Morgunblaðið - 14.09.2010, Qupperneq 18

Morgunblaðið - 14.09.2010, Qupperneq 18
18 Umræðan BRÉF TIL BLAÐSINS MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 14. SEPTEMBER 2010 Aðildarviðræður okkar við Evrópusam- bandið ágerast, og fleiri efasemdir skjóta upp kollinum. Ein ný er þessi: Ef það er satt sem sagt er, að báðar höf- uðgreinar fagurbók- menntanna, á Íslandi sem og á öðrum Vest- urlöndum, nefnilega ljóðið og skáldsagan, séu nú að riða til falls, með nýjum og minna bókmenntasinnuðum kyn- slóðum, svo lítið verði eftir nema unglingaljóð og spennusögur, er þá ekki að hverfa eitt af helstu hald- reipum aðildarþjóða innan ESB, við að árétta menningarlega sérstöðu sína og þar með að hindra að þær verði algerum Evrópusamruna að bráð? En með Evrópusamruna á ég við þá stefnu í ESB að vilja breytast í eitt stórríki þar sem aðildarríkin hverfi alveg sem sjálfstæðar ein- ingar. Þetta er kannski meira áhyggju- efni fyrir aðildarþjóðir sem hafa ekki einkanlega þjóðtungu; og hafa að því leyti minni sérstöðu eftir til að verja; svosem: Frakka + Belga, Þjóðverja + Austurríkismenn, og Breta + Íra; en síður fyrir aðild- arþjóðir með sér þjóðartungur innan sambandsmarkanna, svosem Spán- verja, Portúgala, Ítali, Grikki, Ung- verja, Rúmena, Finna, Eista, Svía, Letta, Litháa, Pólverja, Tékka, Sló- vaka, Slóvena og Dani. Og þá hugs- anlega Íslendinga? En það hefur lengi verið stefna ESB, gegnum Evrópuráðið, að reyna að styðja við ýmsar menning- ararfleifðir aðildarríkja sinna með fjárframlögum, til að stuðla að því að menningarleg sérstaða þeirra ríkja fari ekki halloka fyrir hinni auknu efnahags- samvinnu við ESB. Ef litið er til sögu Ís- lendinga, virðist þó ekki ástæða til að ótt- ast þetta, við fyrstu sýn: Hátimbraðasta fagurbókmenntahefðin okkar hefur reyndar ekki varað nema síðast- liðin 200 ár; en fram að því voru skemmtirímur og fornkappa- spennusögur nægileg- ur efniviður til að sann- færa okkur og aðra um fjölbreyti- leika menningarlegrar sérstöðu okkar sem sérstakrar þjóðar. Eða var það? Var það ekki einmitt þá, frá fjórtándu öld til nítjándu ald- ar, sem við vorum svo ísmeygilega sjálfsánægð með okkur sem óút- vatnanlega þjóð, að við vorum tals- vert sátt við að láta Dani, fjarlæga þjóð niðri við Mið-Evrópu, ráðskast með okkur, nokkurn veginn að vild sinni? Svo virðist nefnilega hafa reynst eftir átjándu öldina, sem tungan og bókmenntirnar hafi orðið að færa sig sífellt meira í aukana, ef þær áttu að ná að melta hina sívaxandi al- þjóðlegu þekkingarstrauma í þágu eigin þjóðar; til að hún færi ekki hreinlega á kaf í uppistöðulóni al- þjóðavæðingar vestrænnar menn- ingar; hvort sem í hlut áttu Íslend- ingar, Danir, Þjóðverjar, Englendingar eða fleiri. Hvað er þá til ráða? Kannski ætt- um við fyrr að reyna að lappa upp á hrunið í okkar eigin þjóðarbók- menntum, áður en við förum að von- ast eftir að eitthvert alþjóðabákn geri það fyrir okkur? Raunar gæti virst sem stefna ESB í stuðningi við menningar- arfleifðir sínar miðaði fremur að því að deila og drottna (líkt og Sov- étríkin gerðu með stuðningi sínum við héraðsbundna smáhópa, svosem í Lettlandi, til að koma í veg fyrir að þjóðin í heild færi