Morgunblaðið - 14.09.2010, Blaðsíða 23
Minningar 23
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 14. SEPTEMBER 2010
Mig langar að minnast ömmu
minnar Sigrúnar B. Ólafsdóttur
sem lést 1.9. síðastliðinn.
Amma var alltaf stór partur af
lífi mínu alveg frá fyrsta degi. Ég
er fædd heima hjá afa og ömmu á
Laugarnesvegi 116 og bjó hjá
þeim með mömmu og pabba og
systur minni þegar hún bættist í
hópinn 2 árum á eftir mér. Æsku-
minningar mínar tengdar ömmu
eru margar. Amma kenndi mér að
t.d. að meta leikhúsið og þegar ég
var barn fóru amma og afi oft með
okkur barnabörnin sín í leikhús til
þess að sjá barnaleikrit. Seinna
áttum við saman ársmiða í Þjóð-
leikhúsið, vanalega á einum af 4
fremstu bekkjunum og finnst mér
ég alltaf þurfa að sitja framarlega
eftir það.
Fyrsta vinnan mín var í búðinni
hjá afa og ömmu, ætli ég hafi verið
nema 12 ára og varð það einn af
föstu punktunum að vinna hjá
þeim með skólanum. Amma kenndi
mér að meta fallega tónlist og fór
ég t.d. oft með henni á tónleika,
t.d. í Íslensku óperunni og það var
mest gaman að fylgjast með upp-
lifun ömmu á tónleikunum því hún
táraðist auðveldlega þegar hún
naut fallegrar tónlista því hún var
svo hrifnæm.
Sumarbústaðurinn í Grímsnes-
inu var einn af föstu punktunum í
tilverunni. Sem barn fór ég með
ömmu og afa þegar þau voru að
byggja sumarbústaðinn eða þegar
t.d. rollur höfðu komist inn fyrir
girðinguna og gætt sér á gróðr-
inum sem amma var að rækta, þá
varð hún reið.
Þær hafa verið margar og góðar
stundirnar sem ég hef átt í sum-
arbústaðnum, fyrst sem barn með
afa og ömmu, mömmu og pabba og
systkinum mínum og seinna með
minni fjölskyldu. Dóttir mín Íris
Marí er alin upp við það að á
sumrin fer maður í sumarbústað-
inn til ömmu og finnst henni það
vera sælureitur.
Amma hafði yndi af garðyrkju
og leið henni best þegar hún var
úti í garði eittvað að sinna plönt-
unum og ber sumarbústaðarlandið
því vitni þar er nú 15 metra hár
skógur og vel hirt grasflöt sem
amma sá um að slá alveg fram til
hins síðasta en hún var með sláttu-
traktor sem hún keyrði um eins og
ekkert væri. Hún var líka með
gróðurhús með fallegum blómum
sem hún kom til heima og fór svo
með í sumarbústaðinn og sinnti
þeim af mikilli natni. Amma skaust
oft austur fyrir fjall til að vökva
blómin svo þau ofþornuðu ekki.
Henni fannst það ekkert stórmál
að skjótast svona dagstund á milli
þess sem hún sinnti áhugamálun-
um sem voru mörg. Hún söng í
Gerðubergskórnum og í Vinaband-
inu, hún var í spilahóp, hún var
dugleg að sækja listviðburði og
fara í óperubíó og svona mætti
lengi telja. Amma var líka dugleg
að ferðast og oftar en ekki var ver-
ið að skipuleggja utanlandsferð
eða hún var nýkomin úr einni.
Við amma áttu mjög gott sam-
band alla tíð og aldursmunurinn
var aldrei neitt mál, amma var vel
inni í öllum málum og var hægt að
spjalla við hana um alla hluti, hún
var alltaf með á nótunum og hafði
myndað sér sína skoðun.
Elsku amma mín, mig langar að
Sigrún Bjarney
Ólafsdóttir
✝ Sigrún BjarneyÓlafsdóttir fædd-
ist 8. júní 1928 í
Vestra-Gíslholti sem
stóð þar sem nú er
Ránargata í Reykja-
vík. Hún andaðist á
gjörgæsludeild Land-
spítalans við Hring-
braut 1. september
2010.
Útför Sigrúnar var
gerð frá Seljakirkju
9. september 2010.
lokum til að þakka
þér fyrir allar stund-
irnar sem við áttum
saman. Ég verð lengi
að sætta mig við að
geta ekki hringt í þig
til að spjalla eða
skotist til þín í kaffi-
bolla.
Hvíl í friði.
Kristrún.
