Morgunblaðið - 14.09.2010, Blaðsíða 15

Morgunblaðið - 14.09.2010, Blaðsíða 15
Fréttir 15ERLENT MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 14. SEPTEMBER 2010 Börn heilsa að hermannasið á Sigurtorginu í Minsk þar sem þau tóku þátt í afmælishátíð hvít- rússneskrar æskulýðshreyfingar sem á rætur að rekja til æskulýðshreyfinga sem stofnaður voru í Sovétríkjunum eftir byltingu bolsévíka árið 1917 og tóku við hlutverki skátahreyfingarinnar. Sov- ésku æskulýðshreyfingarnar voru ætlaðar börn- um á aldrinum 10-15 ára og störfuðu í öllum lýð- veldum Sovétríkjanna þar til þau leystust upp árið 1991. Hvítrússneska æskulýðshreyfingin hefur haldið velli þrátt fyrir hrun kommúnism- ans og starfar enn af miklum krafti. Reuters Hélt velli eftir hrun kommúnismans Rauði krossinn í Bretlandi hyggst kenna skólabörn- um á aldrinum 11-16 ára skyndi- hjálp með það að markmiði að gera þeim kleift að annast drukkna vini sína. Þetta var ákveðið eftir að könnun leiddi í ljós að 14% barnanna í þessum aldurshópi hafa þurft að hjálpa vinum sínum sem veiktust, slösuðust eða misstu með- vitund vegna áfengisneyslu. Börnum kennt að hjálpa drukknum vinum sínum BRETLAND Nelson Mandela, fyrrverandi for- seti Suður- Afríku, fannst Tony Blair, fyrr- verandi forsætis- ráðherra Bret- lands, svíkja sig þegar sá síðar- nefndi ákvað að Bretar tækju þátt í innrásinni í Írak árið 2003. Mandela hringdi bálreið- ur í breskan ráðherra til að mót- mæla. Þetta kemur fram í nýrri ævisögu Mandela. Mandela öskuillur út í Tony Blair SUÐUR-AFRÍKA 54 ára karlmaður, sem segist hafa eignast 55 börn með 55 konum, hef- ur verið ákærður í París vegna gruns um að börnin hafi verið rang- feðruð til að mæðurnar gætu fengið dvalarleyfi og barnabætur í Frakk- landi. Lögreglan í París telur að fé- lagslegu bæturnar sem konurnar fengu hafi numið jafnvirði 150 milljóna króna á ári. Maðurinn, sem er af afrískum uppruna, var hand- tekinn í íbúð þar sem yfir 50 manns voru skráðir til heimilis. Hann er sagður hafa fengið sem samsvarar allt að 30.000 kr. frá hverri konu. „Faðir“ 55 barna ákærður fyrir svik FRAKKLAND Bogi Þór Arason bogi@mbl.is Danska lögreglan sagði í gær að henni hefði ekki enn tekist að bera kennsl á mann sem var handtekinn í Kaupmannahöfn á föstudag vegna gruns um að hann hefði sprengt sprengju á hóteli í Kaupmannahöfn. Lögreglan telur að maðurinn hafi verið einn að verki en ekki er vitað hvað vakti fyrir honum. Að sögn lögreglunnar gerði maðurinn allt sem hann gat til að koma í veg fyrir að hægt yrði að bera kennsl á hann. Maðurinn er einfætt- ur og er m.a. sagður hafa fjarlægt framleiðslunúmer af gervifæti sem hann notaði. Hann var ekki með nein persónuskilríki, engin greiðslukort og engan farsíma. Talið er að hann hafi notað þrjú nöfn og oft skipt um föt og breytt útliti sínu meðan hann dvaldi í Kaupmannahöfn. Maðurinn er sagður á þrítugsaldri og tala frönsku. Eitt af því fáa sem lögreglan hefur fengið upp úr honum er að hann sé grænmetisæta og hann óskaði eftir því að fá Biblíuna og Kóraninn í fangaklefann. „Við höfum ekki fundið neinar vís- bendingar um að maðurinn hafi haft samband við aðra,“ sagði lögreglu- varðstjórinn Svend Foldager. Lögreglan er að rannsaka yfir 50 ábendingar sem hún hefur fengið frá almenningi eftir að birtar voru myndir af manninum úr eftirlits- myndavél. Lögreglan er einnig að rannsaka skammbyssu og skothylki sem fund- ust á hótelherbergi mannsins. Dönsk yfirvöld hafa ekki viljað veita upplýsingar um hvers konar sprengju maðurinn var með og að- eins sagt að þyngd sprengiefnisins hafi verið tæpt