Morgunblaðið - 14.09.2010, Page 2

Morgunblaðið - 14.09.2010, Page 2
2 FréttirINNLENT MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 14. SEPTEMBER 2010 Morgunblaðið Hádegismóum 2, 110 Reykjavík. Sími 5691100 Fréttir ritstjorn@mbl.is Fréttastjórar Sunna Ósk Logadóttir, sunna@mbl.is Sigtryggur Sigtryggsson, sisi@mbl.is Viðskipti vidsk@mbl.is Ívar Páll Jónsson, fréttastjóri, ivarpall@mbl.is Menning menning@mbl.is Umræðan | Bréf til blaðsins | Minningar mbl.is/sendagrein, Arnór Ragnarsson Íþróttir sport@mbl.is Sigurður Elvar Þórólfsson, seth@mbl.is Víðir Sigurðsson, vs@mbl.is mbl.is netfrett@mbl.is Guðmundur Sv. Hermannsson fréttastjóri gummi@mbl.is Prentun Landsprent ehf. Einar Örn Gíslason einarorn@mbl.is Ekki eru allir á eitt sáttir um fyrir- hugaðar breytingar á fyrirkomulagi heilsugæslu á höfuðborgarsvæðinu. Starfsnefnd á vegum heilbrigðisráðu- neytisins skilaði nýverið tillögudrög- um undir yfirskriftinni „Efling heilsugæslunnar“, en í þeim er gert ráð fyrir að heilsugæslustöðvum á höfuðborgarsvæðinu fækki og þær verði stærri. Rökstuðningur nefndarinnar er á þann veg að stærri rekstrareiningar megi betur við röskun á starfsemi, svo sem vegna forfalla starfsfólks, að stærri stöðvar eigi auðveldara með að laga þjónustu sína að þörfum íbúa og að auðveldara verði að mæta fagleg- um og fjárhagslegum kröfum. Þannig skuli stefnt að því að í stað 5 til 7 lækna á hverri heilsugæslustöð verði um 15 til 20 læknar á hverja stöð. Yfirstjórn Heilsugæslunnar á höf- uðborgarsvæðinu hefur útfært tillög- ur að beiðni ráðuneytisins og meðal annars lagt það til að sameinaðar verði heilsugæslustöðvarnar í Efra- Breiðholti og í Mjódd, í húsakynnum þeirrar síðarnefndu. Efast um faglegt inntak Sigurbjörn Sveinsson, heilsu- gæslulæknir í Mjódd og fyrrverandi formaður Læknafélags Íslands og Félags íslenskra heimilislækna, segir tillögurnar hafa komið sér og sam- starfsfólki á óvart. „Þessar tillögur koma okkur algjörlega í opna skjöldu. Við vissum að eitthvað yrði skorið niður, yfirmönnum jafnvel fækkað, en það að leggja ætti niður starfs- stöðvar datt ekki nokkrum manni í hug,“ segir hann. Hann gerir athuga- semd við framsetningu tillagnanna og segir þær kynntar undir því yfirskini að um fagleg sjónarmið sé að ræða. Á forsendum niðurskurðar Undirbúningsvinnan fór að mestu leyti fram á þeim forsendum að leita ætti leiða til sparnaðar með niður- skurði, fremur en að efla þjónustuna. „Aflvakinn er sparnaðarþörfin, en það er ekkert búið að skoða, að okkar mati, afleiðingarnar af þessu, þjón- ustubreytingar, faglegar afleiðingar og raunverulegan kostnað,“ segir hann. Starfsfólk heilsugæslustöðv- anna tveggja í Breiðholti, sem sam- eina á, hefur lýst yfir andstöðu sinni við fyrirhugaðar breytingar, sem það segir fara gegn hagsmunum bæði þeirra sem þjónustuna nota og starfs- mannanna sem hana veita. Sigur- björn segir forsendurnar sem gengið sé út frá fyrst og fremst vera stjórn- unarlegar. „Það er ekki gerð nein til- raun til þess að fjalla um það hvaða áhrif þetta hefur á starf lækna og annars starfsfólks, eða tengsl starfs- fólksins við sjúklingana,“ segir hann, „meirihluti sjúklinga vill hafa „sinn lækni“, en það fyrirkomulag riðlast allt við svona aðgerðir.