Sigrúnar föður-
systur verður sárt
saknað. Í hugann
koma fyrstu minningar um lífleg
jólaboð á Laugarnesveginum hjá
henni og Hilmari og síðar heim-
sóknir í sumarbústaðinn í Gríms-
nesi. Já,
Margs er að minnast,
margt er hér að þakka.
Guði sé lof fyrir liðna tíð.
(V. Briem.)
Fyrir hennar tilstilli urðum við
Sigrún vinnufélagar hjá G.J. Foss-
berg árið 1980. Þá kynntist ég bet-
ur mörgum kostum hennar eins og
vinnusemi, eldmóði, fyrirhyggju-
semi, nægjusemi og nýtni. Allt
þetta nýttist fyrirtækinu við stjórn
á fjármálum þess. Þetta var skuld-
laust fyrirtæki og séð til þess að
alltaf væri nægt fé til fyrir mik-
ilvægum útgjöldum eins og vöru-
kaupum, launum og sköttum.
Sjálfsaflafé átti að duga til vaxtar
og viðgangs þess fyrirtækis. Hún
reyndi að hafa hemil á óþarfa
eyðslu. Minnist ég þess þegar ég
notaði tækifærið og „stalst“ til að
kaupa hraðsuðuketil í stað þess
ónýta þegar ég leysti hana af í
nokkra daga. Hún kom úr fríinu
með gamlan ketil að heiman.
Undrandi og orðlaus yfir uppátæki
mínu gaf hún mér þann gamla sem
enn er í notkun þrjátíu árum
seinna. Skilaboðin voru skýr og
ógleymanleg.
Hún var ekkert sérstaklega fyr-
ir glingur, prjál og pjatt, en naut
sín þeim mun meira við að nostra
við sína garða og gróður við Sæv-
argarða og í Grímsnesi. Garðlist,
sönglist, myndlist og leiklist voru
henni hjartfólgin. Söngáhuginn og
starf með kórum og öðru söngfólki
var stór þáttur í lífi hennar. Lífs-
saga hennar öll lýsir dugnaðarfork
sem unni sér vart hvíldar því alltaf
þurfti eitthvað að vera að gerast.
Hún vildi fá mörgu áorkað og lagði
metnað sinn í það sem hún tók sér
fyrir hendur.
Hún var ættrækin og ýtti við
yngri kynslóðinni til að taka hönd-
um saman ef henni þótti tími til
kominn að stórfjölskyldan hittist,
þ.e. afkomendur ömmu hennar og
afa og árlega sá hún um að útvega
húsnæði fyrir litlu ættarmót af-
komenda foreldra hennar. Hvað
gerum við nú þegar hennar nýtur
ekki við?
Eftir stutt samtal við Sigrúnu
degi fyrir þá erfiðu hjartaaðgerð
sem hún gekkst undir tveimur
dögum fyrir andlátið varð ég fullur
trúar á að allt gengi að óskum.
Hún var æðrulaus þótt hún vissi
mæta vel að brugðið gæti til
beggja vona, það slæm var hún
orðin af sjúkdómnum. Með sama
áframhaldi væri framtíðin ekki
vænleg, betra væri að taka áhætt-
una. Hún hafði greinilega búið sig
undir það versta. Meira að segja
drifið sig á leiksýningar sem hún
vildi ekki missa af. Hún hafði því
miður ekki lánið með sér að þessu
sinni. Blessuð sé minning Sigrún-
ar.
Ég votta dætrunum Dóru og
Ólöfu og fjölskyldum þeirra inni-
lega samúð.
Halldór Ó. Sigurðsson.
✝
Elskuleg móðir okkar, tengdamóðir, amma og
langamma,
KOLBRÚN DANÍELSDÓTTIR
frá Saurbæ,
Eyjafirði,
sem lést fimmtudaginn 9. september, verður
jarðsungin frá Bústaðakirkju föstudaginn 17. sept-
ember kl. 13.00.
Gunnhildur Sigurðardóttir, Pétur Kornelíusson,
Bragi Sigurðsson, Sigríður E. Bjarnadóttir,
Þórður Sigurðsson, Edda Björnsdóttir,
ömmubörn og langömmubörn.
✝
Okkar ástkæra,
ÁSRÚN GUÐRÍÐUR HÉÐINSDÓTTIR,
lést laugardaginn 11. september.
Fyrir hönd þeirra sem önnuðust hana og elskuðu í
gegnum tíðina.
Héðinn Hjartarson,
Margrét Héðinsdóttir,
Halldóra Jónsdóttir,
Símon Jónsson.
