Morgunblaðið - 14.09.2010, Page 11

Morgunblaðið - 14.09.2010, Page 11
Daglegt líf 11HREYFING OG ÚTIVIST MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 14. SEPTEMBER 2010 við undirbúning á opnun dansskól- ans. „Maðurinn minn er náttúrulega búinn að gera kraftaverk þarna, leggja parket og mála, en fjölskylda mín, tengafjölskylda , foreldrar í dansinum og krakkarnir sjálfir hafa verið mjög hjálplegir og án þessa frá- bæra fólks hefði þetta ekki tekist“. Dansinn hefur alltaf verið áhugamál Evu Karenar og hélt hún ófáar danssýningarnar fyrir foreldra sína heima í stofu þegar hún var barn. „Ég man bara ekki eftir mér öðruvísi, ég held reyndar að það sé í eðli barna að dansa, þau dilla sér við tónlist og svo er bara spurning hvort maður heldur áhuganum við“. Hún segist hafa kynnst dansnámi í grunn- skóla, fundist það mjög gaman og þegar hún var á þriðja ári í mennta- skóla fór hún að æfa dans í Reykjavík með herra í dansskóla Jóns Péturs og Köru. „Allar götur síðan hef ég verið að læra dans, hvort sem ég hef verið að æfa sjálf eða verið að afla mér þekkingar. Ég náði mér svo í dans- kennararéttindi í sumar. Auður Har- aldsdóttir Danskennari sem heldur utanum Dansíþróttafélag Hafn- arfjarðar þjálfaði mig undir dans- kennaraprófið og er ég henni þakklát fyrir það. Dansskólinn minn er jafn- framt í samstarfi við Dansíþrótta- félag Hafnarfjarðar en það er með flest af bestu keppnispörum lands- ins“. Fjölbreytt menntun Auk þess að vera danskennari er Eva Karen menntaður grunnskóla- kennari, þolfimikennari og förð- unarfræðingur. „Ég er búin að dunda mér ýmislegt í skóla um æfina og held að lífið hafi ýtt mér í áttina að danskennslunni. Ég lauk líka einu og hálfu ári í hárgreiðslunámi og þetta er allt alveg ljómandi blanda ef mann langar að verða danskennari“. Aðdragandinn að danskenn- aranáminu var sá að fyrir átta árum var Eva Karen að kenna í Grunnskól- anum á Kleppjárnsreykjum, og var þá Ásrún Kristjánsdóttir danskenn- ari að kenna þar skóladans. Ásrúnu fannst hópurinn efnilegur og bauð þeim sem vildu og höfðu tök á að fara á Íslandsmeistaramót í samkvæm- isdönsum. Eva Karen var henni til aðstoðar ásamt öðrum kennara að búa krakkana undir mót. „Árið eftir ákvað ég að fylgja þessu eftir og bjóða upp á danskennslu. Þá æfðum við einu sinni í viku einn hópur og það var mjög skemmtilegt. Með tímanum vatt þetta svo heldur betur upp á sig og í fyrravetur æfðu um 200 manns dans.“ Dans var kenndur alla skóla- stjóratíð Guðlaugs Óskarssonar á Kleppjárnsreykjum og var alltaf hluti af skólalífinu og þótti sjálfsagt að stunda hann eins og annað. Dans er ekki lengur kenndur í skólanum en ástæðan er líklega sparnaður telur Eva Karen. Þorrablótin líkjast danskeppnum Þegar menntaskólinn fór af stað í Borgarnesi var Ársæll Guðmunds- son skólameistari staðráðinn í því að dans skyldi gerður að skyldufagi í skólanum og það varð úr. „ Mér finnst krakkarnir taka vel í dansinn, og núna er orðið frekar hallærislegt að vera ekki í dansi. Krakkarnir nota þessa kunnáttu óspart á böllum sveit- arinnar og þorrablótin eru farin að minna á danskeppnir erlendis.