að nýta sameig- inlega tungu sína og bókmenntir sem vopn í sjálfstæðisátt). Því stuðn- ingur ESB beinist einkum að sam- eiginlegum verðmætum sambands- ins, svosem að viðhaldi fornra skrauthýsa. Því virðist ólíklegt að þeir færu að púkka upp á tungu- málið okkar og bókmenntir ef við gerum það ekki sjálfir (nema þetta væri komið í algera niðurníðslu og órækt), heldur væru þeir líklegri til að veita peningum til viðhalds nátt- úruperlna sameiginlegrar ferða- mennsku, svosem Geysis og Þingvallagljúfurs. Eða þýddi það kannski nokkuð að biðja Dani um það forðum, eftir að sjálfstæðisbaráttan okkar hófst fyrir alvöru, að þeir fjármögnuðu end- urreisn bókmennta okkar og tungu, þegar þær voru greinilega orðnar sem aðskilnaðarmeðul í sjálfstæð- isbaráttunni? Vera má að íslenskan yrði innan ESB álíka ómarktækt þjóðernistákn og færeyskan, grænlenskan, kata- lónskan og baskneskan eru nú. Og þar með um leið sjálft íslenska þjóð- ernið í heild sinni. Bókmenntahrunið og Evrópusamruninn Eftir Tryggva V. Líndal » Vera má að íslenskan yrði innan ESB álíka ómarktækt þjóð- ernistákn og færeyskan, grænlenskan, kata- lónskan og baskneskan eru nú. Og þar með um leið sjálft íslenska þjóð- ernið í heild sinni. Tryggvi V. Líndal Höfundur er þjóðfélagsfræðingur og skáld. Væntanlega er það fátítt í hinum vestræna heimi að leigumorð- ingjar séu sýknaðir á grundvelli þess að þeir frömdu glæpi sína í nafni umbjóðenda sinna. Fáum sögum fer einnig af því að leigu- morðingjar reyni al- mennt að beita slíkum rökum fyrir sig í vörn sinni. Sennilega treysta þeir ekki á að tillit verði tekið til slíkra kringumstæðna. Enda myndi slíkt sennilega flokkast undir heimsku á heimsmælikvarða. Á Íslandi horfa þessir hlutir við með allt öðrum hætti enda erum við Íslendingar allt öðru vísi en allir aðrir – a.m.k. vilja mörg okk- ar reyna að trúa því. Fjöldi fólks hefur nú þann starfa að djöflast á fórnarlömbum fjár- mögnunarfyrirtækja sem stunduðu hér ólög- mæta lánastarfsemi í hartnær áratug eins og Hæstiréttur staðfesti í sumar. Fjármálafyrir- tækin fóru síðan af stað með mál fyrir dómstóla til að reyna að fá hnekkt fyllilega lögmætu ákvæði varðandi þá vexti sem samið var um. Og á meðan láta sum þeirra a.m.k. engan bilbug á sér finna gagnvart hörku í garð fórn- arlamba sinna. En bíðum nú við, fyr- irtæki þessi eru lítið annað en fólkið sem stjórnar þeim og starfar þar. Eftir að Hæstiréttur komst að þeirri niðurstöðu að ákvæði um geng- istryggingu fyrirfram staðlaðra samninga þessara fjármögnunarfyr- irtækja stæðust ekki lög hefur ekkert heyrst frá ákæruvaldinu. Er kannski búið að leggja það niður? Hverjir voru það sem bjuggu til þessi ólög- mætu ákvæði og eiga að svara fyrir þau? Í stað þess að hlíta niðurstöðu Hæstaréttar og skammast sín halda stjórnendur og starfsmenn þessara fyrirtækja áfram að þjarma að fórn- arlömbum sínum og beita auk þess aðkeyptum leigukrimmum af stofum úti í bæ. Þetta vesalings fólk virðist almennt ekki gera sér grein fyrir því að það getur tæplega skotið sér und- an ábyrgð og skaðabótaskyldu í skjóli þess að það framkvæmdi einhvern ólöglegan verknað í nafni vinnuveit- enda eða umbjóðenda sinna. Ég stend á tímamótum vegna