“ Óánægja með sameiningu  Starfsfólk heilsugæslustöðva í Breiðholti segir fyrirhugaða sameiningu fara gegn hagsmunum borgara  Niðurskurðartillögur settar í villandi búning „Aflvakinn er sparnaðarþörfin, en það er ekkert búið að skoða af- leiðingarnar“ Sigurbjörn Sveinsson Ekki er öllum gefið að leika á hljóðfæri jafn vel og þessum unga gítarleikara sem lét tónana flæða um Laugaveginn í gær. Ung dama fylgdist enda með honum full aðdáunar og hver veit nema hún feti í fótspor hans einn daginn. Gítarleikarinn hefur þó líklega fljótlega þurft að flýja því síðar um daginn opnuðust himnarnir yfir höfuðborginni svo vart var hundi út sigandi, hvað þá götulistamönnum. Lögin á undan storminum Morgunblaðið/Golli Íslensk stjórnvöld hafa ekki enn svarað áminningarbréfi ESA, Eftir- litsstofnunar EFTA, um Icesave- reikningana. Fresturinn rann út 1. ágúst en var framlengdur til 8. sept- ember. Aftur veitti ESA frest en nú var það gert með óformlegum hætti. Í áminningarbréfinu kemur fram sú niðurstaða ESA að íslensk stjórn- völd hafi brotið gegn samningnum um Evrópska efnahagssvæðið með því að greiða ekki lágmarksinni- stæðutryggingu til þeirra sem áttu fé inni á Icesave-reikningum Lands- bankans. Bréfið var sent í lok maí og var svarfrestur tveir mánuðir. Í svari Kristrúnar Heimisdóttur, aðstoðar- manns efnahags- og viðskiptaráð- herra, við fyrirspurn Morgunblaðs- ins, segir að ESA hafi veitt íslenskum stjórnvöldum frest „fram undir miðjan mánuð“ m.a. vegna þess að nýr ráðherra hafi komið að málaflokknum. Eins og kunnugt er tók Árni Páll Árnason við embætti efnahags- og viðskiptaráðherra 2. september sl. Kristrún sagði að stjórnvöld myndu nota tímann til að gera svarið sem best úr garði. runarp@mbl.is Svar til ESA vefst fyrir íslenskum stjórnvöldum Morgunblaðið/Zoë Robert Póstur Væntanlega dettur svarið í póstkassa ESA í þessari viku.  Framlengdur frestur til að svara áminningu rann út á föstudag Tæp 65% Norð- manna eru and- víg aðild landsins að Evrópusam- bandinu. Fjórð- ungur er fylgj- andi aðild, en 10% taka ekki af- stöðu. Þetta kem- ur fram í nýrri skoðanakönnun markaðs- rannsóknafyrirtækisins Sentio. Stuðningur við aðild hefur aldrei mælst jafn lítill. Formaður Evrópu- samtakanna í Noregi, Paal Frisvold, segir niðurstöðurnar ekki koma sér á óvart. Evrópusambandið freisti ekki eins og sakir standa. Fólki finn- ist Norðmenn jafnframt valdalausir þegar kemur að innleiðingu tilskip- ana Evrópska efnahagssvæðisins. Hann segir að efla þurfi upplýs- ingagjöf um kosti aðildar. Leiðtogi samtakanna „Nei við ESB,“ Heming Olaussen segist mjög ánægður með niðurstöðuna. „Það er ótrúlegt að andstaðan skuli enn vera svona mikil. Ég hefði hald- ið að drægi úr henni þegar áhrif fjár- málakreppunnar fjöruðu út. Ég er feginn að vera ekki í sporum aðild- arsinnanna,“ segir Olaussen, og bætir því við að mörgum finnist sam- bandið vera á rangri braut. „Verk- efnið verður stöðugt yfirþjóðlegra, með of marga meðlimi. Fólk vill fá ákvörðunarréttinn til baka.“ einarorn@mbl.is Aukin andstaða við ESB Norðmenn vilja ekki í ESB Norðmenn fráhverf- ari aðild en áður Stjórnvöld munu koma til móts við ábendingar samtaka í gagnaversiðn- aðinum og tryggja að Ísland standi fullkomlega jafnfætis samkeppnis- aðilum innan ESB enda eindreginn vilji stjórnvalda að gagnaver byggist upp hér á landi. Þetta kemur fram í bréfi Steingríms J. Sigfússonar fjár- málaráðherra til stjórnar Samtaka gagnaversfyrirtækja sem sent var í síðustu viku. Fram kemur að unnið hafi verið að útfærslu lausna á tveimur þáttum sem varði virðisaukaskatt á þjón- ustu gagnavera. Útfærslu eigi að ljúka á næstu dögum svo breyttar reglur geti tekið gildi sem fyrst. Jafnræði skal vera tryggt færi Komdu í heimsókn og gerðu góð kaup. Skoðaðu tilboðin á heimasíðu okkar, www.sminor.is Tæki í september Nóatúni 4 · Sími 520 3000 www.sminor.is A T A R N A

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.