✝
Elskuleg móðir okkar, tengdamóðir, amma og
langamma,
GUÐRÚN L. KRISTJÁNSDÓTTIR,
Skála,
Seltjarnarnesi,
sem lést á Hrafnistu Reykjavík föstudaginn
3. september, verður jarðsungin frá Seltjarnarnes-
kirkju föstudaginn 17. september kl. 13.00.
Unnur V. Duck,
Elísabet Stefánsdóttir, Kristján Jóhannsson,
Kristjana Stefánsdóttir, Guðmundur Þorkelsson,
Anna Stefánsdóttir, Reynir Hólm Jónsson,
barnabörn og langömmubörn.
✝
Okkar innilegustu þakkir færum við öllum þeim,
sem auðsýndu okkur vinarhug og samhug við
andlát og útför okkar ástkæru móður, tengda-
móður, ömmu og langömmu,
ÞORGERÐAR GUÐNÝJAR
GUÐMUNDSDÓTTUR.
Guðmundur Guðmundsson,
Margrét Guðmundsdóttir,
Hermann Guðmundsson, Guðný Guðmundsdóttir,
Bragi Guðmundsson, Anna Soffía Haraldsdóttir,
Þorgeir Guðmundsson, Hildur Hákonardóttir,
Guðbjörg Lilja Guðmundsdóttir, Einar Einarsson,
barnabörn og barnabarnabörn.
✝
Ástkær eiginmaður minn, faðir, tengdafaðir, afi og
langafi,
JÓN BJÖRNSSON
lyfjafræðingur,
Rituhólum 10,
Reykjavík,
lést á heimili sínu laugardaginn 11. september.
Útförin verður auglýst síðar.
Fyrir hönd aðstandenda,
Anna Þórunn Ottesen,
Björn Jónsson, Birna Gunnlaugsdóttir,
Sigurbjörg Ásta Jónsdóttir, Ray Snider,
Þóra Jónsdóttir,
barnabörn og barnabarnabarn.
Elskuleg eiginkona mín,
JÓNA BJÖRG PÁLSDÓTTIR
hjúkrunarfræðingur,
sem lést á líknardeild Bispebjerg Hospital í Kaup-
mannahöfn laugardaginn 4. september, verður
jarðsungin frá safnaðarheimilinu í Sandgerði
fimmtudaginn 16. september kl. 14.00.
Þeim sem vilja minnast hennar er bent á að láta
líknarsjóð Rbst nr. 11 Steinunn I.O.O.F. njóta þess.
Reikn.nr. 1109-05-408990, kt.450994-2439.
Birgir Elíasson.
Morgunblaðið birtir minningar-
greinar endurgjaldslaust alla út-
gáfudaga.
Skil | Greinarnar skal senda í
gegnum vefsíðu Morgunblaðsins.
Smellt á reitinn Senda inn efni á
forsíðu mbl.is og viðeigandi efn-
isliður valinn.
Skilafrestur | Ef óskað er eftir
birtingu á útfarardegi verður
greinin að hafa borist eigi síðar en
á hádegi tveimur virkum dögum
fyrr (á föstudegi ef útför er á
mánudegi eða þriðjudegi).
Þar sem pláss er takmarkað get-
ur birting dregist, enda þótt grein
berist áður en skilafrestur rennur
út.
Lengd | Minningargreinar sem
birtast í Morgunblaðinu séu ekki
lengri en 3.000 slög. Ekki er unnt
að senda lengri grein. Lengri
greinar eru eingöngu birtar á
vefnum. Hægt er að senda ör-
stutta kveðju, HINSTU KVEÐJU,
5-15 línur. Ekki er unnt að tengja
viðhengi við síðuna.
Formáli | Minningargreinum
fylgir formáli sem nánustu að-
standendur senda inn. Þar koma
fram upplýsingar um hvar og hve-
nær sá sem fjallað er um fæddist,
hvar og hvenær hann lést og loks
hvaðan og klukkan hvað útförin
fer fram. Þar mega einnig koma
fram upplýsingar um foreldra,
systkini, maka og börn. Ætlast er
til að þetta komi aðeins fram í for-
málanum, sem er feitletraður, en
ekki í minningargreinunum.
Undirskrift | Minningargreina-
höfundar eru beðnir að hafa skírn-
arnöfn sín en ekki stuttnefni undir
greinunum.
Myndir | Hafi mynd birst í til-
kynningu er hún sjálfkrafa notuð
með minningargrein nema beðið sé
um annað. Ef nota á nýja mynd
skal senda hana með æviágripi í
innsendikerfinu. Hafi æviágrip
þegar verið sent er ráðlegt að
senda myndina á netfangið minn-
ing@mbl.is og láta umsjónarmenn
minningargreina vita.
Minningargreinar