kíló. Að sögn danska ríkisútvarpsins hafa m.a. komið fram vísbendingar um að maðurinn kunni að hafa ætlað að fremja hryðjuverk vegna Múhameðsteikninganna sem birtar voru í Jyllands-Posten. Var líklega einn að verki  Lögreglan í Kaupmannahöfn segir að ekki hafi enn tekist að bera kennsl á dularfullan sprengjumann sem gerði allt sem hann gat til að fela slóð sína Maðurinn er m.a. sagður hafa fjar- lægt framleiðslu- númer af gervifæti sínum. Bogi Þór Arason bogi@mbl.is Skoðanakannanir benda til þess að flestir kjós- endur í Svíþjóð telji að Fredrik Reinfeldt forsætis- ráðherra hafi staðið sig betur en Mona Sahlin, for- sætisráðherraefni rauðgræna bandalagsins, í síðustu sjónvarpskappræðum þeirra fyrir þing- kosningarnar á sunnudaginn kemur. Litið var á kappræðurnar á sunnudag sem síð- asta tækifæri Sahlin til að snúa vörn í sókn og koma í veg fyrir að Jafnaðarmannaflokkurinn gyldi afhroð í kosningunum. Fari borgaralegu flokkarnir með sigur af hólmi verða þeir í fyrsta skipti við völd í tvö kjörtímabil í röð. Vegna lítils fylgis Sahlin og jafnaðarmanna samkvæmt skoðanakönnunum þurfti hún að sækja af meiri krafti en Reinfeldt. Að sögn frétta- skýrenda var gagnrýni hennar persónulegri en forsætisráðherrans, hún sakaði hann meðal ann- ars um að vera óheiðarlegur og veruleikafirrtur. Fékk hærri einkunn í öllum hópunum Sahlin tókst einnig að beina umræðunni að mál- um sem hún vill setja á oddinn í kosningabarátt- unni. Hún gagnrýndi meðal annars loforð borg- aralegu flokkanna um skattalækkanir og sagði að stefna stjórnarinnar síðustu fjögur árin hefði leitt til aukinnar misskiptingar og sundurþykkju í sam- félaginu. Skyndikönnun, sem gerð var eftir kappræðurn- ar, bendir til þess að Sahlin hafi ekki tekist að sannfæra marga kjósendur um að hún sé betur til þess fallin að stjórna landinu en Fredrik Rein- feldt. Þátttakendurnir voru beðnir um að gefa frammistöðu þeirra í kappræðunum einkunn á bilinu 0-4 og meðaleinkunn Reinfeldts var 3,57 en Sahlin fékk 3,33. Forsætisráðherrann fékk hærri einkunn í öllum helstu kjósendahópunum, hjá körlum, konum, ungum kjósendum, lífeyrisþegum og fólki í þétt- býli jafnt sem strjálbýli. Samkvæmt nýjustu skoðanakönnunum segjast um 50% kjósendanna ætla að kjósa borgara- legu flokkanna en 43,6% rauðgræna banda- lagið. Fylgi Svíþjóðardemókratanna er um 4,6% að meðaltali í fimm könnunum, sem birt- ar voru um helgina, og flest bendir því til þess að flokkurinn fái nógu mikið kjörfylgi til að fá þingmenn kjörna í fyrsta skipti. Fái hvorugt bandalaganna meira en 50% fylgi gætu Svíþjóðardemókratarnir komist í oddaaðstöðu á þinginu. Reinfeldt sagði í kappræðunum að ekki kæmi til greina að mynda ríkis- stjórn með Svíþjóðardemókrötunum eftir kosningarnar og Sahlin sagði að rauðgræna bandalagið léði ekki máls á stjórnarsamstarfi við flokkinn. Sahlin tókst ekki að snúa vörn í sókn í síðustu kappræðunum  Leiðtogar stóru bandalaganna tveggja hafna algerlega stjórnarsamstarfi við Svíþjóðardemókratana Svíþjóðardemókratarnir mót- mæla fjölgun innflytjenda og gagnrýni þeirra beinist eink- um að íslam. „Við viljum halda trúfrelsinu. Ég er á móti því að þjóðfélagið lagi sig að múslímska minnihlutanum,“ segir leiðtogi flokksins, Jimmie Åkesson. „Það er ekki kyn- þáttahatur að gagnrýna stefnuna í innflytjenda- málum, að krefjast þess að allir séu jafnir fyrir lögunum, að vilja ekki að ákveðnir þjóðernishópar fái sérréttindi.“ „Ekki kyn- þáttahatur“ GAGNRÝNA ÍSLAM Jimmie Åkesson Reuters Barátta Sahlin og Reinfeldt eftir kappræður.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.