“ Eva Karen segir að fyrsta árið sem dansinn var kenndur hafi nokkr- ir krakkar verið neikvæðir og ragir við tímana. Dæmi voru um nemendur sem börðust gegn dansinum en eftir að þeir byrjuðu kom í ljós að þetta var hvorki erfitt né leiðinlegt. Nei- kvæðir nemendur urðu efnilegir dansarar og hafa m.a. keppt í Lond- on. Í dag eru mjög margir krakkar úr menntaskólanum að æfa samkvæm- isdansa af fullum krafti og keppa í þessari íþrótt. Ótrúlegur árangur Borgfirðingar eru miklir dans- arar, segir Eva Karen og því ekki erf- itt að virkja áhugann. „Áhuginn jókst jafnt og þétt, og um leið dansinn hér í sveitinni. Nemendur mínir hafa náð ótrúlega góðum árangri, en þeir hafa margir hverjir komið heim af mótum með Íslandsmeistaratitla og einnig verðlaun frá útlöndum. Þessir krakk- ar hafa ekki haft tök á því fyrr en nú að æfa mörgum sinnum í viku, en samt hefur þeim gengið mjög vel. Þeir hafa lært að vinna vel og eru virkilega duglegir að æfa sig þó að kennarinn standi ekki yfir þeim. Það besta við dansskólann er að nú hafa krakkarnir aðgang að sal til að æfa sig, en áður tróðu þeir sér allsstaðar sem hægt var til að æfa sig. Borgfirð- ingar hafa tekið þessu uppátæki mínu hreint frábærlega. Ég vona bara að allir drífi sig nú til okkar og skelli sér á námskeið til að hreyfa sig“. Morgunblaðið/Guðrún Vala Kennsla Í miðjum undirbúningi opnunar var dansinn engu að síður stund- aður, Eva Karen í málningargallanum leiðbeinir ungu danspari. Þríþrautarkonan Karen Axelsdóttir var í 6. sæti í sínum aldursflokki, 35- 39 ára, í heimsmeistaramótinu í þrí- þraut í Búdapest í Ungverjalandi á sunnudag. Hún var í 35. sæti af 378 keppendum í kvennaflokki. Þrátt fyrir hóstapest sem Karen náði sér í tveimur dögum fyrir keppni náði hún sínum besta tíma til þessa. Karen keppir í flokki áhugamanna en í þessu tilviki þreyttu áhugamenn líka kapp við fjölda atvinnumanna. Keppendur syntu 1500 metra í Dóná, hjóluðu 40 km og hlupu 10 km. Um 70 keppendur voru í hennar aldursflokki. „Sú sem varð í þriðja sæti er manneskja sem ég er vön að vinna með þriggja mínútna mun. Þannig að ég veit að ég get gert bet- ur. Þetta er samt minn besti tími. Það er óheppni að veikjast svona rétt fyr- ir keppnina. Ég var hóstandi í sund- inu og leið raunar ekki vel,“sagði hún. Karen Axelsdóttir í 6. sæti í Búdapest Morgunblaðið/G.Rúnar Þraut Karen var með kvefpest í Dóná. Hér sést hún frísk á sundi í Nauthólsvík. Hóstaði í sundinu í Dóná Margir velta fyrir sér hvort ekki sé eðlilegra fyrir manneskjuna að hlaupa berfætt en í hlaupaskóm. Rannsóknir á þeim sem hlaupa ber- fættir hafa sýnt að þeir eru líklegri til að stíga niður á táberginu eða lenda með fótinn flatann, en þeir sem hlaupa í skóm stíga niður með hæl- unum, líklega vegna stuðningsins sem nútíma hlaupaskór bjóða upp á. Yfir ákveðinn tíma, hjá ákveðnu fólki, getur þetta álag á hælinn leitt til vandamála, eins og tognunar á ökla, sinabólgu, slits á sin og jafnvel bakvandamála. Allt að 30% hlaupara eru sagðir upplifa meiðsli sem eru tengd hlaupastíl þeirra. Að lenda á hælnum er sársauka- fullt þegar hlaupið er berum fótum eða í þunnbotna skóm, það skapar mikið högg í hvert skipti sem stígið er niður. Því beina berfættir hlaup- arar tánum meira að lendingunni og forðast þar með þetta högg, hjá þeim er líka meiri samhæfing og fjöðrun í fótunum. Hlaup Reuters Hlaup Fáir sjást hlaupa berfættir. Er betra að hlaupa á tánum? Kúl Hjólabrettatískan er flott. n o a t u n . i s Fljótlegt og gott í Nóatúni BILLY’S PAN PIZZA KR./STK 299 AUNT MABEL’S MUFFINS, 3 TEG. 189 KR./STK. KNORR BOLLASÚPUR 7 TEGUNDIR 289 KR./PK. HOLLAND TOAST KRUÐUR, 2 TEG. 229 KR./PK. HUNT’S TÓMATSÓSA 269 KR./STK. Ö ll ve rð er u bi rt m eð fy rir va ra um pr en tv ill u og /e ða m yn da br en gl MILLS MAJONES KR./STK. 379 NÝTT Í NÓATÚNI FLJÓTLEGT OG GOTT 680 ML

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.