að- gerða leigukrimma sem annaðhvort í nafni vinnuveitenda sinna eða um- bjóðenda ganga fram á grundvelli ólögmætra samninga. Það væri kannski rétt að þeir aðilar sem hafa með höndum umrædd skítverk staldri örlítið við og hugsi mál sín út frá aðstæðum leigumorðingjans. Dettur þessu fólki í hug að þegar það hefur hirt allt af fórnarlömbum sínum eða umbjóðenda/vinnuveitenda sinna muni þessi fórnarlömb sækja rétt sinn til gjaldþrota vinnuveitenda eða umbjóðenda þessa fólks? Það er al- veg sama hvaða rök verða notuð í þessum málum – á endanum eru það gerendurnir sem eru ábyrgir per- sónulega fyrir gjörðum sínum og þeir munu væntanlega uppskera í sam- ræmi við það. Sýkna í skjóli húsbóndaábyrgðar Eftir Örn Gunnlaugsson » Fjöldi fólks hefur nú þann starfa að djöfl- ast á fórnarlömbum fjármögnunarfyrir- tækja sem stunduðu hér ólögmæta lánastarfsemi í hartnær áratug eins og Hæstiréttur staðfesti í sumar. Örn Gunnlaugsson Höfundur er fyrrverandi atvinnurek- andi og núverandi öreigi. Þegar ný vetrardag- skrá er í burðarliðnum hjá félögum eldri borg- ara á landinu er ef til vill rétt að hugsa ýmis mál upp á nýtt. Eru baráttuaðferðir eldri borgara á landinu að skila einhverjum raunhæfum árangri í okkar baráttumálum? Mörgum finnst lítið miða áfram í réttinda- málum okkar og reyndar hefur flest gengið okkur á mót undanfarin ár. Ekki bera eldri borgarar ábyrgð á bankahruninu, ekki er sjáanlegt ann- að en margir af þessum svokölluðu útrásarvíkingum, sem ýmsir brodd- borgarar hylltu í bak og fyrir fyrir nokkrum árum lifi flestir allgóðu broddborgaralífi enn þann dag í dag. Ríkisstjórnin hefur alls ekki verið okkur hliðholl, í reynd hefur hún unn- ið gegn okkur eldri borgurum á ýms- um sviðum. Manni finnst oft á tíðum eins og stefna hennar sé að gera alla eldri borgara að bónbjargafólki. Réttindi hafa verið skert án þess að tala við okkur, samanber skerðingar Tryggingastofnunar ríkisins á um- liðnum mánuðum. En hvað er til ráða? Ég hef velt þeirri hugmynd upp t.d. að Landssamband eldri borgara myndi sérstaka baráttunefnd eldri borgara. Ég hef komið því á framfæri LEB að við stefnum á allsherjar kröfugöngu t.d. frá Hlemmi í Reykja- vík niður að Alþingi Ís- lendinga í september. Sú hugmynd hefur ekki fengið hljómgrunn hjá stjórn LEB eftir því sem ég hef frétt. Ef menn eru hræddir við nýjar hugmyndir þá er ekki von á góðu. Margir hafa skrifað greinar í blöð um okkar heitustu baráttumál en ekki hef- ur það sjáanlega skilað miklu, eða réttara sagt sáralitlu. Félög eldri borgara á landinu eru yfirleitt með frábæra dagskrá til að stytta eldri borgurum stundirnar en það er alls ekki nóg. Við verðum að finna betri baráttuaðferðir í okkar réttindamálum. Við lifum ekki lengi á frábærum félagslegum sam- verustundum, við þurfum að geta lif- að sómasamlegu lífi af því fjármagni er við höfum handa á milli. Ég skora á LEB og félög eldri borgara um land allt að hugsa bar- áttuaðferðir upp á nýtt, við lifum ekki lengi á þeir síminnkandi tekjum er við höfum handa á milli. Hugsanleg breyting á baráttuaðferðum eldri borgara Eftir Jón Kr. Óskarsson Jón Kr. Óskarsson » Við verðum að finna betri baráttuaðferð- ir í okkar réttinda- málum. Höfundur