný lög falin í plötu- búðum af Skugga Harðjaxlinn og leikarinn Mickey Rourke hefur verið fenginn til þess að leika leigumorðinga mafíunnar í nýrri kvikmynd sem gera á eftir bókinni „Ísmaðurinn: játningar leigumorðingja mafíunnar“ eftir Philip Carlo. Hefur handritshöf- undur American History X verið fenginn til að laga bókina að hvíta tjaldinu. Mun myndin fjalla um sanna sögu Richards „Ísmannsins“ Kuklinskis sem lifði tvöföldu lífi alræmds leigumorðingja og ástríks fjöl- skylduföður í fjörutíu ár. Sagt er að sonur Moammars Gad- hafis einræðisherra Líbýu fjár- magni myndina en framleiðendur myndarinnar segja Rourke sem fæddan til að leika hlutverk Kukl- inskis. Reuters Svalur Rourke er sagður fæddur í hlutverk leigumorðingjans. Leigumorð- ingi Gadhafi Björn Thoroddsen gítarleikari er önnum kafinn við að skipuleggja hina árlegu Gítarveislu Bjössa Thor sem verður í Salnum í Kópavogi 5. og 6. nóvember næstkomandi. Eins og venjulega mæta margar af helstu gítarhetjum landsins í veisluna og flytja meðal annars þekkt lög auk þess sem ýmislegt nýtt á eftir að heyrast. „Ég er að manna veisluna,“ sagði Björn, þegar Morgunblaðið sló á þráðinn í gærkvöldi. Hann bætti við að Gunnar Þórðarson, Björgvin Gíslason, Guðlaugur Falk, Robin Nolan og Gunnar Sigurðsson hefðu þegar staðfest þátttöku og fleiri góð- ir ættu eftir að bætast í hópinn. Gítarveislan var lengi hluti af Djasshátíð Reykjavíkur en Björn flutti hana í Salinn í fyrra og þar verður hún áfram í vetur. Morgunblaðið/Kristinn Góður Björn Thoroddsen. Gítarveisla Bjössa Thor í Salnum í undirbúningi

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.