Morgunblaðið - 14.09.2010, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 14.09.2010, Blaðsíða 14
teldi að félagið hefði ekki verið greiðslufært í mars 2008, þegar ekki var greitt af skuldabréfaflokki sem var á gjalddaga. Raunar getur verið erfitt að úrskurða hvort félag er greiðslufært eða ekki, þegar sífellt er endurfjármagnað með nýjum lánum, þrátt fyrir að lítið sem ekkert reiðufé sé fyrir hendi til að standa skil á skuldbindingum. Um þetta atriði snýst, meðal annars, ágreiningur þrotabús Baugs og Fjárfestinga- félagsins Gaums, um söluna á Högum til 1998 ehf., sem var að mestu í eigu Gaums. Áfram keypt meira Þrátt fyrir að veruleg áhöld séu uppi um stöðu Baugs allt aftur til árs- byrjunar 2008, var ekki að sjá að stjórnendur félagsins hygðust draga saman seglin. Þannig kom fram að Baugur hefði boðið í bresku verslana- keðjuna Moss Bros í febrúar 2008. Fram kom í fréttum að félagið hygð- ist greiða jafnvirði 5,4 milljarða króna fyrir fyrirtækið, miðað við þá- verandi gengi krónunnar. Síðar um haustið, örskömmu fyrir hrun bank- anna, reyndi Baugur að kaupa bresku verslanakeðjuna Woolworths á 100 milljónir punda. Jón Ásgeir Jóhannesson sagði í eiðsvörnum vitnisburði sínum fyrir dómstólum í Bretlandi að í október 2008 hefðu skuldir Baugs verið 920 milljónir punda umfram eignir. Eignir líklega ofmetnar  Stjórnendur Baugs sögðu stöðu félagsins sterka allt fram að endanlegu hruni bankanna  Deilt um hvort félagið hafi verið greiðslufært snemma árs 2008 14 FréttirVIÐSKIPTI | ATVINNULÍF MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 14. SEPTEMBER 2010 STUTTAR FRÉTTIR ... ● Flótti fjármagnseigenda í skuldabréf heldur áfram, ef marka má tölur um veltu á skuldabréfamarkaði í gær. Alls nam veltan með ríkis- og íbúðabréf 25,55 milljörðum króna í gær og hækkaði Skuldabréfavísitala GAMMA um 0,77 prósent og endaði í 211,58 stigum. Verðtryggði hluti vísitölunnar hækkaði um 0,98 prósent og hefur hækkað um 4,07 prósent á einni viku og um 11,07 prósent á einum mánuði. Óverðtryggði hluti vísitölunnar hækkaði um 0,23 prósent í gær, en á einni viku hefur hann hins vegar lækk- að um 0,05 prósent. Má draga þá ályktun að fjárfestar hafi áhyggjur af verðbólguþróun í náinni framtíð og vilji festa fé sitt í verðtryggðum bréf- um. Úrvalsvísitala Kauphallarinnar hækkaði um 0,49 prósent í ríflega 19 milljóna króna viðskiptum í gær. Bréf Össurar hækkuðu um 1,63 prósent, en bréf Marels lækkuðu um 0,74 pró- sent, Eikar banka um 0,72 prósent og BankNordik um 0,71 prósent. Lokagildi Úrvalsvísitölunnar var 963,08 stig. bjarni@mbl.is Áfram heldur skulda- bréfavísitalan að hækka ● Rapparinn góð- kunni Jay-Z, sem vakti athygli í fjár- málaheiminum fyr- ir nokkrum árum fyrir að taka ein- hliða upp evru í myndbandi sínu, hefur lýst yfir áhuga á því að kaupa hlut í enska knattspyrnufélaginu Arsenal. Jay-Z segist, í samtali við Orange News, hafa haldið upp á félagið síðan Thierry Henry spilaði fyrir þess hönd. Hann segist munu láta til sín taka, verði af fjárfest- ingunni. „Við (Jay-Z og eiginkonan, sönggyðjan Beyoncé) myndum þurfa að dvelja mun meira í London. Bey veit um áhuga minn á íþróttum og hefur lengi verið kunnugt um áhuga minn á Arsenal,“ segir rapparinn. „Ég hef almennt engan áhuga á að vera „aftursætis-fjárfestir“. Ég vil vera í stjórninni og taka þátt í ákvörðunum,“ bætir hann við. ivarpall@mbl.is Jay-Z vill hlut í knatt- spyrnufélaginu Arsenal Jay-Z ● Ótti við- skiptavina Kabul Bank í Afganistan um framtíð bank- ans leiddi til blóð- ugra átaka þeirra við öryggissveitir fyrir utan útibú bankans í Kabúl fyrir helgi. Ríflega fimm hundruð rík- isstarfsmenn, þar á meðal lög- reglumenn, hópuðust saman fyrir utan bankaútibúið til að taka út launin sín fyrir langa fjögurra daga helgi. Öryggis- lögreglumenn beittu, að margra mati, óhóflegu ofbeldi til að halda fólkinu í burtu og var einn ljósmyndari laminn í andlitið. Staða bankans hefur veikst enn eftir að tveir framkvæmdastjórar sögðu af sér eftir að í ljós kom að bankinn tapaði háum fjárhæðum á lánum til Dúbaí. Átök við Kabúlbanka Kabúl Vörður við bankann í Kabúl. Bjarni Ólafsson bjarni@mbl.is Raunvaxtastig á Íslandi er of hátt miðað við kreppuástandið, að mati Más Guðmundssonar seðla- bankastjóra. Kom þetta fram í við- tali við Má fyrir Reuters-fréttastof- una sem tekið var í Basel í Sviss. Raunvextir á Íslandi eru nú um 3,5 prósent, miðað við að stýrivext- ir séu nú ríflega sex prósent og verðbólgumarkmið upp á 2,5 pró- sent og telur Már að svigrúm sé fyrir frekari vaxtalækkanir í fram- tíðinni. Már sagði jafnframt að til greina kæmi að lækka kröfur um 16 pró- senta eiginfjárhlutfall íslenskra banka þegar aðstæður nálguðust það sem eðlilegt gæti talist. Hlut- fallið yrði þó hærra en þau sjö pró- sent sem nýsamþykktar alþjóð- legar reglur gerðu ráð fyrir. Hið háa eiginfjárhlutfall, sem ís- lensku bankarnir byggju við, hefði verið hugsað sem öryggisnet til að bregðast við ófyrirséðum áföllum. Dómur Hæstaréttar í gengisl- ánamálinu hefði verið slíkt áfall. Sagði hann að hægt væri að skoða slökun á eiginfjárkröfunni þegar málin hefðu skýrst betur í nóv- ember. Þá yrðu fleiri dómar fallnir og eftirlitsaðilar búnir að ljúka við úttekt á íslenska bankakerfinu. Vextir hér of háir miðað við aðstæður  Til greina kemur að draga úr kröf- um um eiginfjárhlutfall banka Morgunblaðið/Ernir Vextir Már Guðmundsson segir svigrúm til frekari vaxtalækkana hér.                                            !"# $% " &'( )* '$* ++,-./ +0+-+ ++1-2+ 32-3+4 +/-+, +4-121 ++.-/0 +-5/05 +,0-24 +.2-.4 ++,-0, +0+-.1 ++1-51 32-31, +/-334 +4-1.3 ++4-5 +-1231 +,0-./ +.2-/0 32.-53++ ++0-+. +0+-/0 ++1-4, 32-551 +/-303 +4-. ++4-43 +-124. +,/-+3 +.+-1 Geta endurskuldsett sig „Ég myndi áætla að safn Baugs skilaði um 500 milljónum punda í EBITDA [hagnaður fyrir skatt, fjármagnsliði og af- skriftir] á ári og væri skuldsett fyrir rúmlega tvisvar sinn- um það að meðaltali. Ég held að það sé óhætt að fullyrða það að staða okkar í Bretlandi hefur aldrei verið sterkari en hún er núna,“ sagði Gunnar Sigurðsson, forstjóri Baugs, í samtali við Viðskiptablaðið 23. janúar 2008. Gunnar sagði jafnframt í samtali við Stöð 2 í apríl sama ár, að endurskipulagning félagsins, sem fól í sér sölu eigna milli tengdra félaga, væri ekki til þess að fegra stöðu félagsins. Uppbygging félagsins í skugga Baugsmálsins, hefði „tekist gríðarlega vel til,“ og að Baugur væri vel statt félag. Í júlí sama ár seldi Baugur allar sínar innlendu eignir, og til- kynnt var að heimilisfesti félagsins skyldi flytjast til útlanda. thg@mbl.is „Staðan aldrei sterkari“ Morgunblaðið/Árni Sæberg Höfuðstöðvar Jón Ásgeir Jóhannesson sagði í eiðsvörnum vitnisburði að í október 2008 hefðu skuldir Baugs verið 920 milljónir punda umfram eignir. FRÉTTASKÝRING Þórður Gunnarsson thg@mbl.is Svo virðist sem umfangsmikil endur- skipulagning Baugs á árinu 2008 hafi aðallega verið til þess fallin að fresta hinu óumflýjanlega – gjaldþroti fé- lagsins. Skiptastjóri þrotabús félags- ins hefur höfðað fjölda riftunarmála á ráðstöfun eigna Baugs áður en félag- ið var tekið til gjaldþrotaskipta. Sal- an á Högum til 1998 ehf. er meðal annars talin hafa farið fram á þeim tímapunkti er félagið var þegar orðið ógjaldfært – það er að segja, eignir félagsins dugðu ekki fyrir skuldum. 500 milljón punda eigið fé Morgunblaðið hefur undir höndum hálfsársuppgjör Baugs fyrir árið 2008, en reikningurinn er ekki und- irritaður af endurskoðanda. Stjórn félagsins samþykkir hins vegar reikninginn 7. október 2008. Sam- kvæmt reikningnum voru skuldir fé- lagsins þá tæplega 1,3 milljarðar punda, en eignir tæplega 1,8 milljarð- ar punda. Eigið fé félagsins er því bókfært 500 milljónir punda um mitt ár, en þar af er víkjandi lán 166 millj- ónir punda og yfirverð hlutafjár 133 milljónir punda. Handbært fé Baugs um mitt ár 2008 var rúmlega 14 millj- ónir punda, eða 2,2 milljarðar króna. Heimildir Morgunblaðsins herma að þrotabú Baugs telji eignir í mörgum tilfellum stórlega ofmetnar í efna- hagsreikningi félagsins, sem orsaki ógjaldfærni félagsins. Þar af leið- andi hafi stjórnendum ekki verið heimilt að selja Haga úr fé- laginu á þessum tíma. Fram kom í Morgun- blaðinu 2. febrúar síð- astliðinn að þrotabúið „Það sem tók kannski tvo klukkutíma að fá afgreitt í bankakerfinu, hvort sem var hér heima eða erlendis, fyrir ári eða svo, tekur líklega um tvær vikur í dag að fá í gegnum kerfið og því er það miklu meiri vinna og tími sem fer í fjármögnun og endurfjármögnun fyr- irtækja, en gerði áður. Blessunarlega þá eru rekstr- arfélögin okkar mjög lítið skuldsett, þannig að um leið og birtir til á þessum markaði, þá hafa þau tæki- færi til þess að endurskuldsetja sig og borga arð til móðurfélagsins,“ sagði Jón Ásgeir Jóhannesson í samtali við Morgunblaðið 29. júní 2008. „[É]g tel alveg ljóst að margir eigi eftir að heltast úr lestinni á næstu vikum og mánuðum, en við erum alveg stað- ráðnir í að vera ekki í þeim hópi,“ sagði Jón í sama viðtali. thg@mbl.isJón Ásgeir Jóhannesson Gunnar Sigurðsson

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.