er formaður Félags eldri borgara í Hafnarfirði. Við höfum kunn- ingjarnir reynt að skilja þessi stuttu örnefni Bær, Land og Ey eða Eyjar. Hvernig má jörð og bær nefnast Bær, þegar bæir eru um allt? Jarðir, sem heita Bær, reyn- ast gjarna vera næst höfuðbóli. Nokkur dæmi: Í Trékyllisvík er Árnes, lengi prestssetur og með hlunnindi. Næsti bær er Bær, án hlunninda. Í Súgandafirði er Stað- ur, lengi prestssetur. Þar, í Stað- ardal, er næsti bær Bær. Í Borg- arfirði er Varmalækur, lengi höfuðból (þar bjó um tíma Hall- gerður langbrók) með land að Grímsá, mikilli laxveiðiá. Bæj- arleið frá er Bær, kirkjustaður, en á ekki land að matarkistunni Grímsá. Okkur sýnist, að svo kunni að hafa verið, eftir að höfuðbólið, landnámsjörðin, hafði borið fram fleira fólk en hentaði, að þar ætti heima, að reistur hafi verið bær á næstu grösum og hafinn þar sjálf- stæður búskapur. Í tali fólks á höfuðbólinu var þá talað um fólkið í bæ (menn spöruðu greininn, sögðu ekki í bænum). Nú má fara um landið og athuga, hvort þetta geti staðist. Ég bendi á Bæ í Hrútafirði (Bæjarhreppi), Bæ á Selströnd, Bæ á Höfðaströnd, Bæ í Lóni (Bæjarhreppi), Bæ í Reyk- hólasveit og Bæ í Kjós. Málvinur minn í þessum vanga- veltum sagði mér, að fyrir sér hefði lengi verið skýrt, að ey og eylendi táknaði stundum votlendi. Landeyjar í Rangárvallasýslu voru svo votlendar, áður en framræsla hófst með vélum, að menn komust illa á milli bæja að sumarlagi; það sagði mér norðlenskur maður, sem var búnaðarráðunautur fyrir stríð og þurfti að koma þar á bæi. Þá verður það svo skilið, að Eyjafjöll séu kennd við þessar eyjar, en ekki Vestmannaeyjar. Heitið Landeyjar greindi svæðið frá eyj- um úti fyrir landi, Vestmanna- eyjum. Ýmsar jarðir heita Ey eða Eyj- ar, án þess að tengjast ey af því tagi, sem menn sjá úti á firði eða á vatni. Eyjar eru jörð í Kjós, en enga ey að sjá þar; í Breiðdal er jörðin Eyjar, nærri prestssetrinu Eydölum. Allfjarri þessum jörð- um, fyrir utan bæinn Ós, utarlega á Breiðdalsvík að austanverðu, eru reyndar smáeyjar. Í Laugardal eru jarðirnar Útey, Miðey og Austurey, en á vötnunum þar, Laugarvatni og Apavatni, sem þær eiga land að, er engin ey. Í Landbroti er jörðin Ey (Efri-Ey), og í sjálfum Landeyjum er jörðin Ey. Þar sem land er eiginlega hvar sem er, er ekki gott að vita, hvað heitið Land merkir. Fyrirferð- armest í því efni er sveitarnafnið Land, milli Ytri-Rangár og Þjórs- ár. Sveitin er fyrir ofan Holt (áður Þjórsárholt). Holt merkti að fornu skógi vaxið land (Hjarðarholt, Brautarholt). Land er þá skóg- laust land (þegar nafnið varð til). Ofarlega á Landi er Mörk, þ.e.a.s. skógur, jörð; merkingarlaust nafn, ef skógur hefði verið um allt. Í Vestmannaeyjum eru Lönd (var prestssetur, Landakirkja), á Mið- nesi eru Lönd, jörð, í Stöðvarfirði er jörðin Lönd, í Axarfirði er Land; varð tvær jarðir, Austara- Land og Vestara-Land. Í Öxnadal er Land, nú þrjár jarðir, Efsta- land, Miðland og Neðstaland. BJÖRN S. STEFÁNSSON, dr. scient. Bær, Land, Eyjar Frá Birni S. Stefánssyni Björn S. Stefánsson Mikið úrval af fallegum rúmfatnaði Skólavörðustíg 21, Reykjavík, sími